Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 346. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FALLEG OG FLOTT SEGIR RAGNHEIÐUR GRÖNDAL UM ÞJÓÐLÖGIN Á NÝJA DISKINUM SÍNUM >> 48 4 dagar til jóla www.postur.is 20.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands „AÐSTÆÐUR voru mjög erfiðar. Það brimaði talsvert mikið og það var mikið myrkur,“ sagði Auðunn F. Kristinsson, sigmaður á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, en þyrlan bjarg- aði sjö skipverjum af danska varðskipinu Trit- on úr sjónum af strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga snemma í gærmorgun skammt suður af Sandgerði. Einn skipverji danska varðskipsins var látinn þegar að var komið. Um miðjan dag voru síðan tólf skipverjar flutningaskipsins selfluttir í land með hinni þyrlu Gæslunnar, TF-SIF. „Við fundum þá nokkuð fljótt eftir að við komum á vettvang. Þeir voru í tveimur hópum. Við fundum fjóra fyrst og fjóra skömmu seinna. Það voru átta í sjónum og þar af einn látinn,“ sagði Auðunn. Hann sagði að það hefði auðveldað þeim að finna mennina í sjónum að þeir voru með öfl- uga nætursjónauka og lítil ljós á björgunar- vestum skipbrotsmanna sæjust úr mikilli fjar- lægð ef það væri eitthvert skyggni. Morgunblaðið/RAX 19 bjargað úr sjávarháska Ljós á björgunarvestum dönsku skipbrotsmannanna og öflugir nætursjónaukar auðvelduðu leit  Skipstrandið | 6/30–32 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FJÖLMARGIR framleiðendur og innflutningsfyrirtæki hafa hækkað verð á matvörum til matvöruversl- ana eða eru í þann mund að hækka. Algengar verðhækkanir eru á bilinu 3–5%. Fulltrúar stórmarkaða sem rætt var við í gær óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum ef verð hækkar á næstu mánuðum, en verð- hækkanir verða undir smásjánni á þeim tíma vegna boðaðra lækkana á virðisaukaskatti og niðurfellingar á vörugjöldum hinn 1. mars nk. „Við höfum bent á hversu fram- leiðendur og heildsalar bera litla til- kynningaskyldu út á við í þessum málum. Hér hellast yfir okkur hækkanir og almenningur fær aldrei skýringar á því,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem hefur boðað stærstu heildsalana á fund til að ræða hækk- anirnar. „Það virðist vera mikil hækkunar- þörf, sérstaklega hjá innlendum framleiðendum,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss – sem rekur m.a. Krónuna, 11–11 og Nóatún. Hann segir þörf- ina verða til jafnt hjá innlendum framleiðendum og hjá smásölunni sjálfri, enda ástæðan að miklu leyti hækkandi launakostnaður fyrir- tækjanna.  Óttast | 14 Innflytjendur og fram- leiðendur hækka verð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.