Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIKILL orkuskortur hefur verið í Bagdad, höfuðborg Íraks, síðustu sex mánuði, vegna tíðra árása skæruliða á raforkulínur í borginni sem hafa einangrað hana frá orku- verum norður, suður og vestur af borginni. Bandaríska dagblaðið New York Times skýrði frá þessu í gær en þar segir að árásirnar séu iðulega gerðar að nóttu til. Þá eru rifjuð upp ummæli Karim Wahid, raforkumálaráðherra Íraks, um að borgin sé nær rafmagnslaus. Hátt í þúsund árásir á viku Á sama tíma birti bandaríska varnarmálaráðuneytið skýrslu þar sem kom fram að árásum á banda- rísk og írösk skotmörk hefði fjölgað mjög á tímabilinu ágúst til nóvember þegar þær hefðu verið að meðaltali um 960 á viku. Orku- skortur í Bagdad Skæruliðar klippa á rafmagnslínur SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR ríkja Evrópusam- bandsins hafa hafið viðræður í Brussel um fisk- veiðikvóta næsta árs eftir að vísindamenn lögðu til al- gert bann við þorskveiðum í Norðursjó. Framkvæmdastjórn ESB lagði til að þorskveiðarnar yrðu minnkaðar um 25%. Umhverfisverndarsinnar mótmæla hér tillögunni fyrir utan fundarstaðinn og krefjast algers veiðibanns til að bjarga þorskinum. Reuters Krefjast veiðibanns í Norðursjó Amman. AFP. | Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, fór í óvænta ferð til Jórdaníu í gær til að ræða við Abdullah II. konung um leiðir til að hefja friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna. Olmert ræddi við konunginn í um það bil tvær klukkustundir. Í yfirlýsingu frá konungnum sagði að hann hefði síðan hringt í Mahmoud Abbas, forseta Palest- ínumanna, til að skýra honum frá viðræðunum. Konungurinn bauðst einnig til að halda sáttafund í Amman milli Abbas og Ismail Haniya, forsætisráðherra Palest- ínumanna, um aðgerðir til að binda enda á átök tveggja helstu fylk- inga Palestínumanna, Fatah og Hamas. Ekkert lát á átökunum Að minnsta kosti fimm menn biðu bana í átökum á Gaza-svæð- inu í gær milli stuðningsmanna Fatah og Hamas. Alls liggja tíu manns í valnum, þeirra á meðal tveir táningar, eftir átökin sem hófust á laugardaginn var. A.m.k. nítján manns særðust í gær, þeirra á meðal fimm börn. Skólum var lokað á Gaza-svæðinu vegna átakanna og embættismenn lýstu ástandinu sem stjórnleysi. Friðar- umleitun í Amman Olmert ræddi við konung Jórdaníu TALSMAÐUR uppreisnarmanna úr röðum Tamíl Tígranna á Srí Lanka sagði í gær að ungir meðlimir hreyf- ingarinnar hefðu gert mikil mistök með því að ræna að minnsta kosti 21 barni frá skóla á austurhluta eyjar- innar. Ekkert lát er á ofbeldinu á Srí Lanka og hafa minnst 3.400 manns týnt lífi í átökunum í landinu í ár. Talsmaðurinn, Rasaiah Ilanthira- yan, sagði í viðtali við breska ríkisút- varpið, BBC, að þeim sem hefðu bor- ið ábyrgð á ráninu hefði verið vísað úr hreyfingunni og börnunum, sem voru flest táningsstúlkur, hefði verið komið aftur til síns heima. Kom jafnframt fram í frétt BBC að ella kynnu börnin að hafa verið neydd til þess að taka þátt í hernaði. Harmar rán yfir 20 barna Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÓMSTÓLL í Líbýu dæmdi í gær fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að hafa smitað 426 börn af alnæmi að yfirlögðu ráði á sjúkrahúsi í Beng- hazi, næststærstu borg landsins. Sakborningarnir brustu í grát þegar dómurinn var kveðinn upp en skyldmenni barnanna fögnuðu ákaft, sungu og dönsuðu fyrir utan dóm- húsið í Trípólí. Sakborningarnir hafa verið í fang- elsi í sjö ár og á þeim tíma hafa 53 barnanna dáið úr alnæmi. Þeir voru dæmdir til dauða í maí 2004 en hæstiréttur Líbýu úrskurðaði að rétta bæri aftur í málinu vegna ásak- ana um að réttarhöldin hefðu ekki verið sanngjörn. Sakborningarnir geta áfrýjað dauðadómnum aftur en það verður síðasta áfrýjunin í mál- inu. Stjórnvöld í Búlgaríu fordæmdu dauðadóminn og sögðu að börnin hefðu fengið alnæmisveiruna vegna þess að hreinlæti hefði verið ábóta- vant á sjúkrahúsinu í Benghazi. „Með því að dæma saklaust fólk til dauða er reynt hylma yfir með raun- verulegu sökudólgunum og ástæðun- um fyrir alnæmistilfellunum