Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
SAMTAK ehf. í Hafnarfirði afhenti
í desember G. Ben. ehf. útgerð á
Árskógssandi Víking 1.500-fiskibát
sem er 30 tonna plastbátur yfir-
byggður að hluta. Báturinn sigldi
heim í heimahöfn milli jóla og ný-
árs og gekk ferðin mjög vel.
Báturinn hefur hlotið nafnið SÆ-
ÞÓR EA 101. Hann verður gerður
út frá Árskógssandi og mun G.
Ben. ehf. útgerðin, sem rekin er af
feðgunum Hermanni Guðmunds-
syni og Arnþóri Hermannssyni,
sem einnig er skipstjóri bátsins,
nota bátinn á netaveiðum á Norð-
urlandsmiðum.
Sterkari og léttari
en hefðbundnir bátar
Báturinn er 15 metra langur og
4,22 metra breiður, í lestarrými
tekur hann 36 460 lítra fiskikör,
vélin er 850 hestafla Caterpillar-vél
með hefðbundnum skrúfubúnaði
frá Heklu og er hámarkshraðinn
stilltur niður í 20 mílur, en vinnslu-
hraðinn 15–18 mílur.
Báturinn er smíðaður með Vac-
um-aðferð með samlokukjarna sem
gerir hann sterkari og léttari en
hefðbundna plastbáta, sem skilar
sér í minni olíueyðslu.
Í lúkar er báturinn innréttaður
fyrir fjóra til sex manns með kojum
og bekkjum ásamt borði, eldhús-
horni með granítborði með raf-
magnseldavél á stjór og salerni á
bakborði. Fyrir miðju er afþreying-
arskápur með DVD-spilara og flat-
sjónvarpi, örbylgjuofni og ísskáp.
Undir stýrishúsi er aukaherbergi
sem hægt er að nota fyrir svefn-
aðstöðu fyrir einn mann.
Erum ánægðir með útkomuna
Í stýrishúsi er stórt mælaborð
hlaðið siglingatækjum frá Brúnni
ehf. á Akureyri og aðstaða fyrir
þrjá menn. Aftan við stýrishúsið
bakborðsmegin er stór stakka-
geymsla með sætisbekk og borði
með vaski.
Á þilfari er netaspil og borð frá
Marax ehf. og Krani frá Barka ehf.
og er yfirbyggt skýli á bakborðs-
síðunni.
„Þetta er einn hinn glæsilegasti
og sá stærsti bátur sem við höfum
smíðað og erum við mjög ánægðir
með útkomuna á honum,“ segir
Snorri Hauksson hjá Samtaki ehf.
„Og við óskum útgerðinni og kaup-
staðnum til hamingju með nýja bát-
inn.“
Nýr 30 tonna
bátur frá Samtaki
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Bátar Nýi báturinn er 30 tonn og yfirbyggður að hluta til, 15 metra langur.
Útgerð Feðgarnir Hermann Guðmundsson og Arnþór Hermannsson, sem
einnig er skipstjóri bátsins. Báturinn verður gerður út á net fyrir norðan.
ALÞINGI hefur samþykkt lög þar
sem breytt er að nokkru viðurlaga-
ákvæðum á sviði fiskveiðistjórnun-
ar. Þar er einkum um að ræða
ákvæði sem varða sviptingu veiði-
leyfa, afturköllun vigtunarleyfa,
lágmarkssektir og upptöku afla og/
eða veiðarfæra.
Til að mynda eru í lögunum af-
numin lögbundin sektarlágmörk og
samþykkt heimild til að veita skrif-
lega áminningu vegna tiltekinna
fyrstu minniháttar brota, sem áður
vörðuðu veiðileyfasviptingu eða aft-
urköllun vigtunarleyfis.
Breytingar í
samræmingarskyni
Fram kemur í greinargerð með
frumvarpinu að það er flutt í fram-
haldi af starfi nefndar sem sjáv-
arútvegsráðherra skipaði í ársbyrj-
un til þess að fara yfir viður-
lagaákvæði ýmissa laga er varða
veiðar í hafinu í kringum Ísland og
meðferð sjávarafla. Var meginnið-
urstaða nefndarinnar að viðurlaga-
ákvæði gildandi laga væru nægj-
anleg og hefðu reynst yfir höfuð
vel, en þó voru lagðar til nokkrar
breytingar, meðal annars í sam-
ræmingarskyni.
Breytingar
gerðar á
viðurlögum
LÁTINN er í Reykja-
vík Guðbjörn Jónsson
klæðskerameistari,
knattspyrnuþjálfari
og húsvörður í KR-
heimilinu. Guðbjörn
var fæddur í Reykja-
vík 19. mars árið 1921
og voru foreldrar hans
hjónin í Stóra-Skip-
holti á Bráðræðisholt-
inu, Jón Jónsson sjó-
maður og kona hans
Þórunn Helga Eyj-
ólfsdóttir húsmóðir.
