Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 17 veidihornid.is Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 • Síðumúli 8 - Sími 568 8410 Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni veidihornid.is Simms Classic Guide Gore-tex jakki. Vatnsheldur jakki með góðri útöndun. Merkið tryggir gæðin. Jólatilboð aðeins 26.995. Sage FLi fluguveiðipakki. 9 feta, 4ra hluta stöng með lífstíðarábyrgð. Sage hjól með góðri diskabremsu. Vönduð flotlína ásamt baklínu. Hólkur fylgir. Pakkaverð aðeins 39.900.- Sage Launch fluguveiðipakki. 9 feta, 4ra hluta stöng með lífstíðarábyrgð. Sage hjól með góðri diskabremsu. Vönduð flotlína ásamt baklínu. Hólkur fylgir. Pakkaverð aðeins 29.900.- Scierra Avalanche fluguveiðipakki. 9 feta, 3ja hluta stöng. Scierra fluguhjól með góðri diskabremsu. Vönduð flotlína ásamt baklínu fylgir ásamt kastkennslu á DVD diski. Mest keypti fluguveiðipakkinn í Veiðihorninu. Veiðikortið 2007, veiðileyfi í 29 vatnasvæði fylgir ókeypis með” Jólatilboð aðeins 21.900.- Scierra Avalanche fluguveiðipakki. 12,6 eða 14 feta tvíhenda. Öflugt Scierra tvíhenduhjól með góðri bremsu. Scierra skotlína og kastkennsla á DVD með Henrik Mortensen. Vinsælasti tvíhendupakkinn á markaðnum. Jólatilboð aðeins 37.900.- Ron Thompson Travel Force 4ra hluta flugustöng í hólk ásamt Scierra IC3 fluguhjóli með góðri diskabremsu. Hjólinu fylgja 3 aukaspólur og hjólataska. Jólatilboð aðeins 12.995.- Scierra Norðurá jakki. Vatnsheldur jakki með góðri útöndun. Áralöng frábær reynsla á Íslandi. Jólatilboð 22.995.- Scierra Aquatex jakki. Vatnsheldur jakki með góðri útöndun. Jólatilboð 15.995.- DAM veiðijakki. Vatnsheldur jakki með útöndun. Jólatilboð 12.995.- Danvise. Vinsælasta öngulheldan á Íslandi árum saman. Jólatilboð aðeins 5.895.- (plata á mynd er aukabúnaður) Stonefly hnýtingatöskur. Vinsælar og vel útfærðar töskur fyrir fluguhnýtara þar sem gert er ráð fyrir öllu hnýtingaefni og verkfærum á einum stað. Verð aðeins 16.995.- Ron Thompson reykofnar. Vinsælir reykofnar. Veislumáltíð á fáum mínútum. Verð aðeins frá 5.995.- Einnig reyksag á 595. Ron Thompson nestis/bak- poki. Þessi hefur notið mikilla vinsælda í veiðitúrinn, tjaldvagn- inn eða útileguna. Diskar, glös og hnífapör ásamt fylgihlutum fyrir 4. Einangrað hólf með mat- arílátum á baki pokans. Frá- bært verð eða aðeins 4.995.- Dr. Slick verkfærasett. Vönduð bandarísk verkfærasett í handhægu boxi. Verð aðeins frá 4.495.- Ron Thompson vöðlutask- an vinsæla. Vatnsheldur botn. Lok sem loftar. Burðar- handfang og axlaról. Motta til að standa á þegar farið er í og úr. Verð aðeins 3.995.- Scierra hjólataska. Vandaðar og vinsælar töskur. Verð frá 3.995.- Scierra Explorer veiðitaska. Einhver vinsælasta taskan í Veiðihorninu. Sterk taska með vatnsheldum botni. Burðarhandföng, axlaról. Verð frá 6.995.- Erfitt að velja? Gefðu gjafabréf í stærstu veiðiverslun landsins. Þar er úrvalið Þú sérð jólatilboðin líka á veidihornid.is - Opið alla daga - Síðumúli 8Hafnarstræti 5 milljarðar króna og nær fjórfaldast því en engu að síður stefnir félagið að áframhaldandi vexti. Heildarvirði 27 milljarðar Promens greiðir um 15 milljarða fyrir Polimoon en heildarvirði Po- limoon, miðað við greitt verð, er um 27 milljarðar, miðað við gengi ís- lensku krónunnar nú. