Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Frá og með áramótum þarf enginn að greiða fyrir ferðir með strætis- vögnum bæjarins og verður einkar fróðlegt að sjá hvort notkunin eykst. Nú geta þeir sem eiga lögheimili í Hrísey einnig farið án endurgjalds með ferjunni á milli lands og eyja.    Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri, skrifar pistil á heima- síðu sína vegna flóðanna sem urðu syðst á Brekkunni á dögunum. Hann vitnar í verkfræðing „sem þekkir vel til hér á Akureyri og hef- ur unnið að ýmsum verkefnum Akureyrarbæjar“, og segir hann meta málið þannig að ekki sé mögu- legt að ræsa yfirborðsvatn í leys- ingum með öruggum hætti af svæð- inu sunnan og ofan byggðar með því að setja það í lokað ræsi. „Þessi fag- maður bendir hins vegar á að það væri auðvelt að nota Dalsbrautina og lögn hennar til að leysa málið með endanlegum hætti. Til þess þarf hins vegar að leggja götuna og grafa hana niður um a.m.k. 3 m og hafa nokkuð vítt svæði sem getur tekið við flóðrennsli meðfram göt- unni.“    Benedikt segir jafnframt um Dals- brautina: „Í allra verstu aðstæðum getur þá gatan sjálf orðið yfirfall – einhverja klukkutíma á meðan æst- asta leysingin rennur fram. Með því að grafa götuna niður og girða af væri jafnframt komið til móts við eðlilegar kröfur um að koma í veg fyrir slysagildrur í hverfinu …“    Margt gesta mætti á opnunarhátíð heilsuræktarinnar Átaks á föstu- daginn var, m.a. Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformaður Landsbankans og eigandi West Ham, en viðskiptafélagi Björgólfs til margra ára, Magnús Þorsteinsson, er eiginmaður Fanneyjar Særúnar Benediktsdóttur, eins eigenda stöðvarinnar.    Björgólfur er þekktur fyrir að vera fínn í tauinu og á hátíðinni fór ekki á milli mála að Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, hafði selt honum fatnað, enda var Björgólfur ekkert að fela forláta poka frá versluninni sem í voru skyrtur og bindi …    Að kvöldi þrettánda dags jóla, næsta laugardag, verður haldinn nýársdansleikur Tónlistarfélags Ak- ureyrar í Ketilhúsinu. Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð, kamm- ersveit félagsins leikur Vínarvalsa og aðra sígilda dansa til klukkan ell- efu undir stjórn Michaels Jóns Clar- kes en svo tekur við danshljómsveit Stefáns Ingólfssonar fram á nótt með frjálslegri danstónlist.    Nýársdansleikurinn er orðinn árleg- ur viðburður og sérlega vel þykir hafa tekist til. Í fyrra komust færri að en vildu og sögðu gárungarnir að brosið hefði ekki farið af fólki fyrr en mörgum dögum eftir ballið – og það sé jafnvel enn á sumum! AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Átak Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson brostu breitt á opnunarhátíð Átaks. úr bæjarlífinu Krónan Gildir 4. jan.–7. jan. verð nú verð áður mælie. verð Móa kjúklingur, ferskur, 1/1 ....... 449 749 449 kr. kg Danpo-kjúklingabringur.............. 1.399 1.998 1.554 kr. kg Goða kindakæfa........................ 199 305 829 kr. kg Goða medisterpylsa, reykt .......... 561 748 561 kr. kg Freschetta XL pítsa, 3 tegundir.... 398 449 398 kr. pk. Gouda, 17% ............................. 812 955 812 kr. kg Lýsi heilsutvenna, 32 dagsk........ 719 899 719 kr. pk. Power bar PRIA strawb. jógúrt...... 95 119 95 kr. stk. Heilsa kvennablómi, 60 stk. ....... 1.334 1569 1.334 kr. pk. Grand. It farfalle/fusilli ............... 81 115 162 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 4. jan.