Morgunblaðið - 09.01.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.01.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 17 Til leigu eða sölu er:Til leigu/sölu Upplýsingar veita: Hörður sími 896 3252 Stefán sími 892 2809 Um er að ræða samtals 1.100 fm á jarðhæð. Hægt er að skipta húsnæðinu í minni einingar. Óseyri 1a Akureyri Blönduós | Krakkarnir í 10. bekk Húnavallaskóla sýndu söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Félagsheim- ilinu á Blönduósi fyrir skömmu. Þessi uppfærsla krakkanna á Húnavöllum er afrakstur af hálfs- mánaðar þemaviku þar sem krakk- arnir einbeittu sér eingöngu að þessu verkefni undir stjórn Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur leikkonu. Frumflutningur þessa verks var á árshátíð Húnavallaskóla fyrr í vetur. Að sögn Þorkels Ellertssonar skólastjóra er þetta þriðja árið í röð sem nemendur 10. bekkjar í Húna- vallaskóla troða upp með söngleik í Félagsheimilinu á Blönduósi á þess- um tíma árs. Í desember 2004 var það „Fame“ og í fyrra „Komin til að sjá og sigra“ sem var byggður á Stuðmannamyndinni „Með allt á hreinu“. Fjölmenni sótti sýninguna sem tókst með miklum ágætum og var nemendum og skóla til mikils sóma. Nemendur sýndu Litlu hryllingsbúðina Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Húsavík | Eftir að ný sorpeyðingarstöð var tekin í notkun á Húsavík var sú eldri, sem staðsett er á Húsavíkurhöfða, aflögð og seld í kjölfarið. Síðustu daga hafa starfsmenn Vélaverkstæðisins Gríms á Húsavík unnið að því að fjarlægja reykháfinn af byggingunni sem í framtíðinni mun hýsa starfsemi verktakafyrirtækisins Steinsteypis. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Reykháfurinn rifinn Bláskógabyggð | Fundist hefur heitt vatn á bænum Tjörn í Bláskóga- byggð. Um er að ræða 20 sekúndu- lítra af 76 gráðu heitu vatni en full- víst er talið að vatnið muni hitna frekar þegar farið verður að dæla úr holunni. Vatnið fannst á um 730 metra dýpi en borað var með jarðbornum Ými frá Jarðborunum hf. Byrjað var að bora í september. Tjörn er ekki langt frá bæjunum Efri- og Syðri-Reykjum í Biskups- tungum en þar er mikið af heitu vatni. Á Tjörn eru þrjú íbúðarhús auk útihúsa. Holan er um einn kíló- metra frá bænum en rétt við frí- stundabyggð sem skipulögð hefur verið. Tíu hús eru þegar komin en gert er ráð fyrir að þar rísi 40 til 50 hús á næstu árum. Fljótlega verður hafist handa við að virkja holuna. Heitt vatn finnst á Tjörn í Bláskógabyggð Reykjanesbær | Allar sjávarlóð- irnar sem Reykjanesbær auglýsti við Brekadal í Innri-Njarðvík gengu út. Framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ segist þó gjarnan hafa viljað sjá meiri áhuga á lóð- unum því fleiri slíkar lóðir verði síðar á boðstólunum. Auglýstar voru sjö stórar ein- býlishúsalóðir við sjávarsíðuna í Dalshverfi þar sem einstaklingar hafa forgang við úthlutun. Sjö um- sóknir bárust, eða nákvæmlega ein fyrir hvert hús. Gatnagerðargjöld eru liðlega tvöföld hefðbundin gjöld, vegna „útsýnisálags“, eins og Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjanesbæjar, orðar það. Hins vegar voru auglýstar þrjár lóðir fyrir verktaka þar sem gert er ráð fyrir fjórum minni húsum á hverri. Aðeins bárust þrjár um- sóknir um þessar lóðir, eða ein um hverja eins og í hinu tilvikinu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjávarlóðir ganga út Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Helguvík | Ker- og steypuskálar fyr- irhugaðs álvers Norðuráls við Helgu- vík verða væntanlega allir í Sveitar- félaginu Garði. Súrálsgeymar og ýmis önnur mannvirki verða innan bæjarmarka Reykjanesbæjar. Bæj- arstjórarnir hafa gert samkomulag um legu lóðarinnar og að sveitar- félögin skipti jafnt á milli sín tekjum af fasteignagjöldum vegna álvers með allt að 250 þúsund tonna fram- leiðslugetu. Norðurál vinnur að skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyr- irhugaðs