Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 28
daglegt líf 28 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Jólasveinarnir íslensku erugóðir gæjar sem jafnanleggja góðum málefnumlið. Nú eru þeir búnir að hella sér í jafnréttisbaráttuna. Femínistafélaginu fannst kominn tími til þess að virkja jólasveinana en það voru þau Hjálmar Sig- marsson og Tinna Kristjánsdóttir sem hrintu hugmyndinni í fram- kvæmd. „Femínistafélagið vildi taka þátt í jólagleðinni og okkur fannst þessi tími ársins tilvalinn til þess að koma jólaóskum okkar á framfæri. Jólasveinarnir eru góðir sendiboðar, enda nokkurs konar sendiherrar jólanna,“ segir Hjálmar. „Við fengum Tinnu til þess að túlka myndrænt heitustu óskir jólasveinanna en textinn vís- ar í flestum tilfellum í þekktar staðreyndir í jafnréttismálum og óskir um úrbætur. Á hverjum degi, síðan jólasveinarnir fóru að koma til byggða, höfum við síðan sett inn eina ósk á vefinn okkar, www.feministinn.is, en þær eru alls þrettán talsins. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar.“ – Var ekkert mál að finna óskir? „Nei, nei, það var minnsta mál- ið, erfiðast var að velja bara þrett- án. Í flestum tilvikum eru þetta alvarlegar óskir og margar þekkt- ar. En okkur fannst líka mikil- vægt að setja fram þær óskir að karlmenn tækju og sýndu ábyrgð í umræðunni um kynbundið ofbeldi og í jafnréttisbaráttunni almennt því það skiptir miklu máli. Við er- um sannfærð um að allir jólasvein- arnir eru femínistar og viljum líka nota þeirra aðferðir, sem oft er á léttari nótunum, til að vekja at- hygli á baráttumálunum. Öllu gamni fylgir þó alvara.“ – Er einhver ósk í sérstöku uppáhaldi hjá þér ? „Það er erfitt að velja á milli en ég er hrifinn af óskinni hans Stúfs. Hann vill sjá fleiri konur í valdastöðum.“ Tinna Kristjánsdóttir er að eig- in sögn með fjörugt ímyndunarafl og pínu hvatvís. Hún var því ekki lengi að segja já við þessu skemmtilega verkefni þegar þess var farið á leit við hana. „Sumt var erfiðara að túlka en annað en þetta var skemmtileg áskorun,“ segir rétthenta listakonan sem teiknaði myndirnar með vinstri hendi því það virkaði betur. „Þetta eru allt svo réttmætar óskir að það er erfitt að gera upp á milli þeirra,“ segir hún aðspurð. „Upphaldsjólasveinninn minn er þó sá sem óskar sér þess að fleiri jólasveinar séu konur.“ Jólasveinarnir virkjaðir í jafnréttisbaráttunni Morgunblaðið/Ómar Femínistar Þau Tinna og Hjálmar eru í jólaskapi eins og jólasveinarnir og hafa fengið þá í lið með sér í jafnréttisbaráttunni. Femínistajólasveinar Erfiðast reyndist að velja bara þrettán jóla- sveina, en í flestum tilvikum eru þetta alvarlegar óskir og margar þekktar. TENGLAR ..................................................... www.feministinn.is Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Trausti Hraunfjörð, sonurminn, var að spekúlera í aðgifta sig af því að hann varólöglegur í landinu,“ segir Ásta Hraunfjörð í upphafi samtals sem snerist um að segja frá verslun sem hún opnaði ásamt manni sínum nýlega á Frakkastíg 7 í Reykjavík. Trausti, sonur hennar, hafði sem sé verið búsettur í Perú um skeið, nánar tiltekið í Lima, og hann var svo heill- aður af landinu að hann vildi setjast að til frambúðar. „Trausti hafði verið þarna sem ferðamaður fyrir nokkr- um árum og hann kynntist ungri prinsessu og varð ástfanginn. Þau voru nýflutt í nýja íbúð þegar við komum þarna og við hvöttum þau til að láta verða af brúðkaupinu af því að við vorum nú stödd þarna. Passinn hans var útrunninn og það voru góð ráð dýr að útvega stimpil í passann og þá var ekki hægt að giftast. Við ferðuðumst þess vegna alla leið til Ekvador til að fá þennan stimpil, sem var heilmikið ferðalag og mikil saga þar, skal ég segja þér,“ heldur