–6. jan, verð nú verð áður mælie. verð FK jurtakryddað lambalæri.......... 1.198 1.855 1.198 kr. kg Roast beef í neti ........................ 1.798 2.198 1.798 kr. kg FK bayonneskinka...................... 1.098 1.498 1.098 kr. kg Reyktar svínalundir .................... 1.298 1.755 1.298 kr. kg Nauta Rib-eye ........................... 1.998 2.998 1.998 kr. kg Appelsínur ................................ 98 129 98 kr. kg Klementínur, kassi, 2,3 kg .......... 298 398 130 kr. kg Dole vínber, 500 g box ............... 229 398 458 kr. kg Ferskt rauðkál ........................... 95 198 95 kr. kg Hagkaup Gildir 4. jan.–7. jan. verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.998 2.549 1.998 kr. kg Svínalæri úr kjötborði ................. 598 779 598 kr. kg Plokkfiskur úr kjötborði............... 899 1.089 899 kr. kg Pottagaldralæri .......................... 1.599 1.998 1.599 kr. kg Pottagaldra helgarsteik .............. 2.079 2.598 2.079 kr. kg Holta kjúklingur, ferskur .............. 485 745 485 kr. kg Myllu heilsubrauð, bakarí ........... 249 319 249 kr. stk. Ben and Jerry’s ís, 443 ml .......... 459 759 459 kr. pk. Nóatún Gildir 4. jan.–7. jan. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri ................................ 899 1.498 899 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.498 1.998 1.498 kr. kg Laxaflök, beinhreinsuð ............... 998 1.498 998 kr. kg Móa kjúklingabringur, magnp...... 1.898 2.679 1.898 kr. kg Hreindýrafilet ............................ 2.998 4.998 2.998 kr. kg Heilsa liðaktín, 500 mg, 60 stk. .. 2.119 2.649 2.119 kr. pk. Rustichella pastas. carbonara .... 415 519 1.537 kr. kg HM lífrænt spelthveiti ................. 331 389 365 kr. kg Power BarFuelup energy drink ..... 231 289 462 kr. ltr Egils Kristall, sítrónu, 1 ltr ........... 99 185 99 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 04. jan - 07. jan verð nú verð áður mælie. verð Nautahakk pakkað .................... 942 1.449 942 kr. kg KEA Skyr 200 g 6 bragðteg......... 84 105 420 kr. ltr Skyr.is Drykkur 330 ml 5 bragð- teg. .......................................... 91 114 276 kr. ltr Brazzi 1ltr 4 bragðteg. ................ 99 149 99 kr. ltr Appelsínur 2 kg í neti ................. 199 299 99 kr. kg Burger hrökkbr. 250g. 4 teg........ 99 139 99 kr. stk. helgartilboðin Ávextir og önnur hollusta á nýju ári Morgunblaðið/Ásdís Lágt vöruverð heillar alltafsamkvæmt hagfræði-kenningum en lækkun áupprunalegu verði heillar jafnvel ennþá meira. Þá fyrst fær nú fólk á tilfinninguna að það sé virki- lega að græða. Og í janúar lýsir enn eitt ljósið í myrkrinu á Íslandi: útsöl- urnar. Þær draga landsmenn auð- veldlega enn á ný í miðstöðvar og göt- ur verslunar, jafnvel þótt svo skammt sé frá því að síðustu verslunarvertíð lauk. En er skynsamlegt að valsa um út- sölurnar og hamstra vörur bara af því að þær eru á svo góðu verði? Vita- skuld ekki. Kæruleysi í innkaupum á ekki við á útsölum frekar en endra- nær. Flestir eyða mörgum vinnu- stundum í að afla peninganna sem eytt er í útsöluvörur, jafnvel þótt þær séu á lægra verði en venjulega. Fólk ætti því að ráðstafa fé sínu skyn- samlega. Það þarf að vera sér meðvit- andi um þarfir sínar og forgangsraða þeim svo það viti hvernig forgangs- raða eigi peningunum svo sem mest verði úr þeim. Tökum dæmi. Þú sérð ægilega fínt fondúsett sem með 30% afslætti kostar 5.000 kr. „Það væri nú gaman að eiga svona fondúsett,“ gæt- irðu hugsað með þér. „Við Jonni/Jóna gætum átt rómantískt kvöld við kertaljós, skrafað saman og hjúpað um leið ferska ávexti með bræddu súkkulaði.