Hann hóf nám í
klæðskeraiðn 1940 og
lauk sveinsprófi 1944. Guðbjörn fór í
framhaldsnám til Danmerkur þar
sem hann stundaði nám í fatateikn-
un og síðan til Frakklands þar sem
hann lærði fatamátun.
Guðbjörn opnaði klæðskerastofu í
Reykjavík og rak hana í nokkur ár.
Hann hóf síðan störf hjá Verksmiðj-
unni Föt hf. þar sem hann var verk-
stjóri í u.þ.b. tuttugu ár eða til 1979
en þá hóf hann störf hjá KR og
vann þar í tólf ár.
Guðbjörn hóf ungur afskipti af
íþróttum. Hann varð sex sinnum Ís-
landsmeistari í knattspyrnu en hann
og bræður hans hafa allir orðið Ís-
landsmeistarar með
meistaraflokki KR. Þá
var hann einnig valinn í
landslið Íslands í knatt-
spyrnu. Hann var
Reykjavíkurmeistari í
skíðagöngu 1941 og 42
og KR-meistari í hnefa-
leikum.
Hann þjálfaði m.a.
Keflvíkinga er þeir
urðu meistarar í 2.
deild 1962 og meistara-
flokk KR er þeir urðu
Íslandsmeistarar 1965
og bikarmeistarar 1966.
Þá þjálfaði hann hjá
fjölmörgum öðrum íþróttafélögum
s.s. Ármanni, Þrótti og Val.
Guðbjörn varð knattspyrnudóm-
ari 1943 og síðan milliríkjadómari.
Hann var um skeið formaður Knatt-
spyrnudómarafélags Reykjavíkur
og sat í stjórn knattspyrnudeildar
KR.
Á íþróttaferli sínum hlaut Guð-
björn fjölmargar viðurkenningar
m.a. gullmerki ÍSÍ og KR.
Eftirlifandi eiginkona Guðbjörns
er Sigríður María Sigmarsdóttir frá
Seyðisfirði. Guðbjörn og Sigríður
María eignuðust fjögur börn og tólf
barnabörn.
Andlát
Guðbjörn Jónsson
„GERÐAR eru meiri kröfur um sér-
hæfingu en hefur verið og meiri þver-
faglega teymisvinnu, þannig að betur
sé haldið utan um konuna, alveg frá
því að hún greinist eftir skimun,“ seg-
ir Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður
Samhjálpar kvenna, samtaka til
stuðnings konum sem greinast með
brjóstakrabbamein, um fyrirkomulag
brjóstakrabbameinsmiðstöðva.
Landspítalinn hefur ákveðið að setja
á stofn slíka miðstöð á nýjum spítala.
„Þarna snýst þjónustan mikið í
kringum konuna en við höfum nú svo-
lítið þurft að leita uppi þá þjónustu
sem við höfum þarfnast. Það er mikil
einföldun að hafa þessa þjónustu alla
á einum stað, sérstaklega fyrir kon-
una og fjölskyldu hennar.“ Guðrún
segir Leitarstöð Krabbameinsfélags
Íslands standa vel að skimun eftir
brjóstakrabbameini. Hins vegar
vanti hlekk milli stöðvarinnar og
Landspítalans (LSH). Eftir grein-
ingu hjá stöðinni fylgi oft erfiður bið-
tími eftir að hitta fagfólk spítalans.
Samtökin hafa haft samband við full-
trúa beggja aðila og beðið um að
reynt verði að koma á tengilið. Und-
irtektir hafa verið góðar, að sögn
Guðrúnar.
„Auðvitað er þjónustan góð á Ís-
landi miðað við annars staðar. En við
verðum alltaf að horfa fram á við og
sjá fyrir okkur hvað gæti verið
betra.“
„Betur sé haldið
utan um konuna“
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÁKVEÐIÐ hefur verið að brjósta-
krabbameinsmiðstöð fái stað inni á
nýju Landspítala – háskólasjúkra-
húsi (LSH) og verður unnið að upp-
byggingu hennar í áföngum.
Brjóstakrabbameinsmiðstöð er
ekki endilega sérstök bygging held-
ur fyrst og fremst starfseining sem
byggist á teymisvinnu fagfólks.
Í miðstöðinni verði m.a. sinnt
skimun, rannsókn, greiningu, með-
ferð og endurhæfingu sjúklinga
sem fengið hafa brjóstakrabbamein
sem og annarri þjónustu, s.s. stuðn-
ingi við sjúklinga og aðstandendur.
