Morgunblaðið - 09.01.2007, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
SPILAFÍKN verður sífellt algeng-
ari meðal yngra fólks og kvenna að
sögn Þórarins Tyrfingssonar, yf-
irlæknis á Sjúkrahúsinu Vogi. Sjúk-
lingar með spilafíkn sem sinn að-
alvanda hafa fengið úrræði á
göngudeildum en algengast er að
fíkniefna- og/eða áfengissjúklingar
með spilavanda að auki leggist inn á
Vog. „Við höfum skimað þennan hóp
og reynt að gera okkur grein fyrir
hversu margir eiga í vanda vegna
spilaáráttu. Það hefur komið í ljós að
ríflega tíundi hver sjúklingur sem
leggst hér inn á í verulegum vanda
vegna spilafíknar,“ segir Þórarinn
Með því er átt við einstaklinga
sem uppfylla venjuleg greining-
arskilyrði vegna spilafíknar, þ.e.
stjórnleysi í spilinu sem bitnar á
geðheilsu viðkomandi. „Hann er
sjálfur óánægður með ástandið og
líður fyrir það. Það kemur líka niður
á fjárhag hans og fjölskyldulífi,“
bendir Þórarinn á.
Hann segir það afstætt hvað telj-
ist stór upphæð sem fólk tapar
vegna spilafíknar, enda séu tekjur
fólks mjög mismunandi og það sem
er mikið í augum eins, er lítið í aug-
um annars. „Ef fólk er tekjulítið og
hefur örorkustyrk eru upphæðirnar
fljótar að verða stórar fyrir þessu
fólki,“ segir hann.
50 til 60 ný tilvik árlega
Hjá SÁÁ er einkum horft til þess
hversu mörg ný tilvik um spilafíkn
koma upp á yfirborðið árlega, sem
eru ákveðin merki um þróun mála að
þessu leyti. „Þetta hafa verið um 50–
60 ný tilfelli árlega, þ.e. fólk sem er
að leita sér aðstoðar og við höfum
ekki séð áður. Það er mikið miðað
við nýgengi vegna alls vímuefna-
vanda sem er 600–700 manns á ári.
Hér er um að ræða tíunda hluta þess
hóps.“
Þórarinn segir gengið út frá því
sem vísu að spilavandinn sé að
aukast hjá yngra fólkinu. Þetta hafi
athuganir á alþjóðlegum vettvangi
sýnt. „Hér á Vesturlöndum hefur
tækifærum til að spila fjölgað veru-
lega. Aðgangur að hinum marg-
víslegustu happdrættum, spila-
vélum, Netinu og öðru hefur aukist.
Vandinn vex um leið. Á móti hafa
þjóðfélögin veitt þessu fólki einhvers
konar aðstoð en oft hefur hún ekki
verið nægilega vel skilgreind þ.e.
hver eigi að veita hana, hvort hún
eigi að vera innan heilbrigðisþjón-
ustunnar og hverjir í þeirri þjónustu
eigi að veita aðstoðina. Fólk sem
glímir við þennan vanda á á brattann
að sækja. Samfélag spilafíkla sem
hafa náð bata er ekki eins sterkt og
samfélag þeirra sem hafa náð bata
vegna vímuefnafíknar. Það virðist
vera að fólk eigi miklu erfiðara með
að stíga fram og viðurkenna spila-
vandann og fyrstu skrefin að því að
leita sér hjálpar eru miklu erfiðari
en þegar um vímuefnavanda er að
ræða. Ég sé það þegar fólk kemur á
Vog með vímuefnavanda, hvað það á
erfitt með að viðurkenna spilavand-
ann líka.
Á vefnum spilavandi.is er frásögn
ungs manns sem átti við spilavanda
að stríða og var hann kominn út í
sjálfsvígshugleiðingar. Ekkert ann-
að hafi komist að en spilakassinn og
segist hann hafa haldið að hann
kæmist aldrei út úr þessu fari.
Á fermingaraldri var hann farinn
að stunda spilakassa og segir hann
ástæðuna hafa verið þá að hann
langaði að drýgja vasapeningana
sína. Sautján ára hætti hann í skóla,
draumar um framhaldsnám og
ferðalög voru látin lönd og leið.
Fíknin ágerist meðal yngra fólksins
Ríflega tíundi hver innlagður vímuefnasjúklingur á Vogi á einnig við verulegan spilavanda að etja
Morgunblaðið/Kristinn
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
hvikar í engu frá þeirri afstöðu borgaryfir-
valda, að fyrirhugaður rekstur spilasalar í
verslunarmiðstöðinni í Mjódd sé óforsvaran-
legur með öllu. Íbúar hafa mótmælt uppsetn-
ingu spilasalarins harðlega. Mun Vilhjálmur
eiga fund á allra næstu dögum með forsvars-
mönnum Háspennu ehf., sem annast rekstur
spilasalanna skv. samningi við Happdrætti
Háskóla Íslands, til að fá þá ofan af þessum
áformum.
„Við [óskum] mjög eindregið eftir því við
stjórn Happdrættis Háskóla Íslands og Há-
spennu að þetta verði ekki gert. Það er áreið-
anlega hægt að finna aðra staðsetningu í borg-
inni undir þetta sem er heppilegri en þessi, ef
það er þá hægt að tala um að eitthvað sé
heppilegt í sambandi við þetta,“ segir Vil-
hjálmur.
Hann segir að þeir sem starfrækja þessa
kassa hljóti líka að hlusta á þúsundir íbúa í
Breiðholti sem séu algjörlega á móti rekstri
spilasalar í hjarta Mjóddarinnar. ,,Ég skil ekki
hvers vegna er verið að sækja inn á þessa mið-
stöð í óþökk allra, kaupmanna og íbúa á svæð-
inu.“
Auk HHÍ og Háspennu annast Íslandsspil,
sem eru í eigu Rauða kross Íslands, Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ., rekstur
spilakassa. Alls eru í dag starfræktir um 970
spilakassar um allt land.
Stjórn HHÍ ber að ákveða hvar
happdrættisvélum er komið fyrir
Happdrættisvélar HHÍ, sem fengu nafnið
Gullnáman, voru upphaflega teknar í notkun
árið 1993 en þá var gangsett kerfi með 350
happdrættisvélum á 26 stöðum um allt land,
þar af á 14 stöðum á Reykjavíkursvæðinu.
HHÍ hefur leigt spilakassana og hugbúnað af
bandaríska fyrirtækinu IGT í Reno í Nevada.
Reglugerð um peningalaust happdrætti HÍ
kveður á um að það sé stjórnar happdrættisins
að ákveða hvar happdrættisvélum verður
komið fyrir.
Fram hefur komið í umræðunni að undan-
förnu að spilakössum hafi fjölgað verulega en
það kemur Brynjólfi Sigurðssyni, forstjóra
Happdrættis Háskóla Íslands, á óvart að
aukningin sé svona mikil. Spilakassar sem Há-
spenna ehf. rekur eru 390 í dag sem er
óbreyttur fjöldi frá árinu 2004 þegar þeir voru
líka 390 talsins. Þeim hefur hins vegar fjölgað
um 40 frá árinu 2001 þegar þeir voru 350. „Við
höfum alveg frá upphafi, þ.e.a.s. frá 1993 þeg-
ar þetta byrjaði, lagt mikla áherslu á okkar
kassar væru á stöðum þar sem unglingar ættu
ekki aðgang að og að þeir væru ekki eftirlits-
lausir,“ segir Brynjólfur.
Í dag reka Íslandsspil um 580 spilakassa á
um 230 stöðum víða um landið í söluturnum og
á vínveitingahúsum. Spilakössunum hefur far-
ið fækkandi að undanförnu að sögn Magnúsar
Snæbjörnssonar, framkvæmdastjóra Íslands-
spila, m.a. fækkaði kössum um 25 í fyrra.
Magnús bendir á að nokkrar skýringar séu á
fækkuninni, m.a. sú að sjoppum, þar sem spila-
kassar hafa verið staðsettir, hefur fækkað.
Íslandsspil mega mest vera með 650 spila-
kassa í rekstri en hins vegar eru HHÍ ekki sett
takmörk hvað varðar fjölda spilakassa.
Tekjurnar af spilakössum Íslandsspila hafa
lítið breyst ár frá ári og hafa að jafnaði aukist
um 1% á ári að sögn Magnúsar. Ljóst er að
spilakassar skila umtalsverðum tekjum. Velt-
an hjá Íslandsspilum er um 1.400 milljónir kr.
á ári og tekjur af starfseminni eru um 70% eða
rúmlega 900 milljónir að frádregnum vinning-
um og kostnaði.
Spilakassar Háspennu eru ýmist í sérstök-
um spilasölum eða á stöðum sem hafa vínveit-
ingaleyfi og er aldurstakmarkið 18 ár sam-
kvæmt lögum að sögn Brynjólfs. Háspenna
hefur svo sett enn strangari aðgangstakmark-
anir og miðað við 20 ára lágmarksaldur. Gert
hefur verið ráð fyrir að 20 ára aldurstakmark
verði að spilasalnum í Mjódd og þar á ekki að
leyfa neinar vínveitingar að sögn Brynjólfs.
Fyrir nokkrum árum spratt upp deila um
rekstur spilasalar Háspennu við Skólavörðu-
stíg. Borgin synjaði Háspennu um leyfi en
kærunefnd skipulags- og byggingarmála felldi
synjunina út gildi og þurfti borgin að greiða
HÍÍ 1,7 milljónir og Háspennu 4,5 milljónir í
skaðabætur, skv. upplýsingum borgarstjóra.
Brynjólfur er þeirrar skoðunar að ekki sé
meiri hætta af spilasal í Mjódd en annars-
staðar. Hann segist sjálfur vera íbúi í Selja-
hverfi, hann eigi oft erindi í Mjóddina og
kveðst ekki hafa séð að nein sérstök truflun
yrði af starfsemi spilastofu þar. Brynjólfur
segir að sér hafi þótt miður hvað borgarstjóri
hafi lagt mikla áherslu á að það væru Háskóli
Íslands og HHÍ sem ætluðu að reka happ-
drættisvélar í Mjódd. Svo væri ekki, heldur
stæði fyrirtækið Háspenna ehf. að því. HHÍ
hefði verið í viðskiptum við Háspennu allt frá
upphafi þessarar starfsemi 1993. ,,Við höfum
átt mjög góð samskipti við það fyrirtæki í
gegnum tíðina og þeir hafa sýnt af sér mikla
ábyrgð í öllum sínum rekstri. Þeir komu til
okkar sl. vor og spurðu hvort við værum til-
búnir að leigja þeim happdrættisvélar ef þeir
fengju afnotarétt af þessu húsnæði í Mjódd-
inni.“ Á þetta var fallist, að sögn Brynjólfs,
með þeim skilyrðum að Háspenna útvegaði öll
leyfi og að ljóst væri að öll skilyrði af hálfu
borgaryfirvalda væru uppfyllt. Segir hann
ljóst að fyrirhugaður rekstur sé í samræmi við
gildandi skipulag borgaryfirvalda. Borgar-
stjóri hafi aldrei borið neinar brigður á að lög
og reglur heimili svona starfsemi á þessum
stað og á grundvelli þeirra veiti embættis-
menn heimild til rekstrarins.
970 spilakassar um allt land
Fréttaskýring | Íslandsspil reka
580 spilakassa um allt land fyrir
RKÍ, Slysavarnafélagið Lands-
björg og SÁÁ. Háspenna ehf. og
Happdrætti Háskóla Íslands
reka 390 kassa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umdeild starfsemi. Heimilt er að reka spilakassa með peningavinningum undir eftirliti m.a. í
söluturnum, á veitingastöðum, í umferðarmiðstöðvum og í verslunum samkvæmt reglugerð.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VERULEGUR ágóði er af
rekstri spilakassa. Tveir
rekstraraðilar hafa leyfi til
að reka þá. Annars vegar
Íslandsspil, sem eru í eigu
Rauða kross Íslands, Lands-
bjargar og SÁÁ, og hins
vegar Háspenna ehf., sem
annast rekstur spilakassa
fyrir Happdrætti Háskóla
Íslands.
Eftir því sem næst verður
komist eru hreinar tekjur
rekstraraðila spilakassanna
töluvert á annan milljarð
króna á ári.
Eins og fram kemur í
greininni hér til hliðar eru
hreinar tekjur Íslandsspila,
þ.e. að frádregnum vinn-
ingum og kostnaði, um 900
milljónir. Happdrætti Há-
skóla Íslands rekur þrjú
happdrættisform, þ.e.
flokkahappdrætti og skaf-
miðahappdrætti auk
spilakassanna. Ekki fengust
upplýsingar í gær um hlut
spilakassanna í tekjum HHÍ
en skv. svari dóms-
málaráðherra við fyrirspurn
á Alþingi árið 2005 um
söfnunarkassa og happ-
drættisvélar voru tekjur
HHÍ að frádregnum vinn-
ingum og kostnaði um 528
milljónir á árinu 2004.
Heildartekjur af allri happ-
drættisstarfsemi HHÍ á
árinu 2005 voru um 780
milljónir skv. ársreikningi.
Í fjárlögum er áætlað að
á árinu 2007 verði 870 millj-
óna kr. hagnaður af öllum
rekstri Happdrættis Há-
skóla Íslands. Er það 395
millj. kr. betri afkoma en
gert var ráð fyrir í fjár-
lögum 2006. Afkoma fyr-
irtækisins hefur verið van-
áætluð á fjárlögum sem sést
á því, að því er fram kom í
skýringum fjárlaga-
frumvparsins, að á árunum
1999–2005 nam sam-
anlagður hagnaður alls 3,8
milljörðum króna en var
áætlaður 2,5 milljarðar á
fjárlögum.
Ágóða af rekstri happ-
drættis HÍ skal varið til að
reisa byggingar á vegum
háskólans. Einnig er heimilt
að verja honum til greiðslu
kostnaðar af viðhaldi há-
skólabygginganna og til
þess að koma á fót og efla
rannsóknarstofur o.fl.
Ágóðinn vel á annan milljarð á ári
Morgunblaðið/Kristinn