Ásta áfram. Sú saga varð þó að bíða betri tíma því nú snerist málið um ástæðu þess að hún og Njáll Sigurjónsson, maður hennar, opnuðu verslunina í Reykjavík, en þar fást einmitt per- úskar vörur. Hugmyndin kviknar Á meðan Ásta og Njáll voru í Lima voru þau dugleg að fara á markaði, þegar brúðkaupið var yfirstaðið og allt stússið í kringum það, sem að sögn Ástu voru víðáttumiklir og æv- intýralegir. „Ein gata gat t.d. alveg náð frá Hlemmi og að Naustinu,“ út- skýrir Ásta. „Á einni voru kannski bara buxur eða bara kjólar,“ bætir hún við með mikilli áherslu á orðið bara. „Jafnvel bara kjúklingar. Og hænurnar voru þá undir borðinu,“ segir hún og hlær létt. „Svo fór nú hugmyndin smátt og smátt að mótast, ég gat náttúrlega ekki keypt allt Perú … því síður alla Lima,“ segir Ásta og hlær enn. „En þetta voru svo fallegir hlutir allt sam- an,“ nú dregur hún seiminn og verður dreymin til augnanna. „Ég er auðvit- að sjúk í búðir,“ segir hún svo prakk- araleg. „Jæja, við sáum að þetta gæti verið góð hugmynd og fórum að kanna með verð. Möguleikar á að flytja þetta voru engir. Þá var bara allt sett í gang og viku áður en við fórum heim var ákvörðunin tekin … bara opna búð,“ segir Ásta og vottar nánast fyr- ir undrun í rödd hennar. „Fötin voru það falleg að það var hreinlega ekki hægt að ganga fram hjá þeim.“ Þegar heim var komið var undir- búningi haldið áfram og Trausti vann að því úti í Perú að koma á flutn- ingaleið á milli landanna. Eftir tveggja mánaða vinnu sá fyrir end- ann á öllu saman og árangurinn leit dagsins ljós, eins og áður segir, í krúttlegu húsnæði við Frakkastíg 7. Þar er að finna fatnað á alla fjölskyld- una, allt frá smábarnafatnaði upp í herrafatnað sem óhætt er að segja að sé gjörólíkur því sem fólk á að venjast í tískuverslunum landsins. Vöruúr- valið á bara eftir að aukast því Ásta og Njáll eru að vinna í því að auka fjölbreytnina í því sem þau flytja inn. Vörurnar eru framleiddar í Perú undir vörumerkinu Lava, sem er þeirra eigið merki og vísar í ætt- arnafnið; Hraunfjörð. Morgunblaðið/Golli Skemmtilegt Ásta Hraunfjörð og Njáll Sigurjónsson, eigendur verslunarinnar Lava, klædd í perúska hönnun. Ekki bara fatnaður Í versluninni er líka að finna handtöskur og ýmiss konar trémuni. Hlýtt og skrautlegt Buxurnar eru vandaðar og á þær hafa verið handmál- aðar myndir. Húfurnar eru úr blandaðri lama-ull. Perúsk stemning við Frakkastíg FEGRUNARLÆKNAR í Dan- mörku upplifa mikla ásókn þung- lyndra einstaklinga, sem eiga við mörg önnur vandamál að glíma en of lítil brjóst eða slappan maga, í aðgerðir. Þeir eiga einfaldlega í erfiðleikum með að standa undir lífinu og tilverunni almennt. Berlingske tidende segir marga af færustu lýtalæknum Danmerkur upplifa þetta vandamál. Einn af þeim er Poul Harboe sem starfar við einkasjúkrahús í Kaupmanna- höfn og situr í stjórn Félags danskra lýtalækna. Í ár hefur hann stækkað brjóst 100 kvenna og minnkað brjóst 60 annarra. „Þriðji hver sjúklingur er á ein- hverskonar geðlyfi þegar hann kemur til mín og svokallaðar gleðipillur eru mjög algengar. Ég veit þetta, því sjúklingarnir þurfa að upplýsa um lyfjatöku fyrir að- gerðina,“ segir hann. Sumir þess- ara sjúklinga eru í svo miklu ójafnvægi að Harboe sér sig til- neyddan að vísa þeim frá. Sömu sögu hafa margir kollegar hans að segja. Sjálfsmorðstíðnin hærri Lýtalæknarnir vita að fegrunar- aðgerð er ekki ávísun á ham- ingjuríkt líf. Þvert á móti sýndi rannsókn, sem Harboe átti þátt í að gera árið 2004, að þær konur sem hafa látið stækka brjóst sín eru oftar lagðar inn á geðdeild en kynsystur þeirra. Sömuleiðis eru þær í þrefaldri hættu á að fremja sjálfsmorð á við aðrar. Óhamingju- samar í fegr- unaraðgerð heilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.