Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 17 ERLENT       Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is YFIRMAÐUR norrænu eftirlits- sveitanna, SLMM, á Srí Lanka, Lars Sölvberg, til- kynnti í gær, að hann hefði ákveð- ið að kalla eftir- litsmennina til að- alstöðva sveitanna í höfuð- borginni Colombo. Hörð átök hafa geisað á eyjunni að undanförnu og uppreisnarmenn úr röðum Tamíl- Tígra og stjórnarherinn verið sak- aðir um að brjóta skilmála vopna- hléssamkomulagsins frá árinu 2002. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, þar sem hann var stadd- ur í Reykjavík í jólafríi, að um tíma- bundna ákvörðun væri að ræða sem væri tekin af öryggisástæðum. „Það hefur verið rætt um þennan möguleika síðustu vikur. Eftirlits- sveitirnar eru fáliðaðri um jól og ára- mót en á öðrum tímum ársins. Til að mynda eru sex af Íslendingunum ell- efu, sem starfa í sveitunum, nú í leyfi og um helmingur eftirlitsmannanna 35, séu Norðmennirnir 24 teknir með í reikninginn. Þetta skiptir því ekki miklu fyrir starfið á þessum tíma.“ Þorfinnur neitar því aðspurður að átökin hafi farið harðnandi, með þeim orðum að enginn einstakur at- burður hafi valdið ákvörðuninni. „Það er ekki verið að leggja upp laupana. Það er ekkert sem hefur gerst síðustu daga sem kallar á víð- tækt endurmat. Öryggismál eru rædd á hverjum degi og nú var talinn heppilegur tími til að hittast.“ Friðarviðræðurnar í biðstöðu Að sögn Þorfinns eru friðarvið- ræðurnar enn í biðstöðu, eftir að stjórnin neitaði að verða við þeirri beiðni Tígranna á fundi þeirra í Genf í lok október að þjóðvegurinn til Jaffna-skagans yrði opnaður á ný. „Friðarviðræðurnar eru ennþá í biðstöðu og fylkingarnar hafa ekki fallist á hvar og hvenær þær eigi að hittast aftur. Það er mjög ólíklegt að viðræðurnar fari í ákjósanlegan far- veg fyrr en búið er að leysa ágrein- inginn um veginn til Jaffna. Eftirlitssveitirnar hafa verið tengiliður til að liðka fyrir ferlinu. Við erum í hlutverki sendiboða, því fylkingarnar talast ekki beint við. Við þurfum að vinna með þeim, hvorri í sínu lagi, þannig að þær geti rætt hlutina.“ Lið SLMM kallað til Colombo Þorfinnur Ómarsson HÆTTA var á því í gær að áætlanir tugþúsunda manna um jólahald og jólafrí færu í vaskinn vegna mikillar og þrálátrar þoku í London. Vegna hennar hafði Heathrow-flugvöllur verið lokaður í þrjá daga og aðeins í gær var aflýst 300 flugferðum. Nokkuð er um að fólk, sem beðið hef- ur allan tímann í flughöfninni, hafi látið bugast. Flugstöðvarbyggingin á Heath- row líkist mest risastórum flótta- mannabúðum þar sem þúsundir manna eigra um í hálfgerðu vonleysi. Þeir, sem eru svo heppnir að geta sest, reyna að loka augunum og sofna stundarkorn en það er erfitt í öllum ysnum og skarkalanum. Þar fyrir utan eru afgreiðslu- og biðsal- irnir ekki kyntir neitt sérstaklega og því er þar kalt á nóttinni. Hefur verið reynt að bæta úr því með teppum og heitu súkkulaði en líðan margra er orðin heldur bágborin. Hefst við í tjöldum Fólkið, sem heita má innilokað á Heathrow, er alls staðar að úr heimi og þar á meðal er danska parið Sør- en Thor og Sofie Baagøe. Þau voru að koma frá Kólumbíu með