Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 29
ÞAÐ rifjast upp á aðventunni, þeg-
ar fólk vill að friður ríki, að for-
sjárlausum foreldrum – venjulega
feðrum – er ætlað að hafa ALDREI
börn sín hjá sér á aðfangadag jóla.
Fjölskylda hins forsjárlausa – föð-
urins oftast – verður af því að eiga
þessa helgistund með börnunum.
Sýnist sem opinberir
aðilar sem ákvarða um-
gengnina gangi út frá
því að forsjárlaust for-
eldri sé þannig annars
flokks – sjái börnin sín
aldrei á aðfangadag jóla.
Hafa margir feður þó
mátt þakka auðmjúkir
fyrir að fá að sjá börn
sín yfirleitt.
Félag ábyrgra feðra
ætlar að bjóða pöbbum
og börnum á litlu jól
hinn 6. janúar næst-
komandi. Þá geta pabb-
arnir – þeir sem yfirleitt fá að um-
gangast börn sín – ímyndað sér
aðfangadag með okkur hinum, gefið
gjafir og átt fallega samverustund
með okkur og börnum sínum.
Litlu jólin – þrettándagleði – verða
haldin laugardaginn 6. janúar nk. í
leikskólanum í Álfkonuhvarfi 17 í
Kópavogi milli kl. 14 og 16.
Þangað eru allir velkomnir, pabb-
ar, mömmur og börn.
Félag ábyrgra feðra heldur mán-
aðarlega almenna fundi
þar sem fram-
sögumenn, sérfræð-
ingar í málum sem sér-
staklega snerta okkur,
kynna áhugaverð mál
og svara spurningum.
Næsti almenni fund-
ur verður haldinn
fimmtudaginn 11. jan-
úar nk. Haldinn í fé-
lagsmiðstöðinni í Ár-
skógum 4 í Mjóddinni
kl. 20.
Þar kynna sálfræð-
ingarnir Gunnar Hrafn Birgisson og
Jóhann Loftsson „sættir í for-
sjárdeilum“. Sennilega mikilvægasta
framlag til barna sem hugsast getur.
Óskum eftir að sjá sem flesta á
þrettándagleðinni okkar hinn 6. jan-
úar og á fundinum hinn 11. janúar.
Þetta er jóla- og áramótakveðjan
frá Félagi ábyrgra feðra.
Jól, pabbar og börn
Jón Gunnar Hannesson fjallar
um umgengni forsjárlausra for-
eldra við börn sín
Jón Gunnar Hannesson
» Sýnist sem opinberiraðilar sem ákvarða
umgengnina gangi út
frá því að forsjárlaust
foreldri sé þannig ann-
ars flokks – sjái börnin
sín aldrei á aðfangadag
jóla.
Höfundur er læknir og stjórnarmaður
í Félagi ábyrgra feðra.
BÆNIN er hluti af frumþörf
mannsins. Hún hlýtur að teljast
einn elsti menningararfurinn, ef
ekki sá elsti. Sennilega, ef ekki bara
örugglega, okkar dýrmætasti menn-
ingararfur. Enda verður arfurinn sá
ekki metinn til fjár því hann er al-
gjörlega ómetanlegur. Það að eiga
lifandi samfélag við Guð, skapara
sinn og son hans, Jesú
Krist, frelsara sinn og
fullkomnara lífsins, er
því menning.
Hvenær sem menn
hneigja huga sinn í
bæn til skapara síns,
hvort sem það er í ein-
rúmi eða í hópum,
hlýtur því að vera
menningarviðburður.
Hvort sem menn svo
fara með bænavers
eftir aðra, biðja bænar
með frjálsu orðalagi
frá eigin brjósti, eða
hvað þá þegar farið er með bæn
bænanna, Faðir vor, sem er eftir
sjálfan frelsarann, Jesú Krist, eins
og vonandi flestum er kunnugt.
