Morgunblaðið - 09.01.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 35
menning
Menningarlíf utan höf-uðborgarsvæðisins stend-ur í blóma. Það á ekki síst
við um sviðslistir. Auk hefðbund-
innar starfsemi áhugaleikfélag-
anna, sem mörg hver eru að hefja
vinnu við sýningar leikársins, er
gleðilega viðbót við þá merku starf-
semi að finna víða. Kómedíuleikhús
Elvars Loga Hannessonar er gott
dæmi og nýlega sá undirritaður
ansi hreint athyglisverða sýningu á
sveitakrá í Reykjadal norður. Þar
komu saman burðarásar úr leik-
félagi Húsavíkur og Umf. Eflingar
og settu á svið einþáttung úr smiðju
eins félagans. Remba heitir verkið
og höfundurinn Hörður Benón-
ýsson. Árangurinn var vonum
framar, bráðfyndið en laundjúpt
verk um lífskrísur nokkurra iðn-
aðarmanna, sem varð einkar
áreynslulaust í meðförum úrvals-
leikaranna. Og þar með áhrifamik-
ið. Ég veit ekki hvort sýningum er
lokið en ef svo er ekki er heimsókn í
vinnuskúrinn til kallanna algerlega
ómaksins verð.
Áreynsluleysi er líka aðalsmerkinýrrar sýningar í Landnáms-
setrinu í Borgarnesi, en þar hafa
Kristján Kristjánsson og Einar
Kárason tekið saman höndum á ný
og unnið dagskrá upp úr lífshlaupi
og list KK. Landnámssetrið heldur
því áfram á sinni kröftugu braut við
að efla menningarlíf héraðsins.
Form sýningarinnar gæti að
óséðu áreiðanlega ært hvern óstöð-
ugan póstmódernista. Sögumaður
segir uppvaxtarsögu manns, sem
sjálfur situr og hlustar á og svarar
með tónlist og textum, að mestu úr
eigin smiðju. Sem betur fer stóðust
þeir félagar þá freistingu að gera
sér sérstakan mat úr þessum
óvenjulegu aðstæðum. Til þess bera
þeir of mikla virðingu fyrir við-
fangsefni sínu. Kristján fyrir tón-
listinni og Einar fyrir sögunni.
Útkoman er alveg töfrandi.Sennilega nýtur Einar sín
hvergi betur en einmitt svona. Með
nokkurn veginn ákveðið umfjöll-
unarefni sem hann endurskapar þó
í hvert sinn, les ekki upp heldur
miðlar efninu með þeim orðum sem
koma í hugann í augnablikinu. Sag-
an er enda mögnuð, lífshlaupið á
köflum óvenjulegt, en líka kunn-
uglegt og snertipunktaríkt við líf
áheyrendanna. Sviðsetningar Ein-
ars á helstu sögusviðum ævinnar
voru hver annarri ágætari, Kali-
fornía eftirstríðsáranna, Þingholt-
in á bítlaárunum, sumardvölin í
Húnaþingi. Ef eitthvað á að hnýta í
þá væri það helst að söguhetjan
sjálf fellur eilítið í skuggann fyrir
leiktjöldunum, og svo endirinn sem
var óþarflega snubbóttur. En það
er á við góðan dekurdag að láta
segja sér sögu af svona mikilli
íþrótt.
Kannski er það einmitt teng-ingin við Landnámssetrið,
sem gæti virst ankannalegur stað-
ur fyrir þennan viðburð. En hér var
auðvitað verið að mæra konung
eins og Egill og fleiri gerðu forðum
og hlutu af virðingu mikla og
frægð um leið og þeir héldu nafni
höfðingjans á lofti. Kvæði sín fluttu
þeir vitaskuld í áheyrn viðfangs-
efnisins. það er í þau fótspor sem
Einar stígur og flytur ræðu sína
um hinn íslenska blúskóng. Og Ein-
ar og við hin þiggjum síðan góðar
gjafir hans.
KK er sennilega að mestu leyti
búinn til úr tónlist. Svo áreynslu-
laus virðist hún streyma frá hon-
um. Átökin sem einkenna sum lög-
in eru alltaf úr tónlistinni sjálfri,
aldrei frá honum. Hann glímir ekki
við formið heldur dansar í því.
Meira að segja þegar röddin er
ekki alveg í eins góðu formi og
hann vildi, sem kannski var raunin
í upphafi leiks á laugardags-
kvöldið, er allt eðlilegt. Það hvað
hann er lunkinn textasmiður, fimur
gítarleikari og sjarmerandi „per-
former“ eru aukaatriði. Tónlistin
er það sem skiptir máli. Og hún
skilar sér.
Það sama má segja um sögunasem Einar segir. Hann miðlar
henni og reynir að trufla hana sem
minnst. Þetta einkenni þeirra
beggja leggur grunninn að því
hvað samspilið verður fallegt og
sýningin öll tær. Og þeir sem dýrka
„virtúósítet“ og halda að þetta sé
auðvelt ættu að reyna það.
Ferð upp í Borgarfjörð er lítið
ómak fyrir svona ágæta stund.
