Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 31 öllum þyrlum Gæslunnar og björgunarskipum Landsbjargar. Þeir komu að verulega góðum notum í þetta skipti.“ Gunnar telur starf björgunarsveitanna í heild hafa gengið mjög vel í gær, allar fjörur í nágrenn- inu hafi verið leitaðar og línur hafi verið tengdar milli skips og fjöru, að því ógleymdu að fólkinu var bjargað. „Við erum nokkuð sáttir við hvernig staðið var að björguninni,“ sagði hann. Skipsbotninn rifinn og sjór í vélarrúmi Þegar síðasti skipverjinn af Wilson var kominn í land milli kl. 14 og 15 beindust sjónir manna ein- vörðungu að mengunarhættu vegna olíunnar í skip- inu. Gunnar sagði mestu skipta að ná olíunni úr skipinu og dæla henni í land þar sem henni yrði komið í örugga geymslu. „En það sem gerst hefur er að botn skipsins hefur rifnað og kominn er sjór í vélarrúmið og alveg niður í lestir. Það hefur losnað eitthvað úr ballestinni með þeim afleiðingum að skipið hefur lést. Um leið og flóðið kemur eigum við von á að skipið losni upp og jafnvel snúist og við vit- um ekki hvað úr verður. Við getum í raun ekki haldið skipinu í skefjum. Við verðum því að sjá til.“ Undirbúningur olíudælingar hafinn Síðdegis í gær hófst undirbúningur að því að leggja veg niður að strandstað til að auðvelda flutn- inga vegna olíudælingar sem áttu að hefjast í fyrsta lagi nú í morgun. Á strandstað í gær komu fulltrúar Umhverf- isstofnunar til að huga að mengunarþáttum vegna slyssins. Að sögn Stefáns Einarssonar vaktstjóra hjá UST hafði stofnunin samvinnu við Olíudreifingu hf. um að dæla olíu úr skipinu. „Sá undirbúningur er í gangi og þegar færi gefst munum við fara út í skipið og hefja dælingu. Við vitum ekki hvað skipið kemur til með að hreyfast mikið,“ sagði hann. Um hættu á olíumengun sagði Einar að þegar tankar rofnuðu væri slík hætta til staðar. „Við vit- um ekki nákvæmlega hvernig ástandið er núna og það er erfitt að gera sér grein fyrir því. Það fer eft- ir því hvað gerist í dag, hvort skipið stendur óhagg- að áfram eða fer á hreyfingu,“ sagði hann. Spáð er hvassri sunnanátt í dag en hvassri suðs- uðvestanátt á morgun og síðan suðvestanátt síðdeg- is. Wilson Muuga hét áður Selnes og var keypt til landsins árið 1979 frá Englandi. Fyrir rúmum tveimur árum fékk skipið sitt núverandi heiti. Gat á öllum botntönkum Að sögn Guðmundar Ásgeirssonar hjá Nesskipum voru í gærkvöldi ekki komnar fram frekari útskýr- ingar á því hvers vegna skipstjórinn missti stjórn á skipinu. Tjáði hann Guðmundi að sjálfstýribúnaður- inn hefði bilað, eins og fyrr gat. Skipverjar voru yf- irheyrðir af lögreglu í gærkvöld vegna rannsóknar málsins. Guðmundur sagði að annað skip yrði fundið til að sinna því hlutverki sem Wilson Muuga hafði með höndum, nefnilega það að sækja farm til Múrmansk fyrir Járnblendifélagið. „Skipið fór frá Grundartanga klukkan 00:25 í [fyrri]nótt og hlutirnir gerðust síðan mjög hratt,“ sagði Guðmundur. „Það er gat á öllum botntönkum og í vélarrúmi líka. Það hefur lítilræði af olíu lekið út en það getur allt gerst í nótt. Þetta er mjög slæm staða enda eintómt grjót allt um kring og hauga- sjór. Það er því óneitanlega mjög slæm staða uppi.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mannbjörg Læknir, björgunarmenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar koma með einn skipverjann í land. Morgunblaðið/Brynjar Gauti u aðstæður mjög erfiðar, niðamyrkur, hvasst og 5-6 m ölduhæð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti and flutningaskipsins Wilson Muuga við Sandgerði í gærmorgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.