Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þórólfur er kominn til að endurheimta djobbið, hr. borgarstjóri, hann var alveg saklaus af samráðinu. Nú eru liðin 100 ár frá fæðinguskáldsins W.H. Auden. Af því tilefni er vert að velta fyrir sér þeim orðum hans að skáldskapur hafi engin áhrif á tilveruna.     Erfitt er að segja til um bein áhrifskáldskapar. En óhætt er að fullyrða að óbeinu áhrifin eru mikil. Jarðarfararblús Audens varð til dæmis ódauðleg- ur í myndinni Fjórum brúð- kaupum og jarð- arför og hefur síðan þá verið fluttur við ótal jarðarfarir í Bretlandi. Þegar breska þjóðin syrgði Díönu prinsessu var kallað eftir flutningi á „dap- urlegum línum“ Audens í jarðarför- inni í leiðara The Times.     Eftir hryðjuverkin 11. september2001 leitaði fólk aftur hugg- unar hjá Auden, að þessu sinni í kvæðinu 1. september, 1939. Auden orti kvæðið yfir drykk þennan dag árið 1939, lauk við það daginn eftir og kallaði það síðar „bölvaða lygi“. Þetta þekktasta kvæði hans varð snemma umdeilt og er mest vitnað í það af hans kvæðum, einkum ljóð- línuna „We must love each other or die“. Það fékk vængi fyrir tæpum sex árum, speglaði tilfinningar fólks á erfiðum tíma og var dreift um allt, ekki síst á Netinu, og lesið í minningarathöfnum.     Ef til vill er það til marks um áhrifskáldskapar að til hans sé grip- ið á sorgarstundum. Við Íslend- ingar eigum slíkt skáld, Hallgrím Pétursson. Og freistandi er að álykta að hann hafi haft áhrif á trúarlíf Íslendinga með Passíusálm- unum. Erfitt er til dæmis að finna eldri útgáfu af Passíusálmunum, þar sem þeir voru lagðir í kistuna hjá hinum dánu. Og má ekki segja að ættjarðarkveðskapurinn í heild sinni hafi hvatt Íslendinga áfram í sjálfstæðisbaráttunni? STAKSTEINAR W.H. Auden Hefur skáldskapur áhrif? VEÐUR SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -' . -/ -0 -/ -/ +( +-/ ( 0 '- 1 2! 2! 2! 2! 2! 2! 2!  ! 2! 2! )*2!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +-- +-( ( 3 -4 -4 5 3 0 0 +-' 1 2! ) %   *%   6   %   2! 2! 2! 2! 2! 2!  !1 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 7 ' ' - / +-/ 4 . - +5 ' 1 2! 2! 6   %    !1 1 2! 1 2! 6   %   ) % 2! 2!    9! : ;                  !"  #  $  #  % " #  &  $  #'   #( #   ) #   #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ; 7- =         :! : ; *  1       % /    !!  *   !  <  = *        <  76    * <-/>'48 >    )          < )    ?    1 2!     @  4 7  :; *2  *A    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" '0' 00( 4<4 >4<- (7/ -405 --' 343 -74( -.-( .40 -'-7 '--3 '/-- -//' -(-5 540 5-. 54- (/3 -('4 -(-3 -.75 -.0. -5// 0<' '<' -<' '<- 4<- >4<- 4<4 4<- 0<4 '<- -</ '<' >4<-            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 20. febrúar Klámborgin Í Hollandi er klámið svo sannarlega löglegt og vændið líka. Ein- hverjir frjáls- hyggjupúkar kynnu nú að halda því fram að vegna þess að allt sé löglegt og „uppi á borðinu“ geti ekk- ert misjafnt þrifist í draumaborg „frelsisins“ Amsterdam. En því fer fjarri. Fyrir mér [. . . ] þá er það deg- inum ljósara að mjög margt misjafnt þrífst í borginni . Meira: bryndisisfold.blog.is Júlíus Júlíusson | 20. febrúar