Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna Sigríð-ur Einarsdóttir fæddist á Hreims- stöðum í Norður- árdal í Borgarfirði 5. janúar 1928. Fjölskyldan flutti seinna að Hrauns- nefi þar sem hún ólst upp. Jóhanna lést á Sunnuhlíð í Kópavogi 12. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Vigfús- son frá Dalsmynni í Norðurárdal, f. 1. júlí 1888, d. 6. jan 1973, og Ragnhildur Sig- ríður Petrína Jóhannesdóttir frá Manheimum á Skarðströnd, f. 23. mars 1887, d. 24. janúar 1975. Systur Jóhönnu eru: Inga eiga þau fimm börn á lífi. c) Jón Þorgrím, f. 21.5. 1975, sambýlis- kona Margrét Gígja Ragnars- dóttir og eiga þau þrjá syni. 2) Ragnhildur, f. 6. júlí 1955, gift Lárusi Kjartanssyni og eiga þau þrjú börn. a) Jónínu Ósk, f. 19.7. 1977 og á hún einn son. b) Magn- ús Örlyg, f. 21.4. 1980, d. 17.8. 1996. c) Matthildi, f. 1.8. 1984 og á hún einn son. 3) Anna Björk, f. 25.2. 1969, gift Ólafi Guðmunds- syni og eiga þau tvær dætur: a) Rakel Ýri, 10.1. 1996. b) Thelmu Rut, f. 1.1.1998. Jóhanna og Jón hófu búskap sinn á Mánagötunni í Reykjavík. En lengst af bjuggu þau á Rauðalæk 28 í Reykjavík. Seinni maður Jóhönnu var Sigurjón Auðunsson, f. 4.4. 1917, d. 20.2. 2004. Bjuggu þau síðustu árin saman í Álfatúni í Kópa- vogi. Frá 31. mars 2004 bjó Jóhanna í Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Guðrún, f. 1917, d. 1936, og Þorbjörg, f. 1.10. 1920, d. 6.5. 1996. Jóhanna giftist 16. nóvember 1946 Jóni Þorgrími Jó- hannssyni lög- regluþjóni, f. 16. júní 1918, d. 9. mars 1971. Jóhanna og Jón eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Stefán Ragnar, f. 10. 8. 1947, kvæntur Önnu Þórdísi Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn: a) Ómar, f. 14.7. 1966, kvæntur Arnheiði Skærings- dóttur og eiga þau þrjú börn. b) Hönnu Sigríði, f. 4.2. 1970, gift Vilhjálmi Herði Guðlaugssyni og Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást, vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku hjartans mamma mín, ósk þín rættist, þú fékkst að lifa þann dag að fá okkur heim frá Svíþjóð. Ég vissi að þér hafði hrakað mikið frá því að ég var heima í lok sumars. Mig grunaði samt aldrei að fyrsta verk- efni mitt yrði að kveðja þig, elsku mamma mín. Takk fyrir yndisleg ár, frábæran vinskap og traust, elsku mamma. Þrátt fyrir veikindi þín og breyt- ingu á persónuleika varst þú alltaf best og hélst þinni reisn alveg fram á síðasta dag. Ég veit að síðustu þrjú árin hafa verið erfið fyrir þig og okkur fjöl- skylduna þína. Ég ætla að muna all- ar góðu stundirnar okkar og geyma í hjarta mínu. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin) Ég elska þig. Þín dóttir Anna Björk. Næstum 39 ár eru liðin frá fyrstu kynnum mínum við tengdamóður mína og rifjast nú upp liðnar sam- verustundir – bæði í gleði og sorg. Fyrstu gleðistundirnar voru við fæð- ingu Önnu Bjarkar, yngsta barns hennar. Anna Björk var mikill gleði- gjafi foreldra sinna og talaði tengda- pabbi um hve mikið hann hlakkaði til að eyða sumrunum með sólargeisl- anum sínum í sumarbústaðnum við Meðalfellsvatn, sem hann hafði ný- lokið við að byggja. Honum hlotn- uðust því miður ekki mörg sumur þar, hann lést þegar Anna Björk var tveggja ára gömul. Jóhanna fór þá að vinna fulla vinnu, fyrst í skóbúð og síðan varð hún starfsmaður Alþingis, þar sem henni líkaði mjög vel og vann hún þar uns hún lét af störfum 70 ára gömul. Aldrei mátti hún heyra þing- mönnunum hallmælt, þar sem ekk- ert nema úrvalsfólk var þarna að hennar sögn. Þegar Jóhanna hafði verið ekkja í fimm ár kynntist hún Sigurjóni og bjuggu þau saman þar til haustið 2003 þegar hann fór á elliheimilið í Vestmannaeyjum, þar sem hann lést í febrúar 2004. Þau Sigurjón keyptu sér hús sam- an að Sporðagrunni í Reykjavík og bjuggu