í Beng- hazi,“ sagði forseti búlgarska þingsins, Georgi Pirinski. Fulltrúi Lögfræðinga án landa- mæra, Francois Cantier, sem fylgd- ist með réttarhöldunum, gagnrýndi dómarana fyrir að taka ekki tillit til vísindalegra gagna sem bentu til þess að sakborningarnir væru sak- lausir. „Erfðabreytt“ veira? Tímaritið Nature birti nýlega rannsókn vísindamanna á veirusýn- um úr börnunum og þeir komust að þeirri niðurstöðu að börnin hefðu fengið veiruna áður en sakborning- arnir hófu störf á sjúkrahúsinu – hugsanlega allt að þremur árum áð- ur. Formaður hreyfingar, sem fjöl- skyldur smituðu barnanna hafa stofnað, hafnaði niðurstöðu vísinda- mannanna og sagði að hjúkrunar- fræðingarnir hefðu smitað börnin af „erfðabreyttri“ veiru í tilraunaskyni fyrir erlenda leyniþjónustumenn. Dæmd til dauða fyrir að smita börn af alnæmi Dómur kveðinn upp í umdeildri lögsókn gegn hjúkrunarkonum og lækni í Líbýu Reuters Blórabögglar? Tveir af sakborn- ingunum fyrir rétti í Trípólí í gær. Í HNOTSKURN » Evrópusambandið,Bandaríkjastjórn og mannréttindahreyfingar hafa sakað yfirvöld í Líbýu um að gera hjúkrunarfræðingana og lækninn að blórabögglum í málinu. » Mannréttindahreyfingarsegja að beitt hafi verið pyntingum í málinu til að knýja fram játningar. BÓKHNEIGÐIR þekkja vel þá góðu tilfinningu að lesa texta sem er þannig úr garði gerður að ekki verður betur gert. Breska leikrita- skáldið Shakespeare er líklega fyrsti orðasmiðurinn sem margir myndu fyrst nefna í þessu sam- bandi, enda margar ódauðlegar setningar komið úr penna hans. Nú hefur rannsóknarhópur frá háskólanum í Liverpool fundið út að fleygar setningar meistarans örva heilastarfsemi lesenda. Philip Davis, einn rannsakenda, segir skýringuna meðal annars þá að Shakespeare komi heilanum á óvart með orðanotkun sinni, eink- um þegar sjaldgæf orð brjóti upp setningu og leiði til endurmats les- enda á merkingu hennar. Telja rannsakendur að lestur klassískra bókmennta geti hjálpað börnum við nám og komið í veg fyr- ir andlega hrörnun og vitglöp. Shakespeare góður fyrir heilabúið Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRESKA lögreglan handtók í gær 48 ára gamlan karl vegna morðanna á fimm vændiskonum í nágrenni borgarinnar Ipswich á síðustu vikum. Að sögn Stewart Gull, sem stjórnar rannsókninni, var hinn grunaði tek- inn höndum á heimili sínu, skammt frá rauða hverfinu í Ipswich, um klukkan fimm að morgni í gær. Að sögn sjónarvotta var hann leiddur út á náttfötum og Ford Mon- deo-bifreið hans grandskoðuð af sér- fræðingum lögreglunnar. Lögreglan hafði áður hneppt hinn 37 ára gamla Tom Stephens í gæslu- varðhald vegna málsins og í gær var það framlengt um 12 stundir og lýkur því að óbreyttu á föstudag. Stephens, sem starfaði á síðasta áratug sem lögregluþjónn, var að eigin sögn vinur kvennanna fimm en hann segist jafnframt hafa keypt sér þjónustu yfir 50 vændiskvenna á síð- ustu 12 mánuðum eða svo, eftir að hann skildi við eiginkonu sína árið 2004 eftir fimm ára hjónaband. Á vefsíðu Sky News er fullyrt að hinn maðurinn sé einnig reglulegur viðskiptavinur vændiskvenna. Bresku götublöðin hafa sem vænta má fjallað mikið um málið og í frétt blaðsins Daily Mirror í gær var full- yrt að Stephens hefði boðið átta vændiskonum, ásamt öðrum gestum, heim til sín í innflutningsteiti í byrjun októbermánaðar, þar af þeim fimm sem síðar voru myrtar. „Miskunnsami Samverjinn“ Lýsti ein vændiskonan í viðtali við dagblaðið Daily Telegraph Stephens sem „miskunnsama Samverjanum“ sem hugaði að vændiskonum. Hefur Daily Mirror eftir tveimur vændiskonum að þær hafi vísað hon- um frá aðeins nokkrum klukkustund- um áður en hann var handtekinn. Hafði Stephens, sem kallaði sig „biskupinn“ á vefsíðu sinni, sagt í við- tali við sama blað að hann hefði farið nærri því að vera unnusti einnar vændiskonunnar sem var myrt. Hann hefur ekki fjarvistarsönnun. Annar maður tekinn höndum AP Á verði Lögreglan rannsakar hús í þorpinu Eye eftir handtöku Stephens Einnig grunaður um raðmorðin á vændiskonunum fimm í nágrenni Ipswich ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.