Morgunblaðið - 09.01.2007, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Apótek
Í boði eru góð kjör og vinalegt starfsumhverfi í
rótgrónu einkareknu apóteki. Þjónustulund og
lipurð í samskiptum skilyrði. Þarf að geta hafið
störf sem fyrst. Uppl. gefur Hanna María í síma
893 3141 / hanna@apotek.is
Laugarnesapótek ehf
Kirkjuteigi 21
105 Reykjavík
Starfsmenn óskast
Starfsmaður óskast til að annast vörudreifingu
á höfuðborgarsvæðinu, einnig starfsmaður til
að taka til pantanir í söludeild okkar.
Upplýsingar gefur Sófus í síma 863 1938.
Við leitum að hæfum einstaklingi til að hafa umsjón með heimsþekktu
snyrtivörumerki. Starfið er einstaklega fjölbreytt og lifandi og krefst
mikillar færni í mannlegum samskiptum í alþjóðlegu umhverfi ásamt
fágaðri framkomu og snyrtimennsku.
Umsóknir sendist á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir 12. janúar n.k.
merktar “HJ-19425“ eða á box@mbl.is merktar “HJ-19425”.
Vörumerkjastjóri
Halldór Jónsson ehf. er framsækið og arðbært innflutningsfyrirtæki, sem
hefur á að skipa hæfu ogmetnaðarfullu starfsfólki. Þarfir viðskiptavina
eru hafðar í öndvegi og kappkostað að veita þeim faglega ráðgjöf og
framúrskarandi þjónustu.
Starfslýsing
n Markaðs- og áætlanagerð
n Verkefnastjórnun
n Vörukaupastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
n Menntun á sviði viðskipta/
markaðsfræði eða reynsla af
sambærilegu starfi
n Góð ensku kunnátta
n Hæfni í mannlegum samskiptum
n Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð
og metnaður til að ná árangri í starfi
Raðauglýsingar 569 1100
✝ Sigrún Gunn-arsdóttir fædd-
ist á Eiði í Eyr-
arsveit 3. febrúar
1934. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 2. jan-
úar. Foreldrar
hennar voru Gunn-
ar Jóhann Stef-
ánsson, f. 1903, d.
1980, og Lilja El-
ísdóttir, f. 1907, d.
1964. Systkini
hennar eru Elís,
látinn, Hjálmar, lát-
inn, Sveinn Garðar,
látinn, Sigurlín, Helga Soffía,
látin, Jóhann Leó, Snorri og Þór-
arinn.
Hinn 19. maí 1956 giftist Sig-
rún Theodóri Þorkeli Kristjáns-
syni frá Mel í Staðarsveit. For-
eldrar hans voru Kristján
Erlendsson, f. 1896, d. 1973, og
Guðrún Hjörleifsdóttir, f. 1904,
d. 1991. Börn Sigrúnar og Theo-
dórs eru: 1) Bryndís, f. 1960,
maki Guðni E. Hallgrímsson, f.
1944. Börn þeirra eru Sigrún
Hlín, Guðný Rut og Þorkell Már
og fyrir á Guðni soninn Eyþór.
2) Þröstur, f. 1963, maki Áslaug
Árnadóttir, f. 1965. Börn þeirra
eru Theodór Ingi,
Heiðrún Lilja og
Thelma Ósk. 3)
Lilja, f. 1965, maki
Birgir Guðmunds-
son, f. 1964. Börn
þeirra eru Ívar
Þór, Anna Karen
og Rebekka Rut. 4)
Hrönn, f. 1967,
maki Davíð Örn
Heiðberg, f. 1969.
Dóttir þeirra er
Christa Hrönn. 5)
Freyja, f. 1968.
Dóttir hennar er
Hjördís Silja Kar-
velsdóttir. 6) Sveinn, f. 1974,
maki Ellen María Þórólfsdóttir,
f. 1978. Sonur þeirra er Snorri
Þór og fyrir á Ellen dótturina
Lóu Rakel.
