Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 29 DAGSKRÁ 9:30 - 10:00 Afhending gagna – skráning Ráðstefnustjóri: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar 10:00 – 10:15 Ráðstefnan sett: Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnessprófastdæmi 10:15 – 10:20 Ávarp: Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar 10:20 – 11:10 Erika Beckmann, sálfræðingur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu lúthersku kirkjunnar í Marburg, Þýskalandi. 11:10 – 11:50 Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Börn og skilnaðir“ 11:50 – 12:50 Hádegishlé 12:50 – 13:05 Edda Björgvinsdóttir, leikari, leikstjóri og höfundur. Brot úr leikritinu „Alveg BRILLJANT skilnaður“ 13:05 – 13:25 Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR. „Fjölbreytt fjölskyldugerð: Líðan, aðstæður og árangur íslenskra unglinga“ 13:25 – 13:45 Thomas Mainz, sálfræðingur og ráðgjafi hjá fjölskylduþjónustu lúthersku kirkjunnar í Marburg, Þýskalandi 13:45 – 14:05 Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur „Börn og fjölskylduaðstæður“ 14:05 – 14:25 Ingibjörg Bjarnardóttir, hdl.„Sáttamiðlun um hag og þarfir skilnaðarbarna“ 14:25 – 14:40 Kaffihlé 14:40 – 15:10 Valgerður Halldórsdóttir, kennari og félagsráðgjafi, MA, formaður Félags stjúpfjölskyldna. „Af hverju fæ ég bara eitt blað til að teikna húsið mitt?“ 15:10 – 15:50 Pallborðsumræður undir stjórn Árna Sigfússonar bæjarstjóra 15:50 – 16:00 Ráðstefnuslit, Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar Vinnustofa laugardaginn 24. febrúar 2007: 10:00 – 12:30 Undir stjórn sálfræðinganna Eriku Beckmann og Thomas Mainz Úrræði í málefnum skilnaðarbarna 23. - 24. febrúar 2007 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Reykjanesbæjar reykjanesbaer.is ÞAÐ hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ég og jafnaldrar mínir, foreldrar unglinga dagsins í dag, héngum út í sjoppu og ræddum, fjarri foreldrum okkar, hin mik- ilvægu málefni hver væri skotinn í hverri eða öll önnur þau mál sem unglingar spjalla um og tilheyra þeirri veg- ferð að verða fullorðin manneskja, að koma sér upp sjálfstæðum skoðunum og vonandi sem jákvæðastri sjálfsmynd. Fyrir okkur for- eldra unglinga dags- ins í dag getur reynst erfitt að setja okkur inn í aðstæður ung- linganna. Vegna mjög örra þjóðfélagsbreyt- inga er sérhvert æskuskeið einstakt og við sem eldri erum getum ekki notað nema að hluta til reynslu okk- ar eigin unglingsára við uppeldi barna okkar. Þetta ástand skapar óöryggi meðal fullorðinna og oft fordóma gagnvart ungu fólki – æskan er ávallt að fara í hundana! En er þó ekki farin eftir öll þessi ár. Ungling- um er kennt um margt sem aflaga fer eins og það sé unglinga að mynda ramma um sitt líf en ekki okkar foreldranna. Útihátíðir í gegnum árin eru dæmi um slíkt. Hinir eldri gagnrýna unglinga hvers tíma fyrir sukk og svínarí á útihátíðum í stað þess að setja „há- tíðum“ af þessum toga einhvern sæmandi ramma. Foreldrar fjarg- viðrast yfir aukinni unglinga- drykkju en eiga samt sem áður við- skipti við fyrirtæki sem stuðla beint að aukinni unglingadrykkju með því að auglýsa átölulaust ólöglega áfengi þar sem börn og ungt fólk er markhópurinn? Ábyrgðin er ekki annars staðar, hún er hjá okkur. Það erum við hin eldri sem látum hluti viðgangast. Margt hefur verið skrafað um netið, tölvutæknina og unglinga. Oft í neikvæðum tón en oft sem betur fer undir jákvæðum formerkjum. Vissulega er margt í netheimum sem ekki veit á gott en það er ekk- ert nýtt undir sólinni hvað það varð- ar. Allt sem á netinu finnst á sér