Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TIL HAMINGJU, stjórnendur Reykjavíkurborgar! Ykkur gefst nú einstakt tækifæri til að láta gott af ykkur leiða í þágu upp- rennandi kynslóða. Fríkirkjuvegur ellefu mun bráðlega skipta um hlutverk og þið eigið kost á að gefa því sögufræga húsi nýtt líf, að virkja þar orku og sköpunarkraft barnanna í borginni og í landinu öllu. Það væri virkjun sem svo sannarlega myndi skila ómældum arði. Þetta fallega hús var upphaflega heim- ili margra fjörugra krakka. Foreldrar þeirra vildu búa eins vel að þeim í upp- vextinum og þau gátu og höfðu þá jafnt andlegar sem líkamlegar þarfir þeirra í huga. Börnin höfðu sérstaka lestr- arstofu og ef mig minnir rétt var líka sett upp leiksvið í kjallaranum þar sem þau gátu veitt sköp- unargleði sinni útrás. Allir Íslendingar vita að barnahópurinn átti eftir að sýna djörfung og dug á ýmsum sviðum mannlífsins þegar hann komst til þroska. Foreldrarnir vissu auðvitað ekki hvað beið barnanna þeirra, en þau voru staðráðin í að veita þeim besta veganesti sem völ var á. Allir foreldrar vilja börnum sín- um það besta. Þeir geta þó ekki allir byggt yfir þau hallir. Í nú- tímasamfélagi eiga börn líka að hafa aðgengi að menning- arverðmætum óháð þjóðfélags- stöðu og efnahag. Það er bæði satt og víst að margir vinna gott og jafnvel fórnfúst starf á sviði barnamenningar af ýmsu tagi. En kraftarnir eru dreifðir, fólk veit ekki hvað af öðru og hefur oft ekki bolmagn til að kynna almenn- ingi það sem í boði er. Á Frí- kirkjuvegi ellefu mætti hýsa menningarmiðstöð barna, nokkurs konar aflstöð til virkjunar á þess- um jákvæðu kröftum. Í títtnefndri Pisakönnun kom í ljós að sjálf bókmenntaþjóðin er harla aftarlega á merinni varðandi lestrargetu og lesgleði meðal barna og unglinga. Þar kom líka fram að virk þátttaka í menning- arviðburðum örvar börn til dáða, þau börn sem fara í leikhús, sækja söfn, skoða myndlistarsýningar og þar fram eftir göt- unum lesa líka meira en önnur börn. Aftur á móti virtist litlu máli skipta hvort mikið væri til af verald- legum gæðum og græjum af ýmsu tagi á heimilum barnanna. Ef til vill mætti nú- tímafólk taka sér menningarheimilið við Fríkirkjuveginn til fyrirmyndar og útbúa lestrarstofu og leik- svið heima í stað þess að leggja áherslu á jeppann og flatsk- jássjónvarpið. Þó væri væntanlega enn áhrifaríkara að leggja orku og einhverja fjármuni til að auð- velda sameiginlegan aðgang barnanna að menningarviðburðum, listnámi og listsköpun. Börnin eru fram- tíðin, segir fólk á há- tíðarstundum. Þau eiga skýlausan rétt á öllu því besta sem við getum veitt þeim. En þegar kemur að fram- kvæmdum og fjár- útlátum er eins og fögru orðin gleymist stundum. Hvar er bókasafnið sem veitir börnum að- gang að öllum barnabókum sem skrifaðar hafa verið á íslensku? Það er ekki til. Hvar er heildstætt safn íslenskrar tónlistar sem ætl- uð er börnum? Hvar er litla barnaleikhúsið? Hvar eru sýning- arsalirnir sem sýna myndlist barnanna sjálfra? Hvar er mið- stöðin sem gefur börnum og for- eldrum upplýsingar um listnám og menningarviðburði sem þeim eru sérstaklega ætlaðir? Hún er ekki til. En hún gæti orðið til og hún þarf að verða til. Nú er tækifærið, Reykjavíkurborg. Virkjum börnin og virkjum Fríkirkjuveginn! Til hamingju! Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um aðbúnað barna og Fríkirkjuveginn Ragnheiður Gestsdóttir »Ef til villmætti nú- tímafólk taka sér menningar- heimilið við Frí- kirkjuveginn til fyrirmyndar og útbúa lestr- arstofu og leik- svið heima í stað þess að leggja áherslu á jepp- ann og flatsk- jássjónvarpið. Höfundur er rithöfundur og myndlist- armaður, móðir og amma. Heyrst hefur: Ég hlakka til helginnar. RÉTT VÆRI: Ég hlakka til helgarinnar. Gætum tungunnar 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala Skipasund 45 - Opið hús Glæsilega endurnýjað einbýlishús ásamt góðum bílskúr. Aðalhæðin skiptist í flísa- lagða forstofu, hol og þrennar stofur með massífu eikarparketi, fallegt eldhús með hvítri sprautulakkaðri innréttingu, innaf holi er flísalögð snyrting. Í risi eru þrjú rúmgóð parketlögð svefnherbergi og fallegt baðherbergi með baðkari. Kjallarinn er skráður sem sér 2ja-3ja herbergja íbúð en er í dag nýttur með aðalíbúðinni sem þrjú stór svefnherbergi, hol/vinnuherbergi, snyrting og sturtuaðstaða svo og þvottahús. Verð 69 millj. Opið hús í dag á milli kl. 17:30 og 18:30. ✝ Gísli Auðunssonfæddist á Minni- Vatnsleysu í Vatns- leysustrand- arhreppi í Gull- bringusýslu 18. janúar 1924. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Auðun Sæ- mundsson útvegs- bóndi, f. á Minni- Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd 12.4. 1889, d. 23.3. 1976, og Vilhelmína Sigríður Þorsteinsdóttir, f. í Melbæ í Gerðahreppi 18.5. 1889, d. 9.2. 1939. Gísli var áttundi í röð þrettán systkina. 1) Ólafía Kristín, f. 1914, d. 1981; Elín, f. 1915. d. 1992, 3) Kristín, f. 1916, d. 1998. 4) Sæmundur, f. 1917, d. 1977. 5) Þorsteinn, f. 1920. 6) Gunnar, f. 1921. 7) Halldór, f. 1922, d. 1943. 8) Gísli, sem hér er minnst. 9) Auð- un, f. 1925, d. 2005. 10) Petrea, f. 1927, d. 1927. 11) Pétur Guðjón, f. 1928, d. 1949. 12) Guðrún, f. 1931. 1951; dætur hans: a) Lóa, f. 15.1. 1978 (móðir: Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 27.7. 1950); sambýlis- maður Gunnar Þór Vilhjálmsson, f. 9.8. 1978; dóttir þeirra Mía Pál- ína, f. 25.1. 2005; b) María Ása, f. 23.12. 1999 (móðir: Maria Theresa Barrientos Tullao, f. 18.7. 1976). 3) Viggó Kristinn, f. á Seyðisfirði 4.7. 1953; kjördóttir hans er Svava Herdís, f. 23.10. 1975, gift Guðna Yngvasyni, f. 18.9. 1970. Gísli byrjaði ungur að vinna að búi foreldra sinna á Minni- Vatnsleysu einkum við sjósókn og fiskvinnslu. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur síðla árs 1938. Gísli stundaði sjómennsku frá 1939 fram yfir 1970; eftir 1960 með ýmsum öðrum störfum svo sem netagerð, vaktavinnu hjá Áburð- arverksmiðjunni og ástand- sskoðun björgunarbáta. Hann starfaði við skipaskráningu hjá Siglingamálastofnun frá sept- ember 1975 til ársloka 1993. Gísli var fyrsti formaður björg- unarsveitarinnar Alberts á Sel- tjarnarnesi sem stofnuð var 1969, og var kjörinn heiðursfélagi sveit- arinnar á níunda áratugnum. Útför Gísla verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 13) Steinunn, f. 1933. Gísli kvæntist 2. maí 1948 Gunnfríði Ásu Ólafsdóttur (Lóló), f. í Reykjavík 3. nóvember 1922. Foreldrar hennar voru Vigdís Sophia Þórðardóttir, f. á Neðra-Hóli í Stað- arsveit 10.4. 1890, d. 30.7. 1978, og Ólafur Sigurðsson frá Bæ í Miðdölum, f. 29.7. 1886, d. 14.11. 1937. Börn Gísla og Gunn- fríðar Ásu eru: 1) Ólafía Ingibjörg, f. í Reykjavík 29.8. 1948, gift Ara Jónssyni, f. 3.1. 1948; sonur þeirra er Óskar Arason, f. 1.5. 