Morgunblaðið - 09.01.2007, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GRETTIR, ÉG
ER KOMINN
HEIM
GRETTIR VILTU
NOKKUÐ HJÁLPA
MÉR...
...MEÐ ALLAN
ÞENNAN MAT
HVER ER
ÞESSI RÓSA?
HVER Í
HEIMINUM
ER HÚN?
HÚN ER KENNARINN
MINN... HÚN SKILUR MIG
ANNAÐ HVORT ER HÚN
SNILLINGUR EÐA NÝ
HVERT ERUM VIÐ AÐ
FARA? ÉG ÆTLA RÉTT AÐ
VONA AÐ VIÐ SÉUM EKKI AÐ
FARA Í ÚTILEGU AFTUR!
JÚ,
ÞAÐ ER
VÍST
AF HVERJU
ÞURFUM VIÐ AÐ
FARA Í ÚTILEGU?
ÉG ÞOLI EKKI
ÚTILEGUR
ÞAÐ ER ROSALEGA KALT
OG MAÐUR GERIR EKKI
ANNAÐ EN AÐ SLÁ Í BURTU
FLUGUR! SÍÐAN ER EKKERT
SJÓNVARP OG MAÐUR GETUR
EKKI SOFIÐ VEGNA ÞESS AÐ
MAÐUR LIGGUR Á STEINUM
VIÐ
ERUM MEÐ
FLUGNA-
NET
HLEYPIÐ MÉR
BARA ÚT HÉRNA!
ÉG GET FARIÐ Á
PUTTANUM
HEIM! VIÐ
SJÁUMST BARA
HEIMA
ÞAÐ ER GREINILEGT
AÐ ÉG VALDI VITLAUSAN
TÍMA TIL ÞESS AÐ KÍKJA
TIL ÞÍN HELGA...
ÞÚ OG HRÓLFUR
ERUÐ GREINILEGA
UPPTEKIN
HVAÐA VITLEYSA!
FÁÐU ÞÉR
BARA SÆTI
ÉG ÆTLA BARA AÐEINS AÐ ÞRÍFA
HÉRNA OG SÍÐAN KEM ÉG
MÉR ÞYKIR
SVO GAMAN
AÐ LESA UM
SÖGU
UPPÁHALDS
TILVITNUNIN
MÍN ER
EINMITT ÚR
SÖGUNNI...
„MÉR ÞYKIR
LEITT AÐ ÉG HAFI
BARA 9 LÍF TIL
ÞESS AÐ GEFA
FYRIR LANDIÐ
MITT“
ATLI, ÉG ER
EKKI VISS UM AÐ
ÞETTA HAFI VERIÐ
ALVEG RÉTT
HJÁ ÞÉR
ÉG Á LÍKA
UPPÁHALDS
TILVITNUN,
„LÍFIÐ ER STUTT,
BORÐUM KÖTTINN
FYRST
HVERNIG HAFIÐ
ÞIÐ ÞAÐ ANNARS
LINDA?
ÞAÐ ER ÆÐISLEGT Í
VINNUNNI OG
KRÖKKUNUM FINNST
GAMAN Í BÚÐUNUM
HLJÓMAR
EINS OG ÞIÐ
HAFIÐ ÞAÐ
BARA GOTT
JÁ...
FYRIR UTAN ÞAÐ AÐ VIÐ
ERUM AÐ FARA AÐ SKILJA
KÓNGULÓ! VIÐ
SKULUM BORGA
ÞÉR FYRIR AÐ
LEYFA OKKUR AÐ
FARA
ÉG SKAL LEYFA YKKUR
AÐ FARA... BEINA LEIÐ Í
FANGELSI
MÉR TÓKST AÐ MINNSTA
KOSTI AÐ HÆTTA AÐ HUGSA
UM M.J. Í HOLLYWOOD...
Í HEILAR TVÆR
MÍNÚTUR
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið,Samtök atvinnulífsins og Félagkvenna í atvinnurekstri standaað námstefnu á Hotel Nordica
næstkomandi fimmtudag undir yf-
irskriftinni Virkjum kraft kvenna.
