Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Soffía GuðrúnHafstein Wathne fæddist á Akureyri hinn 21. febrúar 1921. Hún andaðist í New York hinn 7. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann- es Júlíus Havsteen, yfirdómslögmaður á Akureyri, síðar sýslumaður Suður- Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti á Húsa- vík, f. 13. júlí 1886, d. 31. júlí 1960, en foreldrar hans voru Jakob Valdemar Havsteen kaupmaður og etatsráð á Akureyri, og Thora Emalie Marie Schvenn, og Þórunn Jónsdóttir Havsteen húsfreyja f. 10. ágúst 1888, d. 28. mars 1939, en foreldrar hennar voru Jón Þór- arinsson fræðslumálastjóri og Laura Havstein, systir Hannesar 15. júní 1917, d. 15. ágúst 1975. Foreldrar hans voru Otto Wathne, f. 6. september 1890, d. 17. ágúst 1960, sonur Friðriks Wathne, stór- útgerðarmanns frá Seyðisfirði, en bróðir hans var Ottó Wathne stór- útgerðarmaður, og kona hans Anna Stefánsdóttir Wathne, f. 16. apríl 1890, d. 15. júní 1971, dóttir Stefáns Th. Jónssonar stórkaup- manns frá Seyðisfirði. Einkasystir Stefáns var Berg- ljót f. 1914, gift Geir Borg. Árið 1955 fluttust Soffía og Stefán til New York með fjölskyldu sinni þar sem Stefán veitti forstöðu að- alstöðvum Íslenskra aðalverktaka. New York var þeirra heimili allt til æviloka en Stefán andaðist þar hinn 15. ágúst 1976. Soffía og Stefán eignuðust þrjár dætur, þær eru: Þórunn, Anna Bergljót og Soffía Guðrún, stór- kaupmenn í New York. Sonur Þórunnar er Gunnar Stefán og sonur Jakobs Þ. Gunnarssonar Möller. Útför Soffíu Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hafstein ráðherra en foreldrar þeirra voru Pétur Havsteen amt- maður og Kristjana Gunnarsdóttir. Systkini Soffíu voru Ragnheiður Lára, f. 1913, Jakob Valdi- mar lögfræðingur, f. 1914, Jóhann Henn- ing forsætisráð- herra, f. 1915, Jón Kristinn tannlæknir, f. 1917, Þóra Emalía María, f. 1919, Þór- unn Kristjana, f. 1922 og Hannes Þórður, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands, f. 1925. Þau eru nú öll lát- in. Fyrsta árið bjó Soffía á Ak- ureyri en fluttist síðan til Húsavík- ur með foreldrum sínum og systk- inum. Hinn 6. febrúar 1943 gekk Soffía að eiga Stefán Wathne, f. Elskulega Soffa mín hefur nú kvatt okkur svo snögglega. Sólargeislinn í lífi svo ótalmargra hefur þó ekki glat- að ljósi sínu heldur skín það áfram í minningunni um hana. Mér var hún hin besta móðir og aldrei stóð á liði hennar þegar lítil stúlka og stór þurfti á henni að halda. Hún leið- beindi mér og kenndi að virða þau gildi sem skyldu í heiðri höfð. Soffa mín var augasteinn fjölskyldu minn- ar og bæði stór hjörtu og smá slá nú með söknuði og trega en gleðjast í senn yfir því að hafa orðið þeirra sér- stöku forréttinda aðnjótandi að hafa átt hana sem yndislegan og traustan vin, „tengdamömmu og ömmu Soffu“. Glaðværð, reisn, æðruleysi og góð- ar gáfur einkenndu hana í hvívetna og gestrisni og höfðingsskapur voru henni í blóð borin. Gjafmildi hennar var einstök og ár hvert gladdi hún mörg hjörtu stórra sem smárra með gjöfum sem hún hafði yndi af að kaupa sjálf og pakka inn. Ekki stóð á „jólasveininum“ síðustu jól frekar en endranær, allir fengu glaðninginn sinn. Soffa var ávallt stolt og ánægð í líf- inu og með Stefáni sínum átti hún mörg dásamleg og samstillt ár. Eftir að hann fór frá okkur, langt fyrir ald- ur fram, helgaði hún dætrum sínum og dóttursyni krafta sína og með þeim átti