Morgunblaðið - 09.01.2007, Qupperneq 41
LÍNAN í Svínasúpunni er gefin í
upphafsatriðinu þar sem leikararnir
svamla argandi í potti innan um
grænmetisjukk og ýmislegt,
ókennilegt og óaðlaðandi „gúmmi-
laði“. Kokkurinn ekki beinlínis
þannig útlítandi að hann æsi upp í
manni matarlystina. Hópurinn er í
vönum höndum Óskars Jónassonar,
sem hanterar leikarana yfirleitt
óaðfinnanlega en oftar en ekki
bregðast brandarasmiðirnir. Árið
2004 virðist ekki hafa staðið upp úr
og ef minnið bregst ekki var það
svanasöngur þáttanna og Stelp-
urnar fylltu í skarðið sem mynd-
aðist í dagskránni.
Svínasúpan er byggð á stuttum
„sketsum“ þar sem leikararnir
bregða sér yfirleitt í ný og ný hlut-
verk í hverjum þætti og innihaldið
sótt út um víðan völl og að því er
virðist efst í pottinn þar sem súpan
er þynnst og krafturinn minnstur.
Aukinheldur fer mikill tími í skilin
milli þáttanna því titlarnir og inn-
gangsatriðið er jafnan látið renna
með í stað þess að sýna meira af
súpunni. Þetta er bæði hvimleitt og
slítur skemmtunina í marga parta.
Sem fyrr segir er engan veginn
við leikarana að sakast né leik-
stjórnina. Strákarnir þrír bera hit-
ann og þungann af framvindunni
ásamt kvenleikurunum sem síðar
lentu flestar í Stelpunum. Sigurjón
Kjartansson fer mikinn og hressir
upp á gleðskapinn, sömuleiðis félagi
hans fyrrverandi og núverandi, Jón
Gnarr. Það hefði gjarnan mátt sjást
meira af honum, það eitt er nóg til
að koma manni í gott skap.
Kraftlítil
kjötsúpa
Morgunblaðið/Jim Smart
Bragðdauf „Svínasúpan er byggð á stuttum „sketsum“ þar sem leikararnir bregða sér yfirleitt í ný og ný hlutverk
í hverjum þætti og innihaldið sótt út um víðan völl.“
SJÓNVARP/DVD
STÖÐ 2
Bestu atriði úr þáttaröðinni á Stöð 2
2004. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Hand-
rit: Auðunn B. Kristjánsson, Pétur Jó-
hann Sigfússon, Sverrir Þór Sverrisson,
Þrándur Jensson, Sigurjón Kjartansson.
Aðalleikendur: Auðunn Blöndal, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Sig-
urjón Kjartansson, Sverrir Þór Sverr-
isson, Jón Gnarr. Sýningartími 120 mín.
Framleiðandi Storm fyrir Stöð 2. 2006.
Svínasúpan 2 Sæbjörn Valdimarsson
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 41
/ ÁLFABAKKA
EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
STRANGER THAN FICTION kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:30 LEYFÐ
STRANGER THAN FICTION VIP kl. 8 - 10:30
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára.
CHILDREN OF MEN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16.ára.
DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i.12 .ára.
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:20 - 5:40 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali VIP kl. 3:20 - 5:40
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 - 5:40 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:20 LEYF
/ KRINGLUNNI
STRANGER THAN FICTION kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
CHILDREN OF MEN kl. 10:20 B.i. 16
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DIGITAL
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:40 - 8 LEYFÐ DIGITAL
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 DIGITAL
THE HOLIDAY kl. 8 LEYFÐ
eee
S.V. MBL.
eee
V.J.V. TOPP5.IS
ÁHRIFARÍK OG ÓVENJU-
LEG SPENNUMYND
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
HÖRKFÍN MYND
eeee
RÁS 2
eeee
H.J. MBL.
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
KVIKMYNDIR.IS
GOLDEN GLOBE TILNEFNING
BESTI LEIKARI : WILL FERRELL
eee
H.J. MBL.
eeee
KVIKMYNDIR.IS
ÞRÆLHRESS TEIKNIMYND
Þ.Þ. Fréttablaðið.
eeee
H.J. Mbl.
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
eee
A.Ó. SIRKUS
eeee
RÁS 2
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
06.01.2007
11 14 15 26 30
3 6 0 2 3
9 8 4 7 4
12
03.01.2007
2 17 21 34 39 40
426 44
gengið snurðulaust fyrir sig og að
Ford hefði verið hinn alúðlegasti.
