Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 36

Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ sölu Símans voru gefin fyr- irheit um aukið fjármagn til sér- stakra samfélagsverkefna sem brunnu mjög á fólki en höfðu verið fjársvelt. Má þar nefna brýnar vegaframkvæmdir, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á lands- byggðinni. En íbúar hvar sem er á landinu vonast til þess að staðið verði við tímasett loforð og yfirlýsingar um ein- stakar vegafram- kvæmdir. Fjármagn til fram- kvæmda samkvæmt gildandi vegaáætlun hefur þó verið skorið niður á hverju ári sl. 3 ár og nemur sá niðurskurður nú sam- tals á 7. milljarð króna. Æ ofan í æ hafa vegframkvæmdir verið skornar niður vegna stóriðjuþenslunnar. Síðastliðið sumar ákvað rík- isstjórnin að fresta útboðum og ný- framkvæmdum í vegamálum til að slá á þenslu í þjóðfélaginu. Bitnaði sú ákvörðun harðast á íbúum Vestfjarða og Norðausturlands. Eitt síðasta verk ríkisstjórn- armeirihlutans fyrir jól var að fresta enn fjárframlögum til vegafram- kvæmda sem lofað hafði verið á árinu 2007 af svokölluðum símapeningum. Er hér m.a. um að ræða vegagerð um Arnkötludal þar sem fjármagn er skorið niður um 200 milljónir 2007 og hinsvegar um 300 milljóna króna nið- urskurð til Norðausturvegar auk verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Sviknir um vegafé Við í VG lögðum til að staðið yrði við framlög til vegamála í heild sinni. Heimilt yrði að lána fé milli verkefna innan vegaáætlunar 2007 að því marki sem ekki er hægt að nýta það fjármagn til þeirra verkefna sem það er eyrnamerkt til. Sér- staklega yrðu hafðar í huga framkvæmdir sem lúta að auknu öryggi á vegum og vegabótum þar sem ástand vega er hvað verst. Til vara kröfðumst við þess að fallið yrði frá frestun fjárframlags til vega á Vestfjörðum og Norð- austurlandi. Má benda á veginn norð- ur Strandir sem er stórhættulegur og ber engan veginn þá flutninga sem þar fara um. Allt þetta felldi rík- isstjórnarmeirihlutinn en svo tala ein- stakir ráðherrar út og suður um stór- átak í vegamálum. Þá er löngu tímabært að fella niður gjaldtökuna í Hvalfjarðargöngunum. Hún er órétt- látur baggi á þeim sem sækja þurfa vinnu, skóla eða aðra þjónustu til Reykjavíkur, jafnvel daglega. Stóriðjuframkvæmdir fresta vegaframkvæmdum Rök forsætisráðherra fyrir frestun vegaframkvæmda voru þau að bregð- ast þyrfti við mikilli þenslu í þjóð- félaginu á árinu 2007. Nú berast fréttir um stórfelldar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á næsta ári með stækkun álversins í Straumsvík. Virðist ljóst að enn á að skera niður vegaframkvæmdir til að rýma fyrir stóriðjunni. Munu þó margir telja að nóg sé komið af henni í bili. Umferðin, fólkið í landinu kallar á stórátak í vegamálum. Staðreyndin er hins- vegar sú að á árinu 2006 hefur vega- gerð í landinu verið í einu mesta lág- marki sem þjóðin hefur upplifað um langt árabil. Öllum ætti að vera ljóst að ekki verður ráðist samtímis í ný og stækk- uð álver og gert stórátak í vega- málum. Segja má að Sunnlendingar og landsmenn allir standi frammi fyr- ir að velja um virkjanir í Þjórsá og stækkun álvers í Straumsvík ann- arsvegar og breikkun Suðurlands- vegar og stórátak í vegabótum á land- inu öllu hinsvegar. Hvort munu þeir vilja? Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill gjörbreytta stefnu. Við viljum stöðva áform um frekari álbræðslur og stórvirkjanir en láta öryggi á veg- um og samgöngubætur hafa algjöran forgang í framkvæmdum á næstu ár- um. Vegir og umferðaröryggi eða ný álver og stórvirkjanir Jón Bjarnason skrifar um fram- lög til vegaframkvæmda » Virðist ljóst að enn áað skera niður vega- framkvæmdir til að rýma fyrir stóriðjunni. Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna. ÞAÐ er fagnaðarefni að nú sé kom- ið á fót starfstengt nám fyrir ófag- lærða til að öðlast réttindi sjúkraliða. Það er staðreynd að vöntun er á fag- lærðu fólki á heilbrigðisstofnunum þessa lands og skortur á tækifærum fyrir marga að mennta sig. Jafnframt er mjög grátlegt hvernig ákveðinn einangraður hópur sjúkraliða hefur lagst gegn málinu með illa rökstuddum yfirlýs- ingum og að mér virðist hálfgerðum leyni- fundum. Í Morg- unblaðinu hinn 28. nóv- ember sl. leggur Guðrún K. Jónsdóttir fram grein þar sem hún hafnar þessu fyr- irkomulagi. Við skulum byrja á að skoða hvað Guðrún seg- ir í upphafi greinar sinn- ar: „búið er að geng- isfella þetta nám um 50%“. Þetta getur á engan hátt staðist. Samkvæmt heimildum frá náms- ráðgjafa er sjúkraliðabrautin 120 ein- ingar, en brúin 60–80 einingar. Það er þó ekki allt. Nemandinn þarf líka að hafa uppfyllt ákveðin inntökuskilyrði sem eru; 23 ára aldur, 5 ára starfs- aldur við umönnun sjúkra, meðmæli og síðast en ekki síst 230–260 kennslu- stunda starfstengt nám. Starfsfólk með þessi inntökuskilyrði ætti að upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru á hinni fullbúnu sjúkraliðabraut m.a. til náttúrufræði, félagsfræði og sam- skipta. Því getur fullyrðing Guðrúnar um 50% gengisfellingu á engan hátt staðist. Aftur á móti vinnur hún með þessum fullyrðingum að því að tæta í sundur samhengið. Nema Guðrún vilji hreinlega meina það að 230–260 stunda nám og 5 ára starfsreynsla sé ekki matshæft og teljist ekki til náms. Skrifað er svo um óhæfuverk stjórnar SLFÍ í þessum efnum. Kem- ur hún enn fremur inn á það að hafa aldrei heyrt um þetta fyrr en nú í seinni tíð og að þetta hafi komið henni í opna skjöldu. Ég skal sýna þessu smá skilning, þar sem umræddur greinahöfundur hefur ekki verið sjúkraliði nema í tæp 3 ár. En rétt skal þó vera rétt og það vill svo til að full- trúaþing SLFÍ hefur þrisvar sinnum frá árinu 1999 ályktað um þetta mál og hvatt til að þessu verði hrint í fram- kvæmd. Árið 1994 birtist einnig grein í Sjúkraliðanum um að leitað væri eftir stuðningi starfsmenntaráðs til þess að gefa ófaglærðu starfsfólki kost á rétt- indanámi. Svo það er augljóst að þetta er ekki nýtt af nálinni. Helsta fagnaðarefnið er að nú hafa ófaglærðir þann kost, m.a. að nýta reynslu sína, færni og þekkingu til þess að öðl- ast sterkari réttindi og þekkingu í starfi á þess- um vettvangi. Þetta er jafnframt stórt skref í átt að því að færa hinar faglærðu og ófaglærðu heilbrigðisstéttir mun nær hvor annarri og ætti að skila sér í auknu trausti þarna á milli. Það er hins vegar mjög stórt skref aftur á bak sem Guðrún og hennar fólk eru að taka en ég tel það vera sárt skref til klofnings. Guðrún bendir svo á: „það megi lesa í ályktun félagsstjórnar Sjúkraliða- félags Íslands frá 16. nóv. 2006: „Skortur á hæfu starfsfólki til hjúkr- unarstarfa hefur verið vaxandi vanda- mál heilbrigðisþjónustunnar um ára- bil“. Hvað kemur það formanni og stjórn Sjúkraliðafélags Íslands við?