þar í mörg ár. Þau ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og ut- an. Einnig voru þau mikið í hjólhýsi sínu á Flúðum og fóru margar ferðir til sólarlanda. Jóhanna var mjög fé- lagslynd kona, sem naut þess að dansa og skemmta sér með góðum vinum. Voru þau Sigurjón samhent í því. Jóhanna var ákaflega smekkleg kona. Heimili hennar var alltaf jafn glæsilegt, hvar sem hún bjó. Hún var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana mikill útsaumur. Hún hafði mikinn áhuga á fatnaði og skóm. Fannst okkur Ragnhildi, dóttur hennar, skemmtilegt að telja skópör- in hennar – sérstaklega þegar ný pör komu upp úr ferðatöskunum þegar hún kom heim úr einni af mörgum utanlandsferðum sínum – minnir mig að í einni talningunni hafi skó- pörin verið orðin 32. Jóhanna var mjög stolt kona sem bar ekki sorgir sínar á torg. Minnist ég þess að henni fannst tengdadótt- irin heldur tilfinningarík og minnti mig á það áður en við fórum í jarð- arför tengdaföður míns að gráta nú ekki í kirkjunni. En missir eigin- manns og síðar missir dóttursonar var henni gríðarlega erfiður. Jóhanna hafði ágæta kímnigáfu og hlógum við mikið saman, bæði tvær einar, yfir kaffi og koníakstári (sem hún kenndi mér að meta), í slátur- gerð (sem hún kenndi mér) og á ferð- um okkar um landið. Við fórum sam- an þó nokkrar ferðir norður í Skagafjörð, í Búðardal, upp í sum- arbústað og til Svíþjóðar í heimsókn til dóttur hennar og fjölskyldu. Ég minnist fyrstu ferðar okkar saman norður, en þá stoppuðum við í öllum kirkjum og kirkjugörðum á leiðinni. Hafði ég lengi haft þetta í hyggju, en ekki fengið hljómgrunn hjá eigin- manninum, en einkasonurinn lét þetta auðvitað eftir móður sinni og höfðum við báðar gaman af þessu. Einnig var skemmtilegt að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sín- um að Hraunsnefi í Borgarfirði, þeg- ar við keyrðum þar fram hjá. Böllin í Hreðavatnsskála voru henni minnis- stæð, en þar kynntist hún Jóni, eig- inmanni sínum. Nú þegar jólin nálgast minnumst við jólaboðanna hennar á jóladag, þar sem hún var alltaf með tví- eða þríréttað svo barnabörnin, sem ekki borðuðu hangikjöt, fengju eitthvað við sitt hæfi. Síðustu ár hafa verið Jóhönnu erf- ið og veikindi sett mark sitt á hana. Það var sorglegt að fylgjast með því að þessi félagslynda kona dró sig meira og meira í hlé – forðaðist margmenni. Hún fann fyrir því að hana vantaði oft orð til tjáskipta – þrátt fyrir það kom hún í matarboðin og barnaafmælin þegar hún treysti sér til. Í lok mars 2004, þegar heilsu hennar fór að hraka mikið, flutti Jó- hanna í Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún naut góðrar umönnunar og elsku yndislegs starfsfólks, sem við aðstandendur hennar þökkum hér með fyrir. En þrátt fyrir áföll og missi í lífinu átti hún mörg viðburðarík og skemmtileg ár og minningarnar um þau ylja okkur núna. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Anna. Það var margt sem kom upp í hug- ann þegar ég sat við dánarbeð þinn, horfði á þig og það rifjuðust upp ým- is atvik frá öllum þeim árum sem ég hef þekkt þig en þau eru orðin æði mörg. Ég man eftir því þegar ég var að reyna að vekja áhuga hjá Röggu dóttur þinni, það var haustið 1971, ég var eitthvað að stríða henni, auðvitað til að ganga í augun á henni, og hafði tekið af henni skólabækurnar en þegar það bar ekki árangur og hún var í raun guðslifandi fegin að þurfa ekki að bera bækurnar heim þurfti ég að skila bókunum heim á Rauða- lækinn. Þá komst þú til dyra og spurðir mig af hverju ég væri með bækurnar, ég gat auðvitað ekki ann- að en sagt að ég hefði verið að stríða Röggu og tekið bækurnar en þar sem Ragga þurfti að læra fyrir morgundaginn hefði ég viljað skila bókunum, ekki vildi ég að hún færi ólesin í skólann. Þá held