Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 18. febrúar ræddust þeir við í silfri Egils forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson og Egill Helga- son. Þar komst forseti Íslands svo að orði spurður um „frum- hlaup“ hjá Halldóri Blöndal: „Ég er nú búinn að þekkja Halldór Blön- dal lengi, og margt gott um hann, en margt af því sem hann sagði byggðist nú ekki á rétt- um skilningi á stjórn- arskránni, var kannski svona álíka brotalöm eins og þegar hann var að svara mér eftir inn- setningarræðuna árið 2000. Í ræðu- stól forseta Alþingis talaði hann um Bandaríkin sem öflugasta þingræð- isríki í veröldinni, en það er einmitt kjarninn í Bandaríkjunum að það er ekki þingræðisríki.“ Ég minnist þess ekki að hafa talað um Bandaríkin sem „öflugasta þing- ræðisríki í veröldinni“. Það hafa þá verið mismæli: „þingræðisríki“ fyrir „lýðræðisríki“. En auðvitað er þing- ræðishefðin sterkari í Bandaríkj- unum en í fljótu bragði virðist. Um þau hefur Bjarni Benediktsson skrifað: „Þar er forsetinn kosinn af þjóðinni, og hann útnefnir ráð- herrana, sem eru þinginu óháðir. Með þessu er mikið vald lagt í hend- ur einum manni, meira en vér Ís- lendingar mundum þola nokkrum manni til lengdar.“ En ég hef ræð- una, sem Ólafur Ragnar Grímsson vitnaði til, fyrir framan mig. Þar er Bandaríkjanna hvergi getið, en um þingræðið hafði ég m.a. þetta að segja: „Þingræðið er runnið Íslendingum í merg og blóð. Lýðræði án þing- ræðis er hugmynd í lausu lofti á meðan lýð- ræði sem byggir á þingræði er besta þjóð- félagsform sem við þekkjum. Það er ekki gamall rammi utan um dautt málverk heldur lifandi þáttur í þjóð- félagsmyndinni sem endurnýjar sig í sífellu. Þingræðið getur aldrei verið í fárra höndum af því að þjóðin velur þá sem með það fara og end- urnýjar umboð sitt ef henni svo sýn- ist eða felur öðrum að taka við ef hún kýs það heldur. Það er einmitt styrk- ur þingræðisins að stjórnmálamenn verða að leggja verk sín undir dóm kjósenda og þar með þjóðarinnar á fjögurra ára fresti og kynna stefnu- mál sín næsta kjörtímabil. Þá reynir á trúverðugleika þeirra og mann- dóm. Enginn er sjálfkjörinn. Þetta þekkjum við úr sögunni, sögu þings- ins og sögu stjórnmálaflokkanna.“ Enn fremur sagði ég: „Þegar við Íslendingar fengum ráðherra 1. febrúar 1904 þótti sjálf- sagt að hann hefði stuðning meiri hluta Alþingis á bak við sig og hefur svo verið jafnan síðan að rík- isstjórnir hafa stuðst við meiri hluta Alþingis og þar með haft stuðning meiri hluta þjóðarinnar. Ekki er fyr- ir það að synja að þeirri hugmynd hefur verið hreyft af og til að ráð- herrar skuli ekki vera úr hópi al- þingismanna og að ríkisstjórn geti jafnvel setið óháð Alþingi en slíkar hugmyndir hafa verið andvana fæddar, enda samræmast þær ekki lýðræðishefð Íslendinga og eru í bága við réttlætiskennd þeirra.“ Í rauninni hef ég ekki miklu við þetta að bæta. Við Ólafur Ragnar Grímsson höfum verið á öndverðum meiði í pólitík og ég skil ekki hvað fyrir honum vakir með spjalli hans í Silfri Egils. Hann skilur mig heldur ekki, þegar ég tala um stjórnarskrá og þingræði. Og við það verður að sitja. En ég get ekki stillt mig um að snúa ummælum hans um mig upp á hann sjálfan: „Ég er nú búinn að þekkja Ólaf Ragnar Grímsson lengi, og margt gott um hann.