Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● LÍTIL breyting varð á Úrvalsvísitölu
aðallista Kauphallar Íslands í gær.
Vísitalan lækkaði um 0,04% og var
lokagildi hennar 6.428 stig.
Bréf Eimskipafélagsins hækkuðu
mest í gær, eða um 2,6%, og bréf
Marels um 1,3%. Mesta lækkun
varð hins vegar á bréfum Flögu Gro-
up, 1,7%, og Icelandic Group, 1,3%.
Litil breyting
Ný íbúðalán bankanna
dragast saman
● NÝ íbúðalán
bankanna voru
um 77% minni í
nóvember en í
sama mánuði í
fyrra. Þetta kem-
ur fram í Vegvísi
greiningardeildar
Landsbankans.
Segir í Vegvís-
inum að bæði fjárhæð og fjöldi
nýrra íbúðalána hafi lítið breyst
frá því síðastliðið sumar og svo
virðist sem þau hafi náð jafnvægi,
að minnsta kosti tímabundið.
Ný íbúðalán bankanna námu 3,8
milljörðum króna í nóvember síð-
astliðnum og jukust óverulega frá
fyrra mánuði. Fjöldi nýrra útlána
var 374 í nóvember en 388 í októ-
ber.
Eftir Arnór Gísla Ólafsson og
Grétar Júníus Guðmundsson
EFTIR ÞVÍ sem bankar á Íslandi
verða stærri, og stærri hluti af
tekjum þeirra er í erlendri mynt,
þeim mun erfiðara verður það fyrir
bankana að vera með allt eigið fé sitt
skráð í íslenskum krónum. Á end-
anum gæti komið upp sú staða að
auðveldara væri að vera með allt eig-
ið fé í erlendri mynt.
Þetta segir Sigurjón Árnason,
bankastjóri Landsbankans, við
þeirri spurningu hvort Landsbank-
inn hafi í hyggju að færa bókhald sitt
í erlendri mynt, eins og stjórn
Straums-Burðaráss fjárfestingar-
banka hefur ákveðið að gera frá og
með 1. janúar 2007, eins og greint
var frá í Morgunblaðinu í gær.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis banka, segir það vera ótíma-
bært fyrir bankann að skoða það að
flytja uppgjörið yfir í evrur eða aðra
erlenda gjaldmiðla.
Þegar leitað var viðbragða Kaup-
þings banka við því hvort bankinn
hefði í hyggju að færa bókhald sitt í
erlendum myntum fengust þau svör
að stjórnendur bankans myndu ekki
tjá sig um málið.
Sigurður Jóhannesson, sérfræð-
ingur á Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands, segir að sér finnist það ekki
óeðlileg ráðstöfun hjá banka sem
ætli að auka umsvif sín á erlendum
mörkuðum, og sem vilji jafnvel laða
að erlenda fjárfesta, að gera upp í
evrum í stað íslensku krónunnar.
Þetta blasi nánast við. Hann segir að
í þessu felist þó ekki í sjálfu sér
nokkur dómur yfir íslensku krón-
unni.
Forsvarsmenn Seðlabanka Ís-
lands vildu í gær ekki tjá sig um
þetta mál.
Engin formleg ákvörðun
Sigurjón Árnason segir að Lands-
bankinn sé eini bankinn sem sé með
nær algert jafnvægi í gjaldeyrisjöfn-
uði. Helmingur af tekjum bankans
myndist erlendis en í reynd sé þó
meira en 60% af tekjum bankans í
erlendum myntum þar sem töluverð-
ur hluti af starfseminni á Íslandi sé í
erlendum myntum.
„Þar af leiðandi er sífellt erfiðara
fyrir okkur að vera með allt okkar
eigið fé í íslenskum krónum en enn
sem komið er höfum við ekki tekið
neina formlega ákvörðun um að gera
breytingar á því. Þetta er stórt mál
fyrir íslensku viðskiptabankana því
þetta tengist auðvitað Seðlabankan-
um og því hvaða mynt menn vilja
hafa hér á landi.“
Sigurjón minnir á að Straumur-
Burðarás sé ekki viðskiptabanki og
heldur ekki fyrsta íslenska fyrirtæk-
ið til að gera upp í erlendri mynt.
Þetta sé þó enn eitt skrefið í þá átt að
íslensk fyrirtæki velji að fjarlægjast
krónuna og horfa á þá mynt sem
skipti íslenskt atvinnulíf raunveru-
lega mestu máli, sem sé evran.