„Hann hafði greinilega húmor fyrir
sjálfum sér því hann sagðist ekkert
ætla að eiga við raftæki heimilisins
meðan ég væri í heimsókn til að hann
fengi ekki raflost,“ skrifaði Chase í
umræddri minningargrein.
Kylie Minogue varð fyrir valinuþegar tímaritið Glamour valdi á
dögunum best klæddu konu skemmt-
anaiðnaðarins. Þótti álitsgjöfum fata-
smekkur hennar hafa batnað á síð-
ustu misserum eftir að hún komst í
sviðsljósið á ný eftir að hafa náð sér af
brjóstakrabbameini.
„Hún er enn mjög kynþokkafull en
þarf ekki lengur að sýna það með því
að klæðast gulllitum nærbuxum,“
sagði einn álitsgjafanna.
Í öðru sæti listans var Victoria
Beckham en á listanum má einnig
finna fyrirsætuna Kate Moss, Gwen
Stefani, Siennu Miller og Rachel Bil-
son.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Treystu á sköpunargáfuna. Á sumum
sviðum er hún kannski ekki svo ýkja
þróuð, en hráar hvatir hrútsins eiga til
að verða honum að féþúfu. Naut eða ljón
vísa þér veginn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Stundum virðast hlutirnir frekar í lagi
ef þeir eru í ólagi. Nautið upplifir auð-
mýkjandi aðstæður en verður sterkara
á eftir. Leitaðu að tækifærum til þess að
auka tekjurnar með hlutastarfi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn hefur hrint áætlunum sínum
framkvæmd, þótt ekki nema sé í hug-
anum. Máttarvöldin leggja þér lið þegar
þú lætur eins og þú eigir stuðninginn
þegar vísan. Vertu djarfur, stórhuga og
máttugur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Margar nýjar kröfur koma upp í kring-
um þig en þær gömlu sýna hins vegar
ekkert fararsnið. Afleiðingin er of-
framboð. Ef þú bara heldur í bjartsýn-
ina fellur allt í ljúfa löð í kringum þig
eins og fyrir kraftaverk.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Heimspekingurinn Albert Camus hafði
á orði að um hávetur hefði hann loksins
lært að innra með honum byggi ósigr-
andi sumar. Ljónið upplifir samskonar
tilfinningu núna og aðrir baða sig í ljóm-
anum sem stafar af því.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan lætur flækja sig í þrengingar
annarra en er alveg sama. Fólk er brot-
hætt og meyjan sér fegurðina í því. Þess
vegna er auðvelt fyrir hana að sýna
blíðu þegar hennar er þörf.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin þekkir ástvini sína frekar vel og
hagar sér þar af leiðandi eins og sér-
fræðingur í líkindareikningi. Í mörgum
tilfellum segir hún nákvæmlega fyrir
um það sem á eftir að gerast, en það
þýðir ekki endilega að aðrir hlusti á
hana.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
List fjármögnunar er sérsvið sporð-
drekans um þessar mundir. Að vera
sparsamur gerir mann skapandi. Þótt
þú hefðir alla heimsins peninga til ráð-
stöfunar gengi þér varla betur en þér
gerir núna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Áætlanir bogmannsins hringsnúast
ógreinilega í kringum hann, líkt og í
blandara. Í kvöld ýtir enginn á takkana
þína og þú getur slakað á, kannski með
hristan drykk að eigin vali.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Auðvitað er steingeitin stórkostleg und-
ir þrýstingi, en hver þarf á slíku að
halda. Ef þú neitar að skuldbinda þig
færðu að upplifa það að gefa af glöðu
geði og fúsum og frjálsum vilja og jafn-
vel meira en nokkur á von á.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er fyrirmynd þeirra sem
líta upp til hans. Velgengnisformúlan
hans er einföld, ef þú hrasar, stattu þá
upp aftur. Ef maður gerir það stöðugt
og af ákveðni, gerir það mann ósjálfrátt
að sigurvegara.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ákefð fisksins gerir hann vinsælan. Vin-
irnir hringja í hann til þess að heyra
hvatningarorð og verða svo sannarlega
ekki fyrir vonbrigðum. Þótt þeir hafi
ekki frá neinu að segja, finnur fiskurinn
eitthvað til að lofsyngja.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Tíminn virðist óvenju
sleipur núna og tunglið,
sem ekki myndar afstöðu
við önnur himintungl í
augnablikinu, virðist láta
augnablikin okkur úr
greipum ganga. Þegar tungl fer inn í vog
kemur á daginn að þegar við tökum
höndum saman við aðra hjálpa þeir okk-
ur í kapphlaupinu við klukkuna. Nær-
staddir liðsinna okkur við að nýta tím-
ann betur.