“ Athugasemdir við ummæli forseta Íslands Halldór Blöndal gerir at- hugasemdir við ummæli forseta Íslands » Við Ólafur RagnarGrímsson höfum verið á öndverðum meiði í pólitík og ég skil ekki hvað fyrir honum vakir með spjalli hans í Silfri Egils. Halldór Blöndal Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis. Í MORGUNBLAÐINU í gær reyndi Kjartan Magnússon með óvenju lágkúrulegum hætti að varpa ábyrgð ríkisstjórnarflokk- anna á pólitískum yfirhylm- ingum með fjármálaóreiðu Byrgisins á fyrrverandi borg- arstjóra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og borgarfulltrú- ann Björk Vilhelmsdóttur. Rek- ur hann í grein sinni, líkt og um meiri háttar uppgötvun rann- sóknarblaðamanns væri að ræða, að Reykjavíkurborg hafi styrkt Byrgið og greitt fyrir dvöl þeirra borgarbúa sem þar leituðu meðferðar. Þetta hefur aldrei verið leyndarmál. Þvert á móti þá óskuðu fulltrúar Sam- fylkingar eftir samantekt um viðskipti borgarinnar við Byrgið 4. janúar sl. Sú samantekt kom 9. janúar, þar voru viðskiptin við Byrgið rakin og í lok minn- isblaðsins segir orðrétt, und- irritað af núverandi borg- arstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni: „Ekki er talið að Reykjavíkurborg hafi sérstökum eftirlitsskyldum að gegna gagn- vart Byrginu þar sem hvorki er um að ræða sérstaka starfsemi á vegum borgarinnar né heldur hefur sérstakur þjónustusamn- ingur verið gerður við Byrgið. Eftirlit með nýtingu þeirra styrkveitinga sem Byrgið hefur fengið felst í árlegu mati á þeim upplýsingum sem Byrgið skilar inn um reksturinn…“ Kjartan veit fullvel að Reykjavíkurborg hefur hvorki fjárhagslegt né faglegt eftirlit með starfsemi sem er fjár- mögnuð af ríkinu og því gátu borgaryfirvöld ekkert vitað um fjármálaóreiðu Byrgisins eða þá misnotkun sem þar átti sér stað, ekki frekar en stjórnarand- staðan á þingi. Um þetta vissu hins vegar ákveðnir fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna á Alþingi og í ríkisstjórn en þögðu um það þunnu hljóði. Þar brást eft- irlitsskyldan. Það má því furðu sæta að Kjartan skuli leggjast svo lágt sem raun ber vitni til þess eins að koma höggi á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, þann stjórnmálamann sem Sjálf- stæðisflokkurinn virðist óttast mest. Auðvitað er samt ekkert hægt að fullyrða að hún hefði ekki bara orðið fyrir ómálefna- legum aðdróttunum einhvers annars sjálfstæðismanns hvort sem er. Kjartan líkir ógæfu Byrg- ismálsins við „krás á köldu svelli“ sem Samfylkingin hafi reynt að gera sér mat úr með því að heimta skýringar á því af hverju stjórnvöld sinntu ekki eftirlitsskyldu sinni með fjár- munum og þeim einstaklingum sem þar sættu andlegri og lík- amlegri misnotkun. Hvílík smekkleysa! Það er ekki við Samfylkinguna að sakast ef Kjartan upplifir flokk sinn eins og afvelta rollu á köldum klaka. Dofri Hermannsson Nýtt met í lágkúru Höfundur er varaborgarfulltrúi og framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. FYRIR skömmu ritaði ég grein um feluleik og tvískinnung Vinstri grænna í stóriðjumálum. Þar benti ég meðal annars á að Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, studdi á sínum tíma samning milli Alcan og orku- veitunnar um fyr- irhugaða risastækkun