Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 21
LANDIÐ
Eftir Sigurð Jónsson
Flóahreppur | „Ég er sannfærður
um að svona stofnun muni verða til,
það er svo augljós þörfin fyrir þetta,“
sagði Valdimar Össurarson, verkefn-
isstjóri undirbúningsnefndar um
Tæknisafn Íslands. Nefndin kynnti
áfangaskýrslu um starfið í menning-
armiðstöðinni Þjórsárveri á dögun-
um.
Áhugafólk í Flóahreppi hefur haft
frumkvæði að þeirri undirbúnings-
vinnu sem farið hefur fram um stofn-
un Tæknisafns Íslands undir forystu
Valdimars Össurarsonar. Upphaf
þeirrar vinnu má rekja til frum-
kvöðlasýningarinnar Hugvit og hag-
leikur sem haldin var í Þjórsárveri
árið 2004. Í tengslum við hana var
gefið út ritið Hugvit og hagleikur þar
sem fjallað er um einstaklinga sem
sýnt hafa óvenju mikið hugvit og
hagleik í gegnum tíðina.
Liður í raungreinanámi
„Það er alveg ljóst að hér á landi
vantar safn sem sýnir tækniþró-
unina, ekki síst framlag okkar eigin
hugvitsmanna. Í öllum tæknivædd-
um samfélögum eru söfn af þessu
tagi þar sem hægt er að sjá þróun
tækninnar í viðkomandi landi. Þessi
söfn eru notuð til kennslu og skóla-
fólk hefur það sem fastan lið í sínu
raungreinanámi að heimsækja slík
söfn. Við eigum marga hugvitsmenn
sem hafa lagt mikið af mörkum til
tækniþróunar hér á landi en það er
engin stofnun sem heldur utan um
verk þessa fólks.
Við viljum einnig koma upp vís-
indastofu sem yrði hjartað í því
tæknisafni eða miðstöð sem við erum
að leggja áherslu á að komið verði á
fót. Þannig stofur eru í raun leik-
tækjasalir, þar sem lögmál eðlis-
fræðinnar eru gerð skiljanleg með
tilraunum og upplifunum. Hug-
myndin er ekki sú að safna saman
munum og setja upp safn í hefð-
bundnum skilningi heldur að hafa
aðsetur þar sem unnt er að setja upp
sýningar og fá muni lánaða til þess.
Það gætu verið sýningar á
ákveðnum þáttum og síðan heildar-
sýningar á tækni- og hugvitsþróun í
landinu. Í svona söfnum erlendis eru
fyrirtæki oft með sali þar sem þau
sýna þróunina innan sinna vébanda.
Hér á landi mætti nefna orkufyrir-
tæki, hátæknifyrirtæki og fram-
leiðslufyrirtæki á ýmsum sviðum
sem gætu komið að slíku. Svíar sýna
til dæmis námavinnslu sína þar sem
fyrirtæki koma sterkt inn,“ sagði
Valdimar. Næstu skref undirbún-
ingsnefndarinnar eru að sögn Valdi-
mars að fara betur ofan í einstaka
liði, sem þyrftu ítarlegri áætlunar-
gerð. Helstu þættir þess starfs yrðu
að afla sérfræðiálita varðandi nauð-
syn tæknisafns fyrir menntun og
varðveislu menningarverðmæta, en
einnig að móta hugmyndir um aðlög-
un slíkrar stofnunar að menntakerfi,
söfnum og menningarstofnunum og
gera ítarlegri áætlanir um starfsem-
ina.
Vaxandi áhugi
„Við viljum enda þessa undirbún-
ingsvinnu þannig að opinber yfirvöld
geti tekið ákvarðanir, byggðar á
skýrslunni. Það er ríkið sem þarf að
taka skref í áttina að því að setja upp
svona safn eða miðstöð. Reyndin er
sú erlendis að ríkið tekur við af
áhugasamtökum og fagfélögum sem
farið hafa af stað með hugmyndir af
þessu tagi,“ sagði Valdimar Össurar-
son en undirbúningsnefndin er í
góðu samstafi við menntamálaráðu-
neytið og fylgist það með vinnu
nefndarinnar sem hefur fengið einn-
ar milljónar króna styrk á næsta ári
til undirbúningsvinnunnar. „Svo er-
um við líka í góðu sambandi við
Tekniska Museet í Svíþjóð sem hef-
ur heitið fulltingi sínu við undirbún-
inginn og fyrirtæki eru farin að sýna
þessu áhuga svo sem Landsvirkjun,“
sagði Valdimar Össurarson.
Augljós þörf fyrir
tækniminjasafn
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frumkvæði Valdimar Össurarson
undirbýr stofnun tækniminjasafns.