hún yndislegar stundir, æv- intýrum líkastar. Með þeim ferðaðist hún um heima og geima og naut hverrar mínútu til fulls. Gamla landið var aldrei langt undan, hún var sann- kallaður Íslendingur og notaði hvert tækifæri sem gafst til að heimsækja fjölskyldu og vini, hópinn sem stórt skarð hefur nú verið höggvið í. Ég veit að lítið hús vestur á fjörðum stendur nú hnípið og saknar léttra fótataka hennar og ilmandi kaffilykt- ar eldsnemma á morgnana í baðandi morgunsól sumarsins þegar aðrir heimilismeðlimir sváfu og biðu eftir ákveðinni röddu Soffíu Guðrúnar: „Góðan daginn, elskurnar.“ Soffa mín var sannarlega fulltrúi þeirra gömlu og góðu gilda sem nú eiga svo í vök að verjast. Alla tíð gekk hún með Guði og Jesú Kristi sem ég þakka af heil- um huga fyrir að hafa gefið mér í henni í senn, yndislegan vin og góða móður. Allar þær kæru minningar sem ég á um þessa elskulegu frænku mína mun ég geyma í hjarta mínu eins lengi og mín nýtur við. Ég þakka henni samfylgdina og bið góðan Guð að blessa hana og varðveita og styrkja í nýjum heimkynnum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórunn Hafstein (Djonsý). Mér eru efst í huga þakkir þegar komið er að kveðjuorðum til hennar Soffíu Wathne eða ömmu Soffu eins og hún er alltaf nefnd á okkar heimili (þó í raun væri hún eiginlega svona ská-langamma barnanna minna). Þakkir fyrir öll elskulegheitin, hlýjuna, vináttuna, samverustund- irnar svo og óteljandi minningar sem spanna nú tæp 22 ár. Ég hitti Soffu fyrst er ég kom með kærastanum mínum í heimsókn til New York 18 ára gömul og var að koma til Bandaríkjanna í fyrsta skipti. Hún tók mér opnum örmum á heimili sínu í Rye þangað sem heimsóknirnar áttu eftir að verða ansi margar. Man ég að þar sem við vorum ung og ekki trúlofuð kom ekki annað til greina en að búa um okkur sitt í hvoru herberg- inu. Svona var Soffa. Hún hélt í gömlu gildin og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Þegar leið að brúðkaupi okkar Jóns Kristins 6 árum síðar, og leitin að brúðarkjól stóð sem hæst, fór Soffa með ljósrit með mynd af drauma- kjólnum í búðir í New York og fann loks þann eina sanna og mátaði hann sjálf til að vera viss um stærðina, þá nýorðin sjötug! Valdi hún svo sjálf höfuðskraut, slör og skó í stíl og sendi hingað heim – ég treysti henni alveg 100% enda var hún heimskona með toppsmekk. Er við fórum bónleið til Soffu eftir nafni eftir fæðingu dóttur okkar fyrir 9 árum síðan gladdist hún mjög og var eins og til yrði mjög sérstakt samband á milli þeirra tveggja þó 77 ár skildu þær að. Voru það líka skemmtilegustu stundir okkar og barnanna, Þórunnar Soffíu og Fannars Alexanders, þegar við lögðum land undir fót og skelltum okkur í heimsókn til Soffu, stundum með óhugnanlega stuttum fyrirvara, og börnin gersamlega brostu hring- inn enda amma Soffa besti gestgjafi í heimi. Sú kunni að taka á móti fólki og hef ég heyrt í gegnum tíðina sögur af því hvernig hún greiddi götu fólks sem ýmist var að ferðast eða var við nám í Bandaríkjunum. Hún gat redd- að hreinlega öllu og er það ekki orðum aukið þegar sagt er að Soffía Wathne hafi verið einn besti sendiherra Ís- lands í New York. Minningarnar um elsku Soffu eru endalausar; rólegt spjall eldsnemma morguns á slopp inni í eldhússkoti yfir kaffibolla, við arineld inni í deni, úti á verönd með alla fuglana og íkornana allt um kring, leikandi við krakkana á laugarbarminum og ofan í lauginni í garðinum. „Viljið þið ice cream …?