Blúskonungur mærður
Töfrandi „Útkoman er alveg töfrandi. Sennilega nýtur Einar sín hvergi betur en einmitt svona. Með nokkurnvegin
ákveðið umfjöllunarefni sem hann endurskapar þó í hvert sinn, [...].“
AF LISTUM
Þorgeir Tryggvason
»KK er sennilega aðmestu leyti búinn til
úr tónlist. Svo áreynslu-
laus virðist hún streyma
frá honum. Átökin sem
einkenna sum lögin eru
alltaf úr tónlistinni
sjálfri, aldrei frá honum.
LITLA fröken sólskin er frumraun
þeirra Jonathans Daytons og Valer-
ie Faris á kvikmyndasviðinu, og
kemur jafnframt eins og ferskur
andblær inn í bandaríska gam-
anmyndalandslagið þessa stundina.
Þar er tvinnað saman kostulegri
sögu af stórfurðulegri, en þó í raun
ofurvenjulegri fjölskyldu, og beittri
gagnrýni á velgengnisdýrkun og
firringu bandarískrar menningar.
Í myndinni kynnumst við Hoover-
fjölskyldunni, þ.e. hjónunum Rich-
ard og Sheryl sem eiga tvö börn,
unglinginn Dwayne og hina sjö ára
gömlu Olive. Á heimilinu eru auk
þess afi gamli sem hefur ákveðið að
láta viðtekin siðferðisviðmið lönd og
leið á lokaspretti lífs síns og bróðir
Sheryl, bókmenntaprófessorinn
Frank, sem hefur nýlega tapað öllu
sem honum er annt um, kærast-
anum og vinnunni. Frank hefur ný-
lega reynt sjálfsmorð og annast
Sheryl hann eftir bestu getu, meðan
hún reynir sjálf að halda sönsum
innan um fjöskyldumeðlimi sem
virðast vera að ganga af göflunum,
hver á sinn hátt. Hið spennu-
þrungna andrúmsloft á heimilinu
kemur til af misræminu sem er á
milli sigurþráhyggju fjölskylduföð-
urins og sjálfsóánægju fjölskyldu-
meðlima. Ekki skánar ástandið þeg-
ar faðirinn hvetur sjálfan sig og
aðra stöðugt til dáða og er fyrir vik-
ið að drepa alla úr leiðindum, ekki
síst eiginkonu sína, með fyr-
irtækjavædda fyrirlestra sína um
níu þrep í átt til árangurs. Þótt
ótrúlegt virðist hafa börnin ómeð-
vitað tekið sigurmöntruna inn á sig,
því Dwayne heitir því að mæla ekki
orð frá vörum fyrr en hann er orð-
inn flugmaður og Olive litlu dreymir
um að sigra í fegurðarsamkeppni
fyrir stúlkur.
Þegar Olive fær inngöngu í Litla-
fröken-sólskin-keppnina í Los Ang-
eles er ekkert annað að gera fyrir
fjölskylduna en að troðast inn í
gamla gulmálaða Volkswagen-
rúgbrauðið sitt og bruna af stað í
ökuferð á vit keppnisandans. Í
þrengslunum tekur fjölskyldan að
hristast saman á ný og standa sam-
an í gegnum hvers kyns uppá-
komur, hvort sem það felst í að ýta
bílnum í gang eða tala sig út úr
vandræðum andspænis lögreglunni.
Keppnin sem titillinn dregur nafn
sitt af er jafnframt viðfangsefni
hinnar skörpu gagnrýni mynd-
arinnar, en þar er bent á fáránleika
þess vafasama afhæfis að etja ókyn-
þroska telpum saman í keppni þar
sem ríkjandi fegurðarkröfur til full-
orðinna kvenna ráða ríkjum. Fram-
lag Olive litlu til keppninnar er eft-
irminnilegasta gamanatriði
myndarinnar sem þó er uppfull af
tragíkómískum gullmolum, sem
byggja smám saman upp spennuna
fyrir lokaatriðið. Ef einhvern galla
er að finna á handritinu felst hann í
þeirri ólíklegu staðreynd að foreldr-
arnir skuli hafa leyft kexrugluðum
afanum að sjá um að æfa dans-
atriðið með Olive fyrir keppnina, en
sá leyndardómur sem hvílir yfir at-
riðinu reynist nauðsynlegur fyrir
óvænta uppákomuna í lokin. Leik-
arahópur myndarinnar er frábær,
sérstaklega þau Greg Kinnear og
Toni Collette, sem ljá Hoover-
hjónunum bæði kómískar hliðar og
tilfinningalega dýpt.
Á vit sigurandans
Litla fröken sólskin „Leikarahópur myndarinnar er frábær.“
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Leikstjórn: Jonathan Dayton og Valerie
Faris. Aðalhlutverk: Greg Kinnear, Toni
Collette, Steve Carell, Paul Dano, Abiga-
il Breslin og Alan Arkin. Bandaríkin, 101
mín.
Litla fröken sólskin (Little Miss Sunshine)
Heiða Jóhannsdóttir