Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EVRAN OG KRÓNAN
Ákvörðun Straums-Burðarássfjárfestingarbanka um aðfæra bókhald sitt í evrum í
stað íslenzkra króna hefur vakið tals-
verða athygli. Ákvörðun bankans er
skiljanleg, en hún er varla eins
dramatísk fyrir íslenzka hagkerfið
og sumir vilja vera láta.
Það er ekkert óeðlilegt við að fyr-
irtæki, sem eru með meginumsvif sín
erlendis eins og Straumur-Burðarás,
kjósi að skrá bókhald sitt í þeim
gjaldmiðli, sem þau gera aðallega
viðskipti í. Eftir að heimild til þessa
var tekin upp í lög um ársreikninga
fyrirtækja fyrir fjórum árum hefur
talsvert á annað hundrað fyrirtækja
valið þennan kost. Meirihluti þeirra
gerir hins vegar upp í dollurum, ekki
evrum.
Nokkur af stærri útrásarfyrir-
tækjum landsins eru komin í þennan
hóp, til dæmis Össur, sem gerir upp í
dollurum, Actavis og Marel, sem
gera upp í evrum, og Bakkavör, sem
gerir upp í brezkum pundum. Það að
þessi fyrirtæki hafi gert upp í er-
lendri mynt hefur ekki haft nein áhrif
á stöðu krónunnar. Hún er áfram
gjaldmiðillinn í viðskiptum, sem gerð
eru á Íslandi, og uppgjörsmynt mik-
ils meirihluta íslenzkra fyrirtækja.
Ekki verður sagt að enn hafi komið
fram nein sannfærandi rök fyrir því
að Ísland ætti að leggja niður krón-
una og taka upp evru í staðinn. Því
myndu vissulega fylgja ýmsir kostir í
viðskiptum við evrusvæðið. En evru-
svæðið stendur enn sem komið er að-
eins fyrir um þriðjung af utanríkis-
viðskiptum Íslands. Ef stærstu
einstöku viðskiptalönd okkar, Bret-
land, Danmörk og Svíþjóð, tækju upp
evruna liti dæmið öðruvísi út. En þau
hafa ekki gert það og ekki er líklegt
að þau geri það á næstunni.
Ef hagsveiflan hér á landi væri
sambærileg við það, sem gerist á
evrusvæðinu, liti dæmið líka öðruvísi
út. En hún er bara allt öðruvísi.
Stundum er talað um að hagstjórn
hér á landi sé erfið vegna þess að
Seðlabankinn hafi sífellt minni tæki-
færi til að halda þenslu í skefjum með
vaxtahækkunum. Þær stuðli aðallega
að því að hækka gengi krónunnar
vegna hinna háu vaxta, sem erlendir
fjárfestar fá af skuldabréfum, sem
gefin eru út í krónum. En hvernig
gengi hagstjórnin hér ef Ísland not-
aði evru? Hvernig hefði gengið að
hafa hemil á þenslunni í fram-
kvæmdabylgju undanfarinna ára
með stýrivöxtum evrópska seðla-
bankans, sem eru í kringum tvö pró-
sent? Allir ættu að geta séð að það
dæmi gengur ekki upp.
Hitt er svo annað mál að til lengri
tíma litið geta ákvarðanir fleiri
stórra fyrirtækja um að gera upp í
öðrum gjaldmiðli en krónunni stuðl-
að að því að skapa þau sálrænu áhrif,
að fólki finnist krónan enga framtíð
eiga fyrir sér. Þá getur stuðningur
við að taka upp evruna vaxið. Og með
aukinni alþjóðavæðingu íslenzks at-
vinnulífs er heldur ekki útilokað að
hagsveiflan hér taki meira mið af því,
sem gerist í nágrannalöndunum.
Það er hins vegar ástæða til að
árétta tvennt, sem einhverra hluta
vegna virðist stundum ekki á hreinu í
umræðum um gjaldmiðilsmál á Ís-
landi. Í fyrsta lagi getur evran aldrei
orðið lausn á vandamálum dagsins í
dag í hagstjórn á Íslandi. Til þess að
eiga möguleika á að taka upp evru
þarf að ríkja stöðugleiki í verðlags-
málum, vextir að vera lágir og gengið
að vera stöðugt. Það þarf að nást
fyrst, svo er hægt að taka upp evru.
Og í öðru lagi er fullkomlega óraun-
hæft að ætla að taka upp evru án að-
ildar að Evrópusambandinu. Ákvörð-
un um að evran henti íslenzku
efnahagslífi er jafnframt ákvörðun
um að ganga í ESB, með þeim kost-
um og göllum, sem því fylgja.
FRAMSÓKNARFLOKKUR 90 ÁRA
Stjórnmálaflokkarnir gegna mikil-vægu hlutverki í lýðræðislegri
stjórnskipun okkar. Þeir eru skamm-
aðir, það er gert lítið úr þeim, þeir eru
hrakyrtir og áhrif þeirra eru of oft tal-
in til ills eins. Samt eru þeir grundvall-
arþáttur í samfélagi okkar. Saga
þeirra í samtíma okkar er orðin býsna
mikil.
Framsóknarflokkurinn er 90 ára um
þessar mundir og fullt tilefni til að
flokkurinn haldi upp á það afmæli.
Framsóknarflokkurinn hefur gegnt
þýðingarmiklu hlutverki á þessum 90
árum. Flokkurinn hefur verið helzti
málsvari landbúnaðarins allan þennan
tíma, þótt ekki megi gleyma mikilvægu
hlutverki Sjálfstæðisflokksins í því
sambandi, sem öðrum þræði hefur allt-
af talið sig sinna hagsmunum landbún-
aðarins.