“ Hverjum kemur það meira við en stjórn SLFÍ á hverjum tíma hvernig ástand heilbrigðisþjónustunnar er? Lélegt ástand heilbrigðisþjónust- unnar og skortur á hæfu starfsfólki bitnar jafn hart ef ekki harðar á sjúkraliðum við störf eins og t.d. launamál. Hver á að standa vörð um það, ef ekki stéttarfélagið okkar og þeir sem starfa á vegum þess eða til- heyra því? Á það ekki að vera mark- mið stjórnar félagsins hverju sinni að leita leiða til eflingar fyrir félagið og fjölgunar sjúkraliða í landinu? Ef fullyrðing Guðrúnar um 50% gengisfellingu er röng, eins og ég tel mig hafa sýnt fram á, þarfnast margt í grein hennar ekki frekari svara. Mér virðist því að særindin felist einkum í því að einhverjum finnist hann hafa gert meira en annar. Við skulum ekki gleyma því að það hafa ekki allir sjúkraliðar gengið í gegnum þriggja ára nám. En þá spyr ég „eru þeir eitt- hvað minna hæfir“? Að lokum spyr Guðrún: „fyrir hvern er stjórn Sjúkraliðafélags Íslands að vinna?“ og „ef ekki fyrir hag sjúkra- liða, fyrir hverja þá?“. Þessu er auð- svarað. Stjórn SLFÍ starfar fyrir alla félagsmenn. Félagið vinnur að hags- munum sjúkraliða í landinu og hefur tekist það mjög vel, ef við tökum mið af þeim neikvæðu öflum sem það hef- ur þurft að berjast við, í gegnum tíð- ina. Við höfum náð ótrúlega langt og erum sennilega með bestu sjúkralið- um nær og fjær. Ég legg til að þessari innanhússbaráttu verði hætt taf- arlaust. Ég veit alveg sjálfur hvernig það er þegar brugðist er illa við sitjandi stjórn. Eins og fram kom í grein minni í ágúst um annað mál, og af fenginni reynslu, get ég sagt að betra er að kynna sér málin vandlega áður en sprengjunni er varpað. Þá vil ég benda áhugasömum sjúkraliðum á skrifstofu og heimasíðu félagsins en þar er hægt að nálgast mjög góðar upplýsingar um sjúkraliðabrúna þar sem sannleikann er að finna. Við skulum taka vel á móti þeim sem nú þegar eru farnir að „ganga brúna“ og fagna því að þessum áfanga hafi verið náð, þetta á eftir að verða stéttinni til góðs. Sjúkraliðanámið ekki gengisfellt Birkir Egilsson skrifar um sjúkraliðanám » Við höfum náð ótrú-lega langt og erum sennilega með bestu sjúkraliðum nær og fjær. Birkir Egilsson Höfundur er sjúkraliði. ÞAÐ ER ljótt að ljúga, segja krakkarnir á leikskólanum og reyna að siða hvert annað til. Þegar við verðum eldri og lærum að verða lævís og undirförul og sjáum hvað við getum raunveru- lega komist langt á allskonar óheið- arleika, falsi, lygum og baktali um náung- ann, þá er freistandi að láta gamminn geisa. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra var á dögunum sakaður um að ljúga í þinginu en hann hafði haft uppi einhver ummæli um eignarhald ríkisins eða Landsvirkjunar á orkufyrirtækjum og að þrátt fyrir kaup á einhverjum orkufyr- irtækjum fyrir vestan þá væru þetta sjálf- stæðar rekstrarein- ingar. Jón er jú ný- byrjaður á þingi og er alger hvítvoðungur þegar kemur að því að tala eins og alvöru stjórnmálamanni sæmir. Málflutningur stjórnmálamanna hef- ur nefnilega í gegnum tíðina verið skreyttur allskonar orðalagi sem við hin skiljum eins og almennt gerist að íslenska þýði en þegar á reynir þá þýða orð þessa fólks allt annað en það sem þau upphaflega virtust eiga að þýða. Þetta virðist hafa hent Jón og hann var sakaður um að ljúga þó hann væri ekki að ljúga, heldur tala eins og þingmenn og ráðherrar sem þykjast hafa leyfi til að tala með þeim hætti að eftirá geti orð þeirra þýtt ýmislegt, bara eftir því hvað hentar þeim þegar að þeim er gengið. Í gegnum tíðina hefur þetta þing- manna- og ráðherratungumál þróast nokkuð og virðist ekkert lát vera í þróun á þeirra eigin tungu- máli. Þeir vaða áfram með fullyrð- ingar um að eitthvað sé svona eða hinsegin en þegar á reynir þá er ekkert að marka margar þessara fullyrðinga. Einhverjar aðgerðir, framkvæmdir eða annað sem átti að hrinda í framkvæmd eða aðrar að- gerðir ríkisins líta allt öðruvísi út eftirá heldur en viðkomandi stjórn- málamaður hélt fram þegar hann kom einhverju máli í gegnum þing- ið. Eftirlit ráðuneyta