Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 35
✝ Hrefna Péturs-dóttir fæddist á
Hellissandi 10. nóv-
ember 1936. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 24. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Jón-
asdóttir, f. 1. nóv-
ember 1904 á Önd-
verðarnesi, d. 1989,
og Pétur Kristófer
Pétursson, f. 6. sept-
ember 1896 í Arn-
artungu í Staðarsveit, d. 1985.
Systkini Hrefnu eru: Magnea Rós-
björg, f. 1929, og Pétur Kristófer,
f. 1932.
Hinn 31. desember 1959 giftist
Hrefna Þráni Þorleifssyni, f. 5.3.
1934 í Reykjavík. Foreldrar hans
voru Sigríður Guðrún Benjamíns-
dóttir, f. 21. maí 1911, d. 1996, og
Þorleifur Sigurðsson, f. 20. maí
1903, d. 1976. Börn Hrefnu og
Þráins eru: 1) Pétur Berg, f. 13.
febrúar 1956, sambýliskona Ingi-
björg Skúladóttir, f. 30. nóvember
1959. Börn þeirra eru: Hrefna
Berg, f. 1997, og Ragnar Ingi, f.
1999. Sonur Péturs og Sig-
urbjargar Sigtryggsdóttur er
Þráinn, f. 1976, sambýliskona Sig-
ríður Ásdís Erlingsdóttir, f. 1970.
Þeirra barn er Ylfa Karitas, f.
2006. Hennar börn: a) Guðbjörg
Elísabet, f. 1992, b) Karen Anna, f.
1998, c) Erlín Katla, f. 1999. Barn
Þráins og Ingu Rúnar Káradóttur
er Helga Bríet, f.
1997. 2) Guðlaug, f.
28. apríl 1960. Hún
giftist Hirti Magna
Jóhannssyni 1983.
Þau skildu. Þeirra
barn er Aron Þór, f.
1986. 3) Rúnar, f.
19.3. 1961. 4) Þórir,
f. 19.3. 1961.
Hrefna ólst upp í
foreldrahúsum á
Hellissandi. Fjöl-
skyldan fluttist síð-
an til Kópavogs. Bjó
Hrefna síðan alla tíð
í Lyngbrekku 4 – utan tvö ár í Sól-
heimum 27 í Reykjavík. Hún var
nýflutt á Kópavogsbraut 1b.
Hrefna útskrifaðist frá Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri ár-
ið 1955. Hún starfaði síðan við
verslunarstörf o.fl. um tíma en
lengst af eða í yfir 20 ár starfaði
hún við Hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð í Kópavogi við umönn-
un sjúklinga. Hún hefur setið um
árabil í fulltrúaráði Sunnuhlíð-
arsamtakanna fyrir Digranes-
söfnuð. Hrefna var virk í starfi
Digranessafnaðar í fjöldamörg
ár. Hún sat meðal annars átta ár í
sóknarnefnd og var formaður
Kirkjufélags Digranessafnaðar í
þrjú ár. Hún hafði yndi af ferða-
lögum og útiveru og ferðaðist
víða bæði hérlendis og erlendis.
Einnig var hún mikil blómakona.
Útför Hrefnu verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni,
eilíft og fagurt, – dauðinn sætur blundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og
þrotni,
veit ég, að geymast handar stærri undur, –
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra um síðir Edenslundur.
Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi
vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arin-eldi
eilífa kærleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, –
kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin.
(Jakob J. Smári)
Með innilegu þakklæti fyrir ynd-
islegu árin okkar.
Hinsta kveðja.
Þráinn.
Með djúpum og sárum söknuði
kveð ég yndislega móður og minn
besta vin. Hugur minn er dofinn, það
skiptast á skin og skúrir, gleði og
sorg. Sorg yfir þessum ótímabæra
missi – gleði þegar ég hugsa til allra
þeirra ótal stunda sem við áttum
saman.
Þú varst mikið náttúrubarn og að
baki eru ótal ferðir og fallegar minn-
ingar sem geymast.
Orðin þurfa ekki að vera fleiri, þú
vissir hug minn allan en með þessari
hugleiðingu úr spámanninum kveð
ég þig, elsku mamma mín:
Þá sagði kona ein:
Talaðu við okkur um gleði og sorg.
