Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÁ SEM fer í Perluna og spókar sig á útsýnispöllunum á fögrum degi getur auðveldlega orðið fyrir hughrifum af tign og kyrrð Vatns- mýrarsvæðisins. Þarna blasir við fegurð himinsins, vídd sjóndeild- arhringsins og að miklu leyti ósnortin náttúra, sem flugvöllurinn gamli og góði hefur verndað í meira en hálfa öld með nærveru sinni. Margir hafa horn í síðu flugvallarins og sjá fyrir sér miklar byggingar á öllu þessu svæði. Það er í raun auðvelt að sjá þessar breytingar fyr- ir sér af þessum sjón- arhóli. Bæta síðan umferðargnýnum við þögnina í eyrunum og blanda svo brælunni frá bílunum við litina frá Snæfellsjökli fyrir sínum innri augum. Fyrir mitt leyti kem ég ekki auga á þær dásemdir sem þessi skipti eiga að færa mannfólkinu. Varla hefur Jóhannes Kjarval haft þær myndir í huga þegar honum vitr- aðist það að norðurljósin gætu nálgast fætur mannanna, einmitt þarna í Öskjuhlíð. Eftir alla þá miklu talnaturna, sem reistir voru um söluhagnað lóða á flugvallarsvæðinu, gáfu menn umhugsunarlaust lungann úr svæðinu endurgjaldslaust til Háskólans í Reykjavík. Þetta gerðist eftir að Garðabær vildi bjóða skólanum til sín. Yfirtromp R-listans sáluga sem Háskólinn þáði. Sagt var eitt sinn, að bókvitið verði ekki í askana látið. Víst er að ekki mun þetta háskólasvæði gefa af sér neinar tekjur í borgarsjóð. Það mun hins vegar færa umhverf- ið úr lagi og valda óafturkræfum spjöllum á Vatnsmýr- inni og flugvellinum. Allt er þetta óþarfi. Það eru margir staðir sem eru heppilegri fyrir Háskólann í Reykjavík en þarna suður af „Benevent- um“ í kallfæri við Há- skóla Íslands. Um- ferðarmálin frá Háskóla Íslands eru ennþá óleyst . Vanda- málin munu aukast til muna með umferð frá nýju hátæknisjúkra- húsi, nýrri samgöngumiðstöð og svo síðast frá Háskólanum í Reykjavík. Þvílíka martröð getur ekki sett að venjulegum vegfar- anda á Hringbrautinni seinnipart dags? Ríkið á mikið land við Keldur. Það eru falleg svæði norður af Rauðavatni, við Rauðhóla, Reyn- isvatn og svo má telja. Víðast hvar í heiminum eru háskólar að flytja út fyrir bæina. Til dæmis er minn gamli skóli í miðri Stuttgart löngu farinn út í sveit. Höfuðborgin þarfnast flugvall- arins. Hvaða borg á sambærilegan „City Airport“ með sjávarbakka á tvær hliðar? Reykjavíkurflugvöll á að efla og auka flug frá honum. Samgöngur eru undirstaða efna- hagslífs allra þjóða, það gerði Dar- íos Persakóngur sér ljóst fyrir margt löngu. Flugumferð er mun fyrirferðarminni en bifreiðafjöld- inn og mengar minna. Eldgos á Hellisheiði eða á Reykjanesi gætu líka skyndilega kallað á flug- samgöngur frá höfuðborgarsvæð- inu. Hraunin þar runnu aðeins á gærdegi jarðsögunnar. Njótum samvista við víddina, fegurðina og flugvöllinn. Eit- urspúandi blikkbeljur og magn- þrungnir steypuklumpar eru ekki því fegurri sem fleiri koma saman fremur en heimskir menn. Dreifð byggð er betri byggð og barn- vænni en barafjöld. Mannfólkið þarf staði þar sem norðurljósin geta fundið fætur þess. Verndum Vatnsmýrina, flugvöll- inn, fegurðina og fuglana meðan þess er enn kostur. Verndum Vatnsmýrina Halldór Jónsson fjallar um Vatnsmýrina og flugvöllinn »Njótum samvista viðvíddina, fegurðina og flugvöllinn. Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. SAMKVÆMT vef Blaða- mannafélags Íslands þurfa til- nefningar til Blaðamannaverð- launa vegna ársins 2006 að hafa borist fyrir 19. janúar nk. Í mínum huga stendur einn maður upp úr þegar horft er um öxl og hugað að afrekum blaðamanna á liðnu ári. Sá heit- ir Sigurjón Magnús Egilsson, ,,SME“. Afrek SME á árinu 2006 verða ekki öll tíunduð hér, held- ur látið við það sitja að nefna, að SME réð sig í þrígang sem ritstjóra dagblaða á síðasta ári, nú síðast til nýrrar DV-útgáfu. Hvernig SME umgekkst sannleikann og gerða samninga á árinu 2006 lýsir betur en mörg orð andlegu atgervi, heið- arleika og endalausri leit þessa eftirsótta og dáða blaðamanns að sannleikanum. SME er stéttarsómi og verð- skuldar sæmdarheitið ,,Blaða- maður ársins“. Sigurður G. Guðjónsson Blaðamaður ársins Höfundur er hæstaréttarlögmaður. EINS og flestum Kópavogsbúum er kunnugt var eitt helsta útspil Framsóknar- og Sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar í vor bygging hjúkrunarheimilis við Boðaþing. Fyrsta skóflustungan var tekin nokkrum dögum fyrir kosningar að viðstöddum fjölmiðlum og fyr- irmennum. Hugmyndin að Boða- þingi er komin frá Hrafnistu í Hafn- arfirði en um er að ræða breytt fyrirkomulag þar sem íbúar halda fjárhags- legu sjálfstæði og greiða fyrir alla þjón- ustu sjálfir. Eins og kom fram í fjölmiðlum leit heilbrigðisráðherra jákvætt á málið en að öðru leyti lágu engin vilyrði fyrir, hvað þá loforð frá ráðuneytinu. Líklega hefur meiri- hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs treyst því að verandi réttu megin við línuna í pólitík myndi ráðuneytið afgreiða málið fljótt og vel. En nú blasir sú alvarlega stað- reynd við að heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt bæjarstjórn Kópa- vogs að þar sem ekki sé að finna skýra lagaheimild fyrir slíku til- raunaverkefni sem Boðaþing er verði ekki unnt að samþykkja annað fyrirkomulag en það sem tíðkast hefur, fyrr en lögum um málefni aldraðra og lögum um almanna- tryggingar hefur verið breytt. Á fjárlögum ársins 2007 er ekki gert ráð fyrir krónu til uppbyggingar eða reksturs Boðaþings. Í vor lofaði Bæjarstjórinn að fyrsta áfanga yrði lokið síðla árs 2008 en nú stefnir í að það loforð muni ekki verða efnt. Meirihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks í bæjarstjórn Kópa- vogs glímir nú við vindmyllur rík- isstjórnar sinna eigin flokka. Ríkisstjórnar sem hefur látið mál- efni aldraðra reka á reiðanum alla sína stjórnartíð. Það liggur fyrir að þrátt fyrir flokkstengsl og góðan vilja hefur meirihlutanum ekki tek- ist að sannfæra heilbrigðisráðherra um nauðsyn þess að í Kópavogi rísi hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili í bæ þar sem biðlistar aldraðra í brýnni þörf eru lengstir á landinu. Enn er ekki séð fyrir endann á bið aldraðra Kópavogsbúa eftir við- eigandi þjónustu og tími er ekki eitthvað sem aldraðir hafa nóg af! Sunnuhlíð- arsamtökin í Kópavogi hafa um árabil rekið þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili með miklum sóma. Hjúkr- unarheimili rekið skv. laganna bók- staf. