Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 59

Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 59 Leikararnir Sharon Stone ogChristian Slater hafa staðfest þann orðróm sem verið hefur uppi um að þau séu par, og hyggjast skötuhjúin verja jólunum saman. Slater og Stone léku bæði auka- hlutverk í kvikmyndinni Bobby og orðrómur um að þau væru farin að stinga saman nefjum komst á kreik þegar þau fóru að sjást víða saman á opinberum vettvangi. Þau neituðu öllum sambandssögum í upphafi en nú er komið annað hljóð í skrokkinn. Stone, sem er 48 ára gömul, og Slater, sem er 37 ára, eru nú ekkert að fela hrifningu sína hvort á öðru. Nýlega voru þau viðstödd teiti tísku- fyrirtækisins Dolce & Gabbana í Los Angeles og þar héldust þau í hendur og gerðu fólki það vel ljóst að þau væru kærustupar. Að sögn vinar Stones er parið í skýjunum þessa dagana. Hann segir hinsvegar að þau geri sér engar von- ir um langtímasamband. Stone er trúlega þekktust fyrir leik sinn í Ba- sic Instinct en Slater skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék í True Romance.    Söngkonan Britney Spears hefurverið valinn versti frægi hunda- eigandinn af bandarísku systurblöð- unum The New York Dog og The Hollywood Dog. „Britney hlaut yf- irburðakosningu. Hún átti eitt sinn þrjá Chihuahua-hunda og fór aldrei út án þess að hafa a.m.k. einn þeirra á handleggnum. Um leið og hún hitti Kevin Federline og eignaðist börn hurfu hins vegar hundarnir, segir Hilary O’Hagan, ritstjóri tímarit- anna. Paris Hilton, vinkona Spears, var valinn næstversti hundaeigandinn að þessu sinni en hún var valin versti hundaeigandinn árið 2005. Í rök- stuðningi fyrir veru hennar á listan- um segir að hún noti hunda sína sem fylgihluti. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey hlaut hins vegar titilinn besti frægi hundaeigandinn og fylgdu sjón- varpsleikkonurnar Tori Spelling, úr sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210, og Nicollett Sheridan úr sjónvarpsþáttunum Desperate Hou- sewives, fast á hæla hennar.    Kvikmyndaleikkonan AngelinaJolie segir söngkonuna Mad- onnu hafa mátt vita að ættleiðing hennar á ungum dreng frá Malaví gæti valdið henni vandræðum þar sem ættleiðingarlöggjöf Malaví sé ekki skýr. „Ma- donna veit vel að hún ættleiddi barn frá landi þar sem ættleiðing er ekki lögleg og að því voru að- stæður óvenju- legar, sagði Jolie í viðtali við breka blaðið New. Jolie á sjálf tvö ættleidd börn og hefur lýst yfir áhuga sínum á að ætt- leiða fleiri. Hún kveðst þó ekki ótt- ast það að lenda í svipuðum að- stæðum og Madonna þar sem hún hafi ekki í hyggju að ættleiða barn frá landi þar sem ættleiðing úr landi sé ekki lögleg.    Leikkonan Kate Hudson hveturallar konur til að prófa súlu- dans því að hann hafi styrkjandi áhrif á sjálfsmatið. Hudson hefur ekki farið í launkofa með að hún hef- ur sótt námskeið í súludansi und- anfarið og núna hefur hún lýst því yfir að þetta sé eitthvað það skemmtilegasta í heimi. Súludans sé „eitt af því sem maður veit ekki að maður getur fyrr en maður prófar það“. Hún segir í viðtali við Cosmopolit- an: „Maður fer [á námskeiðið] með mörgum stelpum og skemmtir sér konunglega. Allir koma þaðan með hárið flaksandi og setjast upp í bíl- inn, kveikja á útvarpinu og manni finnst lífið æðislegt!“ Fyrr á árinu skildi Hudson við manninn sinn, rokkarann Chris Robinson. Hún segir að með því að sveifla sér á súlunni hafi hún þjálfað vöðva á stöðum þar sem hún hefði ekki vitað að vöðvar væru. Hún seg- ist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hún fór á súludansnámskeiðið og núna geti hún klifrað upp súluna án þess að nota fæturna. Hudson hefur leikið í myndum á borð við How to Lose a Guy in 10 Days, Almost Famous og You, Me and Dupree. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.