“ með íslenskum framburði er setning sem yljar okkur nú um hjartaræturn- ar. Þegar ég og börnin fórum og heim- sóttum Soffu sl. sumar og gleðinni ætlaði aldrei að linna á eldhúsgólfinu með ferðatöskurnar allt um kring spurði sonur minn: „Amma, af hverju ertu alltaf svona glöð?“ Ekki stóð á svarinu. „Elskan mín, það er af því að ég er svo hamingjusöm og glöð yfir að eiga ykkur. Ég elska þig og ég elska systur þína, hana Þórunni Soffíu […] og mér finnst svo gaman að vera til.“ Í dag eru þessi orð ómetanleg og lýsa upplifun okkar af Soffu best. Soffa bjó sér og dætrum sínum yndislega fallegt heimili sem hún sjálf kallaði Höll Sumarlandsins og voru það orð að sönnu. Lagði hún einstaka rækt við garðinn sinn sem var sólrík- ur með háum trjám og tók hún mig í ófáar skoðunarferðir um hann og við ræddum um garðrækt og gróður ásamt því að færa til hvítu og bleiku pottablómin sem ýmist þurftu meiri sól eða meiri vætu, allt eftir tegund- um. Móttökurnar á veröndinni að kvöldlagi, þegar við komum til henn- ar af flugvellinum, voru slíkar að ég sagði Soffu oft að ef mér hefði ein- hvern tíma liðið eins og prinsessu, þá hefði það verið á þessum stundum. Þá brosti hin sanna drottning í Höll Sumarlandsins, Soffa sjálf. Með síðustu minningunum um Soffu er heimsókn okkar til New York í ágúst sl. en þá buðu Soffa og dætur hennar þrjár okkur að koma og fagna með þeim og tengdaforeldr- um mínum 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra, Þórunnar og Haralds, og var það sko gert á ógleymanlegan hátt. Elsku hjartans Soffa mín. Síðustu dagar hafa verið daprir. En hún Þór- unn þín er búin að hugga mig með því að þú hafir átt svo góð ár, verið svo hress og glöð fram á síðasta dag og það beri að þakka. Kannski er það bara eigingirni í okkur hér að ætlast til að þú yrðir 100 ára og alltaf jafn- spræk og skemmtileg eins og þú varst. Ég þakka af alhug fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Minningar um yndislega ömmu, langömmu – já og vinkonu, geymi ég í hjarta mínu. Guð gefi þér góða nótt. Oddný Halldórsdóttir. Að kveðja Soffu frænku er erfitt og lífið tómlegt þegar hennar nýtur ekki lengur við. Soffa var einstök mann- eskja. Alla tíð sýndi hún okkur um- hyggju og hlýju sem við fáum aldrei fullþakkað. Hún var hugulsöm, kær- leiksrík og sönn. Við andlát hennar urðu þau þátta- skil að öll börn sýslumannshjónanna á Húsavík, afa Júlíusar og ömmu Þórunnar, eru nú látin. Við þökkum fyrir að hafa átt svo góðan frænd- garð. Að því búum við öll í dag. Milli Soffu og pabba var sterkur strengur. Hann bjó hjá henni og Stef- áni í Barmahlíðinni þegar hann var við nám í Stýrimannaskólanum og dætur þeirra voru pabba einstaklega kærar. Milli mömmu og Soffu var alla tíð einlæg vinátta. Soffa gleymdi engum, hugsaði um alla. Jóla- og afmælisgjafir valdi hún af kostgæfni og það var alltaf spenn- andi að opna pakkana frá Soffu. Það voru sannkallaðir fagnaðarfundir þegar hún kom í heimsókn og gaman að ræða við hana, ekki síst um stjórn- mál. Hún fylgdist vel með íslenskum stjórnmálum og hafði sterkar skoð- anir á þeim. Soffa hafði mikinn húm- or og það var oft mikið hlegið. Maður var alltaf glaðari í hjartanu eftir góða stund með Soffu. Barnabörnum mömmu og pabba var hún einstaklega góð og ræktar- söm og fylgdist af áhuga með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Í heimsóknum