Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag miðvikudagur 20. 12. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Forráðamenn Lokeren vilja fá Arnar Þór Viðarsson aftur til Belgíu >> 4 ÞÓRIR MEÐ TVÖ GULL ÞÓRIR HERGEIRSSON HEFUR VERIÐ AÐSTOÐAR- LANDSLIÐSÞJÁLFARI NORÐMANNA FRÁ 2001 >> 2 Eftir Ívar Benediktsson ben@mbl.is Fátt eða þá nokkuð mun koma á óvart þegar hópurinn verður birtur og ósennilegt að fleiri en þrír leik- menn sem leika hér heima með ís- enskum félagsliðum verði í átján eða nítján manna hópnum sem kynntur verður. Alexander meiddist á ökkla á æf- ngu hjá Grosswallstadt á föstudag- nn og mun vera um sama ökkla að ræða og hann meiddist illa á í haust. Þá missti hann úr nokkra leiki með Grosswallstadt. Forráðamenn fé- agsins segja nú að meiðsli Alexand- ers séu ekki alvarleg en hann muni þó ekki leika með gegn Magdeburg á östudaginn. Eftir það á Grosswall- tadt tvo leiki á milli jóla og nýárs. HSÍ vill helst að Alexander komi heim til rannsókna hjá lækninga- eymi sínu landi svo að það geti skor- ð úr um hvort meiðslin séu alvarleg eða ekki en svör forráðamanna Grosswallstadt eru nokkuð loðin. Reiknað er með að Alfreð velji þrjá markverði og það verði Roland Eradze, Stjörnunni, Birkir Ívar Guð- mundsson, Lübbecke og annaðhvort Björgvin Gústavsson, úr Fram eða Hreiðar Levý Guðmundsson, Akur- eyri. Aðrir leikmenn verði: Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson hjá Grosswallstadt, Snorri Steinn Guðjónsson, GWD Minden, Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnars- son og Sverre Jakobsson, allir frá Gumersbach, Logi Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Lemgo, Arnór Atlason FCK Håndbold, Sig- fús Sigurðsson, Ademar León, Ólaf- ur Stefánsson, Ciudad Real, Ragnar Óskarsson, Ivry, Vignir Svavarsson, Skjern og Markús Máni Mich- aelsson, Val. Þá má fastlega búast við að Einar Örn Jónsson verði í hópnum, ekki síst ef vafi leikur á þátttöku Alexanders vegna meiðsl- anna. Þetta er í stórum dráttum svip- aður hópur og tók þátt í EM í Sviss í byrjun þessa árs. Logi og Markús voru meiddir, en þeir Einar Örn, Ragnar og Sverre voru þá ekki inni í myndinni fremur en Þórir Ólafsson, Heimir Örn Árnason, Sigurður Egg- ertsson og Vilhjálmur Halldórsson eru nú. Roland verður í fyrsta sinn í lands- liðinu eftir að Alfreð tók við því stjórn þess í vor. Roland valinn í HM-hópinn Morgunblaðið/Günther Schröder Barátta Róbert Gunnarsson, línumaður hjá Gummersbach, hefur leikið 85 landsleiki fyrir Ísland. LANDSLIÐSHÓPUR Íslands í handknattleik sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta mánuði verður tilkynntur í dag, eftir því sem næst verður kom- st. Meiðsli Alexanders Peterssonar hornamanns komu í veg fyrir að hópurinn væri tilkynntur í gær. Nokkrir dagar eru síðan Alfreð Gíslason setti nöfn væntanlegra andsliðsmanna niður á blað en fyrr en allir lausir endar hafa verið hnýttir vill HSÍ ekki birta hópinn. Óljóst með meiðsli Alexanders SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins verður Guð- mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Fram og fyrrverandi lands- iðsþjálfari í handknattleik, aðstoðarmaður Alfreðs