Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
listamanna á þessu ári til að ná plat-
ínusölu en til þess þarf að selja tíu
þúsund eintök. Hann segir söluna
hafa gengið vonum framar og segir
þá eiga miklar þakkir skilið sem
unnið hafi með honum að verkefn-
inu. Útgáfan þykir afar vegleg en
einnig fylgir DVD-mynddiskur með
tónleikunum.
Aðspurður hvað taki við segist
Björgvin lítið geta tjáð sig um þau
mál að svo stöddu en eftir áramót
bíða ýmis verk. „Ég ætla til að
„ÉG ER eiginlega orðlaus yfir mót-
tökunum,“ sagði Björgvin Halldórs-
son sem í gærkvöldi veitti viðtöku
platínuplötu en alls hafa selst um
sautján þúsund eintök af útgáfu
tónleika hans og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands sem fram fóru í
september síðastliðnum. Fulltrúar
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
Karlakórs Fóstbræðra fengu við
sama tækifæri einnig afhenta
platínuplötu.
Björgvin er fyrstur íslenskra
mynda að reyna að gera plötu með
nýju efni og það verður hugsanlega
sóló,“ segir Björgvin sem á 40 ára
starfsafmæli á næsta ári. Hann bæt-
ir því við að Brimkló verði auk þess
starfandi áfram og reiknar hann
með að sveitin reyni að spila tölu-
vert á komandi ári.
Á myndinni sést Pálmi Stefáns-
son, eigandi Tónabúðarinnar, af-
henda Björgvini forláta hljóðnema
sem hann fékk auk platínuplöt-
unnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Björgvin fyrstur til að ná platínusölu
SÚ ÁKVÖRÐUN Alþingis að afnema
með lögum úrskurð Kjaradóms frá
19. desember 2005 að því leyti sem úr-
skurðurinn tók til starfa dómara,
samrýmdist ekki grunnreglum 2. og
70. gr. stjórnarskrárinnar um sjálf-
stæði dómsvaldsins. Þetta er niður-
staða Héraðsdóms Reykjavíkur í
dómi sem kveðinn var upp í gær í máli
sem Guðjón S. Marteinsson, héraðs-
dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur,
höfðaði gegn ríkinu.
Átti Guðjón rétt á að fá greidd laun
samkvæmt ákvörðun Kjaradóms og
var ríkið dæmt til að greiða Guðjóni
vangreidd laun á þeirri forsendu að 1.
gr. laga nr. 2/2006 um breytingu á
lögum nr. 120/1992 um Kjaradóm og
kjaranefnd bryti, að því er dómara
varðar, í bága við grunnreglur um
sjálfstæði dómstóla.
Voru Guðjóni dæmdar 35.144 kr.
auk dráttarvaxta sem er sú launa-
hækkun er hann átti rétt á 1. febrúar
sl. samkvæmt úrskurði Kjaradóms.
Var ríkið dæmt til að greiða stefn-
anda 1,5 milljónir kr. í málskostnað.
Vakti hörð viðbrögð
Dómsmálaráðuneytið skipaði þrjá
setudómara til að dæma í málinu, þau
Þórð S. Gunnarsson, forseta laga-
deildar HR, Ragnhildi Helgadóttur,
prófessor við lagadeild HR og Róbert
R. Spanó, prófessor við lagadeild HÍ.
Kjaradómur endurákvarðaði 19. des-
ember í fyrra laun þeirra sem undir
hann féllu sem fól í sér að 1. janúar
2006 skyldu laun forseta Íslands
hækka um 6,15% og laun annarra
sem undir dóminn heyra um 8,16%.
Úrskurðurinn vakti hörð viðbrögð en
laun á vinnumarkaði hækkuðu al-
mennt um 2,5% á sama tíma. Ákvað
ríkisstjórnin að leggja til við Alþingi
að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi
með lagasetningu sem samþykkt var.
Kom 2,5% hækkun í stað þeirra
hækkana sem Kjaradómur hafði
ákveðið frá 1. febrúar 2006. Einnig
var ákveðið að endurskoða lögin í
heild og samþykkti Alþingi sl. vor lög
um Kjararáð. Dómarafélag Íslands
gagnrýndi harðlega þá ákvörðun Al-
þingis að afnema úrskurð Kjaradóms
með lögum. Guðjón S. Marteinsson
höfðaði síðan mál á hendur ríkinu 3.
apríl sl.