álvers við Helguvík. Vinnan er á lokastigi, að sögn Ragnars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs. Ofan við olíubirgðasvæðið Við undirbúninginn var í upphafi einkum litið til lands innan bæjar- marka Reykjanesbæjar en þó rætt um þann möguleika að hluti ker- og steypuskála færi inn á land Garðsins. Í þriðju tillögunni sem fram kom var gert ráð fyrir að lóðin yrði færð norð- ar og að skálarnir yrðu allir á fyrrum varnarliðssvæði sem tilheyrir Garð- inum og varð samkomulag um þá nið- urstöðu milli fyrirtækisins og beggja bæjarstjóranna. Samkvæmt þessu verða ker- og steypuskálar álversins byggðir norðan við sveitarfélaga- mörkin og í áttina að golfvellinum í Leiru, meðfram olíutönkunum sem varnarliðið hafði til afnota. Landið er í eigu ríkisins og var flokkað sem varnarliðssvæði á meðan varnarliðið var á landinu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að óskað hafi verið eftir viðræðum við varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins og Þró- unarfélag Keflavíkurflugvallar, um afnot af landinu og skipulag og á hann ekki von á öðru en leyfi fáist til að vinna þetta mál áfram. Gert er ráð fyrir því að ýmsar aðr- ar byggingar, svo sem súrálsgeymar og væntanlega einnig skrifstofu- bygging, verði á iðnaðarsvæðinu við Helguvíkurhöfn sem er í landi Reykjanesbæjar og þar um fara allar tengingar við Helguvíkurhöfn. Ragnar Guðmundsson segir að þetta hafi verið skynsamlegasta nið- urstaðan vegna nýtingar landsins. Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, segir að álverið fari betur í landinu á þessari lóð en á öðrum stöð- um sem hafi verið í umræðunni. Árni Sigfússon bætir því við að lausnin sé hagstæð út frá umhverfislegum sjón- armiðum. 50 milljónir til Garðsins Samkomulag bæjarstjóranna var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnanna. Bæjarráð Reykja- nesbæjar samþykkti það fyrir sitt leyti og fyrirhugað er að boða til fundar í bæjarstjórn í vikunni til að leggja það fyrir. Fyrirhugað er að kynna málið í kjölfar þess. Í samkomulaginu er einnig kveðið á um skiptingu tekna af fasteigna- gjöldum á milli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir því að helmingur fast- eignagjalda vegna álvers með allt að 250 tonna framleiðslugetu á ári skipt- ist jafnt á milli sveitarfélaganna. Þar mun vera um að ræða alls um 100 milljónir kr. og renna því 50 milljónir til hvors um sig. „Ég er ánægð og held að við höfum náð góðri lendingu. Bæjarfélögin taka sameiginlega á þessu verkefni,“ segir Oddný, bæj- arstjóri í Garði. Hún bætir því við að gert sé ráð fyrir því að fasteignagjöld af mannvirkjum sem kunni að koma til síðar vegna stækkunar álversins renni alfarið til viðkomandi sveitarfé- lags. Telur hún augljóst að sú stækk- un yrði að mestu leyti á landi Garðs og myndi sveitarfélagið því njóta góðs af auknum tekjum. Hitaveita Suðurnesja og Orku- veita Reykjavíkur hafa lýst yfir vilja til að selja orku til fyrirhugaðs álvers og Norðurál hefur samið við Reykja- nesbæ um hafnaraðstöðu og lóð við höfnina. Gert hefur verið ráð fyrir ál- veri með 120 til 150 þúsund tonna framleiðslugetu í fyrsta áfanga sem gæti verið tekið í notkun á árinu 2010. Fimm árum síðar verði fram- leiðslugetan komin upp í 250 þúsund tonn. Garður og Reykjanesbær skipta jafnt tekjum af álveri Í HNOTSKURN » Ker- og steypuskálar verða áfyrrum varnarliðssvæði í landi Garðsins. Súrálsgeymar og ýmis önnur mannvirki verða í landi Reykjanesbæjar við Helgu- víkurhöfn. » Sveitarfélögin skipta jafntfasteignagjöldum af allt að 250 þúsund tonna álveri. Komi til frekari stækkunar renna fast- eignagjöldin óskipt til viðkom- andi sveitarfélags. !    "  (&  ?  3  @  (&   &    (  6)*  A   ; ' 6 8   6 #     $  $   $    "   %          B /'  ?<=B ?:  '  ' &9    *4 ( 6  N C&! 9O  #( 9O LANDIÐ SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.