Gísla- onar, í undirbúningi íslenska andsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina sem hefst í Þýskalandi 20. janúar. Guð- mundur mun einnig aðstoða Alfreð í undanfara keppninn- ar og m.a. stýra fyrstu æfing- um lands- liðsins hér á landi í byrjun næsta árs. Alfreð mun ekki eiga heim- angengt frá Þýska- landi og því senni- legt að Guðmundur stýri æf- ingum 2. og 3. janúar áður en landsliðið heldur utan til Dan- merkur til þriggja landsleikja hinn 4. janúar. Þar kemur Al- freð til móts við landsliðshóp- inn og sjá um þjálfun hans þar til heimsmeistarakeppnin hefst. Guðmundur hefur fengið leyfi hjá handknattleiksdeild Fram til þess að sinna störf- um fyrir landsliðið. Hann var einnig aðstoðarmaður Alfreðs í leikjunum við Svía í undan- keppni HM í vor. Guðmundur Þ. Guðmundsson Guðmundur aðstoðar- maður Alfreðs á HM ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL Íþróttasambands Íslands úr- skurðaði í gær Þór/KA sigur gegn ÍR í fyrri leik liðanna um sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Landsbanka- deildinni, sem fram fór 10. september. Það verður því Þór/KA sem heldur sæti sínu í deildinni en ÍR, sem varð í öðru sæti 1. deildar og vann samanlagt, 3:2, í tveimur leikjum gegn Þór/KA um sæti í deildinni, þarf að spila áfram í 1. deildinni á næsta keppn- istímabili. ÍR fékk leikheimild hjá KSÍ fyrir markvörðinn Berglindi Magnúsdóttur fyrir leikina gegn Þór/KA. Áður hafði fé- lagið fengið undanþágu frá KSÍ til að fá markvörð á þess- um tíma en lokað var fyrir fé- lagaskipti 1. ágúst. Akureyrarliðið kærði þátt- töku Berglindar í fyrri leikn- um, sem endaði 2:2, á þeim forsendum að hún hefði leikið með tveimur öðrum liðum á árinu, Fjölni og KR, sem ekki er heimilt samkvæmt reglum KSÍ. Dómstóll KSÍ úrskurð- aði að ábyrgðin væri hjá ÍR en ekki hjá skrifstofu KSÍ og dæmdi Þór/KA sigur. ÍR áfrýjaði þeim úrskurði og áfrýjunardómstóll KSÍ sneri dæminu við og úrskurð- aði ÍR í hag. Þór/KA áfrýjaði þeim úrskurði til ÍSÍ sem staðfesti upphaflegan dóm dómstóls KSÍ í gær. Þór/KA úrskurðað sigur gegn ÍR-konum Yf ir l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Daglegt líf 24/29 Staksteinar 8 Forystugrein 30 Veður 8 Umræðan 33/36 Viðskipti 16/17 Minningar 37/43 Erlent 18/19 Myndasögur 52 Höfuðborgin 22 Dagbók 53/57 Akureyri 22 Staður og stund 57 Suðurnes 23 Leikhús 50 Landið 23 Bíó 54/57 Menning 20/21 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Nítján mönnum var í gær bjarg- að úr sjávarháska eftir að flutn- ingaskipið Wilson Muuga rak upp í fjörur sunnan við Sandgerði í gær- morgun. Aðstæður á slysstað voru afar erfiðar og fórst danskur sjóliði af varðskipinu Triton við björg- unartilraunir. » 6/30–32  Breska leiguflugfélagið Astra- eus, sem er í 51% eigu Fons, hefur gert samning við breska flugfélagið Virgin Airlines um að fljúga breið- þotum til Nígeríu og Jóhann- esarborgar. Samningurinn hljóðar upp á rúma 25 milljarða til sex ára. » Baksíða  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær að sú ákvörðun Al- þingis að afnema með lögum úr- skurð Kjaradóms frá því í desem- ber á sl. ári, að því leyti sem úrskurðurinn tók til starfa dómara, samrýmdist