Og hann svaraði:
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af tárum.
Og hvernig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur
það rúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt,
brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap
þitt, holuð að innan með hnífum?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert
glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem
valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
Sum ykkar segja:
„Í heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og
aðrir segja:
„Nei, sorgirnar eru fleiri.“
En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast
saman að húsi þínu, og þegar önnur situr
við
borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar.
Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu
stundum.
Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á
metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að
koma og fara.
Við Aron og bræður mínir þökkum
þér samfylgdina og biðjum góðan
Guð að geyma þig. Víðáttan er öll
þín.
Guðlaug Þráinsdóttir.
Þegar ástvinur er hrifsaður burtu
með svo til engum fyrirvara er eins
og tíminn og tilveran staðni um
stund. Það er erfitt að átta sig. Tek-
ur langan tíma að aðlaga sig að
breytingunni.
Hvernig áttum við að ímynda okk-
ur að Hrefna færi frá okkur svona
fljótt? Hrefna, þessi kyrrláta, ljúfa
kona, sem alltaf var til staðar, tilbúin
að hlusta og hjálpa, með sinni hlýju,
jafnaðargeði og góðvild.
Hún var bókelsk og víðlesin. Stál-
minnug, maður gat flett upp í henni
um t.d. staðarnöfn eins og í orðabók.
Hún hafði auga fyrir fallegum hlut-
um og heimilið hennar og sérstak-
lega garðurinn í Lyngbrekkunni var
hennar augnayndi. Hún var óþreyt-
andi við að nostra við þau blóm sem
þurftu aukaumönnun Það lék allt í
höndunum á henni sem hún snerti á.
Nostrið og vandvirknin voru hennar
aðalsmerki.
Það var vel tekið á móti fólki í
Lyngbrekkunni. Alltaf pláss fyrir
einn í viðbót við matarborðið, og hún
var góður kokkur.
Ég, mágkona hennar, var svona
rétt eins og viðhengi í fjölskyldunni.
Ég labbaði inn og út um húsið hve-
nær sem mér datt í hug eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara – ég tilheyrði,
svona næstum því eins og kettirnir.
Það kom vel í ljós, t.d. þegar ég flutti
í nýtt húsnæði fyrir nokkrum árum.
Vinir og frændfólk fluttu allt mitt
hafurtask á nýja staðinn. En áður
hafði Lyngbrekkugengið, Hrefna,
Þráinn og co., málað og lagfært alla
íbúðina. Hrefna var hjá mér í marga
daga að hjálpa mér. Ekkert um að
tala, eða þakka, bara sjálfsagt.
Ég man þegar bróðir minn kynnti
mig fyrir þessari fallegu, brúneygu
stúlku, sem hann var að byrja að
vera með. Ég var svo fegin að finna
strax að okkur myndi koma vel sam-
an. Ég átti enga systur, svo það var
svo mikilvægt fyrir mig.
Fyrstu búskaparárin þeirra voru
henni erfið. Hún var vel undirbúin.
Þráinn gortaði af því að konan hans
væri húsmæðraskólagengin frá
Löngumýri. En háhýsið, þar sem
nýja íbúðin þeirra var, var alls ekki
fullbúið. Ekkert þvottahús, og hún
var með þrjú bleiubörn, og bíllaus að
auki. Guðlaug var bara tíu mánaða
þegar tvíburarnir ákváðu að koma í
heiminn, fyrir tímann. Í þá daga var
engin utanaðkomandi samhjálp fyrir
ungar mæður.
Þráinn vann þá sólarhringsvaktir
á veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli
svo hún var mikið ein með börnin.
Pétur litli var sendisveinninn þótt
smár væri. Vildi til að hann var ljúfur
og þægur. Það var ábyggilega lítið
um svefn hjá henni fyrstu mánuðina
eftir fæðingu tvíburanna.
Fljótlega var byrjað að byggja
einbýlishús í Lyngbrekkunni við
hliðina á húsi foreldra Hrefnu. Á
þessum árum byggði fólk sjálft eftir
getu og aðstæðum, og það var siður
að flytja inn í rúmlega fokhelt hús.
