Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DANSKA eftirlitsskipið Triton var næst Wilson Muuga þegar neyðarkall barst frá skipinu sem var að stranda við Sandgerði. Bað Landhelgisgæslan því danska skip- herrann, Ulf Berthelsen, um að veita að- stoð. „Við sigldum á fullri ferð suður með vesturströnd skagans og vorum komnir á staðinn þegar klukkuna vantaði 25 mínútur í sex,“ sagði Berthelsen. „Það voru því liðn- ar um 45 mínútur frá því við fengum kallið þar til við vorum á staðnum. Við náðum sambandi við skipið og skip- stjórinn sagði okkur að leki væri kominn að skipinu, vatnshæðin í vélarrúminu væri um hálfur annar metri og hann þyrfti að fá dælu. Við settum gúmbát með átta manns í sjóinn, þriggja manna áhöfn gúmbátsins og fimm úr björgunarsveit, þeir höfðu með- ferðis dælu. Veðrið þar sem við lágum var sæmilegt, líklega um sjö metra vindur á sekúndu og nokkur bára en ekki neitt alvarlegt, hvergi sáust hvítfextar öldur. En vegna grunn- sævis þar sem Wilson Muuga lá gátum við alls ekki komist nálægt skipinu. Við kom- umst ekki nær en um það bil 1,6 km. Gúmbátsmennirnir sigla í átt að skipinu, við fáum skipstjórann til að kveikja á öllum ljósum til þess að auðvelda okkur að finna hann. Næstu boð sem við fáum eru klukkan sex mínútur fyrir sex, um 10 mínútum eftir að gúmbáturinn var settur út. Þá eru þeir komnir í brimgarðinn og það er gersam- lega útilokað fyrir þá að komast um borð í skipið. Geysimikill sjór er við skerin þar sem skipið strandaði og þeir segjast ekki komast alla leið að því. Þeir sögðu okkur nú að dælunni hefði skolað fyrir borð og jafnframt fengum við að vita að slokknað hefði á báðum utanborðsmótorunum. Allt fjarskiptasamband rofnar Þegar hér var komið sögu misstum við allt fjarskiptasamband við mennina. Við sendum hinn gúmbátinn okkar af stað til að reyna að finna þá en það tókst ekki. Það var líka farið að hvessa gríð- arlega, vindurinn var kominn í um 15 metra á sekúndu, hann var á norðan. Við höfðum þá samband við Gæsluna og sögð- umst þurfa aðstoð þyrlu. Við fengum að- stoðina, því miður tók það nokkra stund að koma henni í loftið fannst mér en á hinn bóginn stóðu þyrluflugmennirnir sig af- burðavel þegar þeir voru komnir á staðinn. Þeir voru einfaldlega frábærir, enginn hefði getað staðið sig betur en þeir. Þyrlumennirnir sáu fjóra menn í sjónum og hófust strax handa við að bjarga þeim og voru býsna fljótir að ná þeim upp. Um sama leyti sáum við blikkandi ljós, við settum gúmbátinn okkar aftur út og hann fann björgunarbelti en engan í því. Og þegar þyrlumennirnir sögðu okkar að hinir fjórir mennirnir væru líka fundnir tókum við bát- inn aftur um borð. Þá kom því miður í ljós að einn af þessum fjórum var látinn. Flugmaður þyrlunnar mat það svo að mikilvægast væri að koma þeim sjö sem hann var búinn að bjarga strax á sjúkra- húsið og ég er alveg sammála því mati. Einn af mönnunum í þyrlunni var orðinn ákaflega kaldur. Áttundi maðurinn, sem var látinn, var því skilinn eftir í sjónum og lög- reglan fann hann nokkrum stundum síðar þegar hann hafði rekið á land. Mér þætti ákaflega vænt um að fá að koma hér á framfæri djúpu þakklæti mínu til bæði Gæslunnar og ekki síður sjúkra- hússins í Keflavík. Allir sjömenningarnir eru nú komnir aftur um borð og hafa það gott. Mér fannst frábært hvað þeir fengu góða meðhöndlun á sjúkrahúsinu, menn- inrnir eiga varla orð yfir þær einstöku mót- tökur,“ sagði Berthelsen. Hann var spurður hver ástæðan gæti verið fyrir því að báðir mótorar gúmbátsins brugðust. „Ég er búinn að tala við áhöfnina á bátnum. Það sem gerðist var að helj- armikill brotsjór lyfti bátnum upp. Gúmbát- urinn stóð alveg lóðréttur. Þetta hafa mót- orarnir einfaldlega ekki þolað. Við vitum samt ekki nákvæmlega hvað gerðist en bátnum hvolfdi rétt á eftir og öllum mönn- unum skolaði fyrir borð. Þeir stóðu smá- stund í sjó upp að hnjám á skeri í brimgarð- inum en þá kom feiknamikil alda og fleygði þeim aftur í hafið. Mér finnst þeir hafa staðið sig afburðavel við þessar hræðilegu aðstæður. Þeir sýndu fagmannleg vinnubrögð, héldu hópinn eftir mætti og hjálpuðu hver öðrum. Þeir ákváðu fyrirfram að sá sem var orðinn allt of kald- ur skyldi verða hífður fyrst upp í þyrluna. Þeir héldu alltaf ró sinni. Að auki var björgunin frábært dæmi um góða samvinnu okkar við Landhelgisgæsl- una íslensku. Fyrst vorum við beðnir um hjálp, síðan kom í ljós að við gátum ekkert gert og þetta endaði með því að þeir björg- uðu okkur. Þetta samstarf er alltaf ein- staklega gott og ég held að báðir aðilar telji það mjög mikilvægt,“ sagði Ulf Berthelsen, skipherra á Triton. