Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 43
✝ Hulda SigríðurJóhannsdóttir
frá Hnjóti á Bíldu-
dal fæddist 9. nóv-
ember 1918. Hún
lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 12. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhann Eiríks-
son, f. 13.9. 1874, d.
10.9. 1937, og seinni
kona hans, Salóme
Kristjánsdóttir, f.
24.6. 1889, d. 18.2.
1943. Hulda eign-
aðist ellefu alsystkini og eru tvö
þeirra á lífi í dag. Þau voru Gunn-
ar, f. 3.9. 1908, Högni, f. 7.9. 1910,
Ragnar, f. 22.6. 1911, Gústaf
Adolf, f. 5.11. 1912, Gunnlaugur, f.
21.7. 1914, Jón, f. 27.7. 1915,
19.1. 1916 á Búðum á Snæfellsnesi
og lést hann 30.12. 1986. Eign-
uðust þau fimm börn saman. Þau
eru: 1) Jóhanna, f. 14.12. 1940, Jó-
hanna eignaðist fjögur börn með
fyrri manni sínum, Agnari Að-
alsteinssyni og þau eru Kristín,
Lóa, Steinþór og Ásgeir. Maki Jó-
hönnu er Þórarinn Óskarsson, f.
26.4. 1942. 2) Sigurrós, f. 2.7. 1942,
maki Stefán Árnason, f. 16.6. 1942,
og börn þeirra eru Hulda, Árni,
Guðrún, Fjóla og Lilja. 3) Sal-
ómon, f. 14.8. 1943, maki Ingibjörg
Kjartansdóttir, f. 4.6. 1947, og
börn þeirra eru Guðrún Margrét,
Hulda Sigríður og Kjartan Frið-
rik. 4) Fjóla, f. 30.4. 1948, maki
Stefán Vilhjálmsson, f. 12.10.
1945, og börn þeirra eru Vil-
hjálmur, Ingunn, Kristján og
Hulda Sigríður. 5) Ragnheiður, f.
27.10. 1949, maki Ingvi Jóhanns-
son, f. 1.2. 1947 og börn þeirra eru
Kristín Hulda, Ingólfur og Sess-
elja.
Útför Huldu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Emma Sigríður, f.
24.6. 1917, Marinó
Gísli, f. 22.8. 1928, og
eftirlifandi systur
eru Halldóra, f. 12.9.
1922, og Þorsteina, f.
12.5. 1925. Hulda átti
einnig sex hálfsystk-
ini og eru þau öll lát-
in. Þau voru Val-
gerður, f. 31.5. 1897,
Eiríkur, f. 22.11.
1898, Kristín Pálína,
f. 23.6. 1900, Jóhann,
f. 10.11. 1902, Ólafur
Jón, f. 17.1. 1904, og
barn óskírt fætt andvana 1906.
Móðir þeirra var fyrri kona Jó-
hanns, Guðrún Ólafsdóttir, f. 14.9.
1873, d. 1906.
Hinn 1.3. 1941 giftist Hulda
Kristjáni Jóhanni Hanssyni, f.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín. –
Allt er gott sem ég hef hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín. –
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín. –
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason)
Kveðja.
Börnin þín.
Elsku tengdamamma.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum.
Það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta
þá helgu tryggð og vináttunnar ljós
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsd.)
Þín
Inga.
Elsku amma. Það er ýmislegt sem
er erfitt að gera en erfiðast af öllu er
að kveðja einhvern sem manni þykir
vænt um. Núna geng ég í gegnum
það að þurfa að kveðja þig og þá er
ótrúlegt hvað mikið af minningum
streymir í gegnum huga manns. Því
er mjög ljúfsárt að kveðja. Þegar
sorglegu fréttirnar bárust á mitt
heimili var mikið verið að rifja upp
gamlar minningar og sátum þá við
fjölskyldan og sögðum frá okkar
góðu minningum um þig.
Ég man að stundum þegar ég og
systir mín fengum að koma og gista
hjá þér í stóra vatnsrúminu þínu –
við höfðum aldrei áður séð vatnsrúm
og ég held að enn þann dag í dag hafi
ég ekki séð annað vatnsrúm en þitt –
þá hafðirðu unun af því á kvöldin að
kenna okkur að spila á spil. Eftir-
minnilegustu spilin sem þú kenndir
okkur eru veiðimaður og steliþjófur.
Þá sátum við á gólfinu inni í stofu
með tvo stokka af spilum, annan blá-
an og hinn rauðan, og þú leyfðir okk-
ur alltaf að velja hvor spilin við vild-
um nota. Aðrar minningar sem komu
í hugann voru meðal annars af
myndinni sem þú áttir á veggnum
milli hvíta skápsins á ganginum og
hurðarinnar að svefnherberginu.