Þóranna Jónsdóttir er ráð-
stefnustjóri: „Konur hafa í yfir 20 ár
verið í meirihluta í háskólanámi hér á
landi, verið virkir þátttakendur í at-
vinnulífinu og sótt sér reynslu á ýmsum
sviðum. Engu að síður eru konur fáar í
efstu lögum fyrirtækja, bæði í fram-
kvæmdastjórnum og stjórnum,“ segir
Þóranna. „Íslenskar konur eru dugleg-
ar, vel menntaðar og öflugar, og vilja
gjarna leggja sitt af mörkum, en svo
virðist sem þær fái ekki endilega tæki-
færi til að nýta krafta sína sem skyldi í
atvinnulífinu, sem er ekki aðeins slæmt
fyrir konurnar sjálfar, heldur einnig
fyrir samfélagið og hagkerfið í heild
sinni sem vannýtir þá krafta sem konur
hafa að bjóða, og því ekki um eitthvert
einkamál kvenna að ræða. Það er
markmið námstefnunnar að vekja at-
hygli á þessari stöðu og vekja að nýju
upp umræðu, og um leið vera hvatning
til þeirra kvenna sem vilja ná lengra, og
láta að sér kveða í viðskiptalífinu.“
Dagskrá námstefnunnar er tvískipt,
en dagskráin hefst með setn-
ingarávarpi Jóns Sigurðssonar, ráð-
herra iðnaðar- og viðskiptamála: „Kon-
ur í stjórnunarstöðum er fyrra þema
námstefnunnar. Þá mun Svafa Grön-
feldt, væntanlegur rektor Háskólans í
Reykjavík, fjalla um leiðtogann, hlut-
verk hans, og konur í leiðtoga-
hlutverkum,“ segir Þóranna. „Að loknu
erindi hennar verða haldnar pallborðs-
umræður með þátttöku kvenna úr ólík-
um áttum sem allar eiga þó sameig-
inlegt að vera í forsvari fyrirtækja eða
hátt settar innan þeirra.“
Þátttakendur í pallborðsumræðum
verða Elín Sigfúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Lands-
bankans, Hafdís Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lauga Spa, Hrönn
Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS
Hótel Sögu, og Steinunn Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri Glitnis í Lundúnum:
„Þær munu sitja fyrir svörum og velta
upp spurningum á borð við hvaða er-
indi konur eiga í forystusveit viðskipta-
lífsins? segja frá eigin reynslu, og gefa
góð ráð þeim konum sem hafa áhuga á
að feta sömu braut,“ segir Þóranna.
Seinni hluti námstefnunnar hefst
með erindi Lilju Dóru Halldórsdóttur,
lögfræðings og stjórnarmanns hjá
Samskipum, þar sem hún fjallar um
skyldur og áhættur stjórnarmanna í
hlutafélögum. Þá ræðir Hildur Pet-
ersen, stjórnarformaður hjá SPRON
og ÁTVR, um konur og stjórnarsetu.
„Við höfum fengið til okkar þrjá val-
inkunna karlmenn úr atvinnulífinu sem
taka þátt í umræðum í lok dagskrár-
innar um hvernig valið er í stjórnir, og
verður þar meðal ræddar spurningar á
borð við hvort konur séu álitlegur kost-
ur þegar leitað er að stjórnarmeð-
limum og hvaða máli skipti að hafa
kynjablandaðar stjórnir,“ segir Þór-
anna, en það eru Benedikt Jónsson,
framkvæmdastjóri Heims, Jafet S.
Ólafsson, stjórnarformaður VBS fjár-
festingarbanka, og Þorkell Sig-
urlaugsson, framkvæmdastjóri þróun-
arsviðs HR, sem deila munu skoðunum
sínum.
Skráning á námstefnuna og nánari
upplýsingar eru á www.SA.is.
Atvinnulíf | Námstefna á Hotel Nordica á
fimmtudagsmorgun um kraft kvenna
Konur í stjórnun-
arstöðum
Þóranna Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1968.
Hún lauk stúents-
prófi frá MH,
kandidatsprófi í
lyfjafræði frá HÍ,
MBA-námi frá
IESE-háskólanum
í Barcelona og
leggur nú stund á doktorsnám í
stjórnarháttum við Crainfield-háskóla
í Bretlandi. Þóranna var mark.stj. hjá
Íbúðalánasjóði, síðar, framkv.stj.
Lyfja og heilsu, og var um árabil lekt-
or og forst.m. við viðskiptadeild Há-
skólans í Reykjavík. Hún hefur verið
framkv.stj. viðskiptaþróunar hjá Vi-
stor frá árinu 2005. Sambýlismaður
Þórönnu er Júlíus Guðmundsson sam-
eindaerfðafr. og eiga þau börnin
Tind, Skorra og Viðju.
ÞAÐ er ekki víst að öðrum en ferfætlingum hugnist að leggja sér þessa
pylsutertu til munns. Hún er líka ekki ætluð öðrum en hundum og er til
sölu í nýju bakaríi í Þýskalandi sem sérhæfir sig í kökum og öðru góðgæti
fyrir seppa. Labradortíkin Ronja, sem er í eigu búðareigandans, virðist
allavega kunna vel að meta krásirnar, en pylsutertan er sérbökuð afmæl-
isterta fyrir hana.
Reuters
Pylsuterta fyrir hunda