Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 21 Mjúkt núggat, rista›ar heslihnetur, dökkt gæ›asúkkula›i Me› hverjum Baci súkkula›ikossi fylgja skemmtileg skilabo› um ást og vináttu. Heill pakki af kossum! Baci súkkula›ikossarnir fást í mismunandi umbú›um sem henta til gjafa vi› öll tækifæri. E N N E M M / S ÍA / N M 19 10 6 Tjá›u flig me› kossum BÓKAÚTGÁFAN Nýhil er dugleg við að gefa út ljóðabækur ungra skálda. Það er alkunna að erfitt er fyrir ljóðskáld að koma verkum sín- um á framfæri. Ljóð seljast síður en skáldsögur og því er engin gróðavon fólgin í útgáfu þeirra. Hvernig eiga þá ungskáld að koma verkum sínum á framfæri ef aðeins ljóð við- urkenndra skálda eru gefin út? Eina leið þeirra er oft að gefa út sjálf en þá vantar allt aðhald og bækurnar eru oft á tíðum óvandaðar því dýrt er að hanna kápur, auglýsa bækurnar, dreifa þeim og svo framvegis. Ungu skáldin hafa leyst þennan vanda með því að stofna sjálf útgáfufélag sem kemur bókum þeirra á framfæri. Kristín Eiríksdóttir hefur áður sent frá sér ljóðabókina Kjötbæinn árið 2004. Þar eins og í nýju bókinni er prósaljóðið upp á teningnum. Það form hentar Kristínu vel, hún byggir ljóð sín gjarna upp af endurteknum minnum eða stefjum sem koma fyrir aftur og aftur. Húðlit auðnin gerist einhvers staðar í eyðimörkinni, segir frá „ég“ og „þú“ sem eru par og búa ýmist í glæsilegri höll eða íbúð. Mað- urinn virðist fara í vinnuna með þyrlu og konan fer í súpermarkað og kaupir skinku. Inn í blandast síðan alls konar óraunverulegar frásagnir sem gera ljóðabókina ferska og óvænta. Helsti styrkur bókarinnar er hve skáldinu tekst að byggja upp sterkt andrúmsloft óhugnaðar sem er reyndar með gamansömu ívafi þannig að útkoman verður einatt létt hrollvekja. Ekki er allt sem sýnist, persónur eiga til að taka ham- skiptum þannig að textinn verður á köflum býsna súrrealískur. Sem dæmi má taka eftirfarandi texta: „Þú segir mér að í öllum búi reptíll. Umhverfið byrjar að flæða. Þú hnykklar hryggjar- lengjuna undarlegur á svip. Býður mér tequila, ég fæ orminn. Við nuddum got- raufunum saman þartil slím myndast og þyngdaraflið fer úr handleggjunum.“ Víða er minnst á skriðdýr svo sem eðlur og sporðdreka. Talað er um slímskrímsli, grænn litur er algeng- ur, holdsveikur indíáni er endurtekið stef og síðast en ekki síst kemur æv- intýrið um konunginn sem vingast við græna apann fyrir oftar en einu sinni í verkinu. Undir lokin er æv- intýrið birt í heild sinni og tengist það sumum minnum bókarinnar. Um röklegt samhengi er ekki að ræða í þessari bók Kristínar Eiríks- dóttur. Heimur hennar er óræður og áherslan öll á framandgervingunni, merkingin liggur sem sagt ekki ljós fyrir en heildaráhrifin eru sterk vegna þess að henni tekst að skapa óröklegan og fjarstæðukenndan heim með endurteknum draum- kenndum stefjum, stöðugt er kafað í undirvitundina, jafnvel reynt að höndla hið yfirskilvitlega. Óhugnað- urinn er á köflum fyrirferðarmikill og endirinn er einmitt í þeim dúr. Þetta er samt ekkert bölsýnisverk, en býsna framandi og súrrealískt á köflum. Á heildina litið er Húðlit auðnin sterkt og hnitmiðað verk og vitnar um ótvíræða hæfileika ungs skálds. Ævintýri í eyðimörkinni BÆKUR Ljóð Eftir Kristínu Eiríksdóttur. Norrænar bókmenntir VI. Nýhil 2006. Húðlit auðnin Kristín Eiríksdóttir Guðbjörn Sigurmundsson FORNRIT Íslendinga eru merki- legur arfur. Íslenkskir menn sömdu einhver merkustu ritverk miðalda og varðveittu þau. Hver skrifari var mikilvægur í túlk- un og meðförum ritanna að ég nú tali ekki um hver útgefandi. Jóhannes Ei- ríksson hefur nú gefið út drottn- ingu fornritanna, Njálu sjálfa. Þetta er bók sem ætluð er almenningi og kannski einna helst ungu fólki. Textinn er nútímaleg endursögn þó að hann sé byggður á Fornritafélagsútgáfunni frá 1954. Þar að auki er bætt við ljóðum sem tengjast efninu eftir íslensk góð- skáld og bókin er fagurlega skreytt landslagsmyndum frá Njáluslóðum. Bókin hefur þannig ýmsa þá kosti sem dregið gætu ungt fólk að þess- um merkilega arfi okkar. Njála er ótæmandi uppspretta fyrir þá sem áhuga hafa á fornum tíma. Hún er umfram allt aldarspeg- ill byggður á fornum arfsögnum og táknsaga örvæntingarfullrar aldar þar sem lögin, sem verið höfðu grundvöllur þjóðveldisins, voru for- smáð og hjaðningavíg höfðingja tóku við, örvuð af valdaásælni kirkjuvalds og konungsvalds. Hún er mögnuð heild. Í ljósi þessa er auðvelt að benda á brotalamir í útgáfu Jóhannesar. Njála hans yrði seint í uppáhaldi hjá fræðimönnum. Það er einkum tvennt sem veldur. Jóhannes er ágengur skrifari og útgefandi. Hann sleppir ýmsu, endursegir sumt annað en heldur samtölum nokkuð óbreyttum og því sem hann nefnir hnyttyrði. Þar að auki er Jóhannes með stöðug inngrip inn í textann, eigin túlkanir. Hann hefur skoðanir á persónum, ættum og höfundi. Fleira ræðir hann sem hann hefur áhuga á og stundum koma athugasemdirnar efninu lítið við: ,,Oft hafa bændur átt í basli með að þurrka hey, en er þó hátíð hjá arf- anum, sem þornar seinna en flest annað jurtakyns.“ Verið getur að slík útgáfa höfði til almennings. En fullmikið er í mínum huga skorið, endursagt og túlkað. Þó að Jóhannes nálgist Njálu af áhuga og virðingu finnst mér að slíkt verk sem Njála þurfi að njóta ofurlítillar friðhelgi. Mynd- skreytt Njála Bækur Fornrit Jóhannes Eiríksson endursegir. Salka. 2006 – 192 bls. NJÁLA Skafti Þ. Halldórsson Jóhannes Eiríksson Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.