1975; sam- býliskona hans er Íris Heiður Jó- hannsdóttir, f. 13.8. 1976; dóttir þeirra er Dagmar Lilja, f. 24.11. 2003. Dóttir Ólafíu og Jóns G. Kristjánssonar, f. 29.6. 1944 er Helga Dís, f. 4.12. 1970; gift Jan Christian Haugland, f. 27.4. 1968; börn þeirra eru Saga, f. 14.10. 1999, og Baltasar, f. 3.8. 2001. 2) Auðun Pétur, f. á Seyðisfirði 27.9. Það voru góðar stundir sem við afi áttum á morgnana í eldhúsinu á Lindarbrautinni þegar komið var í heimsókn í borgina. Dauf angan af pípunni hans afa í bland við bragð- ið af kakómalti og kringlu. Mínar minningar um afa byrja þar. Það var alltaf mikil tilhlökkun í huga manns þegar heimsækja átti afa og ömmu á Seltjarnarnesið. Afi tók alltaf vel á móti manni með bros á vör og haganlega umbúin rúm og dýnur undir mannskapinn. Oftar en ekki var svo farið í einhverjar skoðunarferðir um borgina meðan á dvölinni stóð, Sædýrasafnið í Hafnarfirði, Árbæjarsafnið, Þjóð- minjasafnið, Tívolíið í Hveragerði og fleiri staði sem við stungum upp á í sameiningu. Þetta voru ógleym- anlegar ferðir og afi vakti áhuga manns á því sem fyrir augu bar og oft fylgdi alls konar fróðleikur með, oftar en ekki kryddaður af kímnigáfu afa. Ferðalögin voru líka lengri og minnist ég sérstaklega ferðalagsins á Snæfellsnesið með afa og ömmu. Þá leyfði afi mér að keyra bíl, og eins og gefur að skilja var þetta stór stund. Við renndum út fyrir alfaraleið, afi settist í far- þegasætið og ég undir stýrið, svo var brunað af stað á bláu Lödunni, sannarlega stund sem seint gleym- ist. Ítalíuferðin 1990, var líka eitt af okkar skemmtilegu ferðalögum saman, áhugi afa á því sem í kring- um okkur var smitaði út frá sér og var ferðin til Rómar vægast sagt stórkostleg og þær stundir alveg ógleymanlegar. Eftir að ég flutti til borgarinnar var nánast fastur punktur að fara í sunnudagssteik til afa og ömmu. Það var alltaf notalegt að eiga hjá þeim fastan stað í tilverunni og þar var maður eins og blómi í eggi. Aldrei stóð á afa ef hjálpar var þörf og það voru ófá skiptin sem leitað var til hans með alls konar verkefni sem siglt höfðu í strand og hvort sem um fataþvott eða stærri mál var að ræða leystust þau ætíð fljótt og vel í hans hönd- um. Afi var handlaginn og hafði mjög gaman af því að dunda sér í bíl- skúrnum. Þar eyddi hann oft löngum stundum í að útbúa sig á sjóinn. Sem skipstjóri til margra ára hafði hann mikinn áhuga á því sem að sjónum laut. Hann átti lengi vel litla báta sem hann hafði útbúið og breytt eftir sínu höfði og þar leyndi sér ekki vandvirknin og útsjónarsemin. Öllu var haganlega fyrir komið og allir hnútar vel hnýttir. Heilsu afa hrakaði mikið síðasta árið og aldurinn færðist hratt yfir. Það fór honum illa að vera upp á aðra kominn, og að þurfa þiggja hjálp við að lifa sínu daglega lífi var honum byrði. Hann kunni þó vel að meta þá aðstoð og hjúkrun sem honum var veitt og var óspar á hrós og hlý orð í garð þess fólks sem vel við hann gerði. Ég þakka fyrir þær stundir sem ég átti með afa. Þær gleymast aldrei, og víst er að afa Gísla á nes- inu verður oft getið í kvöldsögum yngstu kynslóðar heimilisins. Takk, elsku afi. Þinn Óskar. Elsku afi, nú ertu farinn inn í ei- lífðina eins og þú sagðist svo oft vera að bíða eftir, allavega á seinni árum. Ég er viss um að þú hefur það gott þar, kannski að þú sért farin að róa eins og þú gerðir hér áður fyrr. Ég vona það því það átti