Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 37
✝ Snæborg Jó-hanna Stefáns-
dóttir fæddist á
Akureyri 17. júlí
1937. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 9.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigurlaug Jóhanns-
dóttir, f. 1913 í
Ystuvík í Grýtu-
bakkahreppi, d.
2004, og Stefán
Kjartan Snæbjörns-
son, f. 1915 á Dalvík, d. 1983.
Systkini Snæborgar eru: Jónas, f.
1942, búsettur á Akureyri, Gylfi,
f. 1945, d. 1963, og Fjóla, f. 1948,
búsett á Akureyri.
Eftirlifandi eiginmaður Snæ-
borgar er Bragi Stefánsson, f.
1933.
Fyrri maður Snæborgar var
Örn Guðmundsson, f. 1958. Þeirra
börn eru: Stefán Bragi, f. 1983 og
Sandra Marín, f. 1994. 5) Vala, f.
1969, maki Hallur Eyfjörð
Þórðarson, f. 1968. Þeirra börn
eru: Bragi Snær, f. 1997, Kristján
Valur, f. 2001, og Viktoría Sól, f.
2003.
Snæborg ólst upp á Akureyri
og var í sveit á sumrin eins og al-
gengt var með börn og unglinga á
þessum árum. Eftir nám í gagn-
fræðaskóla fór hún að vinna á
netagerð Útgerðarfélags Akur-
eyringa. Hún hóf búskap með
fyrri manni sínum í Þingvalla-
strætinu og var síðar hjá for-
eldrum sínum eftir að hún missti
mann sinn í sjóslysi. Snæborg og
Bragi hófu búskap í Stórholti 6 og
þar fæddust þeim dæturnar þrjár.
Eftir að dæturnar fimm komust á
legg hóf Snæborg störf hjá Niður-
suðuverksmiðju Kristjáns Jóns-
sonar sem seinna varð Strýta. Þar
vann hún þangað til hún varð að
láta af störfum vegna sjúkdóms
síns. Síðustu sex árin bjuggu þau í
Eiðsvallagötu 36.
Útför Snæborgar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Aðalgeir Hallfreð
Jónsson, f. 1934, d.
1958. Dætur Snæ-
borgar og Aðalgeirs
eru: 1) Helga Sig-
urlaug, f. 1958, maki
Guðmundur Hrein-
dal Svavarsson, f.
1959. Þeirra börn
eru: Ólöf Snæbjörg,
f. 1984 og Jóhann
Tryggvi, f. 1992.
Ólöf Snæbjörg á son-
inn Guðmund Hilm-
ar, f. 2005. 2) Allý
Halla, f. 1959, maki
Hilmar Brynjólfsson, f. 1959.
Fyrri maður Allýjar var Einar
Grétar Jóhannsson, f. 1955.
Þeirra dóttir er Berglind Rós f.
1983. Börn Allýjar og Hilmars
eru: Aðalgeir, f. 1989, og Guðný
Ósk, f. 1991. Dætur Snæborgar og
Braga eru: 3) Ingibjörg, f. 1961. 4)
Stefanía, f. 1964, maki Gunnar
Elsku mamma, við sitjum hér sam-
an stelpurnar þínar og rifjum upp
gamlar og góðar minningar frá upp-
vaxtarárum okkar. Það er svo margt
sem kemur upp í hugann þegar við
lítum til baka enda var á þessum árs-
tíma mikið stúss í Stórholtinu. Jóla-
undirbúningurinn byrjaði snemma.
Allt heimilið þurfti að þrífa hátt og
lágt. Mamma bakaði tertur og marg-
ar tegundir af smákökum, helst á
nóttunni, til að fá frið fyrir litlum
fingrum. Stórfjölskyldan kom saman
og steikti laufabrauð. Allar dæturnar
þurftu að fá sérsaumaða kjóla. Það
fór enginn í jólaköttinn á þessu heim-
ili.
Í Stórholtinu var alltaf mikið að
gera enda fjölskyldan stór. Það
fylgdi stór vinahópur fimm stelpum
og alltaf voru allir velkomnir bæði í
mat og í „drekkutíma“. Mamma bak-
aði kleinur, snúða og vínarbrauð ofan
í okkur og alla vinina. Oft gleymdist
að loka útidyrunum enda gengum við
og vinahópurinn út og inn. Þá heyrð-
ist í mömmu „ætlið þið að kynda upp
veröldina“. Þetta voru hennar orð til
að biðja okkur um að loka.