Í ítarlegum rökstuðningi dómsins
segir m.a. að ekki verði haggað því
mati löggjafans, að nauðsynlegt hafi
verið að gera ráðstafanir í tilefni af
úrskurði Kjaradóms frá 19. desember
2005 í ljósi viðbragða aðila vinnu-
markaðarins og stöðu vinnumarkaðs-
mála á þessum tíma. Ákvarðanir lög-
gjafans hafi hins vegar þurft að taka
mið af því, að með úrskurðinum hafði
Kjaradómur ákveðið hækkun launa
til handa öðrum og sjálfstæðum hand-
höfum ríkisvalds, hæstaréttardómur-
um og héraðsdómurum, sem tók gildi
1. janúar 2006. Með því að fella úr
gildi löglega ákvörðun þar til bærs úr-
skurðaraðila um launahækkanir til
dómara verði að telja að löggjafinn
hafi gripið með sérgreindum hætti
inn í lögbundið ferli um ákvörðun
launa dómara. „Verði á það fallist að
löggjafinn hafi almenna heimild til
sérgreindrar íhlutunar í löglega
ákvörðun þar til bærs aðila um launa-
kjör dómara verður vart talið að staða
dómara sé nægilega trygg þannig að
þeir teljist hlutlægt séð „óháðir“ lög-
gjafarvaldinu í merkingu 2. og 70. gr.
stjórnarskrárinnar. Haldgóð og
áþreifanleg rök byggð á traustum
grundvelli þurfti því til, svo að fallist
yrði á að sú sérgreinda íhlutun lög-
gjafans í löglegan og bindandi úr-
skurð Kjaradóms um launakjör ann-
ars handhafa ríkisvaldsins, sem lög
nr. 2/2006 fólu í sér, gæti samrýmst
grunnreglum 2. og 70. gr. stjórnar-
skrárinnar um sjálfstæði dómsvalds-
ins,“ segir í dómnum. Ekki verði ráðið
af aðdraganda laganna og lögskýring-
argögnum að lögin hafi verið rök-
studd með því að úrskurður Kjara-
dóms hafi sem slíkur verið í andstöðu
við lög. Ekki hafi heldur verið lagt
sérstakt mat á nauðsyn þess í ljósi
markmiða laganna að afnema löglega
ákvörðun um laun dómara að virtri
stjórnskipulegri stöðu þeirra. For-
sendur að baki lögum nr. 2/2006 hafi
verið takmarkaðar við almennar til-
vísanir til þeirra áhrifa sem úrskurð-
ur Kjaradóms frá 19. des. 2005 „gæti
haft“ á stöðu vinnumarkaðsmála.
„Því stendur eftir að af hálfu
stefnda er hin sérgreinda og íþyngj-
andi íhlutun löggjafans í löglegan og
bindandi úrskurð Kjaradóms, sem
kvað á um launahækkun til dómara
frá og með 1. janúar 2006, rökstudd
með því að sá úrskurður gæti mögu-
lega haft ófyrirsjáanleg og óskil-
greind áhrif á framvindu vinnumark-
aðsmála.“ Ekki hafi verið sýnt fram á
að ákvörðun löggjafans að afnema úr-
skurð Kjaradóms, að því leyti sem úr-
skurðurinn tók til starfa dómara, hafi
samrýmst grunnreglum 2. og 70. gr.
stjórnarskrárinnar um sjálfstæði
dómsvaldsins eins og þær hafa verið
túlkaðar í dómaframkvæmd Hæsta-
réttar og nánar skýrðar í áratuga-
langri lagaframkvæmd.
Brot á sjálfstæði dómstóla
Ríkið var í gær dæmt til að greiða héraðsdómara vangreidd laun á þeirri forsendu að lög um afnám
úrskurðar Kjaradóms brytu, hvað dómara varðar, í bága við grunnreglur um sjálfstæði dómstóla
Morgunblaðið/Þorkell
Ríkið dæmt Ríkið var dæmt til að
greiða laun og málskostnað.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
EKKI hefur verið ákveðið hvort
ríkið áfrýjar héraðsdómnum.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu, seg-
ir dóminn staðfesta að mæla þurfi
fyrir um skipulag og viðmiðanir
við ákvörðun launa dómara í lög-
um. Jafnframt sé viðurkennt að
heimilt sé að breyta slíkum reglum
og skipulagi varðandi ákvörðun
um laun dómara. Ágreiningurinn í
dómsmálinu varði tímabilið frá 1.
febrúar, þ.e. frá því að úrskurður
Kjaradóms var felldur úr gildi með
lögum í byrjun ársins, og þar til ný
lög um Kjararáð komu til fram-
kvæmda. „Dómurinn gefur ekki til-
efni til annars en að ætla að þær
breytingar sem af þeim lögum
leiddi og þær launaákvarðanir sem
teknar verða á grundvelli nýrra
laga hafi fullt gildi gagnvart dóm-
urum sem öðrum,“ segir hann.