forsögu. Þeir, sem gengur illt eitt til, þeir finna sjúk- leika sínum farveg í gegnum nýja tækni fremur en að sjúkleik- inn sé nýr. „Farðu ekki upp í bíl með ókunnug- um“ á sér því miður hliðstæður í net- heimum. Þrátt fyrir þessa annmarka sem hin nýja og heillandi tækni hef- ur í för með sér þá er ljóst að klukkunni verður ekki aftur snúið. Fólk sem ekki þekkir þessa heima þarf auðvitað að gera sér ferð á þessar slóðir og kynna sér þessar víðtæku lendur af eigin raun. Vandi málsins er að í þessari nýju veröld hefur verið nokkur brestur á því að samskipti fólks séu jafn kurteisleg og undirorpin sama siðferði og ríkja í öðrum daglegum samskiptum al- mennt. Í þessu ljósi ber að fagna frumkvæði Heimilis og skóla með SAFT verkefninu, sem fjallar um bætt siðferði og samskipti á netinu. Löngu tímabær umræða, gagnleg fyrir alla aldurshópa og nauðsynleg ef við ætlum að byggja upp siðað samfélag. MSN-ið og sú tækni er í eðli sínu meinlaus. Þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi í samtímanum að vera einhverskonar „rafrænt sjoppu- hangs“. Þess vegna þurfa foreldrar eins og áður að setja ungmennum ákveðnar rafrænar „útivist- arreglur“. Margir unglingar hafa tölvur í herbergjum sínum og geta verið „úti“ eins lengi og þeim sýnist. Foreldrarölt á ekki bara að felast í göngutúr um nánasta hverfi ung- linganna, röltið þarf auðvitað einnig að vera rafrænt. Hvet lesendur til þess „rölta um“ og kíkja á heimasíð- ur unglinga og fylgjast með því sem þar fer fram. Dást að því sem vel er gert en benda óhikað á það sem miður fer og bæta má úr. Eyðum ekki orku í að úthúða tækninni, tök- um henni fagnandi, skiptum okkur af, höfum áhrif og styrkjum góðu hliðarnar. En umfram allt, það er okkar foreldranna að setja ramm- ana. Ef við foreldrar gerum það ekki þá gera það einhverjir aðrir, sem ekki endilega hafa velferð barna og unglinga að leiðarljósi. Rafrænar útivistarreglur Árni Guðmundsson fjallar um samskipti foreldra og unglinga Árni Guðmundsson » Vegna mjög örraþjóðfélagsbreytinga er sérhvert æskuskeið einstakt og við sem eldri erum getum ekki notað nema að hluta til reynslu okkar eigin unglingsára við uppeldi barna okkar. Höfundur er M.Ed. Í FRÉTT sem birtist í Morg- unblaðinu 6. febrúar síðastliðinn er haft eftir embættismanni heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytis að „tannheilsa barna og ungmenna hafi fyrst verið athuguð árið 1986 og sást þá hversu slæmt ástand- ið var. Og þá voru hertar mjög aðgerðir til að taka á því og ástandið batnaði mjög mikið“. Þetta má skilja á þann veg að ekkert hafi verið unn- ið á þessum vettvangi fyrr en árið 1986. Þarna er sjálfsagt um að kenna ónákvæmu orðalagi blaðamanns, en rétt er að upplýsa að skólatannlækn- ingar voru reknar í Reykjavík frá 1922 og óslitið til 2000 og til eru upplýsingar um ástand tanna skóla- barna í Reykjavík frá þessum árum. Tann- lækningar skólabarna voru greiddar að fullu úr borgarsjóði og rík- issjóði til ársins 1990, en 1. jan. 1990 tóku gildi lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og skömmu síðar er farið að innheimta hjá for- ráðamönnum greiðslu á hluta kostnaðarins. Þá brást í rauninni grundvöllur skólatannlækninganna, því þá var ekki lengur hægt að kalla börnin inn til eftirlits án skriflegs samþykkis forráðamanns. Skólatannlækningar Reykjavíkur voru síðan lagðar niður haustið 2000. Undirritaður skrifaði grein í Tannlæknablaðið 1. tbl. 1990, þar sem í stuttu máli var rifjuð upp saga skólatannlækninga Reykja- víkur og starfsemi þeirra. Greinin var skrifuð samkvæmt beiðni í til- efni tímamóta sem