Ekkert mál. Bara lokað fyrir hluta af
húsinu. Og síðan var smám saman
flutt í herbergin eftir því sem efni
leyfðu. En alltaf var jafngott að
koma í heimsókn, sama þótt nýja
fína eldhúsið væri enn á teikniborð-
inu og notast væri við bráðabirgða-
innréttingu í því sem seinna meir
varð sjónvarpsherbergi. Á endanum
var húsið fullklárað, fallegt heimili
og skemmtilegur garður.
Árin liðu. Börnin komust á legg,
og fjölskyldan stækkaði. Við bættust
tengdabörn og barnabörn, auga-
steinar ömmu og afa.
Tíminn leið. Hrefna og Þráinn
höfðu mikið gaman af ferðalögum.
Þau eru búin að ferðast vítt og breitt
um landið hér heima og hafa einnig
farið fjölmargar ferðir um allar
heimsálfur jarðarkringlunnar. Þrá-
inn hefur stundum verið fararstjóri í
bæði utanlands- og innanlandsferð-
um, og hefur Hrefna þá alltaf verið
með í fararstjórninni.
Síðasta ferðin var til Kanarí núna í
nóvember með mér. Við vorum öll
búin að vera lasin og því var dvölin í
indæla garðinum á Santa Barbara í
sumarhlýjunni svo góð heilsubót. En
ekki var sú heilsubót lengi hjá
Hrefnu minni. Kallið var komið.
Fyrst hún var kölluð á braut þá
var gott að hún fékk að fara fljótt og
án mikilla þrauta.
Síðasta ferðin er hafin. Á vit feðr-
anna.
Góða ferð, Hrefna mín elskuleg.
Guð fylgi þér og gæti þín. Far vel.
Hjördís Þorleifsdóttir.
Elsku Hrefna, megir þú hvíla í
friði.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgr. Pét.)
Aðstandendum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Megi Guð
vera með ykkur.
Guðbjörg, Rósa og Pétur.
Hrefna Pétursdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar
✝
AUÐUNN GESTSSON
frá Kálfhóli,
Skeiðum,
lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, þriðjudaginn
26. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
6. janúar kl. 11.00.
Valgerður Auðunsdóttir, Guðjón Vigfússon,
Gestur Ólafur Auðunsson, Anastasia Auðunsson,
Guðrún Auðunsdóttir, Jón Sigurpáll Salvarsson,
Ingileif Auðunsdóttir, Sigmundur Stefánsson,
Guðleif Selma Egilsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
JÓHANNA MATTHILDUR JÓHANNSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn
30. desember.
Útför fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn
6. janúar kl. 13.00.
Einar Ármannsson,
Ármann Einarsson, Alfa Aradóttir,
Katrín Einarsdóttir,
Þorsteinn Einarsson,
Jónína Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN KRISTINN ÞORSTEINSSON,
Bollatanga 16,
Mosfellsbæ,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 2. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórey Ásthildur Kolbeins,
Sveinn Friðrik Jónsson, Sigríður Svanhvít Halldórsdóttir,
Hildur Elísabet Jónsdóttir, Lárus Þorsteinn Þórhallsson,
Þorsteinn Þorvaldur Jónsson, Kristjana Sölvadóttir,
Leiknir Jónsson, Guðbjört Kvien,
Hilmir Þór Jónsson, Ragnheiður Vídalín Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GRÓA RAGNHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Vík í Mýrdal,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
16. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug og hinni látnu virðingu sína.
Sigurlín Tómasdóttir, Egill Bjarnason,
Elín Tómasdóttir, Gunnar Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri,
HÓLMGEIR BJÖRNSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans á jóladag.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum samúð og vinarhug.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hansína Jóna Traustadóttir,
Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir, Árni Eiríkur Bergsteinsson,
Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir, Agnar Birkir Helgason,
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, Pétur Kristmanns,
Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir , Sigurjón Magnússon,
Hanna Kristín Árnadóttir, Lína Rut Árnadóttir,
Hólmgeir Gauti Agnarsson, Helgi Björn Agnarsson,
Agnes Lea Agnarsdóttir,
Guðlaugur Geir Kristmanns og Ríkharður Kristmanns.