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir að Sunnuhlíð vill stækka hjúkr- unarheimilið og þannig fjölga hjúkr- unarrýmum um 30 ásamt því að breyta þeim rýmum sem fyrir eru í einstaklingsrými. Með fjárveitingu ríkis og bæjarsjóðs mætti gera þessa stækkun að veruleika á ein- ungis fáeinum mánuðum og þannig draga úr löngum biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Í því sambandi getur ráðuneytið ekki hengt sig í reglugerðir og lagakróka og aldraðir Kópavogsbúar fá þá þjónustu sem þeim ber. Núverandi meirihluti í bæjar- stjórn Kópavogs, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmaðurinn eru múl- bundnir. Þó að það svíði nú sárt á þeirra eigin skinni, áhugaleysi stjórnvalda gagnvart málefnum aldraðra, geta þeir ekki beitt sér af fullum þunga og fyrir opnum tjöld- um gegn félögum sínum í rík- isstjórninni. Það getum við í Sam- fylkingunni hins vegar gert og það munum gera. Hjúkrunarrými í Kópavogi Guðríður Arnardóttir fjallar um hjúkrunarrými og málefni aldraðra í Kópavogi »Enn er ekki séð fyrir endann á bið aldraðra Kópavogsbúa eftir viðeigandi þjón- ustu og tími er ekki eitthvað sem aldraðir hafa nóg af. Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs. ENN einu sinni ætlar stór- iðjuarmur Samfylkingarinnar að leika þann leik að villa um fyrir fólki. Nú er það þegar kemur að kosn- ingum um stækkun álversins í Hafn- arfirði. Nú skömmu fyrir áramót er haft eftir bæjarstjóra Sam- fylkingarinnar að ósk- að hafi verið eftir því að unnar yrðu reglur sem varði almennan ramma varðandi regl- ur um íbúalýðræði í Hafnarfjarðarbæ. Um reglurnar þurfi að vera breið samstaða og sátt. Vinnan við þær reglur var þó ekki lýðræðislegri en svo að lýðræðis- og jafnrétt- isnefnd fékk ekki nema einn fund til þess að fara yfir það efni sem var til umfjöllunar, sem síðan var afgreitt út úr nefndinni með tveimur at- kvæðum gegn einu. Lýðræðisleg ákvarðanataka? Varla. Allt í réttri röð Einnig heldur Samfylkingarbæj- arstjórinn Lúðvík því fram að allt þurfi að fara fram í réttri röð. Fyrst þurfi að koma fram ósk um stækkun, svo þarf að afgreiða deiliskipulag, svo þarf að ákvarða kosningu, og loks að kjósa; um hvað? Jú, deili- skipulagið. Þarna er því í fyrsta lagi lýst yfir að meirihlutinn hafi einhliða tekið ákvörðun um það hvað eigi að kjósa um. Þrátt fyrir þetta er það greini- legt af allri umræðu að bæjarbúar vilja kjósa um stækkunina sjálfa, ekki um deiliskipulagið. Hvers vegna mega bæjarbúar ekki fá að segja álit sitt á því sem þeir vilja tjá sig um? Lýðræðisleg ákvarð- anataka? Varla. Ekki flokkspólitík Í öðru lagi segir Lúðvík, og ítrek- ar, að fyrst þurfi að liggja fyrir alls kyns gögn, áður en hægt sé að taka afstöðu í þessu máli. Það sagði Sam- fylkingin í Hafnarfirði reyndar líka fyrir seinustu bæjarstjórnarkosn- ingar. Þegar gengið var eftir því hvort þetta samrýmdist stefnu Samfylking- arinnar um fagra Ís- land sagði Samfylking- arbæjarstjórinn það vera svo, hins vegar hefði málið verið sett í ferli af Hafnfirðingum á sínum tíma strax árið 2002 og því ferli yrði fylgt, enda málið ekki rekið á flokks- pólitískum nótum. Sum sé, málið er mál Hafn- firðinga fyrst og fremst, kemur öðrum lítið við og ekki er ætlunin að spyrja fleiri. Hin breiða kirkja Hvað gengur Samfylkingunni til? Í Hafnarfirði er hennar höfuðvígi. Þarna situr bæjarstjóri sem segist hafa unnið stærsta sigur jafn- aðarmanna, ef frá er talinn stórsigur Alþýðuflokksins á Ísafirði á öldinni sem leið? Þarna er forseti