Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 18
sem fylgja þessu fólki og
þeir starfa þá með okkur
við öryggisgæsluna. Mjög
misjafnt er hversu marga líf-
verði þarf í hverju tilfelli, það fer eft-
ir umfangi og um hvern er að ræða.“
Ekki meira spennandi en annað
Jón Friðrik segir að þó nokkuð
mörg öryggisgæsluverkefni komi til
á hverju ári. „Í þeim tilvikum þegar
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Það er svolítið eins og aðdetta inn í bíómynd eðavera staddur í einhverjumöðrum veruleika að sjá ís-
lenska unga menn í jakkafötum með
bindi og alvöru skammbyssur í belt-
inu þar sem þeir fylgja erlendum
þjóðhöfðingjum eins og gráir kettir í
heimsóknum þeirra hingað til lands.
Gildir þá einu hvort viðkomandi er
að versla í Kringlunni eða á fundi
með forsetanum. Þetta eru vopnaðir
lífverðir með græju í eyranu og ekki
laust við að þeir hafi sama graf-
alvarlega yfirbragðið og kollegar
þeirra í útlandinu sem við erum vön
að sjá í kvikmyndum.
En til hvers eru þessar byssur?
Er lífvörðunum ætlað að nota þær á
fólk og þá í hvaða tilfellum?
„Þeim er ekki ætlað að beita vopn-
um nema í neyðarvörn. Ör-
yggisgæsla snýst fyrst og
fremst um að koma í veg
fyrir að eitthvað fari úr-
skeiðis,“ segir Jón Friðrik
Bjartmarz yfirlög-
regluþjónn. Sérsveitin heyrir undir
hann en hún sér um vopnaða örygg-
isgæslu hér á landi.
„Þegar þjóðhöfðingjar og ýmsir
háttsettir aðilar koma hingað til
lands, þá er alltaf óskað eftir vopn-
uðum lífvörðum, sem grundvallast á
því að íslensk lögregluyfirvöld bera
ábyrgð á öryggi þeirra meðan þeir
eru staddir hér á landi. Alþjóðlegir
samningar kveða á um öryggi þessa
fólks. Oft eru líka erlendir lífverðir
stórir alþjóðlegir fundir eru
hér á landi, eins og til dæmis
Leiðtogafundurinn og Nató-
fundurinn, þá þarf Sérsveitin að
stilla sér upp með sýnilegri og öfl-
ugum vopnum.“ Vissulega bregður
íslenskum borgurum við að sjá
menn með alvæpni á götum úti,
enda eiga þeir ekki slíku að
venjast og fæstum dettur í hug
að til byssubardaga þurfi að
koma á friðsælu Fróni. „Þjóð-
arleiðtogum Vesturlanda sem
hingað koma, stafar fyrst og fremst
hætta af einstaklingum en ekki
hryðjuverkasamtökum. Ekki hefur
komið upp neitt alvarlegt tilvik þar
sem íslenskir öryggisverðir hafa
þurft að beita vopnum, en vissulega
hafa minniháttaratvik komið upp
þar sem öryggisverðir hafa þurft að
bregðast við með einhverjum hætti.“
Sérsveitarmennirnir eru hraustir
menn og þjálfaðir í því að bregðast
skjótt og vel við erfiðum aðstæðum
en Jón Friðrik segir alþjóðlegt fyr-
irkomulag vera á því hvernig beri að
sinna vopnaðri öryggisgæslu. „Líf-
varðagæsla gengur fyrst og fremst
út á það að fylgja viðkomandi á öll-
um hans eða hennar ferðum og hafa
vakandi auga fyrir öllu sem fram fer
og mögulegum hættum sem steðja
að,“ segir Jón Friðrik og bætir við
að strákunum í Sérsveitinni finnist
það ekki neitt meira spennandi en
annað sem undir þá heyrir, að fylgja
erlendum þjóðhöfðingjum hvert
spor, spariklæddir með skamm-
byssu innanklæða eða með alvæpni
utan á liggjandi. „Þetta er bara eins
og hver önnur vinna.“
Morgunblaðið/Kristinn
Vopnaburður Þær brostu bara í kampinn konurnar sem áttu leið um Hagatorg þar sem vopnaðir öryggisverðir stóðu vörð um utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) 2002.