Sigrún ólst upp á Eiði í Eyr-
arsveit. Hún fór í vist suður til
Reykjavíkur 17 ára gömul og
stundaði ýmis störf en vann
lengst af í Sjálfsbjörg þar sem
hún starfaði til ársins 2000. Hún
var félagi í kvennadeild Slysa-
varnafélagsins og vann töluvert
mikið með félaginu.
Sigrún verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Er grænkar jörð og grösin spretta á ný
og golan verður aftur mild og hlý,
er gott að mega hvílast hægt og rótt,
er húmar ei og til er engin nótt.
Á kveðjustund er margt að minnast á,
er móðurhjartað góða er hætt að slá.
En fátæk orð ei mikils mega sín,
á móti því sem gaf hún, höndin þín.
Ég sé þig koma og signa barnsins rúm,
með sömu mildi og fyrr, er nálgast húm.
Hið stillta fas, svo sterk í hverri raun,
þú stóðst á verði, spurðir ei um laun.
Og þegar lokið lífsins ferð er hér,
og læknuð þreyta vinnudagsins er,
hver minning verður máttug heit og klökk,
um móðurást og kærleik hjartans þökk.
(Óskar Þórðarson frá Haga)
Elsku amma, Guð blessi þig og
takk fyrir allar samverustundir okk-
ar. Hvíldu í friði.
Sigrún Hlín, Guðný Rut og
Þorkell Már.
Elsku amma, við kveðjum þig nú
og viljum þakka allar góðar stundir
sem við áttum með þér. Gátum alltaf
leitað í þín hús. Nú ertu búin að fá
frelsið sem þú þráðir, takk fyrir að
vera frábær amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Þú verður ávallt í huga okkar.
Theodór Ingi, Heiðrún Lilja
og Thelma Ósk.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór K. Laxness)
Elsku amma mín, þú reyndist mér
og mömmu minni svo vel, varst alltaf
svo dugleg að passa mig. Mikill er
söknuður okkar mömmu en nú líður
þér vel, ert búin að hitta afa aftur
eftir öll þessi ár og ég veit að þú
heldur áfram að fylgjast með mér
þar sem þú ert núna.
Guð varðveiti þig elsku amma mín.
Þín dótturdóttir
Hjördís Silja.
Við kynntumst Sigrúnu, tengda-
móður sonar okkar Davíðs, fyrir
nokkrum árum. Það var alltaf fersk-
ur blær sem fylgdi henni og ánægja
að vera í nálægð hennar. Í veikind-
um sínum sýndi hún mikið æðruleysi
og styrk þar til yfir lauk. Slíkar kon-
ur sem Sigrún eru sómi Íslands,
sverð og skjöldur.
Við þökkum hin góðu kynni og
óskum börnum hennar og barna-
börnum og öllum þeim sem henni
þótti vænt um blessunar Guðs.
Christa, Eyþór og fjölskylda.
Elsku Rúna frænka, nú ertu farin.
Síðustu daga hef ég hugsað til þín og
upp hafa komið margar góðar minn-
ingar sem ná allt aftur í bernsku
þegar þú og Dóri komuð ásamt börn-
unum ykkar í heimsókn í sveitina. Þá
var svo gaman því þið komuð með
snefil af stórborginni með ykkur sem
var mér svo framandi. Þegar ég fór
að koma til Reykjavíkur átti ég alltaf
samastað hjá þér í Nökkvavoginum.
Mér var það eiginlega jafn erfitt
þegar þú fluttir þaðan fyrir nokkrum
árum og þegar faðir minn flutti úr
sveitinni. Eins og tvær miðjur al-
heimsins sem raskast og ég á enga
hlutdeild í þeim lengur. En við eigum
alltaf pláss í hjörtum ástvina okkar,
hvert sem þeir fara, og það er gott að
vita af því.