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Rax Til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sem bjargaði dönsku sjóliðunum. „Gúmbáturinn stóð alveg lóðréttur“ Morgunblaðið/Kristinn Skipherrann Ulf Berthelsen á Triton. „Þeir sögðu okkur nú að dælunni hefði skolað fyrir borð og jafnframt fengum við að vita að slokknað hefði á báðum utanborðsmótorunum“. Aftur í höfn Danska eftirlitsskipið Triton í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. BJÖRGUNARAÐILAR eru svartsýnir á að ná Wilson Muuga yfirhöfuð af strandstað enda illmögulegt að nálgast það meira en 2,8 km frá hafi á öðru skipi auk þess sem háir garðar eru rétt aftan við skipið og læsa það inni. Mat björgunaraðila, sem fylgdust með framvindu mála í Jón sagði það síðan mjög lík- legt að framhaldið yrði á svip- aðan hátt og með strand Vik- artinds árið 1997 í Háfsfjöru með því að skipið yrði fjarlægt. „Þetta er stórt skip og því finnst manni líklegt að menn hljóti að reyna að ná því í sund- ur ef það liðast þá ekki í sundur af sjálfu sér.“ gær á strandstað, var að nánast útilokað væri að ná skipinu á flot á ný. „Aðaláherslan er því á að ná olíunni úr skipinu,“ sagði Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, í gær. „Aðalvinnan beinist að því að leggja veg nið- ur að flakinu svo unnt verði að dæla olíunni á bíla.“ Svartsýnir á björgun skipsins Strand flutningaskipsins Wilson Muuga við Sandgerði í gærmorgun Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is „AÐSTÆÐUR voru mjög erf- iðar. Það brimaði talsvert mikið og það var mikið myrkur. Þetta voru afleitar aðstæður,“ sagði Auðunn F. Kristinsson, sig- maður á TF-LÍF, þyrlu Land- helgisgæslunnar, en þyrlan bjargaði sjö skipverjum af danska varðskipinu Triton úr sjónum af strandstað Wilson Muuga snemma í gærmorgun. Auðunn sagði að þeir hefðu verið á leið út í vél til þess að kanna aðstæður og til að setja mann um borð í flutningaskipið þegar komið hefði tilkynning um að Triton saknaði sjö til átta manna. Þeir hefðu þegar haldið á slysstaðinn og verið komnir þangað um 20 mínútum seinna. „Við fundum þá nokkuð fljótt eftir að við komum á vettvang. Þeir voru í tveimur hópum. Við farið með þá á sjúkrahús í Keflavík. Einn hefði verið orð- inn mjög þrekaður, en hinir nokkuð sprækir miðað við að- stæður. Mennirnir hefðu verið vel búnir í vinnubjörgunarbún- ingum og í uppblásanlegum björgunarvestum. Brimskaflar Auðunn sagði að erfitt hefði verið að standa að björguninni við þessar aðstæður. Ölduhæð hefði verið fimm metrar fyrir utan. Það væri í sjálfu sér ekki afleitt að síga í slíka ölduhæð en þegar hún væri komin í brim- skafla væri það orðið talsvert erfiðara. Aðstæður hvað það snerti hefðu verið mjög slæm- ar. Í áhöfn TF-LÍF eru fimm manns, en í þessari ferð voru sex, þar sem til stóð að setja einn mann um borð í flutninga- skipið. fundum fjóra fyrst og fjóra skömmu seinna. Það voru átta í sjónum og þar af einn látinn,“ sagði Auðunn. Hann sagði að það hefði auð- veldað þeim að finna mennina í sjónum að þeir væru með öfl- uga nætursjónauka og lítil ljós á björgunarvestum skipbrots- manna sæjust úr mikilli fjar- lægð ef það væri eitthvert skyggni. Auðunn sagði að þokkalega hefði gengið að ná mönnunum um borð. Hann hefði sigið niður til þeirra og sótt einn sem hefði verið orðinn mjög kaldur og rætt við hina sem voru í sjón- um. Þeir hefðu verið nokkuð vel áttaðir og eftir það hefðu verið sendar niður tvær og tvær lykkjur í einu og þeir smeygt sér sjálfir í þær. Hann sagði að flogið hefði verið með mennina upp á Keflavíkurflugvöll og þaðan Fundum mennina nokkuð fljótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.