Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Leðurjakkar - Rúskinnsjakkar Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545.Sigurstjarnan Opið lau. kl. 11-16, sun. kl. 13-17. Ekkert undir 50-90% afsl. - Ótrúlegt úrval Verslunin hættir Á öskudaginn! Ávextir og grænmeti eru líka sælgæti! Tannlæknafélag Íslands Frábær ferðadragt Þær einfaldlega krumpast ekki Mörg snið Stærðir 36-48 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli FEBRÚARTILBOÐ 15% AFSLÁTTUR BASIC DRAGTIN ALLTAF KLASSÍSK, ALLTAF FLOTT Skoðaðu Basic bæklinginn á Laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Vor 2007 AÐEINS 21% af notuðum raf- hlöðum fer í endurvinnslu hérlendis en afganginum er hent beint í rusla- fötuna. Þetta er til marks um bág- borna umhverfisvitund að mati Úr- vinnslusjóðs sem hleypt hefur af stað átaki í því skyni að fá fólk til að losa sig við rafhlöður á umhverf- isvænni hátt. Jafnframt er vakin at- hygli á því að einfalt sé að losna við rafhlöður. Þátttakendur í átakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás. Árið 2004 var aðeins 18% af raf- hlöðum skilað til úrvinnslu og ári seinna var hlutfallið komið í 21%. Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Úrvinnslusjóð safna 22% landsmanna rafhlöðum til úrvinnslu. Nýleg rafhlöðu- tilskipun ESB, sem verður innleidd hérlendis innan tíðar, kveður á um að skilahlutfall rafhlaðna skuli vera komið í 25% á árinu 2012 og 45% ár- ið 2016. Að mati Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, er því verk að vinna. Árið 2005 voru flutt inn ríflega 160 tonn af rafhlöðum en aðeins 37 tonnum var skilað í endurvinnslu. Hitt fór í ruslið, 124 tonn. Rafhlöður eiga hins vegar ekki heima í ruslinu en hægt er að skila þeim á bens- ínstöðvar og söfnunarstöðvar sveit- arfélaga um land allt auk þess sem hægt er að setja þær í endur- vinnslutunnur fyrir flokkað heim- ilissorp. Notað til húshitunar Rafhlöðum er fargað eða eytt á viðurkenndan hátt hjá aðilum sem hafa starfsleyfi til þess. Frá söfn- unarstöðvunum eru rafhlöðurnar fluttar til Efnamóttökunnar eða Hringrásar þar sem þær eru flokk- aðar. Hluti þeirra er urðaður, þ.e. þær sem ekki innihalda spilliefni. Rafhlöður sem innihalda spilliefni eru mjög skaðlegar fólki og um- hverfi og eru þær sendar í háhita- brennslu til viðurkennds eyðing- araðila í Danmörku. Þar er hitinn sem myndast við brennsluna nýttur til hvors tveggja framleiðslu raf- magns og hitunar vatns sem notað er til húshitunar hjá sveitarfélaginu Nyborg. Rafhlöður með spilliefnum voru 7% af heildarmagni þeirra raf- hlaðna sem skilað var árið 2005. Um er að ræða kvikasilfursrafhlöður, nikkel-kadmíumrafhlöður og litíum- rafhlöður. Fram til 1990 innihéldu bæði alkalírafhlöður og brúnkols- rafhlöður kvikasilfur. Ef hættulegu efnin úr rafhlöð- unum sleppa út í náttúruna getur það haft alvarlegar afleiðingar. Það sem vitað er um þungmálmana, blý, kvikasilfur og kadmíum, er að þeir eru allir eitraðir og hafa áhrif á um- hverfið og þar með heilbrigði dýra og manna. Fólk hætti að henda rafhlöðum í ruslið Morgunblaðið/G.Rúnar Lítil skil Notaðar rafhlöður eiga heima í kössum eins og þessum sem má tæma á bensínstöðvum og Sorpu. Í HNOTSKURN »160 tonn af rafhlöðumvoru flutt inn til landsins árið 2005. Aðeins fimmtungur þessa magns fór í endur- vinnslu að notkun lokinni en meginhlutinn fór í ruslafötuna þar sem notaðar rafhlöður eiga alls ekki heima. »Rafhlöður geta innihaldiðmargvísleg efni s.s. járn, sink, kol, klór, nikkel, kopar, salmíak og brennisteinssýru. Alkalírafhlöður og brúnkols- rafhlöður innihalda einkum sink og járn. VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra hélt í gær til Úg- anda þar sem hún mun hitta þar- lenda ráðamenn og kynna sér starfsemi Þró- unarsamvinnu- stofnunar Ís- lands í landinu. Einnig mun hún, á vegum Matvælaáætlun- ar Sameinuðu þjóðanna (WFP), heim- sækja flótta- mannabúðir í Pader-héraði í Norð- ur-Úganda, en íslensk stjórnvöld styðja þar skólamáltíðaverkefni á vegum samtakanna. Frá Úganda heldur utanríkis- ráðherra til Suður-Afríku þar sem hún fer fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs til Jó- hannesarborgar og Höfðaborgar. Jafnframt mun utanríkisráðherra eiga fundi með þarlendum ráða- mönnum. Utanríkisráð- herra til Úg- anda og Suð- ur-Afríku Valgerður Sverrisdóttir ♦♦♦ „AÐ undanförnu hafa ítrekað borist fréttir af grófum mannréttindabrot- um gegn einstaklingum sem dvalið hafa á meðferðar- og dvalarstofnun- um sem reknar hafa verið af hálfu hins opinbera eða fyrir opinbert fé,“ segir í yfirlýsingu sem borist hefur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þar segir að sammerkt með þess- um stofnunum sé að þar hafi dvalið fólk sem af ýmsum ástæðum, svo sem vegna fötlunar, aldurs, fé- lagslegrar stöðu eða fíkniefnaneyslu, eigi erfiðara en almennt gerist með að gæta réttar síns. „Á síðari árum hefur þróunin al- mennt verið sú að draga úr notkun hvers kyns sólarhringsstofnana, ekki síst fyrir börn og fatlað fólk. Engu að síður dvelur fjöldi fólks á hinum ýmsu stofnunum og mun dvelja áfram. Má þar nefna m.a. aldraða, ýmsa hópa fatlaðra og fólk á meðferðarstofnunum. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur mikilvægt að gerð verði gang- skör að því að bæta réttarstöðu fólks á slíkum stofnunum. Brýnt sé að því fólki sem sætt hafi misnotkun og of- beldi á slíkum stofnunum, verði nú þegar veitt öll sú aðstoð sem sam- félagið getur boðið. Samhliða verði gerð athugun á þeim stofnunum, sem reknar eru í dag, kannað hvaða reglur gilda í samskiptum við fólk sem þar dvelur og hvernig eftirliti með slíkum stofnunum er háttað. Þá verði settar reglur um samskipti við íbúa slíkra stofnana. Gróf mannréttindabrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.