Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
* 3.000 kr. lágmarksupphæð.
Gefðu inneign á Framtíðarreikning Glitnis
og fáðu fallega Latabæjarhúfu í
Latabæjaröskju í kaupbæti.*
Þú færð Framtíðarreikning í næsta
útibúi Glitnis eða á www.glitnir.is.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NV-átt 13–18
m/s á Vest-
fjörðum, snýst í
hægari suðlæga
átt annars staðar. Hlýjast
austanlands.» 8
Heitast Kaldast
4°C 0°C
SAMTÖKUM íþróttafréttamanna var í gær afhentur
nýr verðlaunagripur sem fylgja mun nafnbótinni
Íþróttamaður ársins næstu 50 árin en gamli gripurinn,
sem verið hefur í notkun í 50 ár, var við það tækifæri af-
hentur Þjóðminjasafninu til varðveislu. Það er ÍSÍ sem
gefur gripinn sem Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður
gerði. Hér má m.a. sjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra og Ellert B. Schram, fyrrum for-
seta ÍSÍ, skoða gripinn ásamt Vilhjálmi Einarssyni, sem
fimm sinnum var valinn íþróttamaður ársins.
Morgunblaðið/ÞÖK
Nýr verðlaunagripur afhentur
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
UPP ÚR slitnaði í meirihlutasam-
starfi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks í sveitarfélaginu Árborg
í gær. Viðræður hófust þegar í gær-
kvöldi um nýtt meirihlutasamstarf
Samfylkingar, Framsóknarflokks og
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, og munu viðræður halda
áfram í dag.
„Það hvarflar að mér að Fram-
sóknarflokkurinn hafi aldrei verið í
þessu samstarfi af fullum einhug,“
segir Þórunn Jóna Hauksdóttir, odd-
viti Sjálfstæðisflokks í Árborg. „Þeir
reyndu eftir síðustu kosningar að
mynda meirihluta með Samfylkingu
og Vinstri grænum en það gekk ekki.
Þá mynduðu þeir meirihluta með okk-
ur, og mig grunar að þeir hafi aldrei
verið af fullum heilindum í því sam-
starfi.“
Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti
Samfylkingarinnar í Árborg, staðfesti
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að viðræður hefðu átt sér stað
milli Samfylkingar, Framsóknar-
flokks og VG í gærkvöldi, og fundað
yrði áfram í dag. Hún vildi ekki tjá sig
um gang viðræðnanna.
Þorvaldur Guðmundsson, oddviti
Framsóknarflokksins í Árborg, sagði
að viðræður milli flokkanna þriggja
hefðu gengið nægjanlega vel til þess
að ákveðið hefði verið að funda áfram
um mögulegt meirihlutasamstarf í
dag, en vildi ekki segja til um hvort
mikill málefnaágreiningur væri milli
flokkanna þriggja.
Stóð með minnihlutanum
Átök hafa staðið um skipulagsmál í
Árborg, t.d. um svokallaðan Sigtúns-
reit, um framtíð íþróttamannvirkja,
og um byggingu við Austurveg 51–59.
Þórunn Jóna Hauksdóttir segir að
meirihlutasamstarfið hafi sprungið
vegna ágreinings um skipulagsmál,
en einnig hafi komið til almennur
trúnaðarbrestur. Sjálfstæðismenn
hafi viljað beita góðri stjórnsýslu og
fara að áliti sérfræðinga skipulags-
stofnunar en það hafi framsóknar-
menn ekki viljað gera.
Spurð í hverju sá trúnaðarbrestur
hafi endurspeglast sagði Þórunn að
bæjarfulltrúar hefðu í einhverjum til-
vikum verið búnir að ákveða hvernig
afgreiða ætti mál, en þegar þau kæmu
til afgreiðslu í nefnd væri afgreiðslan
önnur en samþykkt hefði verið af
hendi bæjarfulltrúa.
Dæmi um þetta sé afgreiðsla full-
trúa Framsóknarflokks á fundi skipu-
lags- og byggingarnefndar í gær þar
sem hann greiddi atkvæði með minni-
hlutanum og vísaði frá tillögu að deili-
skipulagi Sigtúnsreits. Þetta segir
Þórunn að hafi verið gert með sam-
þykki bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokksins.
Þorvaldur Guðmundsson segir að
trúnaðarbrestur hafi orðið í samstarf-
inu en segir sjálfstæðismenn hafa rof-
ið trúnað við Framsóknarflokkinn.
Hann vildi ekki ræða það nánar í gær-
kvöldi. Hann segir að einnig hafi verið
uppi ágreiningur vegna skipulags-
mála í miðbæ Selfoss, svokölluðum
Sigtúnsreit.