á álverinu í Straums- vík. En segja má að það hafi verið þessi samningur sem í raun gaf (vinstri) grænt ljós á þessa fram- kvæmd. Þessi opinberi stuðningur fulltrúa Vinstri grænna við álversframkvæmdir er afar merkilegur í ljósi málflutnings for- ystumanna þar á bæ, sem hamast við að telja fólki trú um andstöðu flokksins gegn byggingu álvera. Samanber dæmið hér að framan þá virðast fulltrúar hans ekkert síður vera stóriðjusinnar þegar því er að skipta. Forystumennirnir vilja láta annað í veðri vaka þegar þeim hentar. Áhugi þeirra á um- hverfisvernd virðist því lítið annað en orðagjálfur einstakra þing- manna VG í ræðustól Alþingis. Orðagjálfur sem fulltrúar flokksins í sveitarstjórnum víða um land taka lítið mark á eins og dæmin sanna. Fulltrúi VG vill ekki umhverfismat Nýjasta dæmið er frá Mos- fellsbæ, þar sem bæjarfulltrúi Vinstri grænna samþykkti hiksta- laust óafturkræfar vegafram- kvæmdir á umdeildu svæði í Mos- fellsdal og sat þar sæll á bekk með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Og til að bíta höfuðið af skömminni lét þessi umhverfisvæni fulltrúi sig heldur ekki muna um að fella til- lögu um að senda framkvæmdina í umhverfismat! Sannarlega athyglisverð afstaða í ljósi þeirrar áherslu á umhverf- isvernd sem for- ystumenn VG vilja halda á lofti. Hvað skyldu þau Stein- grímur J., Ögmundur og Kolbrún segja um þessa snöfurmannlegu framgöngu bæjarfull- trúa flokksins í Mos- fellsbæ? Vinstri grænir styðja álver á Húsavík En það er ekki bara á suðvesturhorninu sem þessi tvískinnungur Vinstri grænna í umhverfismálum blasir við. Dulin stóriðjustefna flokksins gægist víðar fram undan sauð- argærunni. Meirihlutinn í bæj- arstjórn Húsavíkur á síðasta kjör- tímabili, Húsavíkurlistinn, undirritaði til að mynda samning við Alcoa vegna áforma fyrirtæk- isins um að byggja 250 þúsund tonna álver við Húsavík. Steingrímur J. Sigfússon for- maður VG hefur ávallt eignað sér hlutdeild í tilurð Húsavíkurlistans á sínum tíma og því bera Vinstri grænir heilmikla ábyrgð á samn- ingnum við Alcoa, og þeirri fram- kvæmd sem í raun og veru er haf- in með orkurannsóknum á Norðausturlandi. Opinber stuðningur VG við álver á Húsavík Og þetta er ekki allt, því oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn Ak- ureyrar, Baldvin H. Sigurðsson, hefur opinberlega lýst yfir stuðn- ingi við byggingu álvers við Húsa- vík og er mikill hvatamaður að þeirri framkvæmd. Baldvin hefur til dæmis lýst því yfir að hann sjái ýmsa atvinnuskapandi möguleika felast í áliðnaðinum! Þetta er hraustlega mælt hjá Baldvin og stuðningur hans við fyrirhugaðar álversframkvæmdir er mikill og án fyrirvara. Skildu forystumennirnir vita af þessu? Í ljósi alls þessa er ekki að undra þótt fólk eigi erfitt með að skilja málflutning Vinstri grænna, sem sýknt og heilagt reyna að telja þjóðinni trú um að þeir séu á móti álverum og stóriðju. Dæmin hér að framan sanna að þeir eru engu minni álverssinnar en aðrir ef því er að skipta, en miðað við málflutning forystu- manna flokksins er annað hvort um það að ræða að þeir eru löngu dottnir úr sambandi við hinn al- menna flokksmann eða þá að hinn almenni flokksmaður er löngu hættur að taka mark á forystunni. Hvort sem um er að ræða þarf fólkið í