Í dag eru þessir þættir þjónust-
unnar dreifðir sem getur valdið töf-
um og óþægindum fyrir sjúklinga.
Aðgengi fagfólks að öllum gögnum
á sama stað mun að mati LSH auð-
velda alla greiningu og stytta bið-
tíma sjúklinga, svo sem kostur er.
Brjóstamiðstöðvar hafa rutt sér
til rúms víða í Evrópu og einnig í
Bandaríkjunum á undanförnum ár-
um sem svar við óskum sjúklinga
um heildræna meðferð og að allir
meðferðaraðilar starfi náið saman,
að sögn Jóhannesar M. Gunn-
arssonar, lækningaforstjóra LSH.
Spítalinn er því að fylgja þróun sem
orðið hefur í nágrannalöndunum.
Jóhannes segir að mikil áhersla
hafi verið lögð á það af samtökum
kvenna sem veikst hafa af brjósta-
krabbameini sem og lækna-
samtökum í Evrópu að þjónusta við
brjóstakrabbameinssjúka sé öll
undir sama hatti. Mikilvægt sé að
samræma betur en nú er gert
myndatöku, sýnatöku og úrvinnslu
úr slíkum rannsóknarniðurstöðum
svo og meðferð. Þá er sálrænn og
félagslegur stuðningur hluti af
þessari heild. Það sé sjúklingnum
til bóta að einfalda bæði grein-
ingar- og meðferðarferlið.
Tafir vegna aðskilnaðar
Krabbameinsfélag Íslands (KÍ)
sinnir skimun eftir brjósta-
krabbameini hér á landi samkvæmt
samningi við heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið. Þar eru m.a.
framkvæmdar brjóstamyndatökur
en tæki KÍ þarfnast nú endurnýj-
unar. Meðferð er hins vegar sinnt á
LSH. Margskonar óþægindi skap-
ast fyrir sjúklinga sem og heil-
brigðisstarfsfólk vegna þessa að-
skilnaðar. Skurðlæknar LSH þurfa
t.d. vikulega að fara í leitarstöð KÍ í
Skógarhlíð og skoða röntgen-
myndir. Á skurðaðgerðardegi geta
konur í vissum tilvikum þurft að
fara á leitarstöðina til að láta
merkja óáþreifanleg æxli sem á að
fjarlægja og þaðan inn á LSH þar
sem aðgerðin er framkvæmd. Þar
við bætist að oft þarf að senda
myndir af vefsýnum með leigubíl
frá skurðstofu LSH upp í leitarstöð
KÍ til að bera saman við eldri mynd-
ir og á meðan bíður sjúklingurinn
sofandi á skurðstofunni. Þá er svo-
kölluð Frumugreiningarstofa stað-
sett í Glæsibæ og getur greining
tekið 1–4 daga. Biðtímann mætti að
mati LSH stytta verulega væri
frumugreiningarrannsókn og
myndgreining gerð á sama stað.
Einnig hafa sjúklingar krafist þess
að uppbygging brjósta verði gerð
samhliða skurðaðgerð við krabba-
meini en verið er að ráða skurð-
lækna á LSH sem hafa sérþekkingu
á þessu sviði.
Jóhannes segir að betur færi á
því að tengja þessa þætti betur en
nú er til að greiða fyrir greiningu
og meðferð. Framkvæmdastjórn
spítalans hafi lýst því yfir að hún
stefni að því að öll skimun og leit
eigi sér síðar meir stað í tengslum
við nýtt háskólasjúkrahús. Skipu-
lag skimunar og innköllun kvenna í
hana geti þó vel verið á höndum
annarra aðila en sjúkrahússins.
Vísir að brjóstamiðstöð
Nú þegar má segja að margir
þættir brjóstamiðstöðvar séu á LSH
en þar eru framkvæmdar flestar
skurð- og lyfjameðferðir og allar
geislameðferðir krabbameinssjúk-
linga. Þar er einnig að finna end-
urhæfingargöngudeild krabba-
meinssjúkra og sjúkrahústengda
heimaþjónusta. Þá sinnir spítalinn
einnig eftirliti að meðferð lokinni.
Jóhannes bendir á að árangur af
greiningu og meðferð brjósta-
krabbameins hér á landi sé með því
besta sem gerist í heiminum. Tölu-
vert óhagræði sé hins vegar af nú-
verandi fyrirkomulagi. Óskað sé
eftir samvinnu við Krabbameins-
félagið enda sé þar að finna mikla
þekkingu og reynslu varðandi
skimun á brjóstakrabbameinum.
Skimun, greining og
meðferð verði á sama stað
Morgunblaðið/Ásdís
Óhagræði Brjóstamyndatökur og greining fer fram hjá Leitarstöð
Krabbameinsfélagsins en öll krabbameinsmeðferð á Landspítalanum.