millilend- ingu í Miami en voru búin að bíða í þrjá daga eftir ferð til Kaupmanna- hafnar. „Flugstöðvarbyggingin er yfirfull og búið að setja upp stór tjöld fyrir utan. Þar er alls konar fólk, allt frá bandarískum kvikmyndastjörnum til puttaferðalanga, og öðru hverju læt- ur einhver bugast af þreytu og von- brigðum,“ sagði Thor. Sagðist hann hafa hitt einn landa sinn, sem var að koma frá Buenos Aires með milli- lendingu í London. „Hann var þrisvar sinnum búinn að koma sér fyrir í flugvél, sem átti að fara til Kaupmannahafnar. Þá var öllu aflýst og aftur í röðina,“ sagði Thor og bætti við, að þau Baagøe væru í góðu skapi og viss um að þau myndu halda jól heima í Danmörku en ekki á Heathrow. Breskir veðurfræðingar sögðu í gær að líklega yrði þokan viðvarandi að einhverju leyti fram yfir helgi, einkum í Englandi og Wales. Jólafríið í uppnámi vegna mikillar þoku Heathrow-flughöfnin eins og risastórar flóttamannabúðir þar sem sumir láta bugast af þreytu og vonbrigðum AP Þokudrungi Þotan sést illa í þykkri þokunni, sem legið hefur yfir dögum saman. Í gær var á fjórða hundrað flugferða aflýst. Baidoa. AFP. | Eþíópumenn sendu í gær skriðdreka og fleiri hermenn á átakasvæðin í Sómalíu, að sögn sjón- arvotta. Hermt var að bardagarnir hefðu harðnað á tveimur vígstöðvum nálægt bænum Baidoa sem er á valdi bráðabirgðastjórnar landsins. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sagði að tugir manna lægju í valnum eftir þriggja daga átök og margir íbúar á svæðinu hefðu misst heimili sín. Bráðabirgðastjórnin sagði að her- sveitir hennar, sem njóta stuðnings eþíópískra hermanna, hefðu fellt yfir 500 liðsmenn hreyfingar íslamista sem hafa náð höfuðborginni, Mogad- ishu, og stórum svæðum í sunnan- verðu landinu á sitt vald. „Við höfum miklar áhyggjur af að- stæðum fólks sem kann að verða fyr- ir árásum á átakasvæðunum,“ sagði Pascal Hundt, yfirmaður ICRC í Sómalíu. „Við skorum á allar fylking- arnar að hlífa saklausum borgurum og vernda þá.“ Sjúkrahús hafa tekið á móti a.m.k. 200 særðum hermönnum. Mörg saklaus börn féllu Ali Jama, upplýsingaráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, sagði að yfir 500 liðsmenn íslömsku hreyfing- arinnar hefðu fallið á tvennum víg- stöðvum í grennd við Baidoa síðustu þrjá daga. „Flest þeirra sem féllu eru saklaus börn sem voru send á vígstöðvarnar. Okkur þykir þetta miður . . . við viljum ekki úthella blóði barna.“ Mikið mannfall í Sómalíu ♦♦♦ Moskvu. AP. | Georgía á að greiða tvö- falt hærra verð fyrir rússneskt jarð- gas á næsta ári en landið hefur gert til þessa, samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær. Talið er að verðhækkunin geti stefnt bágum efnahag Georgíu í hættu. Áður en rússneska gasfyrirtækið Gazprom skýrði frá samkomulaginu sögðust stjórnvöld í Georgíu ætla að kaupa jarðgas frá Aserbaídsjan en ekki Rússlandi. Forsætisráðherra Georgíu, Zurab Nogaideli, sagði þó síðdegis í gær að Aserbaídsjan gæti ekki séð Georgíu fyrir jarðgasi á fyrri hluta næsta árs og Georgíu- menn þyrftu því að kaupa jarðgas frá Rússlandi. Samið við Gazprom Verð á gasi til Georgíu tvöfaldast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.