Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 49

Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 49 menning Brautryðjandi og læknir af Guðs náð Minningabrot Hjalta Þórarinssonar læknis Athyglisverðar frásagnir af einstökum læknisverkum Spaugsemi og leiftrandi hagmælska Dreifing: Sími 663 1224 Annar helmingur teikni-myndadúósins Hanna-Barbera, Joseph Roland Barbera, lést á mánudaginn, 95 ár að aldri. Barbera er, ásamt hinum helming dúósins, William Hanna, maðurinn á bak við klassískar teiknimyndapersónur á borð við Tomma og Jenna, Flinstone- fjölskylduna, Jóga björn og hund- inn með fuglshjartað, Scooby-Doo. Allt eru þetta persónur sem eru órjúfanlegur hluti af bandarískri dægurmenningu – og æskuminn- ingum ófárra Íslendinga.    Leiðir Barbera og Hanna lágufyrst saman á fjórða áratugn- um er þeir störfuðu báðir fyrir MGM-kvikmyndaverið. Þeir leiddu fyrst saman hesta músar og kattar í stuttmyndinni Puss Gets the Boot 1940 en sú var tilnefnd til Ósk- arsverðlaunanna sem besta stutta teiknimyndin það árið. Fyrir vikið var þeim gefinn laus taumurinn til að þróa áfram samband slíkra dýra uns sjálfir Tommi og Jenni spruttu fram holdi klæddir – eða þannig. Átti sköpunarverkinu eftir að fylgja með öllu vandalaus vegsemd. Í þau sautján ár sem Barbera og Hanna blésu lífi í hið ofbeldisfulla samband Tomma og Jenna hlutu þeir sjö Óskarsverðlaun og alls fjór- tán tilnefningar til þeirrar eft- irsóttu styttu. Í kjölfar þess að MGM lokaði teiknimyndadeild sinni árið 1957 neyddust Barbera og Hanna til að stofna sitt eigið fyrirtæki. Þar sem framleiðsla teiknimynda fyrir sjón- varp var mun ódýrari á þessum tíma en framleiðsla fyrir kvik- myndahús voru teiknimyndirnar sem þeir félagar framleiddu undir merkjum H-B Enterprises, sem síð- ar varð Hanna-Barbera Produc- tions, stílaðar inn á þann markað.    Eins og almennt einkennirteiknimyndir fyrir sjónvarp treysta seinnitíma teiknimyndir Barbera og Hanna því frekar á hnyttin tilsvör en þau ærsl og læti sem Tommi og Jenni eru frægir fyrir, enda meiri (og dýrari) ná- kvæmnisvinna að kreista slíka framvindu úr litunum. Vegur Hanna-Barbera Produc- tion óx jafnt og þétt næstu tíu árin. Á síðari hluta sjöunda áratugarins var fyrirtækið langfarsælasti fram- leiðandi sjónvarpsteiknimynda á markaðnum.    Í upphafi áratugarins kynntu þeirFlinstone-fjölskylduna og vini hennar til sögunnar sem eins og The Simpsons þremur áratugum síðar sló í gegn með því að tak- marka áhorfendahóp sinn ekki við börn. Þvert á móti höfðaði húm- orinn ekki síður til hinna fullorðnu og sennilega frekar ef eitthvað er.    Hanna lést árið 2001 og nú hefurBarbera kvatt heiminn eftir 70 ára farsælt starf í teiknimynda- bransanum. Haft er eftir stjórn- arformanni Warner Brothers á BBC í gær að þeir félagar muni lifa í gegnum teiknimyndir sínar. Það er óhætt að taka undir það. Enn í dag hljómar „Yabba dabba doo“, og það er ekki óalgengt að mús og ketti bregði fyrir á skjánum. Skapari Tomma og Jenna allur Reuters Vinsælir Tommi og Jenni hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina. Þeir tóku reyndar skyndilega upp á því að verða vinir undir lok aldarinnar. Félagar Stofnendur Hanna-Barbera, Joseph Barbera (til vinstri) og William Hanna. Hanna lést árið 2001 og Barbera 18. desember sl. AF LISTUM Flóki Guðmundsson » Í þau sautján ár semBarbera og Hanna blésu lífi í hið ofbeldis- fulla samband Tomma og Jenna hlutu þeir sjö Óskarsverðlaun … inni: „Stasi og ég“. Alls er að finna 17 greinar í ritinu auk bókadóma og ritstjóraspjalls. Þjóðmál eru 96 bls. Ritstjóri er Jakob F. Ásgeirs- son. Útgefandi er Bókafélagið Ugla. Þjóðmál kosta 1.000 kr. í lausasölu en ársá- skrift kostar 3.500 kr. VETRARHEFTI tímaritsins Þjóð- mála er komið út. Meðal efnis er viðamikil umfjöllun Björns Jóns Björnssonar um pólitískar hliðar Hafskipsmálsins svonefnda, Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um Gunnar Gunnarsson og nasismann, Ragnhildur Kolka fjallar um hnign- un Sameinuðu þjóðanna og Árni Björnsson segir frá tilraunum aust- ur-þýsku leyniþjónustunnar til að veiða hann í net sitt á námsárum