ekki stjórnarskrá um sjálfstæði dómsvaldsins. » 4  Verðkönnun Morgunblaðsins í Krónunni og Bónus leiddi í ljós að jólamaturinn er 20,8% dýrari í Krónunni. Um fjörutíu vöruteg- undir voru á innkaupalistanum og rúmlega þrjátíu skiluðu sér í könn- unina. Aðeins var um beinan verð- samanburð að ræða. » 26  Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra í fyrsta sæti í Reykja- víkurkjördæmi suður fyrir alþing- iskosningarnar í vor. » 11  Fjölmargir framleiðendur og innflutningsfyrirtæki hafa hækkað verð á matvörum til matvöruversl- ana eða munu hækka á næstunni. Algengar verðhækkanir eru á bilinu 3–5%. » 14 Erlent  Dómstóll í Líbýu dæmdi í gær fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða og voru þau sökuð um að hafa smitað að yfirlögðu ráði 426 börn af al- næmi. Fólkið segir að raunverulega ástæðan fyrir smitinu hafi verið skortur á hreinlæti á sjúkrahúsinu. Fulltrúi samtakanna Lögfræðingar án landamæra gagnrýndi dómstól- inn fyrir að taka ekki tillit til vís- indalegra gagna sem studdu mál- stað sakborninganna. » 18  Karlmaður hefur verið handtek- inn í Ipswich í Bretlandi, grunaður um að hafa myrt fimm vænd- iskonur. Maðurinn er 48 ára gamall og sagður vera reglulegur við- skiptavinur vændiskvenna. Áður hafði lögreglan hneppt í varðhald 37 ára gamlan mann, Tom Steph- ens, en hann segist alsaklaus. » 18 Eftir Sunnu Ósk Logadóttir sunna@mbl.is „ÞAÐ er erfitt fyrir okkur að reka spítalann lengur því það vantar systur. Áður störfuðu fleiri systur á spítalanum og nú eru þær sjö eftir í Stykkishólmi en aðeins ein þeirra starfar á spítalanum,“ segir systir Belén Aldanondo, príorinna og fulltrúi St. Fransiskusreglunnar, sem í gær undirritaði samkomulag ásamt Árna Mathiesen fjármálaráðherra um kaup ríkisins á eignarhluta reglunnar í St. Fransiskusspít- alanum í Stykkishólmi. Samkvæmt sam- komulaginu verða greiddar 140 milljónir fyrir hlut reglunnar og ríkið tekur auk þess að sér að standa undir lífeyrisréttindum starfsmanna sem þeir hafa áunnið sér. Breytingar verða ekki á rekstri spítalans eða þjónustunni sem þar hefur verið veitt und- anfarið en á St. Fransiskusspítalanum í Stykk- ishólmi eru 40 sjúkrarúm, 17 fyrir almenna sjúklinga, eitt bráðarými, níu hjúkrunarrými og 13 rúm fyrir háls- og baksjúklinga. Systurnar sjö sem eftir eru hafa sumar verið í áratugi á Íslandi og haft mikil áhrif á nær- samfélag sitt. Reglan lét reisa sjúkrahúsið árið 1934 og var það tekið í notkun 17. september 1936. Nú hefur því punkturinn verið settur aft- an við sjötíu ára farsæla heilbrigðisþjónustu systrareglunnar sem kennir sig við heilagan Frans frá Assisí. St. Fransiskusreglan var stofnuð á Indlandi árið 1870 og telur í dag rúm- lega 7.500 systur víða um heim. Systir Belén segir að reglan beini nú sjónum sínum helst að Afríku þar sem hún rekur marga spítala. Systurnar sem eftir eru eru fæddar í Hol- landi, Belgíu, Kanada, Austurríki og Póllandi. Aðeins tvær eru undir sjötugu. Önnur þeirra starfar á sjúkrahúsinu og gengur þar í nær öll störf og hin starfar við samfélagsþjónustu og kennir m.a. börnum. Systir Czeslawa, príorinna í Stykkishólmi, fæddist í Póllandi en hún hefur dvalið á Íslandi í fjórtán ár. Hún segir erfitt að fá systur til starfa á Íslandi, tungumálið sé erfitt að læra og allt sem því fylgi. Hins vegar talar hún sjálf nær lýtalausa íslensku. „Það er auðvitað erfitt fyrir okkur að láta af rekstri spítalans,“ segir systir Czeslawa. „Sumar okkar hafa verið hér í um fimmtíu ár.