Meirihluti kostnaðar í krónum
Bjarni Ármannsson segir að Glitn-
ir hafi reynt að takmarka áhrif
sveiflna í gengi krónunnar á efnahag
bankans með þeim hætti að gefa út
víkjandi lán og eiginfjárígildi í er-
lendum gjaldmiðlum. Eigið fé bank-
ans sé hins vegar í krónum.
„Okkar starfsemi er þannig í dag
að við erum þrátt fyrir allt með um
eitt þúsund starfsmenn á Íslandi og
meirihluti okkar kostnaðargrunns er
hér á landi og í íslenskum krónum.
Fyrir okkur er því ótímabært að
skoða það að flytja uppgjör félagsins
yfir í evrur eða aðra erlenda gjald-
miðla,“ segir Bjarni.
Dómur yfir krónunni
Greining Glitnis segir í Morgun-
korni sínu í gær að þá ákvörðun
stjórnar Straums-Burðaráss að taka
upp evru sem uppgjörsmynt félags-
ins megi túlka sem dóm bankans yfir
íslensku krónunni. Segir deildin að
Straumur-Burðarás telji greinilega
að krónan hafi ekki burði til að styðja
við framtíðaráform bankans.
„Umbreytingin endurspeglar þá
umræðu sem hefur verið um framtíð
krónunnar og þau vandkvæði sem
hún veldur mörgum innlendum fyr-
irtækjum sem gera upp í krónu en
eiga mest viðskipti við erlenda aðila.
Fylgi íslensku viðskiptabankarnir
þrír eftir fordæmi Straums-Burðar-
áss mun það hafa víðtæk áhrif á
framtíð krónunnar,“ segir Greining
Glitnis
Kemur á óvart
Í hálf fimm fréttum greiningar-
deildar KB banka segir að ákvörðun
Straums-Burðaráss komi deildinni
að vissu leyti á óvart þar sem gjald-
eyrisójöfnuður bankans hafi hingað
til verið eyrnamerktur sem hrein
stöðutaka í erlendum gjaldeyri.
Fram að þessu hafi félagið þannig
litið svo á að gjaldeyrisójöfnuðurinn
sé ekki hugsaður til varnar eiginfjár-
hlutfalli bankans.
Greiningardeild Landsbanka Ís-
lands segir í Vegvísi ólíklegt að
breyting stjórnar Straums-Burðar-
áss skipti sköpum fyrir aðkomu er-
lendra fjárfesta að bankanum, þó svo
að vissulega hafi mikilvægt skref
verið stigið. Ljóst sé þó að tilkynning
bankans gefi hugleiðingum um það
hvort aðrir bankar muni fylgja í kjöl-
farið byr undir báða vængi. Líklegt
sé að tilkynning Straums-Burðaráss
eigi sinn þátt í að krónan veiktist í
gær, en hún veiktist um 0,8%.
Evran mikilvægust
fyrir atvinnulífið
Sú staða gæti komið upp að auðveldara væri að gera
upp í erlendri mynt, segir bankastjóri Landsbankans
Enn eitt skref Sigurjón Þ. Árnason segir ákvörðun Straums-Burðaráss
enn eitt skrefið í þá átt að íslensk fyrirtæki velji að fjarlægjast krónuna.
Associated Press
!"#$%!&'()*+,'()#-'"#$%./-! *.0 (!12( . --)
/&$0# .#$.1&
6&1
;C" % 2*+6&1
;&C 6&1
;" "CD" 2*.D@
;"2 2*+6&1
%$ 2*+6&1
4 2*+6&1
" ! 6&1
-&1?.+ &3 E
> *+(! 6&1
4 ! E 6&1
B 6&1
B2 C
626&1
" *.* *
) &1!16&1
F* 6&1
2 3/"4 .1
?G" 6&1
2*+6&1
C 2*+-26&1
C C 2*+6&1
H96 )6&1
5BI;
.6&1
. "$ 6&1
#*"$ 6&1
35.6 %
"* &3 * * %&1
7
6 %
- 6&
8.%#
. .
, -(
.
(
,)
. /
.) 0
), 0
)0 0
0( .
/,(
) (
/
(. (
(
((,
))
) /)
)
(0
0
-
% +"
!2 /2 J
> *+
1
1
11 1
11 11 1 1 1 1
1
1 1
1
11 1
1
11 1 1
11
11
1 11
11
11 1
1
11
1 11
# +"/ '*.
;-1K;"6** "
)$
% +"
/ "
% 1%
H L
MD
),0
(,).
1 0
2 )
N
N
?