ég að ég hafi unnið mér inn prik hjá þér, ég sá þig síðan aftur fyrri part árs 1972, þá varst þú að fara eitthvað út að skemmta þér. Ég notaði auðvitað tækifærið og stakk mér í heimsókn til Röggu, notaði hvert tækifæri sem ég gat til að reyna að vekja athygli hennar. Ég held að þú hafir haft gaman af þessu og auðvitað vissir þú hvað var í gangi. Eftir að ég síðan kom inn í fjölskylduna formlega í október 1972 tókst þú mér vel. Ég fann mikla hlýju frá þér strax í upp- hafi og sú hlýja hélst alla tíð. Þú lést mig heyra það, þegar svo bar undir, en vináttu og væntumþykju fann ég alltaf frá þér og þú hjálpaðir okkur mikið þegar við þurftum á því að halda. Ég man þegar þú bauðst mér í fyrsta sinn í mat. Ég mætti auðvitað svolítið óöruggur með mig en þú tókst vel á móti mér. Við settumst fram í eldhús og þú settir matinn á borðið. Það voru sex kótilettur og meðlæti, ég hélt að þetta væri skammturinn fyrir mig, þannig að ég setti þetta á diskinn minn en áttaði mig síðan á því að þetta var víst fyrir alla og þetta varð hálfvandræðalegt. Við hlógum oft að þessu og Ragga sagði mér að þú hefðir sagt að ég yrði fljótur að éta fjölskylduna út á gaddinn ef ég borðaði alltaf svona mikið. Eftir þetta bauðstu mér oft í mat og var maturinn alltaf mjög góð- ur og vel úti látinn. Ég tók eftir því, þegar ég fór að venja komur mínar inn á heimili þitt, hvað það var fallegt og mikið af góðum hlutum. Þú vildir hafa fallega hluti í kringum þig. Þegar við bjuggum fyrir norðan þurfti ég að dvelja vetrarlangt hér fyrir sunnan vegna vinnu minnar. Þá tókst þú ekki annað í mál en að ég byggi heima hjá þér og Sigurjóni. Ég fékk herbergi hjá ykkur og það var hugsað um mig eins og ég væri eð- alborinn. Þetta var góður tími og ég kynntist þér enn betur, sá hvað þú varst dugleg, alltaf að dunda þér eitthvað, sauma, prjóna eða eitthvað annað. Þú gast setið fram á nótt við að sauma og mætt síðan í vinnuna klukkan átta morguninn eftir. Þú varst að vinna á Alþingi á þeim tíma og það mátti ekki hallmæla neinum þingmanni, alveg sama hvar í flokki hann var. Þannig varst þú, vinur vina þinna. Heimsóknir þínar norður voru góðar og skemmtilegar enda komstu oft til okkar. Við ferðuðumst nokkuð saman, bæði hér á landi og erlendis. Einu sinni ákváðum við Ragga að fara hringinn í kringum landið, við áttum að vísu ekki bíl en vorum búin að fá lánaðan bíl. Þegar þú sást þann bíl tókst þú ekki í mál að við færum á honum í ferðlagið og þið Sigurjón ákváðuð að fara með okkur á bílnum ykkar. Það var skemmtilegt ferða- lag, við skoðuðum mikið, spjölluðum og skemmtum okkur. Við fórum eitt sinn með ykkur Sigurjóni og Önnu Björk til Mallorka. Við vorum í þrjár vikur og eins og sönnum ferðalöng- um sæmir tókum við litla rútu á leigu og ákváðum að keyra um eyjuna. Einn daginn ætluðum við til bæjar sem heitir Valdimosa, Ragga sá um landakortið en ég ók. Ragga sagði mér að beygja til vinstri en ekki til hægri eins og átti að gera. Við lent- um þá niður í bæ sem heitir Port de Valdemosa. Þú varst alltaf bílhrædd en sá vegur sem við fórum niður til Port de Valdemosa er einhver sá rosalegasti vegur sem ég hef ekið, ég þurfti að bakka bílnum til að ná sum- um beygjunum. Það heyrðist ekki neitt í þér alla leiðina niður en um leið og bíllinn stoppaði sagðir þú: „Nú vil ég koníak,“ og fórst á næsta bar. Þegar þú varst búin að fá þér eitthvað af koníaki varst þú tilbúin að fara upp aftur. Þegar erfiðleikar voru varst þú alltaf tilbúin að aðstoða ef þú gast. Þegar við misstum Magga árið 1996 misstir þú líka mikið og þá fór að halla undan fæti, þetta var mikið áfall fyrir þig eins og okkur en þú studdir okkur eins og þú gast og gafst mikið af þér. Þú kenndir mér að lífið héldi áfram og fjölskyldan yrði að standa saman. Þegar