Slúðuröryggi Við eigum að vinna í því að Ísland verði slúðuröruggt land, þekkt fólk geti komið og skemmt sér eða dvalið í styttri eða lengri tíma án þess að pressan sé á staðnum eða mynda- vélar á lofti … Ferðaþjónustan í landinu ætti að skoða þetta, þarna eru peningarnir … Slúðurlaust öruggt Ísland er okkar stóriðja … fræga fólkið á meiri peninga heldur en einhverjir álplebbar ekki rétt … Meira: juljul.blog.is Ómar Ragnarsson | 20. febrúar Æska og elli Þessa dagana tek ég þátt í æfingum á söngleik um ástir og elli og vona að hann veki umhugsun um mannréttindi í okkar ríka þjóðfélagi miðað við mannréttindi hjá fátækum og „frumstæðum“ þjóðum. Það datt út úr mér í Kryddsíld á gaml- ársdag að við hefðum tilhneigingu til að gera þrennt að afgangs- stærðum: Æskuna, ellina og nátt- úruna. Meira: omarragnarsson.blog.is Pétur Gunnarsson | 20. febrúar Skotskífa sett á Einar Odd Athyglisverð nið- urstaða að Kristinn H. Gunnarsson ætli sér að setjast í aftursætið hjá Guðjóni Arnari Krist- jánssyni í Norðvest- urkjördæmi. Mest hefur verið um það rætt að hann mundi leiða lista á vegum flokksins enda hefði maður talið að frjálslyndir mundu tefla fram manni með þá miklu reynslu sem Kristinn býr yfir sem ráðherra- efni. Var annað hvort Reykjavík- urkjördæmið nefnt í því sambandi. Það verða sem sagt tveir fyr- irferðarmiklir Vestfirðingar, Guðjón Arnar og Kristinn H. Gunnarsson, sem skipa efstu sæti frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi. Báðir njóta nokkurs persónufylgis í sínu kjör- dæmi, sem á rætur að rekja til gagnrýni þeirra á stefnu stjórnvalda í sjávarútvegi og byggðamálum. Með þessari niðurstöðu mun Krist- inn geta einbeitt sér að slíkum mál- flutningi og forðast að lenda á odd- inum í útlendingaumræðu flokksins. Sjálfsagt mun sameiginlegt framboð þeirra félaga hrista upp í hlutunum í pólitíkinni í þessum landshluta á næstunni og skal því spáð hér að þessi niðurstaða dragi úr líkum á því að Einar Oddur Kristjánsson, Vestfirðingurinn í baráttusæti Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu, nái kjöri. Meira: hux.blog.is BLOG.IS Björn Ingi Hrafnsson | 20. febrúar Var Ingibjörg Sólrún ein? Samfylkingin hefur greinilega ákveðið að snúa vörn í sókn og hvarvetna má nú lesa hvatningargreinar flokksfólks þar sem formaður flokksins er mærður; talað um ósanngjarnar árásir í hennar garð og jafnvel kven- fyrirlitningu. Hallgrímur Helgason segir allt vont sprottið frá Hrafni Jökulssyni og Braga bóksala, en á heimasíðu Ögmundar Jónassonar veltir Sigríður Þórarinsdóttir því fyrir sér hvort Ingibjörg Sólrún hafi verið ein í R-listanum. Meira: bingi.blog.is Sparidagar eldri borgara Hótel Örk - Fjölbreytt dagskrá alla daga - Þriggja rétta kvöldverður öll kvöld - Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri - Hádegisverður innifalinn (nýtt!) Verð 29.800,- krónur á mann í tvíbýli (5 nætur með kvöldverði og skemmtidagskrá) Pantanir í síma 483 4700 18 - 16 febrúar: Uppselt 25 feb. - 2 mars: Uppselt 4 - 9 mars: Laus herbergi 11 - 16 mars: Uppselt 18 - 23 mars: Uppselt 25 - 30 mars: Uppselt 15 - 20 apríl: Uppselt 22 - 27 apríl: Uppselt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.