<;I
.),
.,
1
1
N
N
O;O 5BI"261
,/
((0-
1 /
N
N
5BI>6$&
H
,0.
(.
1( (
1( (
N
N
O?I
<2PQ2
.,)/
(),(
1 (
2 )
N
N
RÚSSNESKI gasrisinn Gazprom,
sem er í eigu ríkisins, mun í fyrsta
skipti útvega gas milliliðalaust til
franskra heimila og fyrirtækja.
Þetta er niðurstaða samnings fyr-
irtækisins við franska gasfyrirtækið
Gaz de France. BBC-fréttastofan
greinir frá.
Rússneska fyrirtækið mun byrja
að dæla gasi til Frakklands í júlí á
næsta ári. Samtals er gert ráð fyrir
1,5 milljörðum rúmmetra af gasi á
ári. Samningurinn gildir til ársins
2030.
Umsvif Gazprom hafa aukist hratt
í Evrópu að undanförnu. Þá er fyr-
irtækið orðað við hugsanlegt tilboð í
breska orkufyrirtækið Centrica.
Frakkar fá
Rússagas
● VÍSITALA byggingakostnaðar í des-
ember, sem Hagstofa Íslands reikn-
ar út, hækkaði um 0,31% frá fyrra
mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hef-
ur vísitalan hækkað um 12,5%. Vísi-
tölunni er ætlað að sýna breytingar á
kostnaði við byggingu fjölbýlishúss á
höfuðborgarsvæðinu.
Hækkun byggingavísitölunnar síð-
astliðna tólf mánuði er nokkuð um-
fram hækkun almenns verðlags og
launa. Í hálffimm fréttum greining-
ardeildar KB banka segir að hækk-
unin hafi ekki verið meiri í 16 ár. Þá
segir að vinnuliðir í vísitölunni hafi
hækkað um 12,9% sem gefi til
kynna að laun í byggingariðnaði hafi
hækkað umfram almenn laun.
Byggingakostnaður
hækkar um 12,5%
GLITNIR Securities, dótturfélag
Glitnis í Noregi, hafði umsjón með
tæplega 7 milljarða króna, eða 100
milljóna dollara hlutafjárútboði
fiskimjöls- og lýsisframleiðandans
Copeinca í Perú. Frá þessu er
greint í tilkynningu frá Glitni.
Norskir og alþjóðlegir fjárfestar
skráðu sig fyrir þeim 15,5 milljón
hlutum sem í boði voru í hlutafjár-
útboðinu á 40 norskar krónur hver.
Eftir útboðið fullnægir Copeinca
kröfum um skráningu í kauphöll-
inni í Ósló en Glitnir Securities mun
annast skráninguna.
Copeinca er einn af fimm stærstu
fiskimjöls- og lýsisframleiðendum í
Suður-Ameríku en Perú er stærst í
heimi á þessu sviði, að því er fram
kemur í tilkynningunni. Þá segir að
framleiðsla Copeinca sé öll seld á
alþjóðlegum mörkuðum, aðallega í
Kína og Evrópu. Velta fyrirtæk-
isins á yfirstandandi ári verði um
90 milljónir Bandaríkjadollara.
Glitnir ann-
ast hluta-
fjárútboð
ÍSLENSKIR fjárfestar eru sagðir
hafa gert tilboð í breskt veðhlaupa-
fyrirtæki. Frá þessu er greint í
frétt á fréttavefnum TimesOnline. Í
fréttinni kemur ekki fram hvaða
fjárfesta um er að ræða en þar seg-
ir hins vegar að Kaupþing banki
styðji við bakið á þeim í tengslum
við tilboðið.
Fyrirtækið sem Íslendingarnir
eru sagðir hafa áhuga á er Nort-
hern Racing, sem rekur níu veð-
hlaupabrautir á Bretlandi allt frá
Newcastle í norðri til Brighton í
suðri.
Í fréttinni er einnig fjallað um
hugsanlega yfirtöku annarra aðila
á öðru fyrirtæki sem rekur veð-
hlaupabrautir á Bretlandi, fyr-
irtækinu Arena Leisure. Er tekið
fram að stjórnendur Arena Leisure
kunni að vera með aðrar áætlanir
uppi en þær að verða yfirtekið,
nefnilega að leggja fram tilboð í
Northern Racing. Fleiri en hinir
ónefndu Íslendingar eru því taldir
hafa áhuga á veðhlaupafyrirtækinu
Northers Racing, samkvæmt frétt
TimesOnline.
Orðaðir við
veðhlaupa-
brautir
♦♦♦
♦♦♦