áður er getið. Þar segir m.a. að skólatannlækn- ingar hófust hér á landi 1922. Fyrstu ár skólatannlækninganna fóru að mestu í tannpínuhjálp og lítill tími var afgangs til reglubund- inna aðgerða. Þó var á þessum ár- um hafist handa við reglubundna tannskoðun og var gerð allnákvæm skýrsla um tannskemmdir í neðstu bekkjum skólanna. Sagt er í grein- inni frá samningi og starfsreglum sem skólatannlæknar unnu eftir og skrásetningu tannástands og flokk- un nemenda samkvæmt henni. Flokkunin miðaði að því að finna þá einstaklinga sem þurftu á auk- inni tanngæslu að halda. Skrásetn- ingu og flokkun má finna í árs- skýrslum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Í lok greinarinnar segir: „Fyrstu árin, sem voru ár kreppu og stríðs, voru tann- skemmdir ekki mjög miklar, þ.e.a.s. margar tennur voru heilar en skemmdar tennur voru að vísu mikið skemmdar og fáar holur fylltar. Eftir stríðið koma tann- skemmdir eins og holskefla yfir þjóðina, en tannlæknum fjölgar og holur eru fylltar. Það er flúor- burstað og flúorskolað en tenn- urnar halda áfram að skemmast. Loks eftir 1980 fer að bóla á fækk- un tannskemmda og eftir 1984 fækkar þeim ört. Í ár (þegar grein- in er skrifuð) er tann- heilsa skólabarna í Reykjavík að komast á líkt stig og hjá sömu aldurshópum á hinum Norðurlöndunum, en svipuð þróun varð í þeim löndum áratug fyrr. Þá er eðlilegt að spurt sé: Hvað kom þessari þróun af stað? Hið hefðbundna svar við þessari spurningu er: Tannvernd hefir aukist. Tannfræðsla í skólum ásamt auglýs- ingum og áróðri í fjöl- miðlum, um bætt mat- aræði, bættar matarvenjur og betri munnhirðu, er farin að skila árangri. Þá er einnig aukinn áhugi á flúortöflum og aukin sala á flúortannkremi frá því sem áður var. Þetta svar er gott og gilt og í samræmi við gildandi viðhorf. Þó leynast í því óvissu- þættir sem athuga þarf: Það bendir fátt til þess að sykurneysla Íslendinga hafi minnkað og lítið er vitað um bætt mataræði og matarvenjur. Það er jafnvel ekki enn vitað hvort þjóðin er almennt farin að bursta tennurnar. En eitt atriði tengt bættri tannheilsu hefir lítið verið til umræðu. Það er hlutur tann- lækna. Lengi voru tannfyllingar brýnustu verkefni skólatannlækna og höfðu þeir ekki undan. En tann- læknum fjölgaði og að því kom að allar holur voru fylltar. Þetta ger- ist skyndilega eftir 1980. Verkefni tannlæknanna breyttust. Farið var að huga betur að þeim tönnum sem heilar voru og höfðu ekki skemmst. Kerfisbundin skorufylling hófst ásamt flúorlökkun. Þær aðgerðir eru aðalstarf skólatannlækna í dag. Sem sé, tannvernd er þeirra að- alstarf.“ Þannig var skrifað árið 1989. Þá var sigurinn í sjónmáli. Núna, 18 árum síðar, eru tannskemmdir aft- ur orðnar vandamál þrátt fyrir menntun og þjóðartekjur betri og meiri en annarstaðar í heimi. Það er ljóst að þegar skipulegt eftirlit hættir fer ástandið úr böndunum og við förum á byrjunarreit aftur. Það hafa komið fram tillögur um ókeypis tannlæknaþjónustu og jafnvel flúorbætingu drykkjar- vatns, sem minnir á þróunarhjálp. En það er sama hversu miklum peningum er eytt til þess að bæta tannheilsu, ef það er skipulagslaust kemur það að litlu gagni. En ég tel að ýmislegt megi læra af 78 ára reynslu skólatannlækn- inga Reykjavíkur. Um skóla- tannlækningar Stefán Yngvi Finnbogason fjallar um skólatannlækningar Stefán Yngvi Finnbogason »En það ersama hversu miklum pen- ingum er eytt til þess að bæta tannheilsu, ef það er skipu- lagslaust kemur það að litlu gagni. Höfundur er fyrrverandi yfirskólatannlæknir í Reykjavík. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.