Það gustaði af þér og mér þótti
alltaf svo vænt um hreinskilni þína
og hvað þú spurðir hreint út um það
sem þú vildir fá að vita. Það var ekk-
ert verið að fara kringum hlutina. Og
þú sagðir skoðanir þínar umbúða-
laust. Það sem ekki mátti segja, það
hvíslaðir þú. Nú ertu farin til ann-
arra heima og hittir eflaust marga
ástvini þína. Hvað ég vildi vera fluga
á vegg og hlusta á ykkur. Já nú er
kátt í höllinni þykist ég vita. Guð gefi
fjölskyldu þinni og ástvinum styrk.
Anna Njálsdóttir.
Það var fyrir rúmum tíu árum að
leiðir okkar lágu fyrst saman. Þá
unnum við á sama vinnustað. Ég í
eldhúsi og borðstofu en þú við
umönnum og urðum við strax góðar
vinkonur.
Alltaf fundum við okkur næg um-
ræðuefni. Þú varst mér svo hlý og
góð og tilbúin að rétta hjálparhönd.
Sér í lagi var það í veikindum mínum
á síðasta ári þrátt fyrir að þú gengir
ekki sjálf heil til skógar.
Þú skildir hlutina svo vel þegar
stormurinn var í fangið.
Þú varst mér oft sem önnur móðir.
Það var svo hlýtt og notalegt að
koma heim til þín þegar ég var
þreytt og hvíla sig í sófanum í stof-
unni hjá þér og þiggja tesopa.
Þakka þér fyrir alla spilamennsk-
una og samverustundirnar.
Hvíl þú í friði, kæra vinkona.
Sárt er að kveðja, kæra vina,
kvöldgolan úti er svöl.
Eins er með okkur og alla hina:
Eigum við annars völ?
Ég votta börnum, tengdabörnum
og barnabörnum mína dýpstu sam-
úð.
Guð geymi ykkur.
Sigurveig Buch.
Sigrún Gunnarsdóttir
Elsku amma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín verður sárt saknað.
Christa Hrönn Davíðsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Röng lausn krossgátu
MISTÖK urðu við birtingu lausnar
krossgátu sunnudagsins.
Hér átti að birta lausnina á kross-
gátunni 31. desember, en lausnin
fyrir 24. desember birtist aftur.
Birtist rétta lausnin hér. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Doktor í
fiskifræði
RÖNG mynd birtist
með fréttatilkynn-
ingu um doktorsvörn
Elvars H. Hallfreðs-
sonar í blaðinu í gær.
Eru þau leiðu mistök
leiðrétt hér með.
LEIÐRÉTT
V O N A R V Ö L U R H U G L E I K U R
E Ý Ö Ú G O
R Ú S S A R L H N O S S G Æ T I
T T L E T I I
Í Á K V E Ð I R O R N A Ð I
Ð R D F R
L G R E I Ð A S E M I
H V E R F I M N A H K I
L G F M G E I S L A B E I N
U B I S U N D A N T N
T R N I N N R A M M A Ð I S
L I L J A D T K L I
A Ó Ö R M A G N A A B G
U S A Á U S A M S U L L
S K A T A V É L R Á Ð B M I
A V E U A U B Ð
K V E I K U R I N N R A F O R K A
Í T Ð G N
A U R Ð A R Á S
A R M Ó Ð U R R
Elvar H.
Hallfreðsson
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu óskar eftir vitnum að árekstri
sem varð á gatnamótum Miklubraut-
ar og Lönguhlíðar sl. föstudag kl.
19.36. Þar lentu saman dökkblá
Mercedes Benz-leigubifreið sem ek-
ið var vestur Miklubraut og grá Paj-
ero-jeppabifreið sem ekið var austur
Miklubraut og beygt áleiðis norður
Lönguhlíð. Ökumenn greinir á um
stöðu umferðarljósa.
Vitni eru beðin að hafa samband
við umferðardeild lögreglunnar í
síma 444-1730.
Vitni óskast
að árekstri
FRÉTTIR
♦♦♦
Fréttir á SMS
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Minningargreinar