“ Systurnar eru þó ekki á förum frá Stykk- ishólmi, í það minnsta ekki alveg á næstunni. Sjúkrahúsþjónustu St. Fransiskusregl- unnar í 70 ár lokið Morgunblaðið/Ásdís Endapunktur Systir Czeslawa, Siv Friðleifsdóttir, systir Belén, Árni Mathiesen og Sturla Böðvarsson eftir undirritun samkomulags um framtíð St. Fransiskusspítalans. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BRESKA fyrirtækið BT Group, áður British Telecom, hefur gert samning við Data Islandia um að gera hagkvæmniathugun á bygg- ingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi. Verk- efnið er unnið í samvinnu við sæ- strengsfyrirtækið Farice og ís- lensk orku- og gagnavistunarfyrir- tæki. Verði af þessum áformum gæti gagnamiðstöðin og tengd starfsemi skapað allt að 200 ný störf. Ein meginforsenda hennar er að nýr sæstrengur verði lagður til Íslands. Data Islandia er íslenskt félag sem veitir alþjóðlegum stórfyrir- tækjum og opinberum stofnunum þjónustu við langtímahýsingu á rafrænum gögnum og stýringu á þeim. Ætlunin er að fyrirtækið leiði umrætt verkefni og veiti svo BT Group umbeðna þjónustu. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Islandia, segir að um marg- brotið verkefni sé að ræða sem gefi gott tækifæri til að kynna samkeppnishæfni Íslands á al- þjóðavettvangi. Ásamt samstarfs- aðilum á Íslandi hafi fyrirtækinu tekist að setja saman og kynna viðskiptaumhverfi á Íslandi sem vakti áhuga hjá BT Group. Aðeins er liðinn rúmur mánuður síðan Bretarnir höfðu fyrst samband og lýstu áhuga sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Data Islandia liggja ekki fyrir töl- ur um um hve stóra fjárfestingu er að ræða. Búist er við að hag- kvæmniathugun verði lokið mán- aðamótin janúar-febrúar á næsta ári, og þá liggi fyrir hver næstu skref verða. Ekki er farið að huga að staðsetningu undir gagnamið- stöðina. BT Group er með höfuðstöðvar sínar í London og er eitt af stærstu fyrirtækjum í fjarskipta- og upplýsingatækni í heiminum, þjónustar milljónir viðskiptavina í Evrópu, Ameríku og Asíu. BT Group vill reisa gagnamiðstöð á Íslandi Ásamt tengdri starfsemi gætu skapast um 200 ný störf Í HNOTSKURN » Ein meginforsenda hugs-anlegra samninga um 100.000 fm gagnamiðstöð á vegum BT Group og Data Is- landia er að nýr sæstrengur, sá þriðji, verði lagður til Ís- lands. » Vonast er til að hag-kvæmniathugun ljúki um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári. Ekki er enn farið að huga að staðsetningu. ÞRETTÁN manna starfshópur vinn- ur nú að því að rífa gömlu Hampiðj- una í Reykjavík. Að sögn Snorra Vignissonar, starfsmanns hjá SR- verktökum sem annast niðurrifið, verður líklega búið að rífa húsnæðið upp úr áramótum, en gera má ráð fyrir að undir lok janúarmánaðar verði allt á bak og burt. Morgunblaðið/G.Rúnar Hampiðjan hverfur um áramót

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.