Bænin er Guðs gjöf. Tilboð um ei-
lífa tengingu við höfund og full-
komnara lífsins. Daglegt og lifandi
samfélag við kærleiksríkan Guð al-
máttugan.
Æfing í trú og trausti
Bænin er meðal annars æfing í
trú og trausti, von og kærleika. Við
nemum staðar, kyrrð kemst á hug-
ann, við opnum hjartað og gerumst
einlæg og heiðarleg um stund. Bæn-
in er meðal. Gott meðal. Því hún er
bæði kvíðastillandi og streitulos-
andi. Hún skerpir einbeitingu og
veitir hugarró.
Í bæninni köfum við inn í innsta
kjarna tilveru okkar og leggjum
hugsanir okkar á borð, fram fyrir
Guð. Við leggjum áhyggjur okkar
og þrár, væntingar, framtíð og líf, á
altari Jesú Krists, honum til úr-
lausnar og okkur til blessunar. Við
stingum á kýlum svo áhyggjurnar
taka að líða á braut og friðurinn að
flæða inn.
Frelsarinn okkar,
Jesús Kristur, hvatti
okkur til að vera stöð-
ugt á bæn og halda
þannig vöku okkar.
Ekki spurning um
orðalag heldur
hjartalag
Bænin mýkir hjart-
að og auðveldar okkur,
oft á tíðum, að okkur
finnst, allt of erfiða
ævigönguna. Hún still-
ir okkur af svo mark-
mið okkar verða skýr-
ari. Við tökum að sjá Guð,
samferðamenn okkar, umhverfið
allt og okkur sjálf í nýju ljósi. Bæn-
in styrkir fjölskyldubönd, sam-
kennd vex, umburðarlyndið eykst
og umhyggjan dýpkar.
Bænin er góð forvörn og besta
áfallahjálpin. Hún er sem græðandi
smyrsl, hún líknar og læknar, laðar
og leiðir, uppörvar og hvetur. Hún
er ekki spurning um orðalag, heldur
hjartalag.
Bænin auðveldar ævigönguna
Bænin er í rauninni ekkert annað
en andardráttur lífsins, allt það súr-
efni sem þarf til að komast af, því
hún er lykill að því að vilja þiggja
nærveru Guðs, náð hans og blessun.
Í bæninni drögum við að okkur
fyrirgefninguna og þann frið sem
enginn, og ekkert, getur gefið okk-
ur, nema Jesús Kristur, sem í áætl-
un Guðs er okkar eini vegur til lífs-
ins, hins eilífa lífs, sem Guð vill gefa
okkur og býður okkur að njóta. Frið
sem er æðri mannlegum skilningi
og enginn og ekkert mun nokkurn
tíma megna frá okkur að taka. Frið
sem sprottinn er af ást Guðs á mér
og á þér. Já, á mannkyninu öllu. Á
allri hans heilögu sköpun. Sköpun
sem í rauninni er ekkert annað en
hans elskuverði eignarlýður. Fólk af
holdi og blóði sem þó eru sjálf-
stæðar manneskjur með sína frjálsu
hugsun og sinn frjálsa vilja. Mann-
eskjur sem geta valið og hafnað,
bæði hinu góða og hinu illa.
Góður Guð gefi okkur á nýju ári
og um framtíð alla að lifa í stöðugri
bæn til hans, sem var, er og verður.
Svo líf okkar allt, hvert fótmál og
hvert æðarslag verði samfelld lof-
gjörð og bæn til hans.
Ég bið þess að algóður Guð veiti
okkur öllum að meðtaka blessun
sína á nýju ári og þann frið sem
enginn annar getur gefið og enginn
og ekkert megnar frá okkur að
taka.
Með bæninni upplifum við kær-
leika Guðs og lærum að meta fegurð
lífsins. Lifi lífið!
Dýrmætur menningararfur
Sigurbjörn Þorkelsson
fjallar um bænina » Bænin er Guðs gjöf.Tilboð um eilífa
tengingu við höfund og
fullkomnara lífsins.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn