Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 11. febrúar 2006 voru 79 ár liðin frá því að móðir mín, Þórunn Jensdóttir, fórst í snjóflóði á Óshlíð- inni ásamt þremur öðrum. Mér kom þetta í hug þegar ég las söguna hennar Rögnu frá Laugabóli. Hvað sú kona hefur mátt þola. Við vorum fjögur systkinin og var ég yngst þeirra þegar þetta skeði. Fólkið hafði farið með báti frá Bolungarvík til Ísafjarðar í góðu veðri um morguninn og ætlaði að koma til baka síðdegis. En skjótt skipast veður í lofti og þegar bát- urinn lagði af stað frá Ísafirði var veður farið að versna. Vildi skip- stjóri bátsins því láta sumt af fólk- inu fara í land í Hnífsdal þar sem hann treysti því ekki að fara með hlaðinn bátinn út til Bolungarvíkur. Sumir þeir sem fóru í land í Hnífsdal gistu þar en fimm lögðu af stað gangandi út með Óshlíð. Eng- inn vegur var þá til en gengið var í fjöruborðinu. Þá gerðist það að á þau féll snjófljóð og ekkert var til bjargar. Tvær konur og tveir menn fóru í sjóinn með flóðinu og fundust þau aldrei en þriðji maðurinn, afabróðir minn, skorðaðist við stein og fór því ekki í sjóinn. Móðir mín, Þórunn, var önnur þeirra kvenna sem fórust. Fréttin barst fljótt til Bolungarvíkur og fór faðir minn, mágur hans, Jóhann Jensson, ásamt fleirum til að kanna hvað hægt væri að gera til hjálpar. En því miður þá var fátt hægt að gera annað en að hjálpa manni þeim sem skorðast hafði við steininn til byggða þar sem ekkert fannst af hinu fólkinu, hafið hafði tekið það til sín. Mér er sagt að löngu seinna hafi eitthvað af beinum, sem talin hafa verið úr fólki þessu, rekið á land, en með þeirra tíma rannsókn- araðferðum var ekki unnt að stað- festa hvað hafi verið úr hverjum. Voru þau sett í eina kistu og jörð- uð. Ekki hef ég heyrt talað um að áfallahjálp hafi verið til í þá daga og hefur mér oft orðið hugsað til pabba, hve þung spor þetta hljóti hafa verið fyrir hann. Missa konuna frá fjórum börnum, ég yngst 4ra mánaða og síð- an 4ra, 6 og 10 ára. Við fórum öll í fóstur og vorum öll mjög heppin með fósturheimili, en tengslin á milli okk- ar systkinanna rofnuðu, því að sam- göngur voru ekki miklar í þá daga. Ég er sú eina sem er eftirlifandi af þessum systkinum. Það er mikið talað um samgöngu- bætur við Bolungarvík núna og ég vona að þessar línur eigi eftir að hreyfa við einhverjum í þeim málum. Nú veit ég að margir hafa átt um sárt að binda í sanbandi við slys í Ós- hlíðinni og er ótrúlegt hvað það hef- ur dregist að „útiloka“ leið um Ós- hlíðina. Taka ákvörðun um aðrar leiðir sem eru öruggari mannslífum. Mannslífin eru alls staðar jafn dýrmæt, hvort sem það er fyrir norðan, austan, sunnan eða vestan. Vil ég skora á þá sem að þessum málum standa að taka ákvörðun um að velja bestu leiðina, sem er efa- laust göng úr Syðridal og yfir til Tungudals á Ísafirði. Ég er og verð alltaf Bolvíkingur þótt ég hafi farið frá Bolungarvík 14 ára gömul. Slitna þær rætur aldrei og þær góðu minningar sem ég á um það góða fólk sem tók okkur að sér og hjálpaði pabba í hans miklu sorg. Ég sendi hér með innilegar jóla- kveðjur til Bolvíkinga og ósk um gleðilegt nýtt ár sem færi þeim betri leið út úr þessum ógöngum. Það er allt hægt að laga ef vilji er fyrir hendi og vona ég að þeir sem stjórna þessu taki sig nú á og láti til skarar skríða. Með þökk fyrir birtinguna. INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Kirkjusandi 3, Reykjavík. Óshlíðin Frá Ingibjörgu Kristjánsdóttur: LAS um daginn góða grein eftir Olgu Markelova þar sem hún fjallaði um inn- flytjendamál. Olga bendir sér- staklega á hvern- ig innflytjendur eru hunsaðir í fjölmiðlum. Sjálf- ur hef ég séð ólíka blaðamenn fjalla vel um ýmsar hliðar aðlögunar inn- flytjenda, og þeir hafa oft verið sann- gjarnir í umfjöllun sinni. En ým- islegt má betur fara, eins og Olga Markelova bendir á: „Samt er eitt vafasamt við þessa margrómuðu umræðu: þótt innflytj- endur frá ýmsum löndum séu mjög áberandi í íslenska þjóðfélaginu, í skólum, á vinnumarkaði og á mörg- um sviðum daglega lífsins, – eru þeir ekki sýnilegir í fjölmiðlum. Og hér með á ég ekki við lögreglufréttir um átök taílenskra unglingahópa ein- hvers staðar í Breiðholti, heldur ein- mitt fjölmiðlaefni, sem tengist inn- flytjendamálum.“ Jón Gnarr spurði fyrir nokkrum árum hvernig lesendur myndu bregðast við ef fréttagrein í blaði tæki fram að einhver ákærður um glæp væri hommi. Auðvitað væri svona fréttagrein talin fordómafull og smekklaus. Af hverju er það þá fullkomlega leyfilegt að benda á frá hvaða landi ákærði kemur? Auðvitað styð ég tjáningarfrelsi, og sem blaða- maður er ég yfirleitt varkár þegar kemur að því að takmarka upplýs- ingar í frásögnum. Lesendur eiga skilið að vita það sem skiptir máli. En það er einmitt kjarni málsins – þjóðerni ákærða skiptir ekki máli í glæpasögunni, ekki frekar en hárlit- ur, stjörnumerki eða hvað sem er. Það hafa birst bæði nöfn og myndir af útlendingum sem sakaðir eru um glæp en hafa ekki verið dæmdir. Það stendur hins vegar í siðareglum Blaðamannafélags Íslands að það er bannað að birta nöfn og myndir af fólki sem er ákært fyrir glæp en ekki er búið að sakfella. Siðareglur BÍ eiga að gilda fyrir alla landsmenn, óháð uppruna þeirra. Annar punktur í grein Olgu sem vakti athygli mína var eftirfarandi: „Skilaboðin mín eru svona: það er ekki hægt að halda áfram um- ræðunni um „innflytjendamál“ – sama hvort hún tengist vinnumark- aði eða daglegum samskiptum – nema spyrja þá álits, sem viðkom- andi umræða snýst um.“ Einmitt. Mér finnst það mjög já- kvætt og nauðsynlegt að svo margir Íslendingar tjái skoðanir sínar um innflytjendamál. En snerta þessi mál einungis Íslendinga? Hvernig væri það ef engar konur væru spurðar um skoðun sína á launamun kynjana? Það þarf fleiri innflytjendur í hina opinberu umræðu. Slíkt kallar bæði á fjölmiðlamenn sem vilja tala við þá og líka innflytjendur sem vilja tjá sig. Mín reynsla er sú að það er ekki vandamál að fá innflytjendur til að tjá sig ef þeir eru á annað borð spurðir. Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegrar vetrarhátíðar. Þetta ár hefur verið mjög gott fyrir Vinstri- græna, og 2007 verður enn betra. PAUL F. NIKOLOV, alþingisframbjóðandi Vinstri grænna. Það sem skiptir máli Frá Paul F. Nikolov: Paul F. Nikolov ÁRIÐ 1991 gaf forætisráðuneytið út bók um sam- þykkt laga og breytingar um fána Íslands og skjaldarmerki frá háttvirtu Alþingi okkar. Einnig urðu breytingar 1995. Ég hef tekið eftir því að lögin eru ekki virt í mörgum tilfellum og það þar sem hæglega væri hægt að fram- fylgja lögunum. Almenni fáninn á alltaf að vera þannig að við, sem fylgjumst með, séum með hann á vinstri hönd úr sal eða áhorfendasvæði (einfalt, ekki satt?). Það vill bera við að íslensku fán- arnir hafi verið staðsettir hægra megin frá okkur áhorfendum séð. Enginn virðist kippa sér upp við það þótt staðsetningin sé röng miðað við fánalögin. Svo er einnig farið um margar stofnanir, almenni fáninn er ekki notaður eða er röngum stað. Því mið- ur er oft gert grín að lögunum, sam- anber í Ríkisútvarpi okkar frá gaml- ársdegi og nýársdegi og í vikulegum grínþáttum, snemma á árinu. Er ekki kominn tími til að við förum að taka upp betri siði gagnvart fánum og táknum okkar þjóðar? Ágætu