Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ LOKAÐ Í DAG Þ Óskum landsmönnum Opnum aftur a ii i i ii Hvað veldur því, að verzlanir láta þessa vöru standa svo lengi í hillum sínum, að þetta gerist oftar en tvisvar og oftar en þrisvar? Hver er ending- artími sælgætis? Þótt þetta tiltekna dæmi sé nefnt og þessi ákveðna vara eru fleiri dæmi um að bæði súkkulaði og konfekt er svo lengi í hillum verzlana, að það stórsér á vörunni. Það sést hins vegar sjaldn- ast fyrr en varan hefur verið keypt og umbúðir teknar utan af henni. Þetta eru vörusvik. Er ekki kominn tími til að á þessu verði breyting og að upp sé tekin merking á sælgæti um hversu lengi það telst í viðunandi ástandi? Slíkar merkingar eru nú almennar á mat- vörum og verzlanir fjarlægja vörur, sem eru komnar fram yfir þennan uppgefna tíma úr hillum verzlana sinna. Víst er að ef um annars konar neyzluvöru væri að ræða mundi fólk ekki láta bjóða sér svona verzl- unarhætti. Og engin ástæða til að láta bjóða sér það þótt um sælgæti sé að ræða. Sem er auðvitað neyz- luvara, sem ekki á að neyta! Hver ætli sé talinnendingartími sælgætis? Hversu lengi er sama sælgæti í hillum verzlana? Hvers vegna eru engar merk- ingar á sælgæti, þar sem getið er um að það sé bezt fyrir tiltekinn tíma? Tilefni þessara spurninga er að síð- degis í gær kom við- skiptavinur við í sölu- turni á höfuðborgar- svæðinu og vildi kaupa Lindubuff. Þegar af- greiðslustúlkan kom með þessa neyzluvöru kom í ljós að buffið var grjóthart. Þar sem þetta var ekki í fyrsta sinn, sem viðskiptavinurinn varð fyrir þessu, tók hann á sig rögg og sagði við afgreiðslustúlkuna að þessa vöru væri ekki hægt að leggja sér til munns. Afgreiðslustúlkan tók því ljúflega og kom með annað Lindu- buff, sagði að það væri líka hart og ætti að vera svona. Viðskiptavinurinn vissi að svona átti þetta ekki að vera en hins vegar of mörg dæmi um að svo væri. Hvað veldur því, að mjúkt og gott Lindubuff breytist í grjóthart sæl- gæti, sem ekki er nokkur leið að borða?              víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Í dag er laugardagur 23. desember, 357. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Rofa við eldavélar NÚ ER sá tími þegar mest er um kertaljós af öllum stærðum og gerð- um og oft hafa þau valdið íkveikju, því miður. Það hefur líka komið fyrir að smábörn hafa kveikt á eldavél- arhellum af óvitaskap þegar þau hafa verið ein heima og það valdið eldsvoða. Nú spyr ég og vonandi getur einhver svarað því, af hverju er ekki hægt að hafa rofa á elda- vélum? Þær eru alltaf tengdar og straumur á þeim. Rofinn ætti að vera hátt uppi á vegg svo smábörn næðu ekki í hann og helst með ljósi þegar straumur er á eldavélinni svo frekar væri von að slökkt væri á henni áður en eldhúsið væri yfirgef- ið. Ég vísa helst máli mínu til Guð- mundar hjá rafiðnaðarsambandinu hvort hann gæti lagt mér lið í þessu máli en ég tel að þetta gæti komið í veg fyrir húsbruna og jafnvel slys og dauða. Ef það væri skylda að hafa rofa við eldavélar væri það ódýr og góð lausn nú þegar alltaf er verið að breyta öllu mögulegu til batnaðar í öryggisskyni. Setjum rofa við allar eldavélar í landinu, því fyrr, því betra. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. Athugasemd vegna kosningar á konu ársins ÉG ER nú ekki vön að lesa hin svo- kölluðu glanstímarit. En á biðstofu varð mér á að kíkja í nýjasta blað Nýs lífs. Við lestur þess datt mér í hug að útgefendur hefðu kosið frú Dorrit Moussaieff til þess eins að geta myndað kastala hennar í Lond- on. Algjört sölubragð. Svo er mynd af henni framan á blaðinu sem mér finnst ekki sæma forsetafrú. Hana vantar allan virðuleika sem fyrrver- andi forsetafrú, Guðrún Katrín, hafði í svo ríkum mæli. Hvernig væri nú að frúin færi að tala almennilega íslensku? Frétta- blaðið skýrði frá því að orðsending hefði komið frá forsetaembættinu að fréttakonan skyldi tala við hana á ensku. Og blessuð frúin vissi ekkert fyrir hvað hún væri kosin kona árs- ins og ég held að flestir Íslendingar hafi ekki heldur vitað það. Að mínu áliti hefði kona ársins átt að vera hin sannkallaða hetja Ragna Aðalsteinsdóttir en ég efast um að ritstjóri Nýs lífs hefði álitið sölu- vænt að taka myndir af hýbýlum hennar. Með sérstakri virðingu fyrir Rögnu Aðalsteinsdóttur. Guðbjörg Sigurðardóttir, Njálsgötu 4a. Til borgarstjórnar FÓR niður að Tjörn um daginn og mér til mikillar undrunar voru þar engir mávar. Þetta þótti mér miður því mávarnir eru klárlega skemmti- legustu fuglar Tjarnarinnar. End- urnar eru karakterlausar og svan- irnir eins og illa farnir rónar; sjoppulegir og skítugir en samt svo hrokafullir á sinn firrta hátt. Jahh, ég veit ekki um önnur út- hverfabörn en ég hafði allavega allt- af gaman af því að sjá mávana hisp- urslaust kúka pulsubrauðunum á helgarpabbana og vanræklinga þeirra. Ef þeir hafa verið myrtir þætti mér vænt um að vita hvar þeir hvíla. Tyrfingur, mávavinur og nemi. