Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 25
Mest er af járni í dökku kjöti,
nauta- og lambakjöti. Almennt er
járn að finna í kjötvörum, innmat,
vítamínbættu morgunkorni, baun-
um og ákveðnum tegundum græn-
metis. Elva Gísladóttir, verkefn-
isstjóri næringar á Lýðheilsustöð,
segir að eftirtaldar fæðutegundir
innihaldi nokkuð af járni:
Kjöt og innmatur – ekki tæmandi
listi
Blóðmör, 100 g gefa 12,8 mg
Lambalifur, 100g gefa 8,78 mg
Nautahakk, 100 g gefa 2,08 mg
Lifrarkæfa, 100 g gefa 6,1 mg
Lifrarpylsa, 100 g gefa 3,71 mg
Korn- og grænmeti – ekki tæm-
andi listi
Vítamínbætt morgunkorn, 100 g
gefa 24,3 mg
Hafragrautur, 100 g gefa 0,49 mg
Rúsínur, 100 g gefa 3,8 mg
Linsubaunir, soðnar 100 g gefa 3,5
mg
Nýrnabaunir, soðnar, 100 g gefa
2,5 mg
Kjúklingabaunir, soðnar, 100 g
gefa 3,5 mg
Spergilkál, 100 g gefa 0,71 mg
Grænkál, 100 g gefa 2,0 mg
Spínat, 100 g gefa 4,5 mg
Morgunblaðið/Kristinn
Slátur Lifrarpylsa og blóðmör er
járnrík fæða.
Dökkt kjöt,
spergilkál og
morgunkorn
tappa, nánast alveg.
Þegar vísindamennirnir krömdu
hvítlaukinn héldust hollu efnin í
hvítlauknum miklu betur, jafnvel
þótt hann hafi líka tapað hluta holl-
ustuefnanna eftir langan eld-
unartíma.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Hvítlaukur Betri kraminn en heill
ef til stendur að elda.
STÖÐUGA bakverki má tengja líkamlegum
breytingum á heilanum, að því að vís-
indamenn við Ludwig-Maximillian háskólann í
München í Þýskalandi halda fram og greint
var frá á vefmiðli BBC nýlega.
Uppgötvuðu vísindamennirnir að örfínar
breytingar urðu á uppbyggingunni á sárs-
aukasviði heilans í þeim sjúklingum sem þjáð-
ust af stöðugum bakverkjum. Segja þeir þetta
sanna að um raunverulega verki sé að ræða
og uppgötvunin kunni því að reynast gagnleg
við þróun meðferðar.
„Eitt helsta vandamál sjúklinga með stöð-
uga bakverki er að fá lækna, ættingja sína og
tryggingamatsmenn til að trúa sér,“ segir
röntgenfræðingurinn dr. Jürgen Lutz sem fór
fyrir rannsókninni. Til að greina muninn á
heilum heilbrigðra einstaklinga og þeirra sem
þjáðust af stöðugum bakverkjunum var notuð
svo kölluð DTI-segulómun sem sýndi að starf-
semi og uppbygging í heila baksjúklinganna
greindi sig frá heilbrigða samanburðarhóp-
inum.
Áttu breytingarnar sér stað í þeim hluta
heilans sem tengdur er sársaukaskynjun, til-
finningum og streituviðbragði.
„Með þessi raunverulegu og endurskap-
anlegu tengsl á heilamyndum þá er stöðugur
bakverkur ekki lengur huglæg upplifun og
uppgötvunin gæti haft veruleg áhrif á grein-
ingu og meðhöndlun við verkjunum.“
Frekari rannsókna er engu að síður þörf að
sögn vísindamannanna áður en hægt er að sjá
hvort þessar líkamlegu breytingar á heila-
starfseminni eru orsök eða afleiðing verkj-
anna.
Bakverkir tengdir breytingum á heila
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verkur Það hefur oft reynst erfitt fyrir fólk með
stöðuga bakverki að fá lækna til að taka sig trú-
anlega.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
6
0
16
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7940
Nissan X-Trail Adventure er ekki bara hentugur fyrir íslenskar
aðstæður heldur sérhannaður fyrir þær og fæst hvergi nema á Íslandi.
X-Trail Adventure er kröftugur jeppi sem sýnir frábæra frammistöðu
við hvaða aðstæður sem er. Stíllinn snýst ekki aðeins um glæsilegt
útlit heldur kraft, öryggi og lipurð. Hönnun fram- og afturenda bílsins
er miðuð við að akstur í torfærum, grjóti og snjó verði auðveldari og að
þú sjáir öll fjögur hornin úr ökumannssætinu og getir stjórnað og lagt
af öryggi. Ríkulegur staðalbúnaður og frábærar breytingar frá Arctic
Trucks gera þennan jeppa að sannkallaðri kjöreign.
Adventure útfærsla: upphækkun, 29" dekk, bakkvörn, stigbretti og
krókur. Staðalbúnaður: rafstýrð leðursæti, 17" álfelgur, 4x4, litað
gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting,
útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga.
Komdu og reynsluaktu Nissan X-Trail Adventure,
hann er ævintýri á hjólum!
NÁTTÚRULEGHÆFNI
FYRIR ÍSLENSKARAÐSTÆÐUR
NISSAN X-TRAIL
Nissan X-Trail Adventure Sport
Verð frá 3.190.000 kr.
Gerðu samanburð, þú finnur hvergi jafn
vel útbúinn jeppa á jafn góðu verði!
ÍSLANDSJEPPI MEÐÖLLU