Framsóknarflokkurinn var líka einn
helzti málsvari samvinnuhreyfingar-
innar í áratugi.
Á síðustu einum til tveimur áratug-
um hefur Framsóknarflokkurinn lent í
tilvistarkreppu, sem flokkurinn er
ekki kominn út úr. Hlutur landbúnað-
arins í þjóðarbúskap okkar er miklu
minni en hann var og þess vegna getur
Framsóknarflokkurinn ekki sótt jafn
mikið fylgi til þeirra, sem hafa hags-
muni af landbúnaði og áður.
Viðskiptaveldi samvinnuhreyfingar-
innar er ekki svipur hjá sjón og þess
vegna sækir Framsóknarflokkurinn
ekki sama styrk til hreyfingarinnar og
áður var.
Frammi fyrir þessum vanda hefur
Framsóknarflokkurinn reynt að breyt-
ast úr dreifbýlisflokki í þéttbýlisflokk.
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi for-
maður flokksins, einsetti sér að ljúka
þeirri breytingu á Framsóknarflokkn-
um. Það tókst ekki nema að hluta og
sennilega átti Evrópusambandsstefna
hans mestan þátt í því. Halldór þurfti
að gera Framsóknarflokkinn að þétt-
býlisflokki án þess að reita dreifbýlið
til reiði en það tókst honum með Evr-
ópustefnu sinni. Þess vegna þarf eng-
an að undra, þótt Evrópustefnan hafi
verið lögð til hliðar af nýjum formanni.
Nú er það hlutverk Jóns Sigurðs-
sonar að ljúka því verkefni, sem Hall-
dór Ásgrímsson hóf, að breyta Fram-
sóknarflokki í þéttbýlisflokk. Þegar
horft er yfir sögu Framsóknarflokks-
ins og stöðu hans nú er ljóst að það
getur ráðið úrslitum um framtíð Fram-
sóknarflokksins hvernig Jóni Sigurðs-
syni vegnar á þeirri vegferð.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
B
ILUN í sjálfstýribúnaði flutninga-
skips Nesskipa, Wilson Muuga, varð
þess meðal annars valdandi að skip-
ið rak upp í fjörur sunnan við Sand-
gerði í gærmorgun, að sögn Guð-
mundar Ásgeirssonar framkvæmdastjóra
Nesskipa.
Skipið er skráð á Kýpur og var á leiðinni til
Múrmansk í Rússlandi með tómar lestar eftir
uppskipun á 5.500 tonnum af steinefninu kvarsi
fyrir Íslenska járnblendifélagið á Grundartanga.
Hins vegar voru 137 tonn af olíu í lestum skips-
ins og höfðu menn því einkum áhyggjur af meng-
unarhættu, þegar tekist hafði að bjarga mönn-
unum, 21 að tölu, þar af allri áhöfn Wilsons, 12
manns, og sjö manns úr áhöfn danska varðskips-
ins Triton, sem reyndu árangurslausa björgun á
gúmbát, og tveggja Íslendinga, lögreglumanns
og starfsmanns Landhelgisgæslunnar sem fóru
um borð í skipið klukkan rúmlega 11 fyrir hádegi
til að ræða við áhöfnina.
Einn skipverji af Triton fórst við björgunartil-
raunina þegar gúmbátnum hvolfdi í brimi við
strandstað.
Björgunarsveitir fengu útkall F1 Rauður, sem
er hæsta útkallsstigið, um klukkan fimm í gær-
morgun og sagði Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri
björgunarsviðs Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar, að tilkynnt hefði verið um skipsstrand og
slys.
„Viðbragðið var mjög hratt og menn mjög
fljótir á vettvang,“ sagði Gunnar. „Þegar við
komum á staðinn sáum við hversu alvarlegs eðlis
málið var. Skipið var hérna í broti uppi í fjöru og
hætta var á ferðum. Óljóst var hvernig staðan
var um borð í skipinu, enda var erfitt að fá skýr
svör frá skipstjóranum. Um sjöleytið komumst
við að því að slys hafði orðið við varðskipið Tri-
ton og það gerði að verkum að björgunaraðgerð-
ir breyttust.
Nú voru skyndilega sjö til átta manns í sjón-
um og því mun meira aðkallandi að sinna þeim.
Við kölluðum því út allar björgunarsveitir á höf-
uðborgarsvæðinu á F1 Rauðum og báðum þær
að koma hingað með forgangi. Við vorum því
komnir með mannskap mjög fljótt, auk þess sem
þyrla Landhelgisgæslunnar kom til aðstoðar.
Strax var farið í að leita fjörur og leita að mönn-
unum á sjó. Fljótlega eftir að þyrlan kom og
beitti nætursjónaukum fundust mennirnir. Næt-
ursjónaukar eru frábær tæki og ættu að vera í
Á strandstað Björgunarmenn bera saman bækurnar en skammt undan landi sér í flutningaskipið. Voru
Skipstjórinn
skýrði frá
bilun í sjálf-
stýringu
Flutningaskipið Wilson Muuga var með tómar lestar er það strandaði
rétt við Sandgerði í gærmorgun en í því voru 137 tonn af olíu. Var áhöfn
skipsins bjargað og einnig sjö manns af danska varðskipinu Triton. Sá
áttundi lést. Ráðgert var að leggja veg niður í flæðarmálið og stefnt að því
að hefjast handa við að dæla olíu úr flutningaskipinu nú í morgun.
Stra