Það var mynd af ljóshærðri konu
sem var mjög lík Marilyn Monroe og
alltaf þegar ég spurði af hverjum
þessi mynd væri sagðir þú að þetta
væri mynd af þér í gamladaga. Þó
komst ég að því þegar ég varð eldri
að það var það nú ekki, en alltaf hef
ég horft á þessa mynd með þeim
augum að þetta væri amma mín, því
að ég get ekki trúað öðru en að þú
hefðir verið svona falleg þegar þú
varst yngri miðað við hversu falleg
þú hefur verið á þeim tíma sem ég
hef þekkt þig.
Mamma á margar góðar minning-
ar um þig og afa sem hún deildi með
okkur systrunum en við fengum
hvorugar að kynnast afa. Þó hefur
mér alltaf fundist eins og ég þekkti
hann jafn vel og þig vegna þess hve
oft þú talaðir fallega um hann og líka
af sögunum sem þú og mamma að-
allega sögðuð mér af honum. Hann
hefur alltaf verið engillinn minn og
ég hef oft leitað til hans þegar mér
hefur liðið illa og hann hefur huggað
mig og hjálpað mér. Síðast leitaði ég
til hans þegar mér leið sem verst yfir
að missa langömmu mína sem hefur
verið mér svo kær í gegnum lífið. Þá
bað ég afa um að taka á móti þér og
sjá til þess að þú yrðir ánægð. Þá leið
mér strax betur því ég vissi að þú
yrðir ánægð með það eitt að fá að
hitta afa aftur. Núna hef ég ykkur
bæði til að leita til.
Síðast langar mig að láta fylgja
með ljóð sem þú kenndir mér og
systur minni og flestum afkomend-
um þínum:
Sofðu, unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
(Jóhann Sigurjónsson)
Guð geymi þig, elsku amma.
Fanney Ósk.
Elsku hjartans amma, nú er komið
að kveðjustund. Söknuðurinn er
mikill en við vitum að þú ert komin á
góðan stað.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín, alltaf fullt hús af gestum og
mikið hlegið. Þú tókst alltaf svo vel á
móti okkur og hafðir alltaf nægan
tíma til að spila við okkur og spjalla
við okkur. Minningarnar um útileg-
urnar og veiðiferðirnar eru sömu-
leiðis margar og skemmtilegar.
Þú lagðir mikið upp úr því að hafa
rauða fallega hárið þitt fínt og negl-
urnar vel snyrtar. Þú varst sönn
dama, elsku amma.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,
svæfir mig er dimma tekur nótt,
syngur við mig kvæði fögur,
þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt.
(Björgvin Jörgensson)
Þín minning lifir.
Vilhjálmur, Kristján,
Ingunn og Hulda Sigríður.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar sem lést á Sólvangi 12. desem-
ber síðastliðinn.
Hjartkæra amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir
alvaldshendi falin ver,
inn í landið unaðsbjarta
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Elsku amma, það var alltaf gott að
koma til þín og afa á Öldugötu 10,
sérstaklega er við vorum búin að
vera á skautum á læknum sem
krakkar. Við fengum okkur oft heitt
kakó og pönnukökur hjá þér eftir
skautaferðirnar og voru það yndis-
legar móttökur sem við fengum hjá
þér. Afi og þú voruð nú þekkt fyrir
ykkar veiðiáhuga að sumri og skot-
veiðar að hausti og vetri. Sem krakk-
ar fórum við í eftirminnilegar ferðir
að Apavatni og Haukadalsvatni með
ykkur afa í ykkar ferðabíl sem var
Volkswagen rúgbrauð og seinna Fi-
atinum ykkar. Okkur fannst þetta
alltaf svo spennandi bílar að ferðast
í, innréttaðir sem húsbílar.
Skemmtilegustu stundirnar voru
líka er við fengum að leika okkur á
háaloftinu tímunum saman og í kjall-
aranum með allar dúkkulísurnar
sem var mikið af hjá þér. Ýmislegt
var brallað í garðinum hjá ykkur og
lá garðurinn alveg við Hamarinn og
þar var skemmtilegt að leika sér.
Rólan í garðinum vakti góða lukku
enda oft tekist á um hana. Góðu
stundirnar voru þegar þið komuð í
heimsókn til pabba og mömmu í bú-
staðinn sem þau byggðu við Apa-
vatn. Þar áttuð þið oft yndislegar
stundir með okkar fjölskyldu. Þegar
bjóða átti þér til veislu, amma mín,
var eins gott að bjóða þér tímanlega
því hárið átti alltaf að vera vel til
haft.
Nú ertu komin til afa sem búinn er
að bíða eftir þér í tuttugu ár, elsku
amma. Við kveðjum þig með söknuði
og vitum að ykkur á eftir að líða vel
saman.
