Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Í dag, hinn 20. des- ember 2006, eru liðin 100 ár frá fæðingu föður míns Finnboga Rósinkranz Sigurðs- sonar. Hann var fæddur í Bergþór- uhúsi á Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 1906. Hann flutti til Vestmannaeyja árið 1909 og var jafnan kenndur við Péturs- borg, hús foreldra sinna. Foreldrar hans voru Ingibjörg Björnsdóttir, fædd á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 1. september 1886, og Sigurður Vigfússon, fædd- ur á Hofi í Hofssókn Austur- Skaftafellssýslu 14. september 1865. Hann var næstyngstur af átta systkinum sem nú eru öll lát- in. Faðir minn fór ungur til sjós og var sjómennska starf hans langt fram á fimmta áratuginn en þá var hann orðinn fjölskyldumaður. Hann sótti konuefni sitt í Austur- Eyjafjallahrepp, að Raufarfelli, en þar fæddist móðir mín, Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir, hinn 19. febrúar 1916. Hún var dóttir Þor- bjargar Jónsdóttur, f. á Rauðs- bakka 16. nóvember 1884, og Guð- jóns Vigfússonar, f. á Raufarfelli 17. júní 1887, og var hún úr hópi ellefu systra sem nú eru allar látn- ar. Þau giftu sig í Vestmannaeyj- um 1936 þar sem þau bjuggu fyrstu árin. Hinn 21. febrúar gift- ingarárið fæddist dóttirin Ingi- björg Sigríður. Faðir minn hafði atvinnu af sjósókn við hefðbundnar fiskveiðar og einnig var siglt með fisk til útlanda. Á stríðsárunum tóku þær siglingar á hann og var hann ekkert áfjáður í að ræða þetta tímabil í lífi sínu. Fljótlega eftir stríð hætti hann á sjó og fluttu þá foreldrar mínir til Reykjavíkur og bjuggu fyrst á Framnesvegi 57 en þar fæddist ég hinn 5. ágúst 1947. Seinna það ár var svo flutt að Silfurteigi 3, en það húsnæði byggðu þau. Þegar þau fluttu suður hóf faðir minn störf hjá byggingarfélaginu Brú. Það fyrirtæki steypti upp hús og önnur mannvirki. Í kringum 1950 var hann beðinn að taka að sér steypuvinnuflokk á Keflavík- urflugvelli hjá fyrirtæki sem þá hét Hamilton en síðar varð það að Íslenskum aðalverktökum. Hann sá um að steypa upp fyrstu íbúð- arblokkirnar þar og einnig sá hann um uppbyggingu flugbrauta á al- þjóðavellinum, sem og vegum inn- an vallarsvæðisins. Hjá Hamilton var hann vinsæll og naut virðingar undirmanna sinna. Þénuðu menn hans vel vegna mikillar vinnu á hvaða tíma sólarhringsins sem var Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson og gekk hann þar undir nafninu Nætur- vinnu-Bogi. Á þessu fékk ég sönnur er ég var við störf á vell- inum um tíu árum eftir að hann hætti þar. Þá naut ég þess hvernig hann hafði unnið traust yfir- manna sinna og var það ekki í eina eða síðasta sinn sem ég hef notið þess að vera sonur hans við slíkar aðstæður. Það hefur verið 1960 eða um það leyti að hann keypti fiskbúðina í Blönduhlíð 2 í Reykjavík. Í fisk- vinnu var hann á heimavelli. Þar kunni hann vel til verka og gekk honum vel að reka fiskbúðina. Hann uppgötvaði líka fljótlega að ekki var nóg að vera með fisk, það varð líka að vera með góðan garð- mat. Hann gerði samning við kart- öflubónda sem útvegaði honum úr- valskartöflur og rófur allan þann tíma sem hann rak búðina. Á þess- um árum mátti ekki vera með fisk- búðir upphitaðar og var þetta því kalsavinna á veturna. Kuldinn fór illa í hann en hann var ekki sú manngerð að vera kvartandi eða margmáll um það eða sitt heilsu- far. Um svipað leyti og hann keypti fiskbúðina festu þau kaup á sér- hæð í Stigahlíð sem var í bygg- ingu. Undir það síðasta var hann orðinn frekar þreklítill og sótti hjálp hjá dóttursyni sínum og nafna. Bogi litli eins og hann var kallaður af fjölskyldunni, fór með honum á morgnana að ná í fisk nið- ur á bryggju eða í fiskmiðstöð sem var dreifingarmiðstöð fisksala á