Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 49
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhver krítar verulega liðugt. Hrút-
urinn lætur freistast til þess að draga
mörkin, en á að bíða þangað til allt er
komið á daginn. Biddu um útskýringu.
Ef ekkert var illa meint, er alger tímasó-
un að móðgast.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Samúð er eitt form óskilyrtrar ástar.
Nautið hittir einhvern sem þykist vera
samúðarfullur til þess að breiða yfir
slæma ávana eins og meðvirkni og písl-
arvætti. Eigðu samskipti á léttum nótum
við þannig manneskjur og farðu svo
strax að gera eitthvað annað.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er félagsvera og þarf stundum
að taka púlsinn á mannkyninu án þess að
tala við einhvern af holdi og blóði.
Heppnin fylgir þér þar sem þú getur
fylgst með mannlífinu í laumi. Hreiðraðu
um þig á kaffihúsi eða spásseraðu í
verslunarmiðstöðinni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn nær árangri á hverjum degi.
Nú ríður á að vera í félagsskap einhvers
sem gerir það sama. Forðastu þá sem
geta hvorki skipt um skoðun né um-
ræðuefni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Rómantíkin er í fyrirrúmi. Nýleg sam-
skipti vekja forvitni þína og þú spáir í
hvað muni gerast næst. Vertu sjálfs-
öryggið uppmálað og til í hvað sem er.
Bestu samböndin verða til án mikillar
fyrirhafnar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Himintunglin draga þörf meyjunnar til
þess að vera einstök og hafa svigrúm til
að tjá sjónarmið sín. Frelsið krefst þess
að þú víkir þér fimlega undan manneskj-
unni sem er að reyna að stjórna þér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Starfsmarkmið vogarinnar virðast
skyndilega einum of metnaðarfull. Leið-
in framundan liggur bara upp á við. Þá
er auðvelt að láta hugfallast og spyrja
sig: hvenær á ég eiginlega eftir að kom-
ast á leiðarenda? En þú ert þegar komin.
Eftirleikurinn er ekkert mál.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Stephen Hawking spurði eitt sinn: hvers
vegna munum við fortíðina en ekki fram-
tíðina? En ef maður gæti spáð fyrir
henni yrði spáin ekkert í líkingu við það
sem gerist í dag. Það er einfaldlega
handan við tíma og rökhugsun.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn á að lesa sér til um allt
sem viðkemur vandamáli sínu og láta
það svo lönd og leið. Vertu á varðbergi,
það er munur á því að láta allar reglur
lönd og leið eða virða þær að vettugi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nú er stórhátíðin senn á enda og stein-
geitin finnur meira til tómleika en léttis
eins og hún átti von á. Það er leið al-
heimsins til þess að hvetja hana til að
byrja undirbúning að næsta stórviðburði
í lífinu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn finnur hinn fullkomna tón
og er í samhljómi við alheiminn. Hann
kemur á óvart, en er ekki augljós. Hegð-
ar sér ósjálfrátt en ekki af hvatvísi. Hall-
ur undir rómantík en lætur ekki hafa sig
að fífli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagurinn framundan verður ábatasam-
ur ef fiskurinn heldur rétt á spöðunum.
Taktu fjárreiður þínar alvarlega. Vertu
með á hreinu hversu mikið þú átt, í vesk-
inu, bankanum og framtíðinni.
Einhver kann að hafa
vaknað ráðvilltur í dag og
velt því fyrir sér hvað hafi
eiginlega gerst í gær? Dag-
urinn eftir fullt tungl er
ekki ósvipaður deginum
eftir villt gamlárspartí. Hvernig væri að
leyfa dómgreind sólar í steingeit að hrista
af sér slenið, safna nýjum upplýsingum og
ná smáforskoti á nýársheitin?
stjörnuspá
Holiday Mathis
eeee
KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL.
eee
L.I.B. TOPP5.IS
EKKI MISSA AF MEST SLÁANDI OG EINNI
ÁHRIFAMESTU KVIKMYND ÁRSINS.
MEÐ CLIVE OWEN
(“CLOSER”), ÓSKARS-
VERÐLAUNAHAFANUM
MICHAEL CAINE OG
JULIANNE MORRE.
Sími 575 8900 • www.sambioin.is
/ ÁLFABAKKA
STRANGER THAN FICTION kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
STRANGER THAN FICTION VIP kl. 5:40 - 8 - 10:20
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára.
THE CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:20 B.i. 16.ára.
DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i.12 .ára.
DOA kl. 6 B.i.12 .ára.
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:20 - 5:40 LEYFÐ
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
SANTA CLAUSE 3 kl. 3:30 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
STRANGER THAN FICTION kl. 6 - 8:20 - 10:40 LEYFÐ
THE CHILDREN OF MEN kl. 8:10 - 10:30 B.i. 16
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ DIGITAL
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ DIGITAL
DÉJÁ VU kl. 10:40 B.i. 12 DIGITAL
THE HOLIDAY kl. 8 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 1:40 - 3:50 LEYFÐ DIGITAL
GOLDEN GLOBE TILNEFNING
BESTI LEIKARI : WILL FERRELL
um velfarnaðar á nýju ári !
FRÁBÆRLEGA FYNDIN OG
SNIÐUG GAMANMYND...
...SEM KEMUR ÖLLUM Í GOTT
SKAP Á NÝJU ÁRI
HÖRKFÍN MYND
eeee
RÁS 2
Þetta er fyrsta flokks spennumynd
sem nýtir sér möguleika formsins
á einkar áhugaverðan hátt.
eeee
H.J. MBL.
Til stendur að bjóða upp ýmsahluti úr eigu bandarísku söng-
konunnar Whitney Houston en hún
á við mikla fjárhagserfiðleika að
etja. Meðal þess sem verður til sölu
eru bleik samfella, verðlaunagripir
og munir sem tengjast tónleikaferð-
um söngkonunnar. Munirnir hafa
verið í geymslu í New Jersey í sjö ár
en eru nú boðnir upp vegna þess að
geymslugjald hefur ekki verið greitt
í eitt ár.
Houston er að skilja við Bobby
Brown, eiginmann sinn eftir 14 ára
hjónaband. Fjárhagur hjónanna var
orðinn býsna ótraustur og nýlega
var gert fjárnám í húsi, sem þau áttu
í Georgíu, og það var boðið upp.
Houston tókst að koma í veg fyrir
að hús, sem hún á í New Jersey, yrði
einnig boðið upp en hún skuldaði
rúmlega 1 milljón dala í afborganir
af húsnæðislánum og einnig höfðu
safnast upp ógreiddir fast-
eignaskattar. Tekist hefur sam-
komulag um afborganirnar af láninu
og skattskuldin, 83 þúsund dalir,
hefur nú verið greidd.
Munirnir, sem nú verða boðnir
upp, hafa verið í geymslu frá því
Houston fór í mikla tónleikaferð árið
1999. Fyrirtækið sem sá um að
geyma búnaðinn fór í mál í maí en þá
hafði það ekki fengið greiðslur í eitt
ár og nemur skuldin 175 þúsund döl-
um. Því hefur verið gripið til þess
ráðs að bjóða munina upp.
Houston hefur undanfarið dvalið í
Los Angeles og tekið þar upp nýja
plötu.
Fólk folk@mbl.is