Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 51. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NÚ ER NÓG KOMIÐ MILLJÓNIR BRETA KREFJAST ENDUR- GREIÐSLU ÓLÖGLEGRA BANKAGJALDA >> 18 ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ HJÁLPAST AÐ VINADAGAR VOGASKÓLI >> 22 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LJÓST er að lögreglu og Útlendingaeft- irliti eru þröngar skorður settar ef grípa á til aðgerða gegn hópi fólks úr klámiðnaðin- um, sem væntanlegur er til landsins í næsta mánuði. „Við erum að meta hvort þarna er í uppsiglingu einhvers konar ólögmæt hátt- semi eða starfsemi. Einkum koma þar ákvæði hegningarlaganna til greina varð- andi dreifingu og framleiðslu á klámi, sem er bannað hér á landi,“ segir Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Ákvæðið leggur allt að 6 mánaða fangelsi við ,,að búa til eða flytja inn í útbreiðslu- skyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt“. Krefjandi þjóðarhagsmunir Einnig getur reynt á ákvæði laga um út- lendinga. Borgarar sem koma frá EES- löndum eiga ríkari rétt en aðrir til að koma til landsins og dvelja hér, að sögn Ragnheið- ar Böðvarsdóttur, staðgengils forstjóra Út- lendingastofnunar. Heimilt er að vísa út- lendingi, sem kemur frá löndum utan EES, úr landi ef hann hefur á síðustu 5 árum af- plánað refsingu erlendis eða verið dæmdur þar til refsingar fyrir háttsemi sem að ís- lenskum lögum getur varðað fangelsi leng- ur en 3 mánuði. Einnig er það heimilt ef tal- ið er nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna. Hægt er að vísa útlend- ingi sem kemur frá öðru EES-ríki frá landi strax á landamærunum „ef það er nauðsyn- legt vegna öryggis ríkisins eða krefjandi þjóðarhagsmuna“, segir í 42. grein. Einnig kemur brottvísun til greina ef útlendingur sýnir af sér eða ætla má að um sé að ræða persónubundna háttsemi sem felur í sér „raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmið- um“. Í janúar 2002 var 19 meðlimum Vít- isengla vísað úr landi með þeim rökum að koma þyrfti í veg fyrir að afbrotamenn eða afbrotahópar sköpuðu sér svigrúm hér á landi til þess að stunda afbrotastarfsemi. Umdeildar aðgerðir stjórnvalda gegn Falun Gong-iðkendum í tengslum við komu Jiang Zemins, fyrrv. forseta Kína, í júní 2002, byggðust á því að mótmæli hópsins gætu „ógnað allsherjarreglu“. Morgunblaðið/Sverrir Snúið við 19 félögum í Vítisenglum var vísað úr landi árið 2002. Ólögmæt háttsemi eða ógn? SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins æfir nú nýjar aðferðir til að losa fólk úr illa förnum bílflökum. Með þessari aðferð, sem komin er frá Noregi, er tal- ið að hægt sé að stytta þann tíma sem tekur að losa fólk úr klesstum bílum um allt að helming. Aðferðin byggist á því að bílflakið er togað í sund- ur um leið og klippunum er beitt eftir þörfum. Hafa Norðmenn gefið upp að þeim takist að losa fólk úr bílflökum eftir harðan árekstur með þessari aðferð á um 7–10 mínútum. Dæmi eru hér á landi um að sama verk hafi tekið allt að 20 mínútur með hefð- bundnum aðferðum. Tíminn sem sparast með nýju aðferðinni er mjög mikilvægur því hver mínúta skiptir máli þegar slasað fólk á í hlut. | 6 Morgunblaðið/Júlíus Fljótlegri aðferð við að losa slasaða flýtt sérstaklega og væri unnið að henni í náinni samvinnu ríkissak- sóknara og lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þyngsta refsingin tveggja ára fangelsi Að sögn Stefáns kemur helst til álita að mennirnir verði ákærðir fyrir brot gegn 168. grein og 220. grein hegningarlaga. Brot gegn þeirri fyrrnefndu varða allt að sex ára fangelsi en brot gegn þeirri síð- arnefndu varða fjögurra ára fang- elsi. Refsing