Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 50

Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 50
eru í báðum herbergjum. Óljósasta og um leið mest spennandi verk sýningarinnar er skúlptúr, tvær gifs- kúlur sem tengjast með strekktum þráðum. Þau verk sem tengjast kenningum Maslows hvað augljósast eru um leið síst eftirminnileg og kveikja lítt í ímyndunarafl- inu, verk eins og rauði kjóllinn, skórnir og blái diskurinn. Olíumálverkin byggjast upp á formum og línum og fylgja nefndri litaformúlu, en tenging við kenningar Maslows eru ekki augljósar. Það er síðan í stóra skúlptúrnum fyrir miðju rým- isins að líf kviknar. Þunglamaleg og gróflega unnin kúlulaga formin, þræðirnir sem halda þeim saman, tengja og skapa spennu í senn, hér gerist eitt- hvað sem gefur kenningum Maslows nýtt líf og kveikir hug- renningaferli hjá áhorfand- anum, vísar í einhvers konar tengsl, togstreitu, óskilgreindar þarfir og langanir. Í þessu verki tekst Gunnhildi vel upp og um leið nær sýning hennar að verða meira en bókstaflegar eða ab- strakt myndskreytingar. Það má líta á hugmyndir Maslow og sýningu Gunnhildar sem vanga- veltur um hvað þarf til þess að sköpunarþörf mannsins fái að njóta sín. Hvað skapar lista- mann, utanaðkomandi aðstæður eða meðfæddur hæfileiki? Suðsuðvestur heldur hér áfram með bragðgóða blöndu af ungum og reyndum listamönnum þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi en um leið skýr sýningarstefna. LISTAMENN líta oft á list sína sem farveg hugmynda, eigin og annarra. Listakonan Gunnhildur Þórðardóttir hefur nú gert hug- myndir rússnesk/bandaríska sálfræðingsins Abraham Mas- low að inntaki fyrstu einkasýn- ingar sinnar í Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Maslow velti mik- ið fyrir sér þörfum mannsins og setti fram kenningamódel í pýramídaformi, eitt þeirra notar Gunnhildur á sýningu sinni. Þar segir að þarfir á neðsta þrepi séu líkamlegu þarfirnar, hungur og þorsti o.s.frv. Síðan þörfin fyrir öryggi, félagsleg þörf, þörf fyrir viðurkenningu og loks í efsta sætinu ræktun sjálfsins og sköpunarþörfin. Gunnhildur auðkennir þarfirnar með litum sem ég er ekki viss um hvort er hennar hugmynd eða Maslows. Í sýningarrýminu má fyrst sjá módel af píramídanum þar sem litlir brúðuhúsahlutir sýna þarf- irnar á nokkuð bókstaflegan hátt. Á vegg í rýminu hangir síð- an ámálaður, rauður gifskjóll. Í einu horninu eru blár diskur og bolli og öðru horni rauðir skór. Hvítur og svartur skúlptúr á stöpli. Í innra herbergi er skúlptúr; svart borð og stóll, gifshendur, bók með auð- um síðum og gulri kápu. Nokkur málverk á olíupappír Leyndardómar sköpunarþarfarinnar MYNDLIST Suðsuðvestur, Reykjanesbæ Til 30. desember. Opið fös. kl. 16–18, lau. og sun. kl. 14–17. Samræmi-Identity Gunnhildur Þórðardóttir Spurt er „Hvað skapar listamann, utanað- komandi aðstæður eða meðfæddur hæfileiki?“ Ragna Sigurðardóttir Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. Gjafakort í miðasölu og á www.leikhusid.is 50 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ GJAFAKORT FRÁBÆR JÓLAGJÖF FÁST Í MIÐASÖLU BORGARLEIKHÚSSINS Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. Kammersveitin Ísafold ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Ágústi Ólafssyni barítón flytja verk eftir Mahler. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 6. janúar kl. 17.00 í DUUS - húsum í Keflavík 7. janúar kl. 20.00 í Íslensku óperunni Miðaverð kr. 2.000 - Námsmenn: 2 fyrir 1 Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus - 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 FLAGARI Í FRAMSÓKN - HALLDÓR ER KOMINN AFTUR! - Nánari upplýsingar á www.opera.is 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 - FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Þorláksmessa í Óperunni - Óperukareokí Davíð Ólafsson, óperusöngvari, heldur uppi fjörinu - Húsið opnar kl. 20 Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning! Gjafakort – afmælistilboð! Einstakt afmælistilboð í tilefni 100 ára afmælis Samkomuhússins. Gjafakort