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 90 ára af-mæli. Pálína S. Andr- ésdóttir, Hrafn- istu í Reykjavík, verður níræð í dag, 23. desem- ber. Það verður kaffi á könnunni fyrir ættingja og vini í Helga- felli, sal á 4. hæð Hrafnistu, á milli kl. 15 og 17. Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar héldu tombólu fyrir utan Bónusversl- unina á Egilsstöðum í sumar. Þau eru: Mikael Bergvin Broddason, 10 ára, Rebekka Karlsdóttir, 9 ára, Sigurlaug Björnsdóttir, 9 ára, og Vilborg Björg- vinsdóttir, 9 ára. Alls söfnuðust 6.322 krónur sem þau afhentu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta | Þessar stúlkur, Sólveig Leifsdóttir, Stefanía Lára Ólafsdóttir og Freyja Björt Björnsdóttir, söfnuðu 13.920 kr. til styrktar Rauða krossi Ís- lands. FORGOTTEN Lores hafa sent frá sér sína aðra plötu, Frá heimsenda. Hljómsveitin samanstendur af tveimur plötusnúð- um og þremur röppurum og eru þeir allir framúrskarandi á sínu sviði. Það er ekkert óþægilegt við tónlistina, hún flæðir vel og í henni er að finna mikil djassáhrif. Hljóðvinnslan er af- skaplega vönduð, þeir hafa mikinn metnað fyrir góðri tónlist, það heyrist vel á Frá heimsenda. Að öðrum ólöstuðum eru rímnasmiðir og rapparar Forgotten Lores þeir bestu á Íslandi. Textagerð þeirra er beitt og ákveð- in. Það eru margir sem fjalla um stjórnmál, lífið og heim- spekileg málefni en ekki á sama hátt og þessir strákar. Þeir eru hnyttnir, málefnalegir, hreinskilnir og einlægir. Lagið Áttu heimili er gott dæmi um þetta, þar spyrja þeir áleitinna spurn- inga um lífsskilyrði fátækra. Þeir tala reyndar um ótrúlegustu hluti, að flytja til útlanda, að hanga sama og vera vinir ásamt hinu sívinsæla lífsgæðakapphlaupi. Það mættu fleiri taka sér þá til fyrirmyndar. Svo er flæðið alveg með ólíkindum, fyrirhafna- lausar orðarunur vella inn í eyru hlustandans á hispurs- lausan en skiljanlegan hátt. Þetta eru rímnasmiðir 21. aldarinnar, megi íslensku- fræðingar taka það til at- hugunar. Tónlistin er líka ótrúlega skemmtileg. Lögin eru mjög fjölbreytt og hvert einasta þeirra er vel gert og vandað. Taktarnir hæfa rímunum svo vel að lögin hefjast til hæstu hæða ótrúlegs samruna tónlistar og ljóða. Þeir B-Ruff og Intro hafa vaxið gríðarlega sem tónsmiðir og hafa sérlega góða tilfinningu fyrir tónlist. Þá á ég við innsæi sem aðeins reynslan getur veitt vegna þess að hver einasta mínúta á plötunni er ákaflega vel hugsuð og þar að auki alveg ferlega smart. Mér þótti fyrri plata þeirra, Týndi hlekkurinn, mjög góð en á henni fannst mér þeir ekki koma stemmingunni sem þeir geta framkallað á framfæri. Í tilfelli Frá heimsenda hafa þeir svo sannarlega tekið framförum sem hljómsveit. Þessi plata er það besta sem ég hef nokkurn tímann heyrt þá gera, ég fórna hönd- um yfir snilld þeirra, ég vil æpa yfir vegfarendur Laugavegsins: Kaupið Frá heimsenda! Því miður skilja ekki allir hiphop og þykir mér það mikil synd. Sú tónlistarstefna er nefnilega komin til að vera og For- gotten Lores sanna það. Frá fyrsta lagi til síðasta skila reynsla og hæfileikar þeirra sér óumdeilanlega. Frá heimsenda kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrirsjánlegrar tónlistar. Hver endurtekningin á fætur annarri fyllir hillur tónlistarversl- ananna og mega þeir vara sig sem ekki senda frá sér smekklega útsetta meðalmennsku. Forgotten Lores minna mig á afhverju ég elska tónlist. Þeir eru fullir af metnaði og gleði. Þeir koma mér í gott skap í hvert sinn sem ég hlusta á þá. Loksins kemur út plata sem hyllir þá eins og þeir eiga skilið. Frá heimsenda með Forgotten Lores er án efa besta íslenska platan sem ég hef heyrt á þessu ári. Besta plata ársins Tónlist Geisladiskur Geislaplata Forgotten Lores nefndur Frá heimsenda. Forgotten Lores eru Byrkir, Class B, Diddi Felix, DJ B-Ruff og Intro. Öll lög eru tekin upp af Forgotten Lores og eru eftir þá sjálfa. Magni spilar á bassa í Rugl- aður í Ríminu og Byrkir spilar á gítar í Breytur. Upptökustjórn og hljóð- blöndun: Intro, DJ B-Ruff, DJ Moonshine, Didda Felix og Earmax. Upp- tökur fóru fram heima hjá Intro og B-Ruff, einnig í No Ordinary Studio og Studio 23. Intro sá um tónjöfnun heima hjá sér auk þess sem Björgvin Ívar Baldurson tónjafnaði í Geimsteini. Geimsteinn gefur út. Forgotten Lores – Frá heimsenda  Helga Þórey Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.