Sigurjón fór á dvalarheimili en þú vildir ekki fara kom ég oft í Ál- fatúnið og við sátum saman og spjöll- uðum um lífið og tilveruna. Eftir að þú fórst á Sunnuhlíð var jafn nota- legt að koma til þín. Við gátum kom- ið nánast á hvaða tíma sem var, þú bauðst upp á kaffi og te, stundum meðlæti eða nammi og við sátum og spjölluðum um ýmislegt. Þú varst farin að líta á Sunnuhlíð sem heimili þitt og það var auðvitað þitt heimili og þar leið þér vel síðustu tvö æviár- in, frábært starfsfólk, sem varð vinir þínir og ég sá hvað þér þótti vænt um starfsfólkið. Með þessum fáu orðum mínum vil ég þakka þér fyrir góða samleið, sem hefur staðið frá því um haustið 1972. Þú varst ekki bara tengdó heldur líka góður vinur. Þinn tengdasonur Lárus. Jæja, elsku amma, núna ertu farin frá okkur á góðan stað þar sem vel er hugsað um þig. Ég á svo margar og góðar minn- ingar um svo margt sem við höfum brallað í gegnum árin, veit varla hvar eða hvað á að rifja hérna upp. Frá því ég var lítil stelpa hef ég alltaf sóst í að vera í kringum þig, ég gisti mikið hjá þér og afa sem barn og vildi alltaf við hvert tækifæri rúlla til ykkar á Selvó eins og maður kallaði Selvogs- grunninn. Seinna meir þegar ég var komin með bílpróf var einnig rúllað oft til ykkar afa en þá kom maður til ykkar í Álfatúnið áður en þú fluttir á Sunnuhlíðina. Mér finnst ég svaka- lega heppin að hafa átt þig að, ekki aðeins sem ömmu mína, heldur einn- ig sem vin og vinkonu því að ég hef nú alltaf litið á þig sem eitthvað meira en bara ömmu sem var heim- sótt aðeins um helgar af skyldu- rækni. Það var svo margt sem við gerðum saman, bókasafnsferðirnar, búðarferðir, kaffihúsaferðir, bíltúr- ar, ferðalög og margt fleira. Takk fyrir allan þann tíma sem ég átti með þér og einnig fyrir allt það sem maður lærði nú af þér, elsku amma mín. Axel Maggi minn sagði mér um daginn að hann væri svo glaður af hafa fengið að kynnast þér svona vel, hann er svona eins og ég, hann leit ekki á þig sem langömmu sína, heldur kallaði hann þig alltaf ömmu sína, honum fannst svo gott að koma til þín í Sunnuhlíðina og fá kakóbolla að drekka hjá þér og hlusta á okkur spjalla um daginn og veginn, hlæja og segja einhverja brandara. Elsku amma, við Axel Maggi kveðjum þig með sárum söknuði og tárum, takk fyrir allt það góða sem þú kenndir okkur. Þín Jónína Ósk. Og ekki gráta ömmu sem er á nýjum stað því hún er alltaf hjá ykkur og hjartað veit um það. (Höf. ók.) Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín mikið. Það er svo skrítið að þú sért dáin og farin frá okkur eins og amma Jóna. Við vorum svo heppnar að fá að hitta þig aðeins eft- ir að við fluttum heim. Við vitum að þér líður vel núna og ert búin að hitta afa. Við ætlum að hugsa til þín og kveikja á kerti. Við elskum þig. Þínar ömmustelpur Rakel Ýr og Thelma Rut. Jóhanna Sigríður Einarsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför sonar míns, vinar, bróður, mágs og frænda, ÁSGEIRS HILMARS JÓNSSONAR, Bræðraborgarstíg 32, Reykjavík. Björgunarsveitum, lögreglu og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni í Hvalfirði, eru færðar okkar bestu þakkir. Þorbjörg Eiríksdóttir, Bára Bryndís Sigmarsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðný Ragnarsdóttir, Jóna Halldórsdóttir, Svanur Pálsson, Guðgeir Björnsson, Ragnhildur Þórólfsdóttir og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÍSAFOLDAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hafnarbergi 18, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir viljum við færa líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Gestur Ámundason, Þorsteinn Gestsson, Kristín Gestsdóttir, Paul J. Evans, Kate Ísafold Evans, Holly Lilja Evans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.