Margrét, Hulda og Kjartan.
Hulda Sigríður
Jóhannsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Stundum veltir mað-
ur fyrir sér þeim gjör-
ólíku heimum sem skildu að börn
sveitanna um miðja síðustu öld og
æskufólk sem óx upp í kaupstöðum
landsins um svipað leyti. Um skeið
var bilið brúað með þeirri uppeldis-
veitu sem kallaðist „að fara í sveit“.
Býsna margir urðu hennar aðnjót-
andi áður en vélmenning og reglu-
gerðir bundu enda á slíkan lúxus.
Framsýnir menn þess tíma sem nú
liggja undir skömmum, allt frá Jónasi
frá Hriflu til Einars Olgeirssonar og
Hannibals, opnuðu leiðir í hina áttina
fyrir æsku sveita og kauptúna til að
sækja í gagnfræðanám og komast inn
í menntaskóla við hlið barna góðborg-
ara og síðan áfram í háskóla.
Fræðslulögin frá 1946 með sitt lands-
próf voru ekki alls staðar vel þokkuð á
þeim tíma en þau gerðu gæfumuninn
fyrir margt dreifbýlisbarnið. Þessar
hugrenningar vakna er við kveðjum
Bergþór Jóhannsson frá Goðdal, bæ í
luktum afkima inn af Bjarnarfirði
syðra á Ströndum. Hann var sendur
að heiman til náms í Reykjaskóla og
þar var hann þegar snjóflóð hreif burt
í einu vetfangi æskuheimili hans,
móður og nokkur systkini. Ég kom
við í þessum gróðursæla dal fyrir
nokkrum árum og skoðaði aðstæður,
hafði áður séð framan í snjóflóð og
mannfórnir af þeirra völdum austan-
lands.
Bergþór hefur sjálfur í blaðaviðtali
lýst á eftirminnilegan hátt aðstæðum
sínum og áhugamálum í æsku (Sjá
Morgunblaðið Lesbók 16. og 23. des-
ember 2003). Hann minntist þar móð-
ur sinnar sem hafi verið greind kona,
hlédræg, hljóðlát og blíð og við fræð-
umst þar um áhuga hans á sauðfé og
nánasta umhverfi og síðan hvernig
klippt var á strengi er honum var í
skóla flutt harmafregnin um snjóflóð-
ið. Uppvöxturinn í Goðdal, óvenjulegt
næmi og fróðleiksfýsn virðast þrátt
fyrir allt mótlætið hafa beint Berg-
þóri inn á braut grasafræði sem hann
þegar á öðru ári í menntaskóla ákvað
að helga sig. Faðir hans, sem var bú-
fræðingur frá Hólum, átti óafvitandi
sinn þátt í að kveikja áhuga sem hjá
Bergþóri beindist að blómplöntum í
fyrstu og mosaflóran kom seinna til
sögunnar er hann var kominn í há-
skólann í Göttingen. „Þjóðverjar áttu
þá engan mosafræðing,“ sagði hann
löngu síðar. Það hljómar ótrúlega, en
stríðið hafði víða tekið sinn toll og sár-
in þá enn langt frá því að vera gróin.
Eflaust hefur Bergþór snemma
skynjað að heima biði hans óplægður
akur á því sviði sem hann ætlaði að
helga líf sitt sem vísindamaður. Vega-
nestið til að sinna því brautryðjenda-
starfi sótti hann sér í Óslóarháskóla.
Þá þegar hafði hann fundið sinn lífs-
förunaut, grasafræðinginn Dóru, sem
bjó honum það skjól og umhverfi sem
er óskadraumur þeirra sem kafa
djúpt.
Uppskeran af starfi Bergþórs er í
senn einstæð og söguleg. Hann tíndi í
fyrstu saman þá fáu mola á fræða-
sviðinu sem áður höfðu fallið til eftir
skyndiheimsóknir erlendra sérfræð-
inga, jók við og bætti með þrotlausu
starfi í fjóra áratugi uns allt mosa-
sviðið var kortlagt í hólf og gólf,
skráð, teiknað og lýst í 21 bindi og öll-
um tegundunum rösklega 600 gefið
íslenskt heiti líkt og sauðkindum
bernskunnar í Goðdal. Mosasafnið í
vörslu Náttúrufræðistofnunar fertug-
faldaðist í hans umsjá. Sumt af því féll
til vegna lögboðinnar úttektar á
svæðum undir fyrirhugaðar fram-
kvæmdir svo sem í Þjórsárverum eða
við Kárahnjúka en meirihlutanum
safnaði Bergþór að eigin frumkvæði,
fyllti í eyður og greindi aðsend eintök.
