Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Sunnan- og suð-
austan 13–18 m/s
en 18–23 m/s
vestanlands seinni
hluta dags. Talsverð rign-
ing eða súld.» 8
Heitast Kaldast
12°C 6°C
EMMESS jólaísinn kostaði 398 krónur í
Bónus en 599 krónur í Krónunni og er því
50,5% dýrari í Krónunni en í Bónus. Maís-
baunir kostuðu 92 krónur í Bónus en 134
krónur í Krónunni og eru því 45,7 % dýr-
ari í Krónunni. Þetta kom í ljós í verð-
könnun Morgunblaðsins. Vörukarfan kost-
aði 13.837 krónur í Bónus og 16.720
krónur í Krónunni. Mismunurinn nemur
2.883 krónum Bónus í hag og karfan er því
20,8% dýrari í Krónunni. Í þrjátíu tilvikum
af þrjátíu og tveimur var Krónan með
hærra vöruverð. Sú aðferð var viðhöfð að
fara með innkaupalista í búðirnar á sama
tíma og kynna sig ekki sérstaklega. Þegar
komið var á kassa var borgað fyrir vör-
urnar, þær síðan bornar saman og gefnar
að því loknu í Konukot. | 26
Bónus með
lægra verð
4!+!!#)!#%!17999
:92,(,+",#
9>= 1
9=
9: .B2&!,
: B2&!,
„FLUGUMFERÐARSTJÓRAR eru með al-
gjörlega óforsvaranlegar kröfur,“ segir
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og
tekur fram að hann
standi við bakið á stjórn
Flugstoða ohf. og telji
rétt hjá þeim að ganga
ekki að afarkostum flug-
umferðarstjóra, eins og
hann orðar það. „Mér er
tjáð að þeir setji fram
skyndilega mjög háar
launakröfur, allt að 25%
hækkun. Þetta setur
málin í verulega erfiða stöðu, vegna þess að
kjarasamningar eru ekki lausir.“
Að mati Sturlu hefur undirbúningurinn
að uppskiptingu Flugmálastjórnar gengið
afar vel og bendir hann á að ríflega 150
starfsmenn hafi þegar ráðið sig hjá Flug-
stoðum. „Staðreynd málsins er sú að mikill
meirihluti starfsmanna er tilbúinn að ráða
sig hjá hlutafélaginu, en flugumferð-
arstjórar skera sig úr, rétt eina ferðina.“
Aðspurður segist Sturla vissulega hafa af
því áhyggjur að breyta þurfi þjónustustig-
inu í íslenskri flughelgi og segir slíkt munu
skerða hæfni íslenska flugumferðarkerf-
isins. Segir Sturla ljóst að komi til þess
þurfi að semja við nágrannaþjóðir okkar
um að taka að sér að minnsta kosti hluta
starfseminnar, að höfðu samráði við Al-
þjóðaflugmálastofnunina, en Íslendingar
eru með samning við þá stofnun um að
sinna þessari þjónustu. Spurður hvort hon-
um þyki það ásættanlegt til frambúðar
svarar Sturla neitandi. Segir hann afar
óheppilegt ef þessi störf fari úr landi ef Ís-
lendingar geti ekki sinnt þeim, störf sem
hann minnir á að talsvert hafi þurft að hafa
fyrir að fá hingað til lands upphaflega með
alþjóðasamningum. | 10
Segir launakröfur
óforsvaranlegar
Sturla Böðvarsson
BRESKA leiguflugfélagið Astra-
eus, sem er að 51% í eigu Fons,
eignarhaldsfélags þeirra Pálma
Haraldssonar og Jóhannesar
Kristinssonar, hefur gert samning
við breska flugfélagið Virgin Airl-
ines um að fljúga daglega með
breiðþotum, Boeing-767, til Níger-
íu í Afríku og Jóhannesarborgar í
Suður-Afríku.
Pálmi Haraldsson, annar aðal-
eigandi Fons, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hér væri
um stærsta samning að ræða, sem
Astraeus hefði gert. Samningurinn
hljóðaði upp á 60 milljónir dollara á
ári, jafnvirði 4,2 milljarða króna,
eða 25,2 milljarða króna, til sex
ára.
„Það var verið að skrifa undir
samninginn við Virgin, sem er mik-
il og góð viðbót við starfsemina hjá
Astraeus. Astraeus mun fljúga
daglega fyrir félagið frá London til
Nígeríu, með Boeing 767-breið-
þotu, og hefst það flug hinn 1. apríl
næstkomandi og flugið frá London
til Jóhannesarborgar, sem sömu-
leiðis verður daglega, hefst um
miðjan maí,“ sagði Pálmi.