þessum tíma. Þetta er fyrir tíma fiskmarkaðanna. Þeir nafnar voru saman morguninn sem hann dó. Þeir voru búnir að koma fiskinum fyrir þegar hann bað nafna sinn að fara bara heim sem hann og gerði en sjálfur fór hann til vinafólks í húsinu og bað um að fá að leggja sig. Kallað var eftir aðstoð og dó hann á leiðinni á sjúkrahús. Það var 31. janúar 1969 og var hann þá 63 ára gamall. Hann var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. Móðir mín varð ekkja 53 ára og giftist ekki aftur. Hún lést á Landspítalanum 30. október 2005, þá 89 ára og södd lífdaga. Alltaf syrgði hún mann sinn. Foreldrar mínir lifðu í góðu hjónabandi sem einkenndist af virðingu og væntumþykju. Nutum við þess systkinin að eiga góða for- eldra sem vöktu yfir velferð okkar og fjölskyldna okkar. Niðjar þeirra hjóna eru: 1) Ingi- björg Sigríður, f. 21. febrúar 1936, gift Ingólfi Kristjánssyni, f. 14. marz 1935, og eiga þau sex syni: A) Finnbogi Rósinkranz, f. 12.11. 1956, kvæntur Höllu Hörpu Stef- ánsdóttur og eiga þau a) Ingólf Stefán, sambýliskona hans er Sig- rún Þórarinsdóttir og eiga þau soninn Tristan; og b) Heimi Rós- inkranz, sambýliskona hans er Auður Kapitola Einarsdóttir og eiga þau dótturina Þórnýju Hörpu Rósinkranz. Fyrir átti Finnbogi son, Óskar Aðalstein, sem er kvæntur Önnu Friðrikku Guðjóns- dóttur og eiga þau dótturina Ljósbrá Önnu. B) Kristján Friðrik, f. 20. apríl 1958, var kvæntur Söndru Gunnarsdóttur og eiga þau: a) Arnar; b) Sigurrós; c) Ol- geir Sturla. C) Einar Berg f. 10. ágúst 1959, var kvæntur Helgu Aradóttur og eiga þau: a) Ara; b) Tómas; c) Jóhann Berg. D) Leifur Þór, f. 7. apríl 1961, kvæntur Sig- urlaugu Guðnýju Þórarinsdóttur, og eiga þau: a) Jakob Þór; b) Skúla Þór; c) Finnboga Þór. E) Olgeir, f. 3. janúar 1964, kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur, og eiga þau: a) Kristófer Mána; b) Benedikt Bjart. F) Sigurður Ingi f. 15. júní 1977, kvæntur Tinnu Dröfn Marinós- dóttir og eiga þau: a) Alexöndru Brynju; b) Marinó; c) Thelma Dröfn; d) Ingólf Darra; e) Gabríel Tuma. 2) Guðjón Hjörleifur, f. 5. ágúst 1947, kvæntur Jóhönnu Jónu Hafsteinsdóttur, f. 25. marz 1951, og eiga þau fjórar dætur. Þær eru: A) Lilja Hafdís, f. 4.6. 1970, gift Pálma Hamilton og eiga þau þrjá syni: a) Arnór Rafn; b) Kristófer Hamilton; c) Alexander Jóhann. B) Sigurbjörg Guðleif, f. 28.6. 1975, í sambúð með Friðgeiri Gíslasyni, og átti hún fyrir dótturina Helgu Jónu. C) Rósa María, f. 21.3. 1980, í sambúð með Stefáni Sigurðssyni, og eiga þau: a) Ingibjörgu Ósk; b) Jóhönnu Íri; c) Tinnu Sif; d) Sig- urð; og e) Ellen Ingu. D) Sunna Dögg, f. 20.9. 1986 Frændfólki sínu voru foreldrar mínir hjálpleg ef hægt var. Þau voru mjög frændrækin enda var mikill gestagangur á heimilinu. Nutu þau þess, veittu vel og voru mjög gestrisin. Fólk kom líka til lengri dvalar og dvöldu kannski yf- ir veturinn á heimilinu og þótti þeim það sjálfsagt. Það er margs að minnast frá þessum tíma, sunnudagsrúnturinn niður á bryggju að skoða skip og báta. Gaman var líka að vera á „vell- inum“. Faðir minn kom og sótti mig til Reykjavíkur ef það var frí í skólanum. Fékk ég þá að vera með honum og njóta ævintýraheimsins sem manni fannst Keflavíkurflug- völlur vera. Þau nutu þess veru- lega að umgangast barnabörn sín og fengu þau að dveljast hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Ólu þau dótturson sinn Finnboga Rós- inkranz upp og þótti mjög vænt um hann. Ég hefði þegið það vel að fá að vera lengur með föður mínum en hann dó þegar ég var á tuttugasta og öðru ári. Minningarnar um hann eru ljúfar. Guðjón Hjörleifur. FRÉTTIR Til sölu Bækur til sölu Íslendingasögur, allt safnið í skinn- bandi 35.000. Öldin okkar. Ljóðabækur - mikið