landinu að sjá í gegnum þennan blekkingarleik Vinstri grænna. Kjörnir fulltrúar þeirra víða um land eru margir ákafir stóriðjusinnar, þeir styðja og stuðla að risastækkun í Straums- vík, og þeir styðja leynt og ljóst byggingu álvers við Húsavík. Hverju svarar forysta VG þessu? Hvað segið þið Steingrímur J., Ögmundur, Kolbrún Halldórs og fleiri frambjóðendur VG við framgöngu ykkar manna? Svara þau eða þegja þunnu hljóði? Vinstri grænir segja eitt en gera annað Guðjón M. Ólafsson fjallar um umhverfis- og stóriðjustefnu Vinstri grænna »Dulin stóriðjustefnaflokksins gægist víð- ar fram undan sauð- argærunni. Guðjón M. Ólafsson Höfundur vinnur sem mælingamaður. EITT lykilatriði varðandi sam- þættingu innflytjenda inn í íslenskt samfélag er íslenskukennslan. Um það erum við öll sam- mála. Í nóvember til- kynnti mennta- málaráðneytið að það ætlaði að ráðstafa 100 milljónum í styrki til íslenskukennslu í ár. En í byrjun janúar var reyndar tilkynnt að það væru 70 millj- ónir. Það vakti athygli mína, og ég spurði í Morgunblaðinu hvað hefði komið fyrir, og bætti líka við fleiri spurningum. Svarið sem kom frá Áslaugu Huldu Jóns- dóttur, ráðgjafa menntamálaráðherra, í Morgunblaðinu þann 26. janúar var að „70 milljónum verður út- hlutað til þess að styrkja nám- skeiðahald í íslensku og 30 milljónum verð- ur úthlutað til annarra verkefna, s.s. nám- skrár- og námsefn- isgerðar og þjálfunar kennara.“ Gott að vita það núna. En í grein- inni í Fréttablaðinu 2. janúar, „Ráð- stafa 70 milljónum í íslensku- kennslu í ár“, er alls ekki minnst á hinar 30 milljón krónurnar. Gæti það verið að blaðamaðurinn hefði gleymt að segja frá þessi atriði? Já, kannski. Þannig að ég vil líka spyrja, hvað kom fyrir þá áætlunina um að námskeiðin yrðu ókeypis, sem menntamálaráðneytið tilkynnti í grein í sama blaði þann 11. nóv- ember, „Ríkið býður ókeypis nám- skeið í íslensku“? Kannski gleymd- ist það líka, og var hvorki sagt frá í janúar, né svarað í bréfinu hennar Áslaugar. Við sjáum til. Áslaug var að mestu leyti dugleg að svara spurningum mínum, en það var eitt svar sem vakti athygli mína, þegar spurt var hvort þessi námskeið væru hluti af vinnutíma, þá svaraði Áslaug: „Það er ekki menntamálaráðu- neytisins að vera með tilskipanir á þessu sviði.“ Af hverju ekki? Get- um við ekki gert betur? Jú, því trúi ég. Til dæmis getur mennta- málaráðuneytið boðið fleiri kennara þeim fyr- irtækjum sem sækjast eftir þeim til að kenna erlendu starfsfólki sínu íslensku, hvar sem þessi fyrirtæki eru á landinu. Það væri kannski skynsamlegra en að bjóða aðeins ein- um fræðsluaðila, Mími, þann heiður að fá styrki frá ríkinu. Ég vil þakka Áslaugu fyrir að svara fljótt. Það er ljóst að það er ennþá margt að gera í íslensku- kennslunni. En ég trúi því að við getum öll skapað fyrirmyndarland í innflytjendamálum. Ennþá margt að gera í íslensku- kennslunni Paul F. Nikolov fjallar um málefni innflytjenda Paul F. Nikolov » Það er ljóstað það er ennþá margt að gera í íslensku- kennslunni. En ég trúi því að við getum öll skap- að fyrirmynd- arland í innflytj- endamálum. Höfundur er rithöfundur og fram- bjóðandi Vinstri grænna í alþing- iskosningum 3. sæti í Reykjavík norð- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.