virðast vera nánast ekkert enda eru þetta einka- skrifstofur ráðherranna og af hálfu þingsins eða löggjafans er ekkert eftirlit, ekki einu sinni með þeirra eigin framgangi og verkum. Það er aðeins ef einhverjir borgaranna eða samtök gegn einhverju rísa upp, sem eitthvað er gert í máli sem hef- ur farið út böndunum. Frægar fullyrðingar alþing- ismanna og ráðherra eru til dæmis að í landinu sé sjúkrahús, fjár- magnað af ríkinu. Þetta er ekki meira sannleikanum samkvæmt en að LSH skuldar í dag heildsölum 500 til 600 milljónir. Hver er að fjármagna þennan spítala? Er það þá ekki lygi að ríkið sé að gera þetta ef heildsalarnir þurfa að fjár- magna pakkann að stórum hluta? Hvar er eftirlitið með þessum málaflokki? Þetta er al- veg fyrir utan alla lyg- ina sem bunað hefur yfir fólkið um rekstur elliheimila og aðra málaflokka sem snúa að öldruðum. Ekkert stenst. Ríkisvaldið heldur því fram að það reki elliheimili fyrir aldr- aða. Nú er komin fram krafa um að ríkið skili þremur milljörðum króna sem teknir hafa verið af fólkinu og lagt í Framkvæmdasjóð aldraðra en síðan verið notað í önnur verkefni. Er það þá ekki lygi að ríkið sé að standa í þessu, úr því að þeir tóku peningana og not- uðu í annað? Er þetta þá ekki lygi með fram- kvæmdir á vegum Framkvæmdasjóðs fyr- ir aldraða? Alþingismenn og ráðherrar settu lög í landinu þar sem fólk var skyldað að greiða í lífeyrissjóði. Eini lífeyrissjóður landsmanna sem var verðtryggður í áratugi var líf- eyrissjóður ríkisstarfsmanna og þeirra alþingismanna og ráðherra. Aðrir sem greiddu í lífeyrissjóði töpuðu öllu sínu í verðbólgu sem stjórnvöld stjórnuðu og þar með töpuðust allir lífeyrispeningar fólks- ins nema þeirra sem voru á jötunni og á alþingi. Var það þá ekki lygi að fólk mundi eiga lífeyrissjóð und- ir þessum kringumstæðum þrátt fyrir greiðslur? Hver lítur eftir þessum málaflokki? Einu sinni var okkur sagt að byggð hefði verið ný flugstöð í Keflavík sem átti að hafa verið lok- ið fyrir einhverjum áratugum Í dag er enn verið að byggja þessa flug- stöð. Henni lauk sem sagt aldrei. Við erum enn að byggja þarna og ekkert útlit fyrir að við getum nokkurn tíma klárað flugstöðina. Allar fullyrðingar um að þessu hafi lokið á sínum tíma var þá bara lygi? Þegar Perlan og Ráðhús Reykja- víkur voru byggð þá birtust í upp- hafi tölur um byggingarkostnað og var lagt upp með tölur sem síðan stóðust engan veginn. Allt sem lagt var upp með í upphafi virðist hafa verið lygi og var meðal annars rak- ið í stórum greinum í Morg- unblaðinu. Nýlegt hús Orkuveitu Reykjavíkur fór langt fram úr kostnaðaráætlunum og svo er um flestar byggingar sem ríkið og hið opinbera byggir. Fræg var viða- mikil framkvæmd Alþingis við Austurstræti en þar var greitt meira fyrir innréttingar á leigu- húsnæði heldur en ef nýtt hús hefði verið byggt frá grunni. Eru upplýs- ingar frá ráðamönnum um svona mál eintómar lygar? Það er sagt að við eigum fiskinn í sjónum við landið en samt eigum við hann ekki. Allt lygi? Það eru teknir miklir fjármunir af okkur ár- lega og sagðir vera til vegamála en samt er eins og allir vegirnir séu eiginlega ónýtir og hörmuleg slys eru orðin daglegt brauð? Er allt blekkingar og lygi sem kemur frá ráðamönnum eða er orðfærið svona lélegt? Orðfæri stjórn- málamanna – lygar eða ekki lygar? Sigurður Sigurðsson fjallar um orðfæri stjórnmálamanna Sigurður Sigurðsson » Þeir vaðaáfram með fullyrðingar um að eitthvað sé svona eða hin- segin en þegar á reynir þá er ekkert að marka margar þessara fullyrðinga. Höfundur er verkfræðingur. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.