“ En þú verður að vega og meta líkurnar á hve miklar líkur eru á að þú munir nota fondúsettið og hversu oft. Það er góð fjárfesting ef þú notar það en ef líkurnar eru meiri á að það endi niðri í kompu, lítið eða ekkert notað, er skynsamlegra að eyða 5.000 krónunum í rómantíska kvöldstund með Jonna/Jónu á nota- legu veitinga- eða kaffihúsi. Hugsaðu í hvert skipti sem þú ætl- ar að kaupa eitthvað á útsölunum (og reyndar alltaf) hvort svo og svo margir þúsundkallar fari hugsanlega beint inn í skáp eða kompu og liggi þar óhreyfðir og ónotaðir í áraraðir og sennilega um alla eilífð. Hefurðu virkilega efni á því? Eða viltu nýta peningana í eitthvað þarfara? Afsláttur á húsgögnum og raftækjum Það er hins vegar bráðsniðugt að festa kaup á því sem þörf er á fyrir þig eða heimilið á janúarútsölunum enda afslátturinn oft verulegur, 20– 70%, auk þess sem margar verslanir veita 10% afslátt af nýjum vörum á meðan útsalan stendur yfir. Fyrir ut- an fatnað ætti að líta til tækifæris- gjafa og húsgagna á afslætti og raf- tækja á tilboðsverði. Tækifærisgjafir, eins og afmælis-, innflutnings- og fermingargjafir, vega lúmskt mikið í heimilisbókhaldinu. Þeir hagsýnustu nota útsölurnar grimmt til þess að spara á þessu sviði í heimilisrekstr- inum og birgja sig upp fyrir gjafa- vertíðir. Gjafa- og húsbúnaðarversl- anir rýma iðulega fyrir nýjum vörum á þessum árstíma og þar sem tísku- bylgjurnar eru ekki eins miklar eða áberandi þar og í fatnaði má fá þar margar sígildar og frambærilegar gjafir sem henta vel við ýmis tæki- færi, bæði nytjahluti og skrautmuni. Barnaafmælin eru iðulega mörg, ekki síst þegar tíðkast að bjóða heilu leik- skóladeildunum eða skólabekkj- unum. Leikfangaverslanir eru oft með tilboð á ákveðnum vörum eða af- slætti í janúar sem og bókaverslanir og það er tilvalið að nýta sér það. Það borgar sig sem sagt oft að láta til skarar skríða á útsölunum ef heim- ilið vantar húsgögn eins og sófa og stóla. Oft má spara tugþúsundir við kaup á slíkum vörum á jan- úarútsölunum ef slíkt vantar á heim- ilið. Þau hlaupa oft á tugum þúsunda og jafnvel hundruðum og þá getur munað mikið um 10–30% afslátt. Raf- tæki eins og sjónvarpstæki, tölvur og örbylgjuofnar eru einnig oft á góðum tilboðum. Málning, flísar og annað sem þarf til nýbyggingar eða endurbóta á heimilinu fer oft einnig á útsölu á þessum árstíma og um að gera að hafa augun opin og kanna hvort eitt- hvað af því fellur að smekk og stíl heimilisins. Dansið hægt um gleðinn- ar dyr en takið sveiflu ef ástæða er til. Ballið er byrjað: Janúarútsölur Það bregst ekki, Íslend- ingar eru alltaf til í að stíga dans í búðunum þegar verðið er gott. Unnur H. Jóhannsdóttir valsaði um útsölurnar. Til þess að gera góð, markviss kaup á út- sölu þarf að fylgja þremur reglum: » Í fyrsta lagi þarf aðgera sér grein fyrir hver þörfin er. » Í öðru lagi hverjuleitað er eftir. » Þriðja reglan er aðgera ekki miklar málamiðlanir á hinum reglunum tveimur þeg- ar á útsölurnar er komið. Það er nefni- lega líklegra en hitt að málamiðlanir lendi inni í skáp eða í komp- unni – með hinum þúsundköllunum. uhj@mbl.is Útsölukaup Það borgar sig oft að láta til skarar skríða á útsölunum ef heimilið vantar raftæki eða húsgögn. Af- sláttur er oft þokkalegur á húsgögnum og getur skipt tugum þúsunda í verði og tilboðin góð á raftækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.