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og breyt- anlegum lánum sem eru sölutryggð af Atorku hf. og Landsbanka Ís- lands hf., og með lánsfjármögnun frá DnB NOR auk þess sem bankinn Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is GERT ER ráð fyrir að gengið verði endanlega frá kaupum Promens, dótturfyrirtækis Atorku, á norska fyrirtækinu Polimoon nú milli jóla og nýárs eða 28. desember. Með kaupunum verður Promens eitt allra stærsta iðnfyrirtæki landsins með um 720 milljónir evra eða nær 65 milljarða íslenskra króna í veltu að teknu tilliti til fullra áhrifa af fyrirtækjakaupum á árinu. Fyrir kaupin var velta Promens um 14 veitir Polimoon yfirdráttarlínu vegna nýrra fyr- irtækjakaupa. Promens rekur eftir kaupin 60 verksmiðjur um allan heim og er með um 5.400 starfsmenn en fé- lagið hefur fram til þessa sérhæft sig í framleiðslu og vöruþróun á hverfisteyptum plast- einingum og er stærsta fyrirtækja- samsteypa í heimi á því sviði. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segir Promens fyrst af öllu hafa keypt vel rekið fyrirtæki en ná vitaskuld að stækka mjög mikið með kaupunum. „Það eru auðvitað ákveðnir sam- þættingarmöguleikar, s.s. í miðlun og þekkingu, innkaupum og fleiri hlutum. En við áttum ekki í sam- keppni við Polimoon, við vorum á öðrum mörkuðum og notuðum aðra framleiðslutækni þannig að skör- unin er lítil. Polimoon hefur verið í töluverðum vexti og við höfðum áhuga á því. Þeir hafa keypt minni fyrirtæki í Evrópu og samþætt rekstur sinn og hafa náð góðum ár- angri í því.“ Aðspurð segir Ragnhildur það stefnuna hjá Promens að vaxa enn frekar. Hún segir nokkuð mikið um lítil fyrirtæki í plastiðnaði og áfram- haldandi tækifæri til stækkunar séu bæði í Polimoon og hverfissteypu- hlutanum hjá Promens. Höfuðstöðvar Promens verða áfram hér þótt meginhluti starfsem- innar sé erlendis sem kemur m.a. fram í því að félagið hyggst form- lega gera upp í evrum á næsta ári. Atorka er skráð í Kauphöll Ís- lands en spurð hvort til greina komi að skrá Promens sérstaklega segir Ragnhildur að stefnt sé að því að gera það í nánustu framtíð. Ársvelta Promens um 65 milljarðar króna Kaupin á Polimoon frágengin Ragnhildur Geirsdóttir ALLIR HLUTIR sem í boði voru seldust í hlutafjárútboði hjá Enex hf. og jafnframt var umframeftirspurn ríflega 40%. Útboðið fór fram dag- ana 15. nóvember til 8. desember og safnaði félagið 567 milljónum króna í en tilgangur útboðsins var að fjár- magna þátttöku Enex í jarðvarma- veitum og raforkuframleiðslu er- lendis. Enex hf. er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar, Hita- veitu Suðurnesja, ÍSOR, Glitnis, Jarðborana og fjölda íslenskra verk- fræðistofa og fyrirtækja á sviði orku- nýtingar. Fyrirtækið var stofnað til þess að samræma aðgerðir eigenda sinna til útflutnings á þekkingu og til verðmætasköpunar erlendis í krafti þekkingar og reynslu íslenskra fyr- irtækja og stofnana á sviði vatnsafls og jarðvarma. Enex starfar víða um heim að virkjanaframkvæmdum á sviði jarðvarma með ráðgjöf, hönn- un, verktöku, fjármögnun að hluta eða öllu leyti og rekstri orkuvera og er með jarðvarmaverkefni víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, El Salvador, Kína og Þýskalandi. Allt seldist hjá Enex FRIÐRIK Sig- urðsson, forstjóri TM Software, hefur ákveðið að láta af störfum um áramótin. Friðrik stofnaði TM Software undir nafni TölvuMynda fyr- ir 20 árum og hef- ur verið forstjóri félagsins síðan. Við starfi forstjóra tekur Ágúst Einars- son sem verið hefur framkvæmda- stjóri TM Software – Infrastructure Management frá 2003. Í tilkynningu segir að ákvörðun Friðriks sé tekin að vel athuguðu máli, tími hafi verið kominn til að snúa sér að öðrum verkefnum eins og það er orðað. TM Software er orðið eitt af stærstu fyrirtækjum í upplýsinga- tækni hérlendis með starfsemi í ell- efu löndum og rúmlega 1.800 við- skiptavini um allan heim. Ársvelta nemur á fimmta milljarði króna en um helmingur tekna fyrirtækisins kemur erlendis frá. Innri vöxtur TM Software hefur verið um 50% á ári sl. fimm ár. Hjá fyrirtækinu starfa um 450 manns. Hættir hjá TM Software Friðrik Sigurðsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.