Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 22
|laugardagur|23. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Kristín Helga Gunnarsdóttir rit- höfundur er skapandi safnari með mósaíkdellu og sér þess víða merki á heimili hennar. » 26 innlit Það var á ferðalagi um Perú sem hugmyndin um að opna verslun með perúska hönnun kviknaði hjá Ástu Hraunfjörð. » 28 daglegt Það getur reynst heilmikill höf- uðverkur að velja gjafir fyrir þá sem manni þykir vænt um, hvað þá á síðustu stundu. » 24 jólagjafir Þau Tinna Kristjánsdóttir og Hjálmar Sigmarsson eru sann- færð um að allir jólasveinarnir séu femínistar. » 28 jafnrétti Hitastig og hreinlæti eru meðal þeirra grunnatriða sem skipta miklu máli við meðferð veislu- réttanna á hátíðarborðið. » 28 matur Hátíðleiki sveif yfir vötn-um í Grensáskirkjuþegar yngstu börnin íHvassaleitisskóla áttu þar jólastund ásamt kennurum sín- um og prestum kirkjunnar. Eftir að viðstaddir höfðu sungið vís- urnar um kertin á aðventu- kransinum fluttu börn í fjórða bekk skólafélögum sínum sögu jólanna með helgileik og var ekki annað að sjá en að þar væru þraut- þjálfaðir leikarar á ferð, hvort heldur þeir birtust í líki vitringa, fjárhirða, engla eða hermanna. Þarna mátti sjá þau Maríu og Jós- ef, Ágústínus keisara, erkiengilinn Gabríel, kallara, sögumenn og svo mætti lengi telja. Meðal leikanda voru Gaukur Steinn Guðmundsson, sem lék gistihúseiganda og vitring, og þær Halla Hauksdóttir og Linda Björg Logadóttir sem voru í fríðum flokki engla. Þau segjast vera frek- ar vön að leika í leikritum á vegum skólans. „Við stelpurnar í bekkn- um bjuggum til leikrit fyrir bekkj- arskemmtun um daginn,“ segir Linda Björg og Halla kinkar kolli: „Og enginn fullorðinn hjálpaði okkur.“ Gaukur hefur leikreynslu annars staðar frá. „Ég fór einu sinni á leiklistarnámskeið í Borg- arleikhúsinu,“ segir hann. Alveg til í gull Þau eiga ekki í vandræðum með að útskýra inntak helgileiksins. „Hann er um Jesúbarnið,“ segir Linda Björg ákveðin og hin tvö samsinna því. „Svo er hann um það hvað jólin eru og hvernig maður á að njóta þeirra,“ heldur Halla áfram. „Ég hef alltaf haldið að pakkarnir á jólunum tákni gjaf- irnar sem vitringarnir færðu Jesú,“ segir Gaukur og athugasemd hans vekur upp þá spurningu hvort þau þrjú væru til í að fá gull, reykelsi og myrru í jólagjöf líkt og Jesú- barnið forðum. „Að minnsta kosti gull,“ svara Halla kímin og uppsker hlátur bekkjarsystkina sinna. Þau eru sammála um að æf- ingaferlið fyrir sýninguna í kirkj- unni hafi verið mjög skemmtilegt þótt það hafi verið svolítið stress- andi á stundum. „Kennarinn okkar sagði að þetta væri bara leikrit og ef við gerðum mistök ættum við bara að halda áfram. Áhorfend- urnir vissu ekki hvernig þetta ætti að vera því þeir væru ekki búnir að sjá æfingarnar,“ segir Gaukur. Gleði en ekki illsku Engu að síður var ekki laust við svolítinn taugaóstyrk hjá krökk- unum, eins og vera ber á frumsýn- ingum. „Fyrst var ég ekkert stressuð en þegar ég fór á sviðið stífnaði maginn í mér upp,“ segir Halla og Linda kannast við tilfinn- inguna. „Ég þurfti að anda djúpt þegar ég sá alla krakkana.“ Gaukur beitti öðrum brögðum. „Ég reyndi að horfa sem mest á vegginn til að sjá ekki þá sem voru að horfa á okkur.“ Lok jólastundarinnar mörkuðu upphaf jólafrísins hjá krökkunum sem vissulega hlakka til daganna framundan. Þótt pakkar og jóla- skap sé ofarlega á óskalistanum hjá ungu leikurunum eru þeir ekki í vafa um hvað skiptir mestu máli um jólin. „Að hugsa um Guð og líða vel …“ leggur Linda Björg til, „… og gefa öðrum og vera góð við alla,“ botnar vinkona hennar. Og Gaukur á ágætis uppskrift að því hvernig þetta getur gengið eftir: „Maður þarf bara jólaskap og gleði en ekki neina illsku.“ Hátíðlegt Englaskarar, fjárhirðar og vitringar lotningarfullir frammi fyrir Jesúbarninu og hið sama má segja um Maríu og Jósef. Ágústínus keisari situr álengdar, neðst til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/G.Rúnar Áhorfendur Spenntir krakkar fylgdust með þegar fjórðubekkingarnir fluttu þeim söguna af fyrstu jólunum. Óttist eigi Fjárhirðarnir urðu hræddir þegar engill Drottins birtist þeim. Englar og vitringar í Grensáskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.