bæj- arstjórnar sem jafnframt er leiðtogi kjördæmisins í landsmálum? Jú, lík- lega á það við sem fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar sagði forðum daga, að Samfylkingin sé „hin breiða kirkja þar sem grunn- stefin um ábyrgð manns á manni sameina alla jafnaðarmenn hvort sem þeir eru með eða móti ESB, vilja aðild að Nató eða herinn burt, Kárahnjúka eða óspilltan þjóðgarð“. Ætli þetta eigi ekki bara við um Straumsvíkurstækkunina og þægð við stóriðjustefnuna líka? Rúmar Samfylkingin ekki þær skoðanir sömuleiðis? Hin breiða kirkja Samfylkingarinnar Gestur Svavarsson fjallar um stækkun álversins í Straumsvík og stefnu Samfylkingarinnar Gestur Svavarsson »Hvers vegna megabæjarbúar ekki fá að segja álit sitt á því sem þeir vilja tjá sig um? Höfundur skipar 3. sæti á lista VG í SV-kjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor. Í SÍÐUSTU borgarstjórnarkosn- ingum héldu Vinstri grænir því nokkuð stíft fram að þeir væru eina alvöru feminíska framboðið. Þetta þótti mörgum undarlegt í ljósi þess að undir forystu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, var gerð sannkölluð jafnréttisbylting í stjórnsýslu Reykja- víkurborgar. Ekki er það síður undarleg staðhæfing þegar haft er í huga að Samfylk- ingin hefur kosið sér konu sem for- mann en í VG situr Steingrímur J. Sigfússon sem formaður. Sú hugmynd hjá VG að flokk- urinn væri „eina alvöru feminíska framboðið“ á líklega rætur að rekja til þess að Svandís Svavarsdóttir var efst á lista þeirra í borg- arstjórnarkosningunum. Enda er Svandís afar frambærileg stjórn- málakona, skelegg og sjarmerandi og átti án nokkurs vafa mikinn þátt í gengi VG í borgarstjórnarkosning- unum. Það er hins vegar undarlegt að Svandís virðist ekki hafa haft jafnan rétt og Árni Þór Sigurðsson þegar kom að því að skipa í nefndir og ráð. Svandís, leiðtogi VG í borginni, er ekki í borgarráði sem má furðu sæta hjá „eina al- vöru feminíska fram- boðinu“. Hún fékk heldur ekki vel launuðu karladjobbin s.s. setu í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum, þau fékk karlinn í öðru sæti listans hjá „eina alvöru fem- iníska framboðinu“ í síðustu borg- arstjórnarkosningum. Þess vegna kemur það konu ekk- ert á óvart þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, þvertekur fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé eðlilegasta forsætisráðherraefni Kaffibandalagsins svokallaða. Ætla má að flestir vilji að for- sætisráðherrann komi úr þeim flokki sem flestir kjósendur treysta. Þess vegna held ég að mörgum hafi brugðið við að sjá framsóknareðli Steingríms birtast jafn grímulaust og það gerði í Kryddsíldinni. Hitt sem ekki síður vakti ónot var hvað formaður VG, „eina alvöru fem- iníska framboðsins“, kom rækilega upp um eiginhagsmunasemi sína og karlhyggju og var tilbúinn að snuða íslensku þjóðina um konu sem for- sætisráðherra. En nú vita landsmenn hvar þeir hafa formann VG og flokk hans þeg- ar næst verður farið að tala um „eina feminíska framboðið“. Feministaflokkur Íslands? Arndís Steinþórsdóttir fjallar um feminísk framboð Arndís Steinþórsdóttir »Ætla má að flestir vilji að forsætisráðherrann komi úr þeim flokki sem flestir kjósendur treysta. Höfundur er kennari og feministi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.