Bergþór Jóhannsson
✝ Bergþór Jó-hannsson fædd-
ist í Goðdal á
Ströndum 11. des-
ember 1933. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut að
morgni 10. desem-
ber síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni
19. desember.
Enginn held ég hafi
gengið bónleiður frá
búð hans. Sjálfur leit-
aði ég til hans eftir
greiningu og allt kom
það til baka vandlega
flokkað og frágengið.
Bergþór gætti þess
að dreifa ekki kröftum
sínum og eðlislæg hlé-
drægni hjálpaði honum
eflaust til að halda sig
nær eingöngu að fræði-
störfunum. Hann hafði
hins vegar skoðanir
jafnt á mönnum sem
málefnum og næman skilning á þörf-
inni fyrir náttúruvernd. Í áðurnefndu
viðtali vakti hann athygli á gildi mosa-
þekjunnar fyrir gróðurframvindu og
gróðurvernd. „Menn ættu því að bera
virðingu fyrir mosunum sem klæða
verulegan hluta landsins og umgang-
ast gróðurinn varlegar en þeir hafa
gert hingað til. … Sjaldgæfustu teg-
undirnar þyrfti að vernda á einhvern
hátt. Nokkrar tegundir virðast hafa
horfið alveg á síðustu áratugum og
vaxa líklega ekki hér lengur. Ástæðan
er í sumum tilvikum óvarleg meðferð
mannsins á náttúrunni og virðingar-
leysi fyrir þeim gróðri sem fyrir er.“
Þegar við nú fylgjum Bergþóri síð-
asta spölinn eru í brennidepli málefni
Náttúrufræðistofnunar Íslands sem
var starfsstöð hans. Safnið sem hún á
að varðveita lögum samkvæmt hefur í
meira en hálfa öld búið við vanrækslu
af hálfu stjórnvalda. Fátt er þjóð til
meiri vansæmdar en að vanrækja
rannsóknir á eigin landi og gæta ekki
þess fengs sem hver kynslóð bætir
við. Höfuðsafn þjóðarinnar á sviði
náttúrufræða, jafnt til fræðslu og
vörslu vísindagagna, má ekki stund-
inni lengur búa við þá niðurlægingu
sem nú viðgengst, hvað þá lenda í
skæklatogi um staðsetningu. Slík
stofnun á sem aðrar hliðstæðar
hvergi annars staðar heima en í höf-
uðstað landsins.
Við Bergþór héldum utan til náms í
náttúrufræði sama haustið. Leiðir
okkar lágu saman öðru hvoru á lífs-
leiðinni, síðast í Hallormsstaðarskógi
fyrir fáum árum. Þau Dóra voru þar á
ferð og hún safnaði sýnishornum fyrir
bónda sinn sem þurfti að hafa hægt
um sig vegna heilsubrests. Eftirlif-
andi systkinum Bergþórs kynntist ég
snemma, Hauki á háskólaárum og
Erlu á Djúpavogi. Þeim öllum svo og
Dóru og dætrunum sendi ég hlýjar
kveðjur og góðar óskir.
Hjörleifur Guttormsson.
Með Bergþóri Jóhannssyni er
genginn einn af brautryðjendum og
lærimeisturum Íslendinga í grasa-
fræði. Í Háskóla Íslands minnumst
við Bergþórs fyrst og fremst sem öt-
uls samstarfsmanns sem átti drjúgan
þátt í að móta kennslu í grasafræði
við líffræðiskor á sjöunda og áttunda
áratug síðustu aldar. Mörg okkar sem
nú störfum við skorina kynntumst
honum þá sem kennara í grunnnám-
skeiði um lágplöntur og sum okkar
voru svo lánsöm að komast í mos-
anámskeiðið þar sem við kynntumst
fræðimanninum Bergþóri nánar á
„heimavelli“. Nákvæmni hans og aga
við að greina og lýsa því sem fyrir
augu bar í verklegum tímum var við
brugðið. Samt var sú fræðsla ætíð
veitt af ljúfmennsku en krydduð hæfi-
legri kímni.
Bergþór var ekki mikið fyrir að
hreykja sér en lét verkin tala. Eftir
hann liggur drýgra innlegg í lýsingu á
náttúru Íslands en flestir gera sér
grein fyrir. Þar ber hæst Mosaflóru
Íslands í 21 bindi og mosasafn Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands. Fyrir
þessi störf var Bergþór sæmdur heið-
ursdoktorsnafnbót frá raunvísinda-
deild Háskóla Íslands árið 2000.
Um leið og við kveðjum Bergþór
viljum við koma á framfæri innilegum
samúðarkveðjum til Dóru og dætra
þeirra Bergþórs.
F.h. starfsmanna líffræðiskorar og
Líffræðistofnunar háskólans
Jörundur Svavarsson,
varaskorarformaður,
Sigurður S. Snorrason,
forstöðumaður.