hans í Austur- og Vestur-Þýskalandi á sjöunda áratug 20. aldar í grein- Hannes Hólmsteinn Gissurarson Þjóðmál – vetrarhefti 2006 BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Weird Al Yankovic hefur ekki notið mikilla vinsælda hér á landi. Flestir þekkja hann sennilega sem flytjanda titillagsins í kvikmyndinni Spy Hard með Leslie Nielsen (höfuð- ið á honum springur), en auk þess kemur hann fyrir í öll- um Beint á ská myndunum. Vestanhafs er hann nokkuð þekktur grínisti, en ferill hans byggist nær allur á því að syngja þekkt dægurlög og semja nýja og fyndna texta við þau. Stundum er það fyndið eins og í „Gump“ („Lump“), en stundum ekki eins og með „Smells Like Nirvana.“ Hljómsveitin Baggalútur hefur byggt sinn feril á sömu hugmynd, þó að heldur meira hafi farið fyrir frumsömdu efni hjá þeim í seinni tíð. Á safninu sem hér er til umfjöllunar safnar sveitin saman jóla- og að- ventulögum liðinna ára, en ef ég fer með rétt mál mörkuðu slík lög fyrstu skref Baggalúts (vefsíðunnar) inn í tónlistarheiminn. Eins og hjá skrítna Al eru lög Baggalúts mjög misjöfn að gæðum, en landinn virðist hafa tekið þeim opnum örmum engu að síður. Á Jólum & blíðu eru bestu lögin þau lög sem maður þekkir minna. Þó að það sé ýmislegt skondið við „Þor- láksmessu“ er ég ekki tilbúinn að hlusta á „The Final Countdown“ einu sinni enn nema að textinn sé nógu fyndinn til að réttlæta fórnina – og því miður er hann það ekki. Kiss, AC/DC, Poison, Europe og Iron Maiden eiga síðan allar lög á plötunni. Ég skal fúslega játa að al- mennt hef ég ekki smekk fyrir hall- ærislegum metal frá níunda ára- tugnum. „Föndurstund“ („Thunder- struck“) er hvað fyndnust: „Teikna karl á kartonbút. / Síðan klippi ég hann út. / Lími á hann eitthvað kjút. / Það er föndurstund.“. En það sem mér þykir verst við þessi þyngri lög er að þau grafa undan því að Jól & blíða geti verið raunveruleg jóla- plata, þ.e. jólaplata sem maður spil- ar í alvörunni á jólunum. Þessi plata er plat. Þetta er synd, því að hér eru mörg virkilega góð og jólaleg jólalög sem gætu vel virkað yfir hátíðarnar. „Rjúpur“ („I Got You Babe“) er gott dæmi um það, og eftir á að hyggja finnst manni fáránlegt að enginn hafi sett lagið í jólabúning áður. Fyr- irmyndirnar að „Öðrum í jólum“, „Sögunni af Jesúsi“ og „Gamlárs- partýi“ þekki ég ekki, og fyrir vikið eru þetta langbestu lögin á plötunni, auk frumsamda lagsins „Bjart er yfir borginni“ sem Ellen Kristjáns- dóttir flytur alveg frábærlega. Sér- staklega er „Gamlárspartý“ í uppá- haldi, sixtís kokkteilfönk þar sem Baggalútsmenn rísa hvað hæst í textasmíðum: „Þú kemur með, það verður æði. / Óli og Dorrit mæta bæði. / Megas kíkir örugglega við. / Já skelltu þér með! Það verða allir þarna; / Roklingarnir, Raggi Bjarna. / Stephen Hawking á að stíga á svið.“ Tónlistarmennirnir í Nashville fá sérstakt hrós fyrir frábærar útsetn- ingar fyrir strengja- og blásturs- hljóðfæri. Tréblástur og tremolo- strengir í „Öðrum í jólum“ sverja sig í ætt við sígildan jólahljóm eins og á Jólastrengjum og fleiri íslenskum og amerískum jólaplötum. Það er ein- hver klassi yfir þeim, það er eitthvað sérstakt við þær, og ég vildi bara óska þess að Baggalútur tæki að sér að gera alvörujólaplötu fyrir kyn- slóðina sem er að halda jól með eigin siðum og venjum í fyrsta sinn. Hér eru næg dæmi sem sanna að þeir geti gert það – og gert það vel. Platjóla- platan í ár TÓNLIST Geisladiskur Öll lögin eru erlend dægurlög utan „Bjart er yfir borginni“ sem er eftir Braga Valdi- mar Skúlason. Flestir textar eru eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson. Karl Sigurðsson er meðhöf- undur að „Bjart er yfir borginni“ og „Gamlárspartý“ og Garðar Þorsteinn Guðgeirsson að „Gleðileg jól.“ „Jóla- jólasveinn“ er eftir Garðar og Braga. Guð- mundur Kristinn Jónsson stýrði upp- tökum. Bob Ingison stýrði upptökum á strengjum og blásturshljóðfærum. Bjarni Bragi Kjartansson hljómjafnaði. Sena gefur út. 11 lög, 43:47. Baggalútur – Jól & blíða  Atli Bollason Jól „Á jólum og blíðu er bestu lögin þau lög sem maður þekkir minna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.