fyrir umferðarlagabrot er í mesta lagi tveggja ára fangelsi. Aðspurður sagði Stefán að mjög fá dæmi væru um að ofsaakstur væri rannsakaður með það í huga að brotið hefði verið gegn þessum greinum. „Þetta er algjörlega óforsvaran- leg hegðun. Hún stefnir fjölda fólks í mjög mikla hættu. Ekki síður er lífi og heilsu lögreglumannanna sem þurfa að takast á við þetta stefnt í hættu. Og ég held að allir séu sammála um að það þurfi ein- faldlega að gera eitthvað til að Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu rannsakar ofsaakstur tveggja ungra manna í Reykjavík um liðna helgi með tilliti til þess hvort for- sendur séu til að ákæra þá fyrir brot gegn almennum hegningarlög- um en ekki að- eins fyrir brot gegn umferðar- lögum. Allt að sex ára fangelsi liggur við þeim ákvæðum hegningarlaganna sem helst koma til álita í þessum málum, mun þyngri refsing en liggur við brotum á umferðarlögum. „Við lítum svo á að við séum komnir að þeim tímapunkti að geta sagt hingað og ekki lengra,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Rannsókn þessara tveggja mála hefði verið koma þessum ungu herramönnum í skilning um að samfélagið líði ekki þessa hegðun,“ sagði hann. Emb- ættið muni taka hart á svona mál- um og afgreiða þau eins hratt og frekast er unnt. Fyrra málið sem um ræðir varð- ar 21 árs gamlan ökumann sem var veitt eftirför um fjölmargar götur borgarinnar frá klukkan 22:40 á föstudagskvöld en Hyundai El- antra-bifreið hans mældist á allt að 190 km hraða. Hann fór yfir á rauðu ljósi, ók gegn umferð, utan í kyrr- stæðan bíl svo nokkur af umferð- arlagabrotum hans séu nefnd. Hann ók m.a. um Miklubraut og Reykjanesbraut, Smiðjuhverfi í Kópavogi og Höfðahverfi áður en lögregla stöðvaði hann við Súðar- vog. Seinna málið snýst um ofsaakst- ur jafngamals ökumanns aðfaranótt laugardags en sá ók Mercedes Benz-bifreið á miklum hraða m.a. um Suðurlandsveg og Breiðholts- braut þar til hann var stöðvaður við Mjódd. Báðir mennirnir eru grun- aðir um ölvunarakstur, annar ber við minnisleysi og svör hins eru álíka fátækleg. Lögreglan lýsir eftir vitnum að ofsaakstrinum, m.a. vill lögregla komast í samband við þá sem voru raunverulega í hættu vegna ofsaakstursins, en framburð- ur þeirra gæti styrkt mál lögregl- unnar mikið. Ofsaakstur rannsakaður sem hegningarlagabrot Í HNOTSKURN »Í 168. grein almennrahengingarlaga er lagt bann við að raska öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða ann- arra slíkra farar- eða flutn- ingatækja, eða umferðarör- yggi á alfaraleiðum. Varðar allt að sex ára fangelsi. » Í 4. málslið 220. gr. ermælt fyrir um að sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu ann- arra í augljósan háska skuli sæta allt að fjögurra ára fangelsi. Stefán Eiríksson ÍTARLEG könnun á bílatrygg- ingum í Noregi hefur leitt í ljós að konur greiða oft hærri iðgjöld en karlar fyrir tryggingarnar. Könnunin var gerð á vegum norska neytendaráðsins og náði til sjö tryggingafélaga. Niðurstaðan var sú að öll tryggingafélögin nema tvö tóku hærri iðgjöld af konum en körl- um. Munurinn nam allt að 30%. Konur greiða hærri iðgjöld Washington. AFP. | Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hef- ur skýrt George W. Bush Banda- ríkjaforseta frá því að hann hyggist hefja brottflutning breskra her- manna frá Írak. Breskir fjöl- miðlar sögðu að Blair hygðist tilkynna í dag að 1.500 her- menn yrðu kall- aðir heim á næstu vikum og 1.500 til viðbótar fyrir árslok. Alls eru um 7.100 breskir her- menn í Írak, flestir þeirra í borg- inni Basra í sunnanverðu land- inu. Kallar her- menn heim Tony Blair ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.