Undirbúa minja-
safn í Flóanum
Selfoss | Suðurlandsvegur ehf.
færði á dögunum sýslumanninum á
Selfossi hágæðanætursjónauka að
gjöf. Hann mun auðvelda lögregl-
unni til muna eftirlit að næturlagi
og í mesta skammdeginu þar sem
stór hluti eftirlitssvæðis lögregl-
unnar á Selfossi er í myrkri. Mynd-
in var tekin þegar Þór Sigfússon,
forstjóri Sjóvár, afhenti Ólafi Helga
Kjartanssyni gjöfina. Viðstödd voru
bæjarstjórarnir Ólafur Áki Ragn-
arsson í Ölfusi, Aldís Hafsteins-
dóttir í Hveragerði og Ragnheiður
Hergeirsdóttir í Árborg og Þor-
varður Hjaltason, framkvæmda-
stjóri Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga.
Afhenda lögreglunni
nætursjónauka að gjöf
AUSTURLAND
Djúpivogur | Hafist hefur verið
handa við fyrsta verkþátt í endur-
byggingu svonefnds Faktorshúss á
Djúpavogi.
Faktorshúsið, sem er friðað sam-
kvæmt þjóðminjalögum, hefur mikið
menningarlegt gildi í íslenskri versl-
unarsögu, enda er það með elstu
timburhúsum hér á landi. Djúpivog-
ur á langa og merkilega verslunar-
sögu, en leyfisbréf var fyrst gefið út
vegna verslunar á Djúpavogi árið
1589 til handa Hamborgarkaup-
mönnum.
Faktorshúsið, sem er í dag eign
Djúpavogshrepps, skipar einmitt
stóran sess í þessari löngu verslun-
arsögu. Húsið byggðu framsýnir
danskir verslunarmenn undir nafni
Örum og Wulff árið 1887 og ráku þar
verslun og útgerð allt til 1920, þegar
Kaupfélag Berufjarðar keypti húsið.
Árið 1929 var byggt við Faktorshús-
ið en sá hluti hússins verður rifinn í
endurbyggingunni svo hið uppruna-
lega útlit fái notið sín í alla staði.
Mörg mismunandi hlutverk
Kaupfélag Berufjarðar rak versl-
un samfellt í húsinu til ársins 1985 en
þá var nýtt verslunarhúsnæði tekið í
notkun á Djúpavogi. Faktorshúsið
var ekki einungis verslunarhús held-
ur var þar einnig íbúð verslunar-
stjóra á tímum Örum og Wulff og
síðar tímabundið aðsetur kaup-
félagsstjóra Kaupfélags Berufjarð-
ar. Frá 1985 hefur Faktorshúsið
gegnt ýmsum og ólíkum hlutverkum,
í húsinu hefur m.a. verið verbúð, raf-
magnsverkstæði, félags- og tóm-
stundaaðstaða fyrir unglinga, bóka-
safn, æfingahúsnæði fyrir hljóm-
sveitir o.fl. Í húsinu liggja mikil og
söguleg verðmæti, sem mikilvægt er
að vernda. Faktorshúsið verður
einnig kærkomin viðbót við þau
gömlu hús sem hafa verið endur-
byggð á Djúpavogi á síðustu árum.
Þar ber hæst Löngubúð, sem var
endurbyggð árið 1996, en Langabúð
stendur einmitt við hlið Faktors-
hússins. Eitt af meginhlutverkum
hins endurbyggða húss mun verða
fólgið í því að styrkja ferðaþjónustu
á Djúpavogi.
Kostnaðaráætlun við verkið er
milli 50 og 60 milljónir króna og þarf
mjög líklega að áfangaskipta því.
Gamla Faktorshúsið á
Djúpavogi endurbyggt
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Gamalviðir Faktorshúsið á fullbúið í upprunalegri mynd sinni að laða
ferðamenn til að kynna sér sögu Djúpavogs í fortíð og nútíð.
Ljósmynd/Djúpavogshreppur
Verslun og útgerð Faktorshúsið á
Djúpavogi um aldamótin 1900.
• Sjónvarpsauglýsingar
• Útvarpsauglýsingar
• Dagblaðaauglýsingar
• Tímaritaauglýsingar
• Vöru- og firmamerki
• Umhverfisgrafík
• Veggspjöld
• Auglýsingaherferðir
• Markpóstur
• Vefborðar
• Viðburðir
• Opinn flokkur
• Almannaheillaauglýsingar:
auglýsingar í ljósvakamiðlum
auglýsingar í prentmiðlum/
öðrum miðlum
Keppnin er opin öllum þeim sem stunda
gerð og/eða dreifingu auglýsinga á
Íslandi.
Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé
íslensk eða gerð sérstaklega fyrir
íslenskan markað og hafi birst í fyrsta
sinn á árinu 2006.
Skilafrestur rennur út 17. janúar kl. 17.00
og er tekið á móti innsendingum á
sérstöku vefsvæði. Ítarlegri upplýsingar á
imark.is eða í símum 511 4888 og
899 0689, netfang:imark@imark.is
Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og
auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.
Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:
ÍMARK, í samstarfi við SÍA, efnir nú í tuttugasta og fyrsta sinn til keppninnar
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin.