Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SIGMUNDUR Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, segir að
samstarfið við Búsæld, félag 530
bænda úr hinum ýmsu búgreinum,
hafi gengið vonum framar. Allir hafi
það að markmiði að koma afurðum
sínum á disk neytenda og því sé
betra að vinna saman en standa í
stríði hver við annan.
Var sagt ómögulegt
„Á sínum tíma sögðu margir að við
værum að ráðast í hið ómögulega,
þ.e. að sameina allar búgreinar inn í
eitt framleiðendafélag. Það hefur
hins vegar komið á daginn að allir
framleiðendur, hvort sem það eru
svínabændur, nautgripabændur eða
sauðfjárbændur, hafa það sameigin-
lega markmið að koma afurðum sín-
um á diska neytenda. Og að því er
betra að vinna í sameiningu heldur
en í „stríði“ hver við annan,“ segir
Sigmundur í viðtali á vef Norð-
lenska.
„Í viðskiptasamningum við bænd-
ur var kveðið á um að framleiðendur
myndu skuldbinda sig til þess að
koma með gripi til slátrunar hjá
Norðlenska, en á móti gerði Norð-
lenska bindandi samning um að
slátra gripum frá framleiðendum,
jafnvel þótt offramboð yrði á mark-
aðnum. Samningurinn kvað því á um
gagnkvæmar skyldur bænda og fyr-
irtækisins og ég tel að reynslan hafi
sýnt að hann hefur verið báðum að-
ilum hagstæður. Framleiðendur sem
eiga aðild að Búsæld eru umtalsvert
fleiri en við reiknuðum með í upp-
hafi.“
Starfssvæði Norðlenska stækkaði
verulega þegar bændur í kringum
Höfn í Hornafirði leituðu eftir að-
komu fyrirtækisins að sláturhúsinu
þar, að sögn Sigmundar. „Sláturhús-
ið á Höfn var komið í eigu banka.
Norðlenska kom að samningum
framleiðenda við bankann um að
framleiðendafélagið Búi eignaðist
sláturhúsið og trygging fyrir því
eignarhaldi var leigusamningur við
Norðlenska. Aðilar að Búa, sem
einnig eru aðilar að Búsæld, eru því
ábyrgir fyrir því að koma með gripi
til slátrunar í sláturhúsinu á Höfn og
þannig er húsinu skapaður rekstr-
argrundvöllur. Þetta samstarf hefur
gengið mjög vel og ég veit ekki betur
en gagnkvæm ánægja sé með það.“
Betra að vinna í samein-
ingu en standa í stríði
AKUREYRI
FRAMLAG ríkisvaldsins til menn-
ingarmála á Akureyri verður alls 360
milljónir króna á næstu þremur ár-
um skv. samningi sem menntamála-
ráðherra og bæjarstjórinn á Akur-
eyri undirrituðu í gær. Um er að
ræða nokkra hækkun, en skv. fyrri
samningi var framlag ríkisins til
bæjarins vegna menningarmála 90
milljónir króna á nýliðnu ári.
Markmið samningsins er að efla
enn frekar hlutverk Akureyrar í
lista- og menningarlífi á Íslandi, að
því er segir yfirlýsingu ráðherra og
bæjarstjóra. Þar segir einnig: „Með
stuðningi við meginstofnanir á sviði
myndlistar, tónlistar og leiklistar
vilja samningsaðilar stuðla að því að
Akureyri verði þungamiðja öflugs
menningarstarfs, með möguleikum
til aukinnar atvinnumennsku á lista-
sviði. Á samningstímanum verður
tekið í notkun nýtt menningarhús
sem lýtur að sömu markmiðum. “
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur-
eyri, undirrituðu samninginn í Dav-
íðshúsi á Akureyri.
Samningurinn hljóðar upp á sam-
tals 360 milljóna króna framlag rík-
isins og gildir til ársloka 2009. Upp-
hæðin fer stighækkandi; greiðslan
verður 110 milljónir á þessu ári, 120
á því næsta og 130 árið 2009.
Fyrsti samningurinn um framlög
ríkisins til menningarmála er tengj-
ast Akureyrarbæ var undirritaður
árið 1996 og hefur verið endurnýj-
aður reglulega síðan.
Samningsaðilar eru sammála um
að meginverkefni samningsins sé að
efla starf Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands, að styrkja starf Lista-
safnsins á Akureyri sem meginstoð-
ar myndlistar utan höfuðborgar-
svæðisins, að renna enn styrkari
stoðum undir starfsemi atvinnuleik-
húss á Akureyri, að Amtsbókasafnið
geti gegnt hlutverki sínu sem eitt af
skylduskilasöfnum í landinu, og að
kynna fornleifaverkefnið að Gásum
og miðla þeirri þekkingu sem til hef-
ur orðið.
Skv. samningnum við mennta-
málaráðuneytið ber bæjarstjórn Ak-
ureyrar að gera skriflega samninga
við þá aðila sem að framan voru
nefndir og í þeim samningum skulu
koma fram markmið verkefna og
hvaða mælikvarðar verða lagðir til
grundvallar þegar árangur þeirra
verður metinn.
Ríkið leggur fram
360 milljónir til 2009
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ánægð Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra eftir undirritun samningsins í Davíðshúsi.
Nýr samningur
um menningarmál
Í HNOTSKURN
»Ríkisvaldið leggur 360milljónir til Akureyrar-
bæjar vegna menningarmála
næstu þrjú ár.
»Lögð er áhersla á stuðningvið Listasafnið, Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands og
Leikfélag Akureyrar. Akur-
eyri á að verða þungamiðja
öflugs menningarstarfs.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„Í MAÍ á sl. ári voru boðnar út
þarna lóðir og það var fyrsti hluti
hverfisins. Nú standa yfir gatna-
framkvæmdir í þeim hluta sem
lýkur senn og framkvæmdir við
uppbyggingu húsanna fara að hefj-
ast,“ segir Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, formaður skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar, um byggðina
sem brátt rís í Úlfarsárdal en á
næstu vikum eða mánuðum verða
lóðir í öðrum hluta hverfisins aug-
lýstar til umsóknar.
Hanna Birna segir skipulagn-
inguna taka mið af breyttum
áherslum nýs meirihluta, en alls
verða í kringum 150 fjölbýlis-
húsaíbúðir og 150 sérbýlis-
húsalóðir í boði. „Við lögðum
áherslu á byggð sem er í jafnvægi,
á milli sérbýlis og fjölbýlis, og sam-
þykktum skipulagið í desember.
Síðan erum við búin að setja í gang
vinnu við hluta þrjú og fjögur og
miðað er við að henni ljúki á vor-
mánuðum,“ segir Hanna Birna og
bætir við að reikna megi með að
hægt verði að auglýsa þær lóðir til
umsóknar síðla sumars eða næsta
haust.
Dregið úr þéttleika
Þegar Úlfarsárdalurinn verður
fullbyggður er talið að það verði
um 10–12 þúsunda manna hverfi.
Hanna Birna segir að áætlaður
hafi verið mjög mikill þéttleiki á
svæðinu til að byrja með og mjög
stórt hlutfall fjölbýlishúsa. Var
t.a.m. gert ráð fyrir um 20–25 þús-
und manna byggð í dalnum. „Í
samræmi við þær þarfir sem eru á
markaðnum og greinilega hjá íbú-
um erum við að breyta því hlutfalli
talsvert.“
Í hluta eitt voru einnig gerðar
smávægilegar breytingar á skipu-
lagi í samráði við íbúa. „Við gátum
ekki gert svæðið stærra en hliðr-
uðum til reitum og lóðum til að
koma til móts við íbúa í tveimur
götum.“
Ekki liggur fyrir nákvæm tíma-
setning á því hvenær lóðirnar í
hluta tvö verða auglýstar til um-
sóknar en málið er í vinnslu hjá
framkvæmdasviði borgarinnar.
Meðal þess sem unnið er að er
framkvæmd sölu lóðanna en sú
ákvörðun var tekin að hafa fast
verð á lóðum í stað þess að bjóða
þær upp.
Morgunblaðið/Sverrir
Gatnagerð að ljúka Unnið er hörðum höndum að gatnagerð í Úlfarsárdal og reiknað með að lóðareigendur geti hafið framkvæmdir á næstunni.
Uppbygging húsa að hefjast
Í HNOTSKURN
» Í kringum 150 sérbýlis-húsalóðir og 150 fjölbýlis-
húsaíbúðir verða í boði í öðrum
hluta Úlfarsárdals.
» Lóðirnar verða auglýstartil umsóknar á næstu vikum
eða mánuðum.
„VIÐ sáum í fyrsta
skipti fjölgun farþega
frá því þetta fyrir-
tæki tók til starfa í
núverandi mynd,“
segir Ásgeir Eiríks-
son, forstjóri Strætós
bs., um nýliðið ár. Að
sögn hans má ætla að
fjölgun farþega á
seinasta ári hafi verið
á bilinu 3–4%.
Ásgeir segir engar grundvallarbreyting-
ar á þjónustunni á döfinni á nýju ári. „Við
hyggjumst einbeita okkur að því að vinna
áfram hægt og rólega að því að þróa okkar
þjónustu og reyna að fylgja þessum um-
skiptum eftir,“ segir hann. Ásgeir segir að
gerðar séu ákveðnar kröfur til Strætó um
sparnað í rekstri og unnið sé að því þessar
vikurnar. „Við ætlum að reyna eins og kost-
ur er að hagræða í rekstrinum án þess að
þurfa að skerða þjónustuna,“ segir hann.
Pöntunarþjónusta á Álftanesi
Fram hefur komið gagnrýni á Strætó bs.
innan bæjarstjórnar Álftaness vegna fækk-
unar ferða. Ásgeir það staðreynd að farnar
séu margar ferðir á dag með tóma vagna.
Hann segir til skoðunar að reynt verði að
halda uppi sama þjónustustigi án þess að
þurfa að aka tómum vögnum á Álftanes.
Til umræðu sé að taka upp svipað fyr-
irkomulag og þekkt er í jaðarbyggðum í ná-
grannalöndum, þar sem notendur þjónust-
unnar eru hlutfallslega fáir hafa verið settar
upp fastar ferðir á tímum þegar flestir
þurfa á þjónustunni að halda en þar fyrir ut-
an sé rekin pöntunarþjónusta. „Þá panta
menn í þær ferðir. Við ætlum að halda
áfram að hafa í boði sama ferðafjölda og er í
dag en förum ekki í ferðir nema einhver vilji
nýta sér þær.“
3–4% fjölg-
un farþega
hjá Strætó
Farþegum Strætó bs.
fjölgaði á seinasta ári.
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri, sími 462 3505.
ÚTSALA - ÚTSALA
Christa