Mamma var heimavinnandi þar til
við vorum orðnar nokkuð stálpaðar,
þá fór hún út að vinna. Við minnumst
yndislegra ferða okkar í Tjarnar-
gerði á sumrin. Þar var mikið fjör og
mikill gestagangur. Við munum úti-
legurnar á vörubílnum því ekki var til
fólksbíll á heimilinu í upphafi. Berja-
ferðirnar voru margar, allar áttum
við að koma með þó áhuginn væri
mismikill. Oft var farið til Reykjavík-
ur, þar var arkað upp og niður
Laugaveginn því mömmu þótti ekki
leiðinlegt að skoða í búðir. Við mun-
um hvað mömmu þótti gaman þegar
hún og pabbi fóru að fara til sólar-
landa enda var mamma mikill sól-
dýrkandi.
Síðustu rúm níu árin glímdi
mamma við Alzheimer-sjúkdóminn
sem tók hana allt of snemma í burtu
frá okkur. Pabbi hugsaði um mömmu
í veikindum hennar þar til fyrir tæp-
um tveimur árum, er hún fór í
Bakkahlíð 39 og síðan á dvalarheim-
ilið Hlíð. Pabba viljum við þakka þá
ósérhlífni sem hann sýndi og allt það
sem hann veitti mömmu í veikindum
hennar. Hans ætlum við nú að gæta
fyrir mömmu. Við viljum þakka
starfsfólki Bakkahlíðar og Hlíðar
fyrir þá góðu umönnun sem mamma
naut þar.
Við þökkum mömmu fyrir ástina
sem hún gaf okkur og fjölskyldum
okkar og þolinmæðina sem hún sýndi
okkur í gegnum lífið.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
Valdimar Briem.
Þínar dætur,
Helga, Allý, Ingibjörg,
Stefanía, Vala og fjölskyldur.
Elsku mamma, þá ertu farin fyrir
fullt og allt. Í raun varstu löngu farin
því sjúkdómurinn var búinn að taka
þig frá okkur. Síðustu árin hefur
maður huggað sig við góðar minn-
ingar. Þú varst ótrúlega dugleg kona
og ósérhlífin. Þú vannst mikið en lést
þig ekki muna um að hugsa um stórt
heimili af miklum myndarskap.
Sjaldan féll þér verk úr hendi.
Ákveðin verk þurfti að vinna. Þú vild-
ir hafa hlutina á ákveðinn hátt og
fékkst yfirleitt þínu framgengt. Þú
varst yndisleg móðir, fátt var bannað
en ekki var allt leyfilegt og einhvern
veginn vissum við hvar mörkin lágu.
Þú varst ekki nema sextug þegar
fyrstu einkenni sjúkdómsins komu
fram og síðan eru liðin rúm níu ár.
Þegar þú komst í heimsókn til okkar
til Stavanger sumarið 1997 fann ég
breytingu á þér. Þú varst komin til að
vera viðstödd fæðingu barnabarns
þíns og þú klipptir á naflastrenginn.
Ég veit að þér þótti mjög vænt um
það.
Eftir alla vinnuna í gegnum árin
þurftir þú að láta í minni pokann fyrir
þessum sjúkdómi og fékkst ekki að
njóta „efri“ áranna með pabba. Pabbi
var ótrúlega duglegur að sinna þér
og hafa þig heima hjá sér. Hann
þekkti þig vel og vissi að þú vildir
vera heima, það var ekki fyrir hvern
sem var að hugsa um þig eins og þú
varst orðin.
Þrátt fyrir að við höfum vitað lengi
að hverju stefndi þá er það engu að
síður erfitt og maður fyllist sorg.
Þegar Viktoría Sól sá hvað ég var leið
tók hún utan um mig og sagði:
„Mamma, þú þarft ekki að vera leið
þó amma sé veik.“ Það var rétt hjá
henni því nú hefur þú fengið hvíldina.
Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú
gafst okkur.
Þín dóttir,
Vala og fjölskylda.
Mín kæra systir Snæborg er fallin
frá eftir erfið veikindi. Með söknuði
hugsa ég til baka, yfir síðustu sextíu
árin, frá því að við vorum börn á Eyr-
inni. Hún var að vísu það eldri en ég
að við áttum ekki samleið í leikjum
okkar. Ein af mínum fyrstu minning-
um um Snæju var þegar hún kom úr
sveitinni að hausti til. Þá hef ég lík-
lega verið sex eða sjö ára. Það fylgdi
komu hennar svo mikil eftirvænting,
og tilhlökkun að fá stóru systur heim,
Hún hafði svo margt að segja mér
eftir sumardvölina fyrst í Hörgár-
dalnum og síðar á Hólsfjöllum og í
Skagafirði. Sveitadvölinni fylgdu ótal
ævintýri sem ekki voru til staðar í
kaupstaðnum.
