Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 39 ✝ GuðlaugurBenedikt Arn- aldsson fæddist 7. júní 1943 í Reykja- vík. Hann lést á líknardeild Lands- spítalans í Kópvogi fimmtudaginn 14. desember 2006. Foreldrar Guð- laugs voru Guð- björg María Bene- diktsdóttir bóka- vörður á Landsbókasafninu, fædd 24. desember 1922 í Reykjavík, dáin 24. sept- ember 2001 og Arnaldur Valfoss Jónsson blaðamaður í Reykjavík, fæddur 24. september 1919 á Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, dáinn 10. mars 1996. Guðbjörg María, fædd 27. apríl 1968 á Suðureyri við Súg- andafjörð, gift Hjalta Ástþóri Sigurðssyni. Barn hennar Kon- ráð, fæddur 19. nóvember 1986, barnsfaðir Haraldur Gíslason. Barn Guðbjargar og Hjalta er Karlotta Björg, fædd 12. nóvem- ber 1996. Börn Hjalta, Sævar, fæddur 10. nóvember 1977, dá- inn 2. ágúst. 1978, Sólveig Helga, fædd 18. nóvember 1979 og Jónatan Einar, fæddur 27. júní 1987. Kristján Elvar, fæddur 10. ágúst 1974, unnusta Kolbrún Fanngeirsdóttir. Barn þeirra Daníel Freyr, fæddur 30. ágúst 2005. Guðlaugur var rafvirki að mennt frá Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann tók meistarapróf í raf- virkjun 28. mars 1973. Hann vann við iðn sína allan sinn starfsferil. Guðlaugur var félagi í Lionshreyfingunni og einnig í Oddfellowhreyfingunni á Íslandi. Útför Guðlaugs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. 1948. Hinn 31. des- ember 1968 kvænt- ist Guðlaugur Karl- ottu Björgu Kris- tjánsdóttur frá Suðureyri við Súg- andafjörð, fædd 23. febrúar 1947. For- eldrar Karlottu voru Kristján Guð- mundsson, fæddur 14. september 1895 á Hólum í Tálkna- firði, dáinn 18. sept- ember 1965 og Sveinbjörg Elín Júl- íusdóttir, fædd 2. janúar 1897 á Skagaströnd, dáin 16. janúar 1971. Börn Guðlaugs og Karlottu eru Angantýr Björn, fæddur 20. júní 1964 á Ísafirði, barn hans er Lilja Sveinbjörg, fædd 19. júní Elsku vinur, Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson) Ástarkveðja. Eiginkona. Elsku pabbi og tengdapabbi. Nú er komið að kveðjustund í bili því við vitum öll að þú tekur á móti okkur þegar okkar tími kemur. Þegar við setjumst niður og byrjum að skrifa rifjast upp allar yndislegu stundirnar með þér og það var allt- af hægt að ráðfæra sig við þig því þú varst alltaf ákveðinn í svörum, sammála eða ósammála; aldrei neitt hik. Alltaf var hægt að ræða öll vandamál við þig, þú varst fljót- ur að leysa þau. En dagurinn 1. sept. fer aldrei úr minnum okkar þegar þú greindist með þennan ill- víga sjúkdóm. Þú varst svo ákveð- inn að læra bara að lifa með honum, þú vissir allan tímann að það var ekki hægt að lækna hann, en kannski var möguleiki að lifa með honum en hann dreifðist hratt hjá þér og þremur og hálfum mánuði síðar tók hann þig frá okkur. Þig, klettinn okkar. Sáttasemjarann okkar og okkar langbesta vin. En amma, Konni og Gestur hafa þurft á þér að halda, þess vegna varst þú valinn til að fara í þetta sinn og nú viljum við kveðja yndislegan föður og frábæran vin með lítilli bæn. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Söknuður okkar er mikill og ég bið þig að senda okkur styrk til að takast á við sorgina. Við elskum þig, Guðbjörg og Hjalti. Elsku pabbi, orð fá ekki lýst þeim söknuði sem fer um mig þeg- ar ég hugsa til þess að þú sért far- inn. Allar þær frábæru stundir sem við áttum saman á Suðureyri, í Keflavík, í Kópavogi og uppi í sum- arbústað munu fylgja mér um alla ævi. Sú föður- og vinarímynd sem þú sýndir í þau 32 ár sem við áttum saman mun alltaf vera fyrirmyndin í mínu lífi og mun Daníel litli heyra margar sögur af afa sínum. Elsku