sínum til Íslands gaf Soffa sér tíma til að hitta þau og þá var mikið spjallað. Alltaf var hún með það í huga hvernig hún gæti glatt þau, það þurfti ekki sérstakt tilefni. Fyrir jólin sendi hún „litlunum sín- um“ þá fallegustu jólakjóla sem hægt var að hugsa sér. Það er ómetanlegt að litlu frænkurnar fengu að heim- sækja Soffu til Ameríku og dvelja hjá henni og dætrum hennar. Það var mikið ævintýri og ógleymanlegt. Í rauninni er það svo að það er ekki hægt að lýsa eða þakka nægilega gjaf- mildi Soffu og ræktarsemi. Hún var einstök. Stærsta gjöfin sem hún gaf okkur var að eiga þessa elskulegu og góðu konu að frænku og vini. Soffa var víðlesin og vel máli farin. Þrátt fyrir að hafa búið í Ameríku í yf- ir hálfa öld talaði hún fallega og lýta- lausa íslensku. Um það vitna allar fal- legu kveðjurnar sem hún skrifaði okkur á jólum, afmælum og öðrum há- tíðisdögum. Hún var stálminnug, fróð og skemmtileg. Að baki er löng og góð ævi og við þökkum af alhug að hafa fengið að eiga góða og kærleiksríka frænku. Við sendum Þórunni, Bergljótu, Soffíu og Gunnari Stefáni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð um að vaka yfir minningu Soffu frænku. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Stefán Jón, Þórunn Júníana, Sigrún Soffía, Hildur Björg og Hannes Júlíus Hafstein. Elsku Soffa. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem við áttum. Það var yndislegt að vera í kringum þig og vinskapur okkar hefur ávallt verið okkur mikils virði. Þú tókst virkan þátt í öllu hjá okkur fjölskyldunni og ef eitthvað var um að vera varst þú fljót að hringja, til að fylgjast með gangi mála og að allir hefðu það nú örugglega gott. Þú elsk- aðir börnin, og þau elskuðu þig, og við vitum að minning þín mun ávallt lifa í hjörtum þeirra, enda umhyggjusemi þín og ást í garð barnanna ómetanleg. Persónuleiki þinn var einstaklega fallegur og litríkur, rétt eins og blóm- in í garðinum þínum uppi í Rye, þú hugsaðir svo vel um allt sem var þér kært. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Ástarkveðja, Njörður og Íris. Það eru forréttindi að hafa kynnst manneskju eins og Soffíu Wathne föð- ursystur minni. Soffa frænka, eins og hún var ávallt kölluð, var yndisleg og einstök manneskja, hjartahlý og fjöl- skyldurækin. Góðmennska og mann- kærleikur sameinuðust í Soffu. Allt frá því ég var strákur dáðist ég að Soffu og hve einstakt og náið sam- band hennar og föður míns var. Soffa bjó lengst af vestan Atlantshafsins í New York en þrátt fyrir fjarlægðina á milli fjölskyldnanna átti hún og henn- ar fjölskylda vissan stað í huga okkar. Soffa var ákaflega ræktarleg og fylgdist af miklum áhuga með öllum í fjölskyldunni, hún vissi nákvæmlega hvað hver var að fást við hverju sinni og hvenær hver átti afmæli svo eitt- hvað sé nefnt, afmælisgjafir, jólagjaf- ir og páskakanínur sendi hún árlega til fjölskyldumeðlima á uppvaxtarár- unum og fram á fullorðinsár. Sím- hringingar og gjafasendingar þegar stórviðburðir áttu sér stað í fjölskyld- unni. Það var sama hvort hún ræddi við fullorðna eða börn hún sýndi öllum jafn mikinn áhuga og náði að laða fram áhugaverð og skemmtileg sam- töl. Síðasta samtal okkar átti sér stað sl. aðfangadagskvöld, Soffa bar sig vel þrátt fyrir veikindi, hún bar sig reyndar alltaf vel, kvart og kvein var ekki hennar stíll. Í samtalinu skein í gegn áhugi hennar á fjölskyldunni, al- úð og hlýja sem hún bar