Pálmi sagði, eins og áður hefur
komið fram, að samningurinn
hljóðaði upp á 60 milljónir dollara á
ári, eða samtals upp á 360 milljónir
dollara eða 25,2 milljarða íslenskra
króna, miðað við gengi í dag.
Miðað við flutningsgetu Boeing
767 er hér um það að ræða að flutt-
ir verði um 1.200 farþegar á dag,
sem jafngildir um 440 þúsund far-
þegum á ári, eða um 2,6 milljónum
farþega næstu sex árin.
Astraeus gerir samn-
ing upp á 25 milljarða
Í HNOTSKURN
»Fons keypti 51% íbreska leiguflugfélag-
inu Astraeus í haust.
»Ferðaskrifstofa Íslandssamdi við Astraeus í
nóvembermánuði um leigu-
flug fyrir félagið.
»Gert er ráð fyrir aðAstraeus muni flytja
um 80% farþega Ferða-
skrifstofu Íslands næsta
sumar.
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Fljúga daglega frá London til Nígeríu og Suður-Afríku fyrir Virgin Airlines
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
og Guðmund Sv. Hermannsson
FULLTRÚAR norskra stjórnvalda skoðuðu í
gær aðstöðuna, sem mun standa öðrum NATO-
ríkjum til boða á fyrirhuguðu öryggissvæði á
Keflavíkurflugvelli. Síðasti fulltrúi bandaríska
hersins hér á landi, Randy Wiers, tengsla-
fulltrúi við bandaríska sendiráðið, sýndi þeim
tóm flugskýli og íbúðir, sem hugsanlega geta
nýtzt áhöfnum flugvéla, sem hingað koma til
heræfinga eða eftirlitsferða.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra
sagði að fundirnir hefðu verið jákvæðir og hefði
niðurstaðan verið sú að kanna nánar samstarfs-
fleti. Kåre Aas, skrifstofustjóri í norska utanrík-
isráðuneytinu og formaður norsku sendinefnd-
arinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir
fundinn í gær að hann hefði verið árangursríkur.
„Af hálfu okkar var lögð áherzla á að öðlast betri
skilning á þörfum Íslands, auk þess sem við
komum sjónarmiðum Norðmanna á framfæri,“
segir Aas. „Samstarf okkar við Ísland er gott nú
þegar, til dæmis við friðargæzlu í Afganistan og
á Sri Lanka. Á því getum við byggt og nú mun-
um við skoða möguleika á að styrkja samstarfið
frekar.“
Morgunblaðið/Golli
Norðmenn skoðuðu tóm flugskýli
Þotuhreiður Kåre Aas, sem fór fyrir norsku sendinefndinni, Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Jo Gade hershöfðingi
í norska landgönguliðinu og Randy Wiers tengslafulltrúi skoða flugskýlið, þar sem F-16 orrustuþotur bandaríska flughersins voru áður geymdar.
ÞAÐ var óneitanlega tilkomumikil sjón þegar
Stóra-Laxá ruddi sig með miklum látum í gær.
Miklar frosthörkur hafa ríkt í uppsveitum Suð-
urlands að undanförnu þannig að allflestar ár
voru lagðar 30–40 cm þykkum ís.
Aukin hlýindi að undanförnu samfara
óhemjumiklu slagveðri höfðu þau áhrif að árn-
ar sprengdu af sér ísinn með miklum látum svo
krapahellur og íshröngl flaut fram. Þess má
geta að Stóra-Laxá rennur um 86 km frá upp-
tökum og út í sjó. Samkvæmt upplýsingum
heimamanna þykir ekki ólíklegt að ísstykki
finnist langt uppi á árbökkum á morgun.
Stundum hefur ruðningur á borð við þennan
í för með sér stíflur í ánum með þeim afleið-
ingum að farvegur þeirra breytist og það
flæðir upp um bakka og grundir. Ekki höfðu þó
borist neinar fregnir af slíku þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöldi.
Hefur vonandi ekki áhrif á laxaseiðin
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
vonast heimamenn eftir því að ruðningur
Stóru-Laxár hafi engin teljandi áhrif á lax-
ahrogn og -seiði í ánni, enda bagalegt ef svo
væri. Slíkt kæmi þó ekki fram strax á næsta ári
heldur á næstu árum. Ekki eru þó taldar mikl-
ar líkur á að ruðningurinn hafi valdið skaða.Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Stóra-Laxá ryður sig með látum