úrval. Ættfræði. Dulspeki - mikið úrval. FRÁBÆRT VERÐ. Langholtsvegur 42, sími 588 2608. Opið 12-18 virka daga, 11-14 laugardaga. Verslunin FRÁBÆRT VERÐ Allt jólaskraut á 10 kr. Jólalitabækurá 50 kr. Bolir á 500 kr. Töskur á 1.500 kr. Leikföng - verð frá 100 kr. Þinn HAGUR að KAUPA hjá okkur. Við erum ódýrari en gengur og gerist. FRÁBÆRT VERÐ Langholtsvegur 42. Opið 12-18 virka daga. Raðauglýsingar 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is FÉLAG sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi ákvað nú annað árið í röð að styrkja Hjálparstarf kirkj- unnar í stað þess að senda félags- mönnum sínum og öðrum velunn- urum félagsins jólakort. Marta Guðjónsdóttir, formaður félagsins og Hanna Johannessen meðstjórn- andi afhentu því Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, andvirði jólakortanna. Þær vilja koma á framfæri góð- um jólaóskum til félagsmanna sinna. Hjálparstarf kirkjunnar fær styrk TERRY Gunnell flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís- lands um jólasiði Íslendinga í tím- ans rás fimmtudaginn 21. desember klukkan 12.10 . Í fréttatilkynningu frá Þjóðmin- jasafni segir: Í nútímanum eru jólin bendluð sérstaklega við fæðingu Krists en eiga sér þó ævafornar rætur sem teygja sig langt aftur fyrir tíma kristni. Í fyrirlestri sín- um seilist Terry aftur til goða og norrænnar trúar og skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum. Drauga- trú, álfatrú og tröllatrú hafa tengst gömlu íslensku jólunum svo fátt eitt sé nefnt. Terry mun að sjálfsögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku jólasveina. Einnig mun hann segja frá athygl- isverðum ættingjum þeirra í ná- grannalöndunum. Að lokum verður athyglinni beint að ýmsum siðum í tengslum við jól og áramót í nútím- anum. Terry Gunnell er dósent í þjóð- fræði við Háskóla Íslands og býr ekki aðeins yfir mikilli þekkingu heldur einstakri frásagnargáfu. Fyrirlestur hans verður ekki strangfræðilegur heldur í léttum dúr. Þar eð Terry mælir fram á ensku er tilvalið fyrir enskumæl- andi fólk að skella sér en þjóðlegur fróðleikur um jólasiði á þó líka er- indi til Íslendinga. Terry hefur lag á að segja frá á leikrænan og lifandi hátt og allur almenningur ætti að hafa ánægju af fyrirlestri hans. Ekkert kostar inn og allir eru velkomnir. Fyrirlestur um jólasiði Íslendinga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Guð- mundi Tý Þórarinssyni forstöðu- manni, fyrir hönd Götusmiðjunnar: „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýr- ingaþáttarins Kompáss um ásak- anir um meinta hegðun forstöðu- manns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar, telur Götusmiðjan brýna nauðsyn að leiðrétta þann misskiln- ing að ekki er um Götusmiðjuna að ræða né heldur forstöðumann hennar, Guðmund Tý Þórarinsson. Í gegnum tíðina virðist þessum tveimur fyrirtækjum, Götusmiðj- unni og Byrginu, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna eða forstöðumanna þeirra, Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Týs Þór- arinssonar. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða til meints brots eða hegðunar Guðmundar Jóns- sonar, forstöðumanns Byrgisins.“ Yfirlýsing frá Götusmiðjunni Í MIÐVIKUDAGSERINDI Orku- stofnunar og ÍSOR í dag, miðviku- daginn 20. desember, fjallar Robert Zierenberg, prófessor við Háskól- ann í Kaliforníu, Davis, um jarð- hitaummyndun á rekhryggjum á sjávarbotni. Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 13.00 í Víðgelmi, sal Orku- garðs að Grensásvegi 9, Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Sjá nánar um miðvikudags- erindin á vef Orkustofnunar http:// www.os.is Erindi í Víð- gelmi í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.