pabbi þakka þér fyrir allar minn- ingarnar sem þú hefur gefið okkur og megi Guð varðveita þig um alla eilífð. Þinn sonur, Kristján. Elsku afi okkar, við minnumst þín með söknuði, allra stundanna sem við áttum saman í sumarbú- staðum, fallega kotinu þínu sem þú byggðir upp með þínum höndum allt frá grunni. Minningin um þig lifir með okkur að eilífu, Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. Við elskum þig að eilífu, elsku afi okkar. Þín barnabörn, Konráð, Karlotta, Lilja Sveinbjörg og Daníel Freyr. Dýrmætur vinur okkar, hann Gulli, er dáinn. Það verður öðruvísi fyrst um sinn að koma í sveitina, sveitina okkar allra eins og við sögðum alltaf með útbreiddan faðminn þegar við hittumst. Við fylgdumst vel með hvort öðru og alltaf var byrjað á því að athuga hvað hefði bæst við eða verið unnið ef annað hvort okkar var ekki um helgina. Húsið ykkar Sandgerði óx og dafnaði svo um munaði og vor- um við oft búin að samgleðjast með ykkur. Síðasta gleðin var í ágúst sl. þegar fyrsti loginn í kamínunni var tendraður, þið voruð svo glöð og ljómuðuð bæði eins og sól. Ef þurfti handtök öðrum hvorum megin var það ekkert mál. Síðasta hjálparhandtak þitt í Sólnökkva var þegar við drógum rafmagnið í Aka- demíuna mína. Mikið var hlegið þegar ég sagði „Stopp Gulli, ekkert pjatt“ þegar traktorsskúrinn átti líka að fá rafmagn. Gulli var tekinn allt of fljótt frá elsku Köllu sinni og fjölskyldu. Margt er enn óunnið bæði í leik og starfi. Erfiðar stundir eru fram- undan hjá ykkur, enginn sættir sig við dauðann, hver og einn vinnur úr sorginni á sinn hátt. Samverustundir með ykkur voru ómetanlegar sem læra má af, alltaf gleði og hlýja. Nú stimplum við okkur út, elsku Gulli eins og við kölluðum það alltaf þegar við fórum heim úr sveitinni hverju sinni. Kynni okkar stóðu allt of stutt en það var samt eins og við hefðum alltaf þekkst, minninguna um þig munum við geyma í hjarta okkar. Elsku Kalla og fjölskylda, við hjónin og fjölskylda okkar vottum ykkur okkar dýpstu samúð og gef- um ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guðný Helga og Halldór Olesen. Með fáeinum orðum viljum við minnast vinar okkar Guðlaugs Arn- aldssonar sem lést á líknardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hinn 14. desember sl. Þegar illvígir sjúkdómar herja á vini og vanda- menn bíða allir í von og ótta um það hver niðurstaðan verður. Sjúk- dómsstríð Gulla var tiltölulega stutt, en baráttan hörð. Lengi lifði vonin um bata. Von sem að síðustu brast. Eftir lifir minning um góðan dreng, góðan vin og félaga. Samvistarstundir okkar voru margar og fjölgaði hin síðari ár, þegar Kalla og Gulli fluttu í næsta nágrenni við okkur í Kópavoginum. Gagnkvæmar heimsóknir voru hressilegar og ánægjulegar. Stund- um gustaði um karlana, þegar þeir sökktu sér ofan í mál líðandi stund- ar, en að öllum jafnaði voru þeir ótrúlega samstiga. Þannig eiga vin- ir að vera. Við áttum góðar og ánægjulegar stundir saman hér heima, á Kan- aríeyjum og þá ekki síst í sum- arbústaðnum, sem Gulli og Kalla höfðu komið sér upp austur í Grímsnesi. Það var stoltur bóndi, sem sýndi okkur árangur gróður- setningar og endurbóta á þessum griðastað þeirra hjóna. Að leiðarlokum þökkum við fyrir ánægjulega samfylgd og biðjum Guð að blessa minningu Gulla. Við sendum Köllu, börnum þeirra og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Helga og Reynir. Guðlaugur B. Arnaldsson örmum þegar ég kom til þeirra í Ólafsvík. Ég fékk kaffi og kökur og svo harðfisk og frosna ýsu til að taka með mér aftur til Englands. Elsku Inga, Haukur, Petrína, Vignir, Arn- ar Ingi, Andri, Randver og Vil- hjálmur, við vottum ykkur öllum okkar innilegustu samúðaróskir. Guð gefi ykkur styrk, Aldís, Jim, Daníel, Stefan og Kristófer. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en satt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái ut um gluggann minn, hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig, ég rýni gegnum rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Svo napurt er það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú hefur gert og verið fyrir mig, Ranni minn. Sigríður Hauksdóttir. Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. (Steingrímur Thorsteinsson) Þann 12. desember síðastliðinn fengum við þær sorgarfréttir að Ranni minn væri dáinn. Góður og elskulegur Ranni pabbi er genginn. Eiginkona hans er Ingibjörg Hauks- dóttir, eignuðust þau tvö börn: Hauk og Petrínu Sæunni, fimm barnabörn, sem heita Vignir Gunnar og Arnar Ingi Haukssynir, Andri Þór, Randver Þór og Vilhjálmur Magnús Þórarinssynir, og svo er það ég, sem hann hefur alltaf tekið sem dóttur og mína fjóra syni sem barnabörnin sín, eiginmann minn tók hann fljótt til sín líka. Það var eins og heimurinn hryndi yfir okkur og hvað óréttlátt það væri, en sagt er að þeir fari fyrst, sem guðirnir elska mest. Hjá Ranna mínum var ekkert sem hét kynslóðabil, hann var ungur í anda, hress og kátur og sá alltaf björtu hliðarnar á öllum málum. Þær hafa verið ófáar gleði- stundirnar sem ég átti í bernsku og eftir að ég giftist og eignaðist börn, sem ég hef átt með honum. Alltaf tóku hann og Inga mamma á móti mér eins og dóttur. Árið 1988 fluttum við fjölskyldan til Svíþjóðar og þegar við komum til Íslands höfum við alltaf í ferðaáætl- uninni að hitta þau. Gleðin og ánægjan í augum Ranna míns við að sjá mig og fjölskyldu mína gleymist aldrei. Í haust, þegar ég og mað- urinn minn vorum á landinu og fór- um til Ólafsvíkur til þeirra, var tekið á móti okkur með opnum faðmi eins og venjulega, en að okkur dytti í hug að það væri í síðasta skipti sem við fengjum að sjá gleðina í augunum hans. Eins var að þegar ég hringdi, 16. mars á hverju ári þá var gleðin í röddinni. Það var ekta föðurgleði frá honum. Heiðarleiki, traust og trú voru einkenni Ranna míns. Eftir að ég stofnaði heimilið mitt eru þau óteljandi kílóin af fiski sem Ranni minn hefur veitt handa okkur og um leið og hann vissi að við ætluðum að koma til landsins þá var hans fyrsta hugsun að hann og Haukur ættu að safna fiski handa okkur til að taka með til sona okkar, enda segja synir okkar að enginn fiskur sé eins góður og Rannafiskur. Eina fiskuppskrift hafa synirnir skírt Ingu og Ranna í Ólafsvík, en þegar annað þeirra er nefnt þá koma alltaf bæði nöfnin og Ólafsvík upp í hugann. Þeir gleyma ekki sínum stundum með Ranna mínum, enda erfitt að finna eins mikið ljúfmenni eins og hann var. Það eru margar minningar sem koma upp, eins og þegar ég var lítil og fór til þeirra. Inga mín að kenna mér að sauma í og svo hljóp ég þess á milli að kíkja út um gluggann til að sjá Ranna minn koma að bryggju. Ranni minn fékk svo sannarlega að kynnast því að lífið er ekki ein gleði- ganga, en þá komu hinir stórkost- legu mannkostir hans og dugnaður í ljós, þótt syrti í álinn skal sótt á brattann og lífinu haldið áfram. Ranni minn var sjómaður af lífi og sál þangað til vágesturinn sagði stopp þann 12. desember. Önnur veikindi sín yfirvann hann með sín- um krafti, vilja og ljúfmennsku. Allar minningar um Ranna minn eru yndislegar og ógleymanlegar en ég fer ekki fleirum orðum um það hér. Nú að leiðarlokum viljum við þakka elskulegum Ranna mínum fyrir allt