Ljóst sé af forsendum dómsins að
dómurinn telji að þessi lagasetning
standist gagnvart öðrum hópum.
Álitamálið varði það hvort sjálf-
stæði dómstólanna takmarki
möguleika löggjafans til að hreyfa
við úrskurðum um laun dómara
umfram aðra
hópa. Baldur
segir einnig að í
dómnum sé
nokkuð upp úr
því lagt, að því
hafi ekki verið
haldið fram í
tengslum við
setningu lag-
anna sem sett
voru í byrjun
ársins, að úrskurður Kjaradóms
hafi með neinum hætti farið gegn
lögunum sem um hann giltu. Í
greinargerð frumvarpsins hafi
verið að því vikið að ráðist yrði í
endurskoðun gildandi laga um
kjaradóm og kjaranefnd, til þess
m.a. að stuðla að því að betra sam-
ræmis sé gætt í starfskjörum sem
launaákvarðanir ná til, bæði inn-
byrðis og gagnvart almennum
vinnumarkaði. Spurður um launa-
leiðréttingar til dómara sagði
Baldur að ef dómnum yrði ekki
áfrýjað eða niðurstaða hans stæði
óbreytt, þyrfti að gera upp þetta
tímabil, þ.e. þar til lögin um Kjara-
ráð tóku gildi.
Áfrýjun ekki verið ákveðin
Baldur
Guðlaugsson
„ÉG ER ákaflega
ánægður með
niðurstöðuna og
að prinsippin
skuli standa um
sjálfstæði dóm-
stólanna, sem
okkar stjórn-
skipun byggist
á,“ segir Guðjón
S. Marteinsson
héraðsdómari.
Hann segir rökstuðning dómsins af-
ar ítarlegan, traustan og góðan og í
samræmi við ríkjandi viðhorf í lög-
fræðinni.
Guðjón fór fram á launaleiðrétt-
ingu fyrir febrúarmánuð en hann
segir sjálfgefið að í framhaldi af
þessum dómi verði launin leiðrétt
fyrir allt tímabilið og það eigi við
um laun allra dómara. Ríkið eigi
hins vegar eftir að taka ákvörðun
um hvort það áfrýjar dóminum.
Traustur rökstuðningur
Guðjón St.
Marteinsson
STURLA Böðv-
arsson sam-
gönguráðherra
lagði niðurstöðu
starfshóps um
öruggt varasam-
band fjarskipta
við umheiminn
fyrir á ríkis-
stjórnarfundi í
gær. Að sögn
Sturlu hefur engin ákvörðun verið
tekin en málið verður til meðferðar á
vettvangi ríkisstjórnarinnar.
Lauslega rætt við
símafyrirtækin
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær leggur starfshópurinn
til að ríkið og aðrir hluthafar í Farice
hf. hefji viðræður um fjármögnun og
rekstrarfyrirkomulag á nýjum sæ-
streng sem tengir Ísland við Evrópu.
Þá leggur hópurinn til að kannaður
verði áhugi annarra íslenskra aðila
og stefnt skuli að því að ljúka lagn-
ingu nýs sæstrengs haustið 2008.
Óformlegar viðræður hafa átt sér
stað við símafyrirtæki vegna verk-
efnisins. Sturla segir að símafyrir-
tækin hafi átt fulltrúa í starfshópn-
um. „Það hefur lauslega verið rætt
við þau í tengslum við gerð þessarar
skýrslu annars vegar og síðan mat
mitt á stöðunni.“
Brýnt að fá nýjan streng
Á fundi starfshóps um öruggt
varasamband hinn 13. júlí sl. var lagt
fram minnisblað þar sem kom fram
sú afstaða Símans að fyrirtækið
myndi ekki fjárfesta í nýjum streng
til útlanda. Að sögn Evu Magnús-
dóttur, upplýsingafulltrúa Símans,
var þessu minnisblaði fylgt eftir með
umsögn frá fulltrúa Símans um að
Síminn myndi taka þátt í verkefninu
á viðskiptalegum forsendum. Síminn
teldi brýnt að nýr strengur yrði lagð-
ur og gerði ráð fyrir að fjárfesta í
nýjum streng árið 2008.
Tillögur um nýjan
sæstreng til skoð-
unar í ríkisstjórn
Í HNOTSKURN
»Fjarskiptasamband við út-lönd fer um tvo sæstrengi,
Cantat 3 og Farice. Sá fyrr-
nefndi hefur verið í fréttum
vegna bilunar sem varð á
laugardagskvöld.
»Skólar og stofnanir semtengjast Rannsókna- og
háskólaneti Íslands urðu net-
sambandslaus við umheiminn
þegar samband um Cantat 3
rofnaði á laugardag.
Sturla Böðvarsson