í leikhúsið er frábær jólagjöf sem lifir. Svartur köttur – forsala hafin Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Árni Þórarinsson & Páll Kristinn Pálsson Farþeginn Á MORGUN Bjarni Klemenz Fenrisúlfur MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLLBlóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu ÚT ER komin önnur barnabók Ey- steins Björnssonar, sú fyrri bar nafn- ið Út í blámann. Freydís Kristjáns- dóttir myndskreytti þá bók og gerir það einnig nú og er það vel við hæfi því hún er vel að sér í myndskreyt- ingum íslenskrar náttúru sem er í að- alhlutverki í báðum bókum. Stelpan sem talar við snigla dvelst hjá ömmu og afa úti á landi að sumar- lagi. Eftir langan rigningarkafla birt- ir til og hún fer í gönguferð á fjall með afa sínum. Þar segir frá náttúru- skoðun og hreiðurleit. Eysteinn skrif- ar vandað mál og það er virkilega gaman að lesa texta sem er bæði lipur og rennur vel, eykur á tilfinningu barna fyrir móðurmálinu og kynnir fyrir þeim jafnt orðatiltæki sem heiti blóma og dýra. Eysteini tekst að koma boðskap sínum um að njóta og kynnast náttúrunni á leikandi og af- slappaðan máta til skila án þess að vera yfirþyrmandi eða með kennslu- tón. Þessi litla saga um hreiðurleit er spennandi en höf- undur kann líka þá list að hleypa and- rúmi inn í söguna. Áð er í ilmandi laut, út- sýnis notið af steini hátt uppi í hlíð og innri rödd sögu- persónu, litlu stúlk- unnar, er þó nokkuð sannfærandi. Að- spurður gaf níu ára lesandi bókinni fjórar stjörnur af fimm sem segir mér að sagan skili sér vel til barna, þrátt fyrir að vera bless- unarlega laus við galdra, álfa, skrímsli, töfra eða annað það sem fáar barnabækur virðast geta verið án í dag. Hér eru það töfrar náttúrunnar sem gilda og hrifningin sem gagntekur stelpuna þegar ósk henn- ar rætist nær að hríslast um lesandann. Myndir Freydísar Kristjánsdóttur hæfa sög- unni vel, þær eru afar hefðbundnar eins og sag- an er líka, hér eru engar tilraunir í klippimyndum eða tölvuvinnslu heldur er áherslan á vönduð og fal- leg smáatriði úr íslenskri náttúru auk líflegra persóna. Mikil fjölbreytni er í framsetningu mynda, þær sitja alltaf vel á síðunni, smáar sem stórar og skapa sögunni sannfærandi mynd- heim. Þær skapa kyrrð og ró þar sem við á eða vísa lesandanum veginn áfram í framvindu sögunnar. All- margar íslenskar jurtir koma fyrir á myndunum og listi yfir þær er aftast í bókinni, einnig sjáum við lóu, spóa og hrossagauk. Þannig má gera sér það að leik við lesturinn að þekkja blóm og fugla rétt eins og úti í náttúrunni. Höfundur á hrós skilið fyrir vönd- uð vinnubrögð og vel skrifaðan texta, fátt er betra til að auka á tilfinningu barna fyrir fallegu máli. Ennfremur sjálfstæði í vinnubrögðum og óbilandi trú á náttúruáhuga íslenskra barna. Það þarf ekki stóra atburði til að segja góða sögu og hér mega höfund- ar vel við una. Undur í fjalli BÆKUR Barnabók Eftir Eystein Björnsson, Freydís Krist- jánsdóttir myndskreytti. Æskan 2006, 28 bls. Stelpan sem talar við snigla Ragna Sigurðardóttir Eysteinn Björnsson Bandarískir leikarinn MatthewMcConaughey, sem meðal ann- ars hefur verið valinn kynþokka- fyllsti maður heims, segir að sjálfs- öryggi hans eigi stóran þátt í því hversu mikið kyntákn hann er orð- inn. Hann segir að persónuleiki og persónutöfrar skipti ekki síður máli en útlitið. „Ég kann vel við kyn- þokkafullt fólk og ég tel að fólk sé kynþokkafullt ef það er það sjálft. Mér finnst kynþokkafullt að vera ég sjálfur og að vera eins góður maður og ég mögulega get,“ segir leikarinn í samtali við Entertainment Weekly. „Fólki finnst ég hafa myndarlegt andlit. Fólki finnst ég líka hafa lík- ama sem sé vel af guði gerður. Auð- vitað er ég mjög ánægður með það en það þýðir samt ekki að ég geti ekki verið eitthvað annað og meira en bara það.“ McConaughey, hefur leikið í myndum á borð við Failure to Launch, Sahara og A Time to Kill. Þá hefur hann átt vingott við stúlkur á borð við Ashley Judd, Söndru Bullock og Penelope Cruz. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.