Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ um hversu óeigingjarnt starf þessir björg- unarsveitarmenn vinna. Þeir hefðu getað verið að skemmta sér á þessum helgidegi með fjölskyldum sínum, en þess í stað voru þeir að vakta aðra við að skemmta sér. Það kall- ar maður óeigingjarnt starf. Það er nokkuð ljóst að öll flugelda- kaup Víkverja ná ekki að tjá helminginn af því þakklæti sem hann og hans fjölskylda vill koma á framfæri af þessu tilefni. x x x Víkverji brá sér í bíó milli jóla ognýárs og sá feðrafánastr- íðsmyndina hans Clints Eastwoods. Þokkaleg mynd í flesta staði að mati Víkverja. Af einhverjum ástæðum höfðar Pimaindjáninn Ira Heyas til Víkverja. Hann dó aðeins 32 ára gamall, um áratug eftir flöggunina frægu á Iwo Jima. Víkverji hefur að undanförnu verið að lesa bókina sem myndin er byggð á og getur staðfest að hún er um margt fróðleg um Ira og félaga hans í hernum og ekki síð- ur bandarískt samfélag á fyrri hluta 20. aldar. Víkverji lofaði þvífyrir hálfum mán- uði að segja frá því þegar björgunarsveit bjargaði honum. Það var virkilega áhuga- vert. Segja má að það hafi verið sjóbjörgun, þótt Víkverji sé enginn sjómaður að atvinnu. Tildrögin voru þau að hann var að etja kappi við nokkra kaj- akræðara á Kollafirð- inum í septembermán- uði og heldur má segja að vindur hafi verið hvass þennan dag, eða um 20 metrar á sek- úndu í norðaustanhviðum. Björg- unarsveitir fylgdust með kepp- endum og tryggðu öryggi þeirra. Þegar keppnin var hálfnuð var um helmingur keppenda hættur keppni sökum veðurhamsins og styttist í að Víkverji færi sömu leið. Þar kom að hann gafst upp og reri stystu leið í land og veifaði gúmbjörgunarbát björgunarsveitarinnar Kjalar á sam- nefndu nesi. Liðsmenn sveitarinnar sóttu Víkverja upp í fjöru, tóku hann og kajakinn um borð og skutluðu honum í mark við Geldinganesið. Þess skal getið að Víkverji fékk ekki tímann skráðan. Þetta fékk Víkverja til að hugsa        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.) velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Inntökupróf hjá Icelandair og Flugþjónustubraut MK MIG langar til að vekja athygli á því að í Ferðamálaskólanum í MK er til braut sem heitir Flugþjónustubraut og það nám kostar nemandann rúm- ar 100 þús kr. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkuninni 7 í sumum fögum og 8 í öðrum! Flestir standa sig mjög vel og ná þessum einkunn- um með prýði og margir eru með 9 og 10 í öllu! Það er skyldumæting í flest fög og ætlast til að maður sé vel til fara. En hvernig stendur á því að manneskja sem er nær öllum þess- um prófum og mætir vel og hefur staðið sig með prýði í náminu þurfi að taka inntökupróf hjá Icelandair? Hvaða tilgangi þjónar þessi braut ef brautskráðir nemendur þurfa þess? Mér er bara spurn! Samþykkja flug- félögin ekki þessa nemendur? Til hvers þá að hafa þessa braut? Væri ekki nær að bjóða þeim nemendum sem eru búnir með þessa braut að koma beint á námskeið hjá sér og sleppa inntökuprófinu? Útskriftin var 20.des sl. og þá fengu nemendurnir diplóma í flug- þjónustu en það plagg dugar ekki hjá Icelandair því flestir voru boð- aðir í inntökupróf hjá þeim þann 28.des. sl. Svo ég spyr enn og aftur, til hvers er þessi flugþjónustubraut ef ekki er hægt að nota námið hjá flugfélug- unum hér á landi ? Ein sem vill fá svar. Vonbrigði með áramótaskaupið ÉG varð fyrir verulegum von- brigðum með áramótaskaupið og langar að vita hvort ekki sé hægt að gera skaupið þannig að allir hafi gaman af og skilji grínið. Fannst mér grínið með Jóni Gnarr í gervi fréttamanns alveg fáránlegt og nið- urlægjandi fyrir þá hópa sem grín var gert að. Ég veit að þetta er ádeila á fréttamenn, hvernig þeir tala við fólk. Ég hef heyrt að fólk sé óánægt með þetta skaup. Ein óánægð. Vísnagátur, spekivísur og öfugmælavísur VERSLUNIN Zedrus, Hlíðasmára 11 í Kópavogi er að leita að vísnagát- um, spekivísum og öfugmælavísum til að bæta í safn sitt á www.zedrus- .is. Ef þú átt slíkt í fórum þínum og vilt miðla því áfram hafðu samband við ester@zedrus.is eða í síma 534 2288. Góðir tónleikar ÉG er einn af þeim sem sóttu tón- leika til styrktar krabbameins- sjúkum börnum 28. des. sl. Vil ég lýsa yfir ánægju minni með þetta framtak og sendi þakkir til allra sem stóðu að þessum tónleikum, tónlist- armönnum og styrktaraðilum. Einn ánægður. Gullhringur týndist GULLHRINGUR týndist 15. des- ember sl., líklegast við Bónus í Holtagörðum eða Mánatún 2. Hring- urinn er með sporöskjulaga dökkum steini, annaðhvort reyktópas eða reykkvarts. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 4870. Skuggi er týndur SKUGGI týndist frá Engjahlíð í Hafnarfirði 29. desember sl. Hann er svartur og hvítur, ómerktur og ól- arlaus. Þeir sem hafa orðið hans var- ir eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 848 8083. MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Í dag er fimmtudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2007 FRÁBÆRT GRIN OG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD FLUSHED AWAY eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. eee S.V. MBL. eee V.J.V. TOPP5.IS "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ LEITA SANNLEIKANS - ÞÚ GÆTIR FUNDIÐ HANN... Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA TEIKNIMYND ÁRSINS KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára THE CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára BOSS OF IT ALL kl. 8 B.i. 7 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ / KEFLAVÍK FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára HAPPY FEET m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 10:15 B.I. 12 ára STRANGER THAN FICTION kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI eeee V.J.V. - Topp5.is Óskum landsmönnum öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.