Íslenskir strákar með byssur í vinnunni
|þriðjudagur|9. 1. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Fáir setja sér markmið en séu
þau skipulögð og skýr veita þau
fólki frelsi, segir Þorsteinn
Garðarsson. »21
daglegt líf
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
breytti um lífsstíl þegar hún
komst að því að hún væri með
sykursýki. »20
heilsa
Adrien Eiríkur Skúlason og
Brynja Dís Albertsdóttir eru
bæði í skólahljómsveit Árbæjar
og Breiðholts. »19
tómstundir
HÆGT er að meðhöndla lotugræðgi (búli-
míu) með p-pillum í einhverjum tilfellum.
Sjúkdómurinn getur nefnilega orsakast af
hormónaröskun, að því er fram kemur á vef-
miðli danska dagblaðsins Berlingske tidende.
Hingað til hefur verið talið að átrösk-
unarsjúkdómar ættu sér sálrænar og fé-
lagslegar orsakir en nú hefur sænskur lækn-
ir, Sabine Naessén, sett fram nýjar
kenningar í doktorsritgerð sinni.
Of mikið testósterón
Hún telur að einn þriðji lotugræðg-
isjúklinga eigi í vandræðum með horm-
ónaframleiðslu sína. Aukið magn af karla-
hormóninu testósteróni og of lítið af
kvenhormóninu östrógeni geti leitt til þess að
viðkomandi finni fyrir stöðugri svengd.
Þetta þýðir að lotugræðgi getur „í sumum
tilfellum verið afleiðing hormónaröskunar hjá
sjúklingnum, fremur en sálrænna erfiðleika“,
hefur Berlingske tidende eftir lækninum.
Naessén hefur meðhöndlað 77 konur, sem
þjást af lotugræðgi, með p-pillum sem inni-
halda östrógen og þannig dregið úr magni te-
stosteróns í líkama þeirra. Eftir þriggja mán-
aða meðhöndlun fann helmingur kvennanna
fyrir því að sultartilfinning þeirra hafði
minnkað og sömuleiðis löngun í sætindi og
feitan mat. Þrjár kvennanna urðu alveg ein-
kennalausar.
„Áhrifin eru greinileg og það er mjög
sennilegt að hormónameðhöndlun verði mik-
ilvægur valkostur við hugræna atferl-
ismeðferð í framtíðinni,“ segir Naessén sem
lýsir lotugræðgi sem flóknum sjúkdómi sem
fjölmörg atriði á borð við erfðir og sálarlíf
hafi áhrif á.
P-pilla við lotugræðgi
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hormónar Lotugræðgi á sér stundum aðrar
orsakir en sálrænar og félagslegar.
NÝ rannsókn sem gerð var á Karólínsku stofn-
uninni í Stokkhólmi sýnir að konur sem neyta
afurða sem innihalda CLA-sameindir, en þær
fást m.a. úr kúm og þar af leiðandi ostum og
mjólkurafurðum, þyngjast minna en að með-
altali. Þetta kemur fram á vef Aftenposten.
Konur sem drukku eitt nýmjólkurglas dag-
lega þyngdust að meðaltali 15% minna en kyn-
systur þeirra sem ekki drukku slíka mjólk. Og
konur sem borðuðu að minnsta kosti einn
skammt af osti á dag þyngdust 30% minna, að
því er sænska rannsóknin sýndi.
Það sem kom mest á óvart var að aukin
neysla á osti varð til þess að þeir sem voru of
þungir léttust, er haft eftir Alicja Wolk, pró-
fessor við Karólínska. „Það liggur beinast við
að álíta að þetta sé tilkomið vegna CLA og
kalsíum,“ fullyrðir hún.
Feitur ostur
grennir
heilsa
VETRARHÁTÍÐIR eru
haldnar víða þar sem
snjó kyngir niður og setja
fjölbreytilegir snjó- og ís-
skúlptúrar víða svip sinn
á slík hátíðarhöld. Svo er
einnig í borginni Shen-
yang í Liaoning-héraðinu í norðausturhluta Kína. Hér sjást starfsmenn
snjóhátíðarinnar sem þar fer fram vinna að lokaundirbúningi að snjóút-
gáfu af Darning-höllinni sem er frá tímum Han-ættarinnar og bendir stærð
hallarinnar óneitanlega til þess að hátíðin eigi að vera hin voldugasta.
Vetrar-
höll
Reuters