til okkar. Við áttum satt best að segja ekki von á því að þetta væri okkar síðasta samtal. Gestrisni Soffu var einstök og ávallt var hún reiðubúin að taka á móti sín- um nánustu. Eigum við Auður ógleymanlegar minningar frá heim- sókn okkar til Soffu fyrir nokkrum ár- um, Soffa lagði sitt af mörkum til þess að dvöl okkar yrði sem eftirminnileg- ust og sá til þess að við myndum njóta alls þess merkilegasta sem New York hafði upp á að bjóða. Á hverjum morgni ræddum við dagskrá dagsins, Soffa lagði línurnar, skilaði okkur á lestarstöðina og tók á móti okkur að kvöldi með dýrindis kvöldverð á borð- um. Við ferðuðumst með henni og fjöl- skyldu hennar til eyjarinnar Nantuc- ket, en dvölin þar var dásamleg í alla staði og hápunktur ferðarinnar enda ekki fyrirséð þegar haldið var af stað í upphafi, Soffa, dætur hennar og Gunnar Stefán sáu til þess. Minning Soffíu Wathne á eftir að lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku Þórunn, Bergljót, Soffía og Gunnar Stefán, megi algóður Guð styrkja ykkur og varðveita. Elsku Soffa, við Auður og Bjarni Þór kveðjum þig með söknuði. Þinn frændi, Tryggvi Hafstein. Það voru mikil forréttindi að hafa átt einstaka frænku, hana Soffu. Soffa var ein af átta börnum Þórunnar og Júlíusar Hafstein. Þessi barnahópur var einkar samrýndur og héldt ávallt hópinn. Heimsóknir voru tíðar og höfðu þau mikið samband sín á milli. Við, afkomendur þeirra, nutum góðs af með því að bindast sterkum fjöl- skylduböndum sem við búum að í dag. Soffa hafði sterkan, einbeittan og góð- an persónuleika sem enginn gleymir er þekkti hana og kynntist. Sem smá- polli man ég enn þá eftir hvernig hún bauð mig velkominn í Barmahlíð. Alla tíð síðan hefur Soffa verið nálægt mér og gefið mér vissa innsýn í lífið. Hún kenndi mér hvernig á að taka á móti og umgangast fólk með gleði en samt ákveðinni festu. Góðar minningar gleymast aldrei og á ég margar með þeim Soffu og Stefáni og dætrum Soffía Guðrún Wathne Elsku besta amma Soffa. Takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst svo góð við mig, gafst mér dót og alls konar fínerí. Mér finnst svo erfitt að kveðja þig því ég elska þig svo mikið. Takk fyrir að leyfa mér að heita Soffía í höf- uðið á þér. Þú varst svo falleg og góðhjörtuð amma. Ég mun sakna þín svo mikið. Guð geymi þig. Þín elskandi Þórunn Soffía Snæhólm. Elsku hjartanlega amma Soffa. Þú varst svo dugleg og lifðir svo lengi. Þú varst besta amma í öllum heiminum og þú náðir að vera 85 ára. Þú varst svo góð við okkur öll. Við munum aldrei gleyma þér. Þú varst besti gest- gjafi í heimi. Við öll munum sakna þín og elskum þig útaf líf- inu. Guð geymi þig. Fannar Alexander Snæhólm. Við söknum sárt Soffu frænku sem var okkur alltaf svo góð. Við biðjum Guð að geyma hana og kveðjum með bæninni sem afi Hannes samdi handa fyrsta barnabarninu sínu. Lát þú mig sofa vel og vært, í verndararmi þínum. Láttu einnig ljósið skært, lýsa vegi mínum. Sigrún Ósk, Soffía Lára, Sig- rún Elfa og Þórunn Anna. Elsku besta amma Soffa, við söknum þín. Þú varst svo hlý og góð. Það var alltaf gaman að vera með þér, þú varst svo fjörug og skemmtileg og vildir alltaf gera eitthvað skemmtilegt með okk- ur. Við elskuðum að vera hjá þér í Ameríku, það var eins og að vera í ævintýri. Við elskum þig og ætlum alltaf að muna eft- ir þér. Takk fyrir allt Elma Sól og Njörður Örn. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.