ekki við þig að vera gamall og hjálparlaus, þú sem alltaf varst svo iðinn og duglegur að hafa eitthvað fyrir stafni hvort sem það var að fiska í soðið, fara í gönguferðir eða dytta að einhverju úti í bílskúr. Það fór ekki fyrir letinni í þér. Þú varst besti afi sem lítil „deppa depp“ gat óskað sér. Margar af mínum bestu minn- ingum tengjast þér og ömmu á nesinu. Þið hafið alltaf verið stór hluti af lífi mínu og nesið var eins og mitt annað heimili. Alltaf komstu fram við mig eins og ég væri konungsdóttir og alltaf var ég velkomin til ykkar, það sagðir þú við mig í hvert einasta skipti sem ég kom til ykkar. Ein af mínum kærustu minning- um sem tengjast þér eru kvöld- stundirnar í eldhúsinu þar sem við sátum saman með heitt kakó og kringlu og töluðum um alla heima og geima. Þá var lífið gott. Þegar sá tími kemur að við hittumst fyrir hinum megin þá fáum við okkur heitt kakó og kringlu og spjöllum saman og þú getur sagt mér hvað þú hefur verið að fást við þarna í eilífðinni. Þú átt nú örugglega eftir að fylgjast með okkur hér sem eft- ir sitjum og fussa aðeins og sveia yfir hinu og þessu sem þér finnst óþarfi. Þú hafðir nú alltaf smágam- an af því. Ég er þakklát fyrir að hafa hitt þig um daginn þegar ég kom frá Noregi, mig grunaði að það væru okkar síðustu stundir saman, þú varst orðinn svo lélegur og þrátt fyrir að mér þyki sárt að sitja hér og minnast þín þá var samt sárara að sjá þig svona veikan. Takk, afi minn, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar okkar góðu stundir saman. Þín „prinsipissa“ Helga Dís. Gísli Auðunsson MINNINGAR Ég vil með þessum orðum kveðja fyrrver- andi samstarfskonu mína Hildi E. Pálsson, sem lést nú skömmu fyrir jól. Hildur vann um áratuga skeið við úrklippusafn Borgarskjalasafns ✝ Hildur EmilíaMalmquist Páls- son fæddist í Borg- argerði á Reyð- arfirði 10. september 1912. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir að kvöldi 19. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 3. janúar. Reykjavíkur þar sem hún klippti út úr dag- blöðum allar umfjall- anir um Reykjavíkur- borg og annað áhugavert um hvað væri að gerast í Reykjavík. Úrklipp- urnar voru flokkaðar eftir um 30 efnisflokk- um og síðan límdar inn í úrklippubækur. Þetta var nákvæmnis- verk og starf sem enn í dag nýtist vel þeim sem rannsaka sögu borgarinnar. Hildur lét af störfum þegar hún hafði náð 75 ára aldri. Þrátt fyrir að ég starfaði ekki með Hildi nema nokkra mánuði varð hún mér minnisstæð og ég get séð hana fyrir mér við störf sín enda var leikni hennar við úrklippurnar slíkar að maður gat ekki annað en dáðst að því. Hún þurfti líka að halda vel áfram til að ná að halda í við dagblaðamagnið. Hildur var góður félagi, alltaf glaðlynd og létt og mikill húmoristi sama hvað á gekk. Hún var tíguleg í útliti og ætíð svo smekklega klædd að eftir var tekið. Þrátt fyrir að Hildur hafi farið á eftirlaun fyrir tæpum 20 árum hélt hún sambandi við okkur og síðast heyrði ég frá henni þegar haldið var upp á 50 ára afmæli safnsins 2004. Kannski má segja að Hildur hafi verið ein af þessum gæðamanneskj- um sem maður kynnist í lífinu og hafa viðvarandi áhrif á mann. Fyrir hönd okkar á Borgarskjala- safni vil ég kveðja Hildi með þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur. Svanhildur Bogadóttir. Hildur Emilía Malmquist Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.