Við urðum æ samrýndari með ár-
unum og eftir að við komumst til full-
orðinsára átti ég margar og sérstak-
lega ánægjulegar stundir með systur
minni og Braga manni hennar og
naut þess í ríkum mæli. Snæborg var
svo hlý og notaleg, svo afskaplega
gott að koma í eldhúsið hennar og
vera samvistum við hana. Hún lét sér
svo annt um fólkið sitt og gaf sér tíma
til að sinna öllum. Líklega hefur það
verið upplag hennar og að einhverju
leyti hafa það verið hennar viðbrögð
við sárum missi sem ung kona,
Oft var hún búin að aðstoða okkur
hjónaleysin á fyrstu búskaparárum
okkar og passa börnin okkar og
gagnkvæmt. Hana munaði ekkert
um að bæta þeim við sinn barnahóp.
Fjölskyldur okkar systkinanna höfðu
náið samband enda ekki langt fyrir
okkur að fara. Við vorum miklir eyr-
arpúkar í okkur og þegar þeim hjón-
um Snæborgu og Braga bauðst íbúð
við Eiðsvallagötu þá keyptu þau hana
og fluttu þangað árið 2000. Þar átti
hún heima upp frá því. Eftir að hún
flutti þangað benti hún mér á að af
svölunum hjá henni mátti sjá gamla
æskuheimilið okkar.
Systir mín hafði afskaplega gaman
af að ferðast og naut þess mjög að
vera á sólarströnd. Einnig hafði hún
gaman af að heimsækja dætur sínar
þegar þær bjuggu í Noregi, Dan-
mörku og á Englandi. Þegar við
hjónin höfðum svo aðstöðu til að
bjóða henni að koma út og dvelja þar
hjá okkur, þá var hún orðin svo veik
að hún gat ekki farið, en oft hafði hún
á orði að það væri gaman að geta far-
ið. Seinustu árin hafa verið henni og
okkur aðstandendum hennar erfið.
Það dró jafn og þétt af henni og þrátt
fyrir frábæra umönnun Braga kom
að því að ekki var hægt að hafa hana
heima. Var hún fyrst vistmaður í
Bakkahlíð og síðasta eina og hálfa ár-
ið vistmaður á Hlíð. Naut hún frá-
bærrar umönnunar og góðs aðbún-
aðar á báðum stöðum. Vil ég þakka
því ágæta starfsfólki sem þar er fyrir
þátt þess í því að gera henni lífið
bærilegra.
Kæri mágur, systrabörn, tengda-
börn systur minnar og barnabörn,
aðrir aðstandendur og vinir. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Jónas Stefánsson.
Í dag kveð ég góða mágkonu, sem
bæði er ljúft og sárt, eftir erfið veik-
indi. Við kynntumst þegar ég korn-
ung og bróðir hennar felldum hugi
saman og hófum seinna búskap í húsi
sem foreldrar þeirra og hún byggðu.
Þau bjuggu á efstu hæðinni, Snæja
og Bragi á miðhæðinni og við í kjall-
aranum. Það var oft hlaupið á milli
hæða enda tók hún þessu stelpu-
skotti afskaplega vel og margt lærði
ég af henni í sambandi við matar- og
bakstursgerð, því hún var þvílíkur
matargerðarsnillingur. Alltaf þurfti
að vera til brauð því það var alltaf
mikill gestagangur á heimilinu.
Þegar við kynntumst var Snæja
með tvær yndislegar stelpur, Helgu
Sigurlaugu og Allý Höllu, sem hún
átti með fyrri manni sínum, honum
Alla. Hann var sjómaður og drukkn-
aði þegar hún gekk með yngri dótt-
urina, hún var því ekki gömul þegar
hún kynntist sorginni.
Það birti upp þegar hann Bragi
kom inn í líf hennar. Það var oft glatt
á hjalla á miðhæðinni, mikið hlegið,
spilað og spjallað. Ég tel að Bragi
hafi verið hennar stóra happ enda
hefur hann sýnt það í gegnum árin.
Þau eignuðust þrjár myndarlegar
stúlkur, Ingibjörgu, Stefaníu og
Völu. Út frá dætrunum er kominn
stór hópur barnabarna og eitt lang-
ömmubarn.
Ég minnist Snæju oftast sem hlæj-
andi og með húmorinn í lagi, það var
alltaf gaman að vera nálægt henni og
Braga, Þau voru frábært par. Fyrir
nokkrum árum, á afmælisdegi
Snæju, gróðursettum við Jonni tré
hér við húsið okkar sem við köllum
Snæju. Það hefur vaxið og dafnað vel
á þessum árum. Nú um þessi jól
verður það ljósum prýtt og mun enn
frekar minna okkur á hana mágkonu
mína, en við tölum oft um hvernig
Snæja dafni. Ég veit að nú eiga
margir ættingjar og vinir Snæju erf-
itt. En margs skemmtilegs er að
minnast og gleðjast yfir. Það er einn-
ig ástæða til að gleðjast og hugga sig
við að nú er þessu stríði hennar lokið.
Við munum öll hittast fyrir hinum
megin. Guð styrki ykkur öll og blessi.
Kær kveðja frá mágkonu,
Sigrún Kristjánsdóttir.
Snæja frænka var stórasystir
mömmu. Þegar ég man fyrst eftir
mér, áttum við heima í Stórholti 6.
Við bjuggum í kjallaranum, bara við
þrjú, ég, mamma og pabbi, en Snæja
og fjölskylda á hæðinni fyrir ofan og
það var engin smá fjölskylda. Snæja,
Bragi og dæturnar fimm, Helga,
Allý, Inga, Bebba og Vala. Eins og
gefur að skilja var oft mikið líf og fjör
á efri hæðinni og ekki alltaf logn-
molla. Mikið öfundaði ég þau af því
að vera svona stór fjölskylda, en ég
var þó svo heppin að oft var ég eins
og sjötta systirin á bænum og fékk að
vera partur af þessum stóra systra-
hóp. Segja má að Snæja hafi verið
nokkurskonar aukamamma mín á
þessum árum enda virtist það ekki
skipta máli hve margir voru í heimili
hjá henni, það var alltaf nóg pláss.
Ekki spillti fyrir að Vala, yngsta
dóttirin, var bara einu og hálfu ári
yngri en ég og því hafði ég alltaf leik-
félaga sem var þar að auki eins og
litla systir mín.
Í minningunni er eldhúsið hennar
Snæju algjör griðastaður. Þar var
alltaf hlýtt og notalegt, alltaf eitthvað
gott að borða nema þegar Snæja
steikti síld, það fannst mér ekki góð-
ur matur. Hjá henni fékk ég fyrst
ristað brauð úr gömlu ristavélinni,
sem þurfti að snúa brauðsneiðunum
við í, og vel af smjöri ofan á. Ég fæ
enn vatn í munninn af minningunni
um þetta gómsæta brauð og hef aldr-
ei fengið ristað brauð sem jafnast á
við ristaða franskbrauðið í Stórholt-
inu. Hjá Snæju og Braga man ég líka
eftir alvöru jólatré í fyrsta sinn, þau
höfðu slíkt tré en mamma og pabbi
voru með gervijólatré. Mér fannst
alltaf eitthvað við þetta, jafnvel þó við
værum að stinga okkur á barrinu
þegar leið á jólin og kannski á það
rætur sínar að rekja til Snæju og
Braga að eftir að ég sjálf fór að halda
jól, hef ég alltaf verið með lifandi tré.
Þegar ég var sex ára fluttum við úr
Stórholtinu og í Víðilundinn og svo í
framhaldi af því í Laxárvirkjun. Allt-
af var maður samt jafn velkominn til
Snæju og Braga og eftir að við flutt-
um í Laxárvirkjun, gistum við oft hjá
þeim þegar komið var til Akureyrar í
frí og voru það yndislegar stundir.
Eftir að ég fullorðnaðist fækkaði
skiptunum sem komið var til Snæju
og Braga. Við sáumst þegar fjöl-
skyldan kom saman en því miður hef-
ur það kannski ekki verið nógu oft
hin seinni ár og maður sjálfur ekki
nógu duglegur að rækta frændskap-
inn. Minningarnar um Snæju á ég
hinsvegar og þær getur enginn tekið
frá mér.
Ég vil að lokum þakka fyrir um-
hyggjuna og uppeldið sem ég fékk
hjá Snæju frænku og trúi því að ein-
hvern tíma, einhvers staðar, eigum
við eftir að borða saman ristað brauð
og smjör og gleðjast saman.
Margrét Hólm
Elsku afi,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar,
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér fylgja í friðarskaut.
(V. Briem.)
Þökk fyrir allt, elsku afi.
Þínir dóttursynir,
Andri Þór, Randver Þór og
Vilhjálmur Magnús Þór.
Snæborg Jóhanna
Stefánsdóttir
MINNINGAR
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma,
HULDA JÖRGENSDÓTTIR KJERÚLF,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Efstasundi 35,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 11. des-
ember.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Theodor Johannesen,
börn, tengdabörn barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BERGSVEINN E. JÓHANNSSON,
Digranesheiði 12,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudag-
inn 18. desember.
Jóhann Bergsveinsson, Súsanna Magnúsdóttir,
Eggert Bergsveinsson, Anna Högnadóttir,
Kristmundur Bergsveinsson,
Margrét Bergsveinsdóttir, Birgir Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.