landar. Í mínum huga er fáninn tákn um okkur Íslendinga, við eigum öll þennan fána, líka stjórn- málamenn, sem sækja umboð sitt til okkar og vilja starfa í okkar nafni (jafnvel er hægt að segja að fáninn sé Íslendingur og kjósandi þar með). Er ekki kominn tími til að fáninn og/eða skjaldarmerkið sé í sölum Al- þingis, t.d. alþingismönnum og þjóð- inni til áminningar. Við eigum að standa vörð um að á okkur sé ekki brotið með rangri notkun fánans og/eða hundsun. Ég held að í gangi sé einhver fælni í notkun fánans hjá framkvæmda- valdinu og háttvirtu Alþingi. Þessum táknum okkar ber að halda á loft og þau eiga að vera sjáanleg sem víðast og rétt notuð. Það er sorglegt að sjá engin tákn lands okkar notuð á stöðum, þar sem verið er að mergsjúga okkur með álögum á álögur ofan, dag eftir dag. Ég hefi áður birt grein í Frétta- blaðinu og á fleiri stöðum um Alþingi og fleiri há embætti og vísa á þær greinar. Fundur í Þjóðmenningarhúsinu á dögunum vakti furðu mína. Það var fánalaust hjá ráðherrunum. Þar var valin falleg blómaskreyting í bak- grunn fyrir fréttamennina, sem hefði passað við jarðarför. Eins var við at- höfn hjá Símanum, laugardaginn 29. september sl. Ekki var í fréttum sjá- anlegur íslenskur fáni eða merki. Þessi fundur gæti hafa verið í Bandaríkjunum. Þess vegna vekja svona alþjóðlegir fundir, með tilvist veraldarvefjarins, spurningar um í hvaða landi fundirnir eru eiginlega, en gæti haft einhverja merkingu á al- heimsvísu. Það er til dæmis ekkert passað upp á að myndir frá yfirstjórn landsins og fleirum séu samræmdar við tákn okkar lands. Það eru samt til undantekningar frá reglunni og nefni ég aðeins staði, þar sem allt er í fullkomu lagi: Dóms- salur Hæstaréttar Íslands og Há- skóli Íslands eru með óaðfinnanlega umgjörð í sínum athöfnum. Þessir aðilar vilja vera sannleikanum sam- kvæmir. Með allt á hreinu! Fimmtudagskvöldið 27. sept- ember sl. var í beinni útsendingu við- tal á NFS við formann Samfylking- arinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og formann Framsókn- arflokksins, Jón Sigurðsson. Val myndatökumannsins við upptökuna var að Ingibjörg fékk Alþingishúsið í bakgrunn og kórónu Danaveldis í kaupbæti, en Jón fékk í bakgrunn nafna sinn Jón forseta. Það verður fróðlegt að sjá hvort myndatökumað- urinn verður sannspár í komandi kosningum. Nú í árslok 2006 fer fram uppgjör ársins hjá fyrirtækjum og yfirstjórn þjóðarinnar. Verður fróðlegt að sjá hver mun nota þjóðartáknin rétt í sínum fróðleik, ætluð okkur að heyra og sjá. Svona mætti telja upp lengi. Læt ég hér staðar numið að sinni. Ég vil minna ykkur á, landar mín- ir, að vera vakandi fyrir þessum smá- atriðum og krefjast þess að fáni íbúa Íslands verði ávallt í öndvegi og styrkur lýðveldis okkar. Íslandi allt. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. PÉTUR KRISTJÁNSSON, rafeindavirki. Fánalög Íslands og reglur Röng notkun. Rétt notkun. Pétur Kristjánsson Frá Pétri Kristjánssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Hjálm- ari Árnasyni, „fyrsta stýri- manni“. Fyrir fá- einum dögum lýsti hann á kjör- dæmisþingi eind- rægum stuðningi við Guðna Ágústsson land- búnaðarráðherra og varaformann Framsóknarflokksins og hvatti flokksmenn til að gera slíkt hið sama. Nú er það gleymt. Vegna þessara sinnaskipta rifjaðist upp fyrir mér eyfirsk vísa sem ég heyrði nýlega: Ástin ljúfa lifa má lengi milli vina. Ef hún stangast ekki á við eiginhagsmunina. SVEINBJÖRN EYJÓLFSSON framsóknarmaður, Hvannatúni, Borgarnesi. Sveinbjörn Eyjólfsson Í þágu lýðræðisins … Frá Sveinbirni Eyjólfssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.