það sem hann var mér, manni mínum og börnum. Sérstöku þakklæti fyrir ljúfmennsku hans og hversu tryggur vinur hann var við móður mína, Sigríði Hauksdóttur. Elskulegri Ingu mömmu minni, börnum og mökum, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar á þessum erf- iða tíma og á ókomnum árum. Blessuð sé minning hans. Hólmfríður Benediktsdóttir og fjölskylda. Þegar ég fékk þær fréttir á þriðjudag 12. desember að æsku- félagi minn og vinur, Randver, eða Ranni sem hann var alltaf kallaður hefði orðið bráðkvaddur þann sama dag var mér brugðið. Það eru ekki nema tveir mánuðir frá því að við áttum tal saman að nú væri kominn tími að hætta okkar ævistarfi og eiga góða daga með okkar fjölskyldu á efri árum og var hann sama sinnis. Við þessa fregn leitar hugurinn til æskuáranna. Svo langt sem ég man er æska mín tengd Ranna og okkar vináttu. Ýmislegt var brallað og kemur margt í huga mér. Þar sem við ólumst upp í sjávarþorpi tengd- ist leikvangurinn sjávarlífinu, fjaran var okkar leiksvæði. Við smíðuðum báta og bíla og gerðum vegi í sand- inn. Bátar fóru að stækka er leið á árin og við smíðuðum báta úr báru- járnsplötum og einnig kajaka. Aðal- leiksvæðið með þennan flota var á Hvalsánni innan við bæinn. Er hún í minningunni eins og stórfljót. Á vet- urna var farið á sleða alla leið frá Krókabrekku niður Langastíg og niður í fjöru. Einnig vorum við mikið í beituskúrunum og vorum við fljótt liðtækir við þá iðju, sérstaklega Ranni. Ekki var þessum uppátækj- um alltaf vel tekið, sérstaklega ef við fórum í frímínútum og var lyktin ekki góð í heitri skólastofunni. Heimili okkar voru sitt í hvorum enda á bænum, um 1 km á milli en það fannst okkur ekki mikið. Við átt- um góða að, á hvoru heimilinu sem var. Margt var fiktað og eitt var púð- urgerð okkar í þvottahúsinu í Hafn- arhvoli, þetta átti að nota um ára- mót. Elsti bróðir minn Einar var ekki hrifinn af þessu uppátæki okk- ar enda var því sjálfhætt er kviknaði í púðurhaugnum og var mikill blossi af. Þetta hefði ekki verið liðið hjá okkar strákum eða barnabörnum núna. Fljótlega eftir fermingu fórum við á sjóinn á Mumma SH upp á hálfan hlut hvor. Næstu ár vorum við á bát- um hjá Halldóri Jónssyni og förum svo Vélskólann 1958. Eftir það urðum við vélstjórar á bátum frá Ólafsvík og fylgdumst alltaf að og leituðum ráða hvor hjá öðrum. Eftirminnilegust eru hjá okkur árin sem ég var á Stapafellinu og Ranni á Halldóri Jónssyni. Það var mikil gæfa Ranna þegar hann eignaðist sína konu, Ingibjörgu Hauksdóttur, sem hefur staðið eins og klettur við hlið manns síns og fætt honum tvö mannvænleg börn. Við höfum oft gantast við þau og talið okkur eiga stóran þátt í þeirra sambandi. Alltaf höfum við getað leitað ráða hjá hvorum öðrum og það sem merkilegt er að eftir veru okkar á vertíðarbátum þá enduðum við báðir okkar ævistarf á trillum, Ranni með syni sínum Hauki. Elskulegur vinur er farinn og þakka ég honum samfylgdina og veri hann guði falinn. Elsku Inga, Haukur, Petrína og fjölskyldan öll. Megi minningin um góðan eigin- mann, föður, tengdaföður og afa ylja ykkur um ókomin ár. Kærar þakkir frá minni fjölskyldu fyrir öll góðu árin. Guðmundur Sveinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SOFFÍA NÝBORG JACOBSEN, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 17. desember, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn 22. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, María James, Frank James, Geirdís Geirsdóttir, Ómar Einarsson, Þorleifur Geirsson, Katrín Magnúsdóttir, barnabörn, makar og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.