Viðræður um nýjan
meirihluta í Árborg
Í HNOTSKURN
»Sjálfstæðisflokkurinn fékkfjóra bæjarfulltrúa kjörna
í síðustu kosningum, Fram-
sóknarflokkur tvo, Samfylk-
ing tvo og Vinstrihreyfingin –
grænt framboð einn. Samtals
eru níu bæjarfulltrúar og þarf
fimm til að mynda meirihluta.
»Aðeins Sjálfstæðisflokkurgetur myndað tveggja
flokka stjórn. Hinir flokkarnir
þrír reyndu að mynda stjórn
eftir kosningar án árangurs.
SAMRUNI Spari-
sjóðs vélstjóra
(SPV) og Spari-
sjóðs Hafnar-
fjarðar (SPH) var
samþykktur sam-
hljóða á fundum
stofnfjáreigenda
sjóðanna í gær.
Nýkjörinn
stjórnarformað-
ur, Jón Þorsteinn
Jónsson, segir sameinaða sjóði hafa
meira svigrúm til innri vaxtar en
sjóðirnir höfðu hvor í sínu lagi.
„Stærðin þýðir auknar útlána-
heimildir og þannig getur innri
vöxtur verið mjög mikill. Samein-
aður sjóður er með um 13 milljarða
króna í eigin fé og hefur heimild til
stofnfjáraukningar upp á fjóra
milljarða. Auk þess getur hann nýtt
víkjandi lán upp á aðra fjóra millj-
arða, þannig að á mjög skömmum
tíma getur eigið fé farið vel yfir 20
milljarða,“ segir Jón Þorsteinn og
bætir við að hvorki sé fyrirhugað að
fækka útibúum né starfsmönnum.
„Sjóðirnir eru staðsettir hvor í
sínum bæjarhlutanum þannig að
fækkun útibúa er ekki inni í mynd-
inni,“ segir Jón Þorsteinn.
SPV og SPH
sameinast
Jón Þorsteinn
Jónsson
GUÐMUNDUR Í. Guðmundsson,
varaformaður Alþýðuflokksins um
miðja 20. öldina, alþingismaður, ráð-
herra og síðar sendiherra, átti stærri
þátt í myndun minnihlutastjórnar
Alþýðuflokksins árið 1958 og þeirri
atburðarás sem síðar leiddi til mynd-
unar Viðreisnarstjórnarinnar 1959
en hingað til hefur verið á almanna
vitorði. Þetta kemur fram í grein Ás-
geirs Jóhannessonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Alþýðublaðsins,
í nýjasta hefti Skírnis, tímarits Hins
íslenska bókmenntafélags.
Ásgeir segir þar frá kynnum
þeirra Guðmundar, sem þá var utan-
ríkisráðherra. Guðmundur sagði Ás-
geiri m.a. frá þreifingum um mynd-
un nýrrar ríkisstjórnar eftir að
Hermann Jónasson, forsætisráð-
herra svonefndrar Vinstristjórnar,
hafði beðist lausnar fyrir ráðuneyti
sitt undir árslok 1958. Fljótt kom
upp hugmynd um endurreisn
Vinstristjórnarinnar og sagði Guð-
mundur að Emil Jónsson, þáverandi
formaður Alþýðuflokksins, hefði ver-
ið henni hlynntur. Guðmundur var
ekki eins hrifinn og velti vöngum yfir
því hvernig halda mætti Alþýðu-
flokknum í ríkisstjórn. Hann sá þá
leið að leiðrétta kjördæmaskipunina
vegna ójafns atkvæðavægis og fá
Sjálfstæðisflokkinn til að veita
minnihlutastjórn Alþýðuflokks
stuðning meðan stjórnarskrárbreyt-
ingu væri komið í gegnum tvennar
kosningar. Síðan gætu þessir flokk-
ar myndað ríkisstjórn saman eða
með stuðningi Framsóknarflokks
eða annarra.
Guðmundur sagði Ásgeiri að hann
hefði ekki treyst neinum fyrir þess-
ari hugmynd sinni nema gömlum
vini og samstarfsmanni sem þá var
forseti Íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni.
Þeir Guðmundur og Ásgeir hittust á
Bessastöðum 10. desember 1958 og
þar viðraði Guðmundur hugmynd-
ina. Ólafur Thors var með umboð til
stjórnarmyndunar en skilaði því 17.
desember. Daginn eftir fól Ásgeir
formanni Alþýðuflokksins, Emil
Jónssyni, umboð til myndunar
meiri- eða minnihlutaríkisstjórnar.
Minnihlutastjórn Alþýðuflokks und-
ir forsæti Emils tók svo við á Þor-
láksmessu 1958 og sat til 20. nóv-
ember 1959. Þá tók Viðreisnar-
stjórnin, ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks undir forsæti
Ólafs Thors, við völdum. Þessir
flokkar sátu svo